Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 27
Miðvikuctagur 18. marz 1966 MORGUNBLADID 27 að Ármenningunum takist að skora. Staðan. í hálfleik 6:4 K.R. í vil. Á fyrstu sex mínútunum skora K.R.-ingarnir fjogur mörk af línu, á móti tveim af línu og einu fyrir utan. Ármenningarnir sóttu í sig veðrið og spila nú betur og virðast hugsa meira. Á 7. mínútu kemst Bjarni í gott færi og var hann ekki lengi að nota sér það og skorar þarna áttunda mark Ármanns. Fyrir leikslok bæta Ármenningarnir við sig tveim mörkum en K.R.- ingarnir voru heldur seigari og bættu við sig fjórum mörkum. Leiknum lauk með sigri K.R. 14:10. Ármannsliðið er að verða nokk uð gott og eru liðsmenn þess að fá nokkuð örugg tök á boltanum. Breztir í þessum leki voru þeir Bjarni, Björn og Ólafur. K.R.- liðið var nokkuð öruggt með sigurinn en hefur þó ekki nóg'i gott vald enn á tvöfaldri vörn. Liðið á oft skemmtilega samleiks kafla. Beztur var Árni. III. flokkur karla F.H. —• Breiðablik 11:6. í þessu leik mættust F.H. frá Hafnarfirði og Breiðablik Kópa- vogi. Leikur þessara liða var nokkuð jafn framan af en eftir að fimm mínútur voru liðnar af leiktímanum tóku F.H.-ing- arnir leikinn meira í sínar hend- ur. Og skoruðu í fyrri hálfleikn- um 5 mörk á móti tveim frá Breiðabliksstrákunum. Seinni hálfleikurinn varð aft- ur mikið jafnari og betur leik- inn af beggja hálfu. F.H.-ingarn- ir með Jón Már í fararbroddi og Breiðabliksstrákarnir með Guðmund. Bæði liðin sýndu á- gæta kafla. F.H.-ingunum tókst að setja sex mörk í þessum hálfleik en Breiðablik fjögur. Leiknum lauk með ágætum sigri F.H. 11:6. F.H.-liðið er vel leikandi lið og hefur ágætar skyttur svo sem Friðrik og Jón Már. Breiðabliks- liðið er enn í deiglunni og hefur maður það á tilfinningunni að þeir búi yfir meiru. Beztur þeirra í þessum leik var Guðmundur. Þá er komið að stóru strák- unum þ.e.a.s. II. flokki karla en tveir leikir fóru fram í þeim flokki, Valur—Í.R. og Víkingur og Breiða-blik. Valur — Í.R. 13:13. Leikur þessara liða var mikill baráttuleikur, leikið nokkuð fast og ákveðið. Valsmenn byrjuðu leikinn vel og sóttu stíft en Í.R.- ingar vörðust vel og gáfu lítið eftir. Valsmönnum tókst í þess- um hálfleik að skora 9 mörk en Í.R.-ingarnir fylgdu þeim fast eftir með 7 mörk. Hálfleikurinn var vel notaður af báðum lið- um, og fengu keppendur holl ráð af þeim er fyrir utan leik- völlinn stóðu og fylgdust með sínum mönnum. Hvað um það leikurinn hófst að nýju og byrj- aði strax með miklu fjöri beggja liða. Valsmennirnir byrjuðu á því að skora, en Í.R.-ingarnir voru ekki nógu ánægðir með það og bæta við marki, sem Vil- hjálmur skoraði með góðu lang- skoti. Ekki þótti Jóni Karlssyni i Val þetta nógu gott og tekur hann sig til og skorar þrjú í röð, en Vilhjálmur bætir við tveim mörkum til við.bótar fyrir ÍR. Staðan er 13:10 og fimm mín- útur eftir. Nú er það sem Vals- menn hefðu átt að athuga sinn gang og leika yfirvegað og tefla ekki í neina hættu en það fór á annan veg. Þeir gerast æði djarfir og tapa leiknum niður í stöðuna 14:13, eftir mínum kokkabókum. En markataflan sagði 13:13, og eftir henni fer dómarinn. Litlu drengirnir sem færa töfluna svo oft, eru ekki alltaf með á nótunum og er því hægt fyrir hvern sem er að stjórna þeim jafnvel af áhorf- endastæðunum. Nóg um það eitt stig á hvort félag, og mundi ég segja að það væri ekki svo ranglát úrslit ef mörkin hefðu ráðið. - Stjórnarkreppan í Belgíu leystist í gœr Brussel, 15. marz. — NXB — Stjórnarkreppan í Belgiu, sem nú hefur staðið í 34 daga, en nú leyst. Paul Vanden Boeyn- ant, leiðtogi kristilega flokks- ins, tilkynnti Baudouin konungi á þriðjudag, að samkomulag hefði náðst milli flokks sins og frjálslyndaflokksins um að mynda samsteypustjórn. Talið Hlutaféð 1,5 milljón kr. Ein af 2. fl. mönnum 1R er góð vinstri handar skytta Vaisliðið átti þarna ágætan leik og heppnuðust oft vel þær opnanir sem þeim tókst að skapa í Í.R.-vörnina. Valsmenn skor- uðu 10 ag 14 mörkum af línu. Í.R.-liðið lék einnig vel og tókst þeim að nota sér vel óforsjálni Valsmanna í lok leiksins. Ekki er hægt að hrósa liðunum fyrir varnarleik því of mikið er af skoruðum mörkum í svona stutt- um leik, burt séð frá öllum til- raunum sem fara ofan garðs. Beztu menn Í.R. voru þeir Ágúst og Vilhjálmur og beztu menn Vals þeir Kristján og Gunnar. í BLAÐINU í gær var sagt frá því að hlutaféð í hinni nýju ostagerð, sem bændur austan Fjalls hafa stofnað væri hálf milljón króna, en á að vera ein og hálf milljón króna. Barnakerru stolið í FYRRADAG var stolið barna- kerru við Laugaveg 28. Hafði kona með tvö börn sín, brugðið sér inn í kaffibús þar, til þess að fá sér hressingu, og er hún I kom út aftur eftir stundarfjórð- ung var barnakerran horfin. Barnakerran er tvílit, blá og hvít, ársgömul, með litlum hjól- um. Eru allir þeir sem gætu gef- ið einhverjar upplýsingar um kerruna ebðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. er að Boeynant muni leggja fram ráðherralista sinn á fimmtu dag. Stjórnmálaástandið í Belgíu hefur verið alvarlegt síðastlið- inn mánuð og allar tilraunir til stjórnarmyndunar hafa mistek- izt til þessa. Innan kristilega flokksins eru skiptar skoðanir á þessari lausn, sem nú hefur kom ið fram, en þar sem talið er að samsteypustjórn þeirra kristi- legu og frjálslyndu sé seinasta hálmtráið, þykir víst að stjórnin fái samþykki þingsins. Kristilegi flokkurinn hefur 77 þingsæti og frjálslyndi flokkurinn 48, eða samtals 125 af 225 þingsætum. Aðalverkefni hinnar nýju stjórnar, verður að koma jafn- vægi á efnahagsmál landsins, sem um skeið hafa verið í ólestri. j.''iokkarnir, sem að stjórmnm standa, hafa enn ekki gefið út neina stefnuskrá, en hennar er óeðið með mikilli eftirvæntingú. Lídó verSur aiiur ván veiitntjasiaður Sú breyting verður væntan- lega innan skamms á rekstri veitingahússins Lido, að það mun að nýju taka upp vínveit- ingar. Eins og kunnugt er hefur veitingarstaðurinn nú í nokkur ár gengizt fyrir unglingaskemmt unum, og hefur fram að þessu verið nær eini staðurinn, þar sem unglingar innan 21 árs ald- urs og niður í 16 ára hafa get- áð sketnmt sér. Róbert Kristjónsson, fram- kvæmdastjóri Lido, tjáði Mbl. að það hefði þegar verið sótt um vínveitingaleyfi fyrir húsið, en búast mætti við að nokkur tími liði, þar til leyfið yrði ) afgreitt. Róbert sagði, að ung- lingadansleikirnir myndu af þess um sökum alveg verða úr sög- unni, forráðamenn hússins hefðu ekki treyst sér til þess að halda þeim rekstri áfram, þar sem lit- ils skilnings á þessum danslekj- um hefði gætt að hálfu yfir- valdanna. Róbert kvað ennfremur nokkr- ar breytingar verða gerðar á húsinu, og gætti þeirra aðallega í húsgagnavali. >á yrði tekinn niður einn veggur í salnum, og rji hægt að skipta salnum í tvennt með renniþili. Verður þá. hægt að halda einkasamkvæmi í þeim minni, en dansleik í stærri salnum. Víkingur — Í.K.K. 20:4 Leikur þessi var ójafn frá byrjun til loka svo sem úrslita- tölur leiksins gefa til kynna. Tel ég þó að munurinn á lið- unum sé ekki svona mikill eins og ráða mætti af markatöflunni. Víkingsliðið er gott, en Kefla- víkurliðið er ekki svona lélegt, ég held að uppgjöfin hafi komið 30 mínútum of snemma. Staðan í hálfleik var 12:1. Síðari hálfleikur var í svipuð- um dúr þó svo að Keflvíking- arnir tækju smá fjörkipp á tólftu mínútu og skoruðu þá tvö mörk. Leiknum lauk með yfirburða- sigri Víkings 20:4. Í.B.K.