Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 11
Miðvflmðagor 16. marz 1966 MORGU NB LAÐ/Ð 11 Kirkjur — Kirkjusokn I>AÐ hefur mikið verið skrafað og skrifáð um kirkjur og kirkju- sókn á síðustu tímum, og er það vel, allt er betra en þogn og af- skiptaleysi. Mi-klir starfskraftar bættust kirkju höfuðstaðarins með hin- um nýju prestum, enda sjálfsögð skylda vegna fólksfjölgunar í höfuðborginni. Náttúrlega er það virðingar- vert af söfnuðunum að byggja nýjar kirkjur og skrýða þær. — í>að er metnaðarmál hvers safn- ®ðar, heilbrigt metnaðarmál, að guðshúsið sé vel búið, ekki síður en heimili þeirra sjálfra. En hœtt er við, að eftir fyrsta sprettinn, vilji sækja í sama horfið með kirkjusóknina, svo hefur það víða reynzt. Presturinn semur sínar ræður ©g vandar sig sem bezt, söng- flokkurinn syngur fagra söngva, kirkjan er hlý og björt, falleg, presturinn prúðbúinn, en fátt eitt af söfnuðinum lætur sjá sig. Kirkjan, okkar góða móðir, gem við eigum svo mikið að Iþakka, stendur ein á hæðinni og bíður. Sumir segja: ,,Ég er ekki kom- inn í kirkju til þess að hlusta á góða ræðu eða fagran söng“. — Til hvers þá? — „Til sameigin- legrar tilbeiðslu". Þá ættu menn að sýna það með því að taka þátt í hinum al- menna kirkjusöng, eins og kirkjugestir gera hvarvetna um víða veröld. — En það gera ís iendingar ekki almennt, — því miður. — Svo þrá menn, vitandi vits, eða óafvitandi, hið helga náðar- meðal: Altarissakramentið, hátíð legustu athöfn kirkjunnar. — Hún er nú lítið um hönd höfