Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 14
14 MOHCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1966 fEurijtwM&tíílr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstj órn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÖRVÆNTING FRAMSÓKNAR. ¥i»að voru vondaufir og ör- * væntingarfullir menn, sem sátu síðasta miðstjórnar- fund Framsóknarflokksins í síðustu viku. Flokkur þeirra hefur nú verið á áttunda ár í neikvæðri stjórnarandstöðu. Allan þennan tíma hafa kommúnistar verið einu bandamenn Framsóknar- manna. Þessir tveir stjórnar- andstöðuflokkar hafa haft með sér nána samvinnu á fjölmörgum sviðum, og þá ekki hvað sízt irinan laun- þegasamtakanna, sem þeir hafa eftir fremsta megni reynt að misnota í baráttunni gegn efnahagslegu jafnvægi, framförum og uppbyggingu í hinu íslenzka þjóðfélagi. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins gerði engar ályktanir, sem í felst jákvæð afstaða til eins ein- asta vandamáls eða hags- munamáls íslenzku þjóðar- innar í dag. Hann lét við það eitt sitja að endurtaka enn einu sinni fullyrðingar og sleggjudóma um starf og stefnu ríkisstjórnarinnar. — Hinsvegar krafðist miðstjórn- arfundurinn þess, „að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra kosninga“! Þessi krafa Framsóknar- manna sýnir betur en flest annað hugarástand þeirra um þessar mundir. Þeir gera sér ljóst, að flokkar ríkis- stjórnarinnar vinna nú sem fyrr að undirbúningi fjöl- þættra framfaramála á öllum sviðum þjóðlífsins. Að þess- um málum standa flokkarnir heilir og óskiptir og njóta trausts og fylgis meirihluta þjóðar og þings í hinu mikil- væga uppbyggingarstarfi. — Þetta stjórnarsamstarf hefur staðið með óvenjulegum heil- indum í lengri tíma en nokk- ur samsteypustjórn hefur far ið með völd hér á landi áður. Má því segja, að óvenjuleg festa hafi ríkt í stjórnarfar- inu á þessu tímabili og ríki enn. Endurteknar kröfur Framsóknarmanna um þing- rof og kosningar hljóta því fyrst og fremst að skoðast sem örvæntingaróp ráðþrota manna. Það er engin tilviljun að krafa Framsóknarmanna um þingrof og kosningar er sett fram í þann mund sem ríkis- stjórnin er að leggja síðustu hönd á undirbúning tveggja stórmála, sem lögð verða fyr- ir Alþingi á næstu vikum. Ræðir hér um hinar miklu raforkuframkvæmdir og stór- iðjuframkvæmdir í skjóli þeirra annars vegar, og hins- vegar um myndun nýs frarn- kvæmdasjóðs í þágu strjál- býlisins sem veita mun stór- auknu fjármagni til margvís- legrar uppbyggingar og fram- kvæmda úti um allt land. Framsóknarmenn eru klofn ir innbyrðis í afstöðunni til þessara mála. Hyggnari og frjálslyndari hluti Framsókn- arflokksins gerir sér Ijóst að hagnýting vatnsaflsins til uppbyggingar nýjum atvinnu greinum er glæsilegt fram- faramál, sem ekki verður stöðvað. Um það þarf heldur enginn að fara í grafgötur, að ef Framsóknarflokkurinn hefði verið í ríkisstjórn í dag, mundi hann hafa léð fylgi sitt við byggingu alúmínverk- smiðju á sama hátt og hann fylgdi byggingu áburðar- verksmiðju og sementsverk- smiðju. En bæði þau fyrir- tæki hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn. Allur al- menningur á íslandi lítur á þessar nýju verksmiðjur sem þ jóðny t j af yrirtæki. Örvænting miðstjórnar Framsóknarflokksins er því skiljanleg. Hún sér að flokk- ur þeirra er að daga uppi í þröngsýnu afturhaldi og of- stæki. Ríkisstjórnin og flokk- ar hennar hafa hins vegar skilið kall hins nýja tíma. LANASJOÐUR SVEITARFÉLAGA Oíkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga, og er það að mestu samhljóða frumvarpi um sama mál, sem lagt var fram á síðasta Alþingi en var þá ekki útrætt. Hlutverk hins fyrirhugaða Lánasjóðs sveitarfélaga er, að veita sveitarfélögum stofnlán til nauðsynlegra fram- kvæmda eða fjárfestinga, sem eru svo kostnaðarsamar, að fjár til þeirra verði ekki aflað af tekjum sveitarfélagsins nema á löngum tíma, að ann- azt samninga við lánastofnan ir um bætt lánakjör sveitar- félaga, sem búa við óhagstæð lánakjör, að aðstoða sveitar- félög við útvegun nauðsyn- legra rekstrarlána h-já bönk- um og sparisjóðum og stuðla að því, að sveitarfélögin verði traustir og skilvísir lán- takendur, sem þurfi ekki að setja tryggingar fyrir lánum, sem þeim eru veitt nema sér- staklega standi á. Fé það, sem Lánasjóður sveitarfé'Iaga mun hafa til umráða verður árlegt fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga að fjárhæð 15 millj. RÉTTARHÚLD ÚT AF HANDRITI Dylan Thomas glataði því í bjórkrá árið 1953 FYRIR nokkrum dögum lauk í London málaferlum út af handritinu af leikritinu „The Milk Wood“ eftir Dylan Thomas. Handrit þetta fannst í bjórkrá í Soho-hverfinu í London árið 1953, skömimu eftir að skáldið lézt í Banda- ríkjunum. Það var ekkja skáldsins, Caitlin Thomas, sem höfðað hefur mál á hend- ur brezka leikstjóranum Douglas Cleverdon, er fann handritið og seldi það fyrir 2 þúsund pund árið 1961., Fyrir rétti sagði Cleverdon, að Dylon Thomas hefði gefið sér handritið skömmu áður en hann fór í fyrirlestraferða- lagið til Bandaríkvjanna árið 1953, en eins og kunnugt er, þá entist skáldinu ekki aldur til heimferðar. Að því er Clererdon sagði, hafði skáldið komið til hans og fengið 5 pund lánuð hjá honum, og sagt að hann mætti eiga hand ritið af „The Milk Wood“ ef hann gæti fundið það, en hann kvaðst hafa týnt því í ein- hverri bjórkrá í Soho-hverf- inu. B.B.C. útvarpsstöðin hafði áður fengið handritið hjá Thomas til að afrita það fyrir útvarpsflutning. Thom- as hafði glatað því sama dag- inn og hann fékk það til baka frá útvarpinu. Cleverton lagði leið sína á bjórkrárnar, sem skáldið hafði sagt honum að til greina gætu komið. Cle- verdon fann handritið á bjór- stofu í Campton-stræti, og að því er hann sagði í réttinum, var það fyrsta bjórkráin sem hann reyndi. Cleverdon sagði ennfremur, að handrit þetta hafi verið metið á 25 pund árið 1953, en hann kvaðst vita til þess, að Thomas hafi selt sum handrit sin fyrir 1 pund, er hann þurfti á peningum að halda. Ekkja skáldsins hélt því fram í réttinum, að Clever- don hefði haldið fundi sínum leyndum í átta ár, eða þar til hann seldi það. Cleverdon kvað það ekki rétt vera, þvl hann hefði sýnt fjölmörgum vinum sínum handritið. Einn- ig kom í ljós í réttarhöldun- um, að áður en Cleverdon hafði upp á handritinu, hafði hann sagt vinum sínum frá því, að Dylon Thomas hefði gefið sér handritið, og var þetta áður en skáldið fór til Bandaríkjanna. Cleverdon hafði látið binda handritið og árið 1961 seldi hann það til „Times Book Company". Ástæðuna fyrir sölunni kvað Cleverdon hafa verið þá að hann hafi verið í nokkurri fjárlþröng um skeið. Hann hafði farið með hand- ritið til bóksala í London og beðið hann að selja það þeim er hæst byði. Cleverdon kvaðst ekki hafa haft hug- mynd um hvað handritið var Dylan Thomas. metið á, og hann varð undr- andi, er honum barzt sú fregn, að það hefði verið selt á 2 þúsund pund. Handrit þetta er nú metið á 10 þús- und pund, og kveðst Clever- don nú hafa framið mikið glappaskot með því að selja. Eftir að sækjandi og verj- andi höfðu staðið í málþófi í þrjá daga, kvað dómarinn upp þann úrskurð, að Clever- don hefði verið réttur eigandi handritsins. Dómarinn taldi að Dylan Thomas hefði oft fengið orð á sig fyrir að vera gjafmildur maður og því væri engin ástæða til að vefengja sögu Cleverdons. Dómarinn kvað það sannað mál, að Cleverdon hefði tilkynnt tveimur vinum sínum um gjöf þessa meðan Thomas var enn á lífi, en það hefði engin óvitlaus maður gert, hefði það ekki verið satt. Handritið er nú til sölu i Mayfair-bókaverzluninni í London, en ekki hefur ákveð- ið verð verið sett á það. Ekkj- an kveðst engan áhuga hafa á að kaupa það, en að hennar sögn hefur þessi málshöfðun kostað hana meira en 2 þús- und pund. UM þessar mundir stendur yfir í Mokkakaffi sýning á 24 málverkum Björns Ragn- ars, ungs listmálara úr Reykjavík. Björn Ragnar er 19 ára að aldri o>g er þetta í þriðja sinn, sem verk hans króna, framlag úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni, árlegt lán úr Framkvæmdasjóði íslands, aðrar lántökur og afborganir og rekstrartekjur. Hér er um að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál eru sýnd á Mokkakaffi. Hélt hann fyrstu sýningu sína þar 1961, einungis 15 ára gamall. Verkin á sýningunni nú eru máluð á þremur siðustu árum og ýmist vatnslitaverk, olíu- málverk eða tússteikningar. Myndin sýnir Björn Ragnar sveitarfélaganna í landinu. Þau hafa flest með höndum umfangsmiklar framkvæmd- ir á þessum gróskumiklu at- hafnatímum, sem við nú lif- um, og það gefur auga leið, að fjárskortur hlýtur að há þeim mjög í þeim fram- við nýstárlegasta málverkið á sýningunni, sem hann kallar Þroska. Er verkið mjög í anda stefnu í máiaralist, sem hér hefur verið kölluð „pop“-list. Tvö málverkanna hafa þeg- ar selzt, en sýningin hófst s.L sunnudag. kvæmdum. Hinum fyrirhug- aða Lánasjóði sveitarfélaga er ætlað að ráða hér nokkra bót á, og er þess að vænta, að hann verði sveitarfélögum í landinu mikilvæg lyftistöng og örvi og stuðli að fram- kvæmdum á þeirra vegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.