-liðið lék ekki nógu vel saman og áttu oft á tíðum of mikið af einstaklingsframtaki Víkingsliðið er erfitt að dæma eftir þessum leik. Þarna eru á ferðinni margir efnilegir strákar. Langskyttur liðsins eru mjög háir í loftinu, það eru þeir Einar og Jón Hjalta lín. Jóni hættir þó til einleika um of. 2. DEILD. Tveir leikir fóru fram í II. deild um. helgina. Í.R. og Í.B.K. háðu harða og fjöruga baráttu um stigin. Leik- urinn var mjög jafn og skiptust liðin á að skora. í hálfleik var staðan 11:11. Síðari hálfleikur var einnig jafn og spennandi og mikil barátta á ferðinni. Í.R. tókst ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins að tryggja sér' sigurinn 25:25. Þróttur — l.A. Leikur Skaga- manna í fyrri hálfleik kom mjög á óvart og áttu Þróttararnir í miklum erfiðleikum með þá. Svavar markvörður Skagamanna stóð sig vel í markinu og varði oft af mkiilli snilld. Ungu menn á óvart með getu sinni. í hálf- irnir í Skagaliðinu komu mjög leik var staðan 10:9 fyrir Í.A. Seinni hálfleikur varð Skaga- mönnum erfiður svo sem búizt var við og brást þá úthaldið al- gjörlega. Þróttararnir náðu sér þá á strik og unnu leikinn með 33:24. Hópurinn, sem stóð að tízkusýningu Hringsins 7. marz sl. (Ljósm. Herdís Guðmundsdóttir) Hringsskemmtun Á SUNNUDAGINN kemur efnir Kvenfélagið Hringurinn í Hafn- arfirði til skemmtunar í Alþýðu- húsinu þar í bæ. Verður þar ýmislegt fjölbreytilegt skemmti- efni. Efnt verður til tízkusýn- ingar og sýndur tízkufatnaður kvenna úr Verzl. Laufið og karla úr Verzl. P & Ó Þá sýnir dans- par úr dansskóla Hermanns Ragn OPIÐ í kvöld, miðvikudag, í Sjálfstæðishúsinu niðri frá kl. 20. — Dagskrá: Kvikmyndasýning. Dans. Hinir vinsælu ,,ÞEIR“ leika. Fjölbreyttar veitingar á hóf- legu verði. Munið nafnalistann með stimpl aðri mynd. Framkvæmdanefndin. ars og tveir menntaskólapiltar skemmta með söng. í fyrra efndu Hringkonur í Hafnarfirði til slíkrar skemmtunar og var hvert sæti skipað. Hringskaffi verður borið fram. Gemini — Frakkland Framhald af bls 1 Frakka á fundinum á þriðjudag. Hann sagði, að ef Frakkar héldu fast við þá ákvörðun ,að draga herlið sitt út úr varnarkeðju Vestur-Evrópuríkjanna, yrði það skoðazt sem brot á samþykkt þeirri, er þessi sjö ríki hefðu undirritað 22. október 1954. — Varnarsamningur sá, er þá var undirritaður var síðar samlþykkt- ur af öllum aðildarríkjum NATO. Allir fulltrúarnir á fimd inum, utan þess franska, voru Stewart sammála um að líta bæri alvarlegum augum á þessa fyrirætlun De Gaulles. Meðal þess herliðs, sem De Gaulle. hyggst draga til baka, eru 65 þúsund hermenn, sem staðsett- ir eru á vegum NATO í Vestux- Þýzkalandi. Fulltrúamir voru sammála Stewart um það, að til- vera Atlantshafsbandalagsins væri Vestur-Evrópu lífsnauðsyn leg, og að það mundi halda á- fram að starfa og eflast, þótt Frakkar gengju úr því. Harold Wilson, forsætisráð- herra, sendi De Gaulle rbéf á þriðjudag, og að því er AP-frétta stofan telur, þá gagnrýndi Wilson frönsku stjórnina harð- léga fyrir afstöðu hennar til NATO. Bréf þetta var sent skömmu eftir fyrsta fund Vestur Evrópuabndalagsins. Á þriðjudag gaf franska stjóm in út þá yfirlýsingu, að Frakkar hyggðust vera áfram í NATO, en myndu vinna að skipulagsbreyt- ingum innan samtakanna. Frakk ar kváðust ennfremur mundu veita Vestur-Evrópuríkjunum hernaðarlega aðstoð, ef á þyrft! að halda. Framhald af bls. 1 verði skotið upp í dag- Á þrðju dag var tilrauninni frestað vegna bilunar sem varð í eldflaug- inni. Geimfaramir munu fram- kvæma ýmislegt í þessari ferð, sem ekki hefur áður verið reynt, m.a. hafa stefnumót við Agena eldflaug. Annar geimfaranna mun ferð ast utan geimfarsins í tvær klukkustundir. Mun hann meðal annars safna saman hóloftsryki, sem líffræðingar munu síðan rannsaka. Talið er, að einhvers- konar líf sé að finna þarna uppi og á tilraun þessi að skera úr um það. Einnig verða gerðar tilraunir varðandi áhrif hálofts- ryks á myndavélalinsur og sjón- aukagler. FÉLAGSHEIMILI Miðvikudagur Kvikmyndasýning. Rómeó og Júlía. Fimmtudagur Skólakvöld. Föstudagur Opið hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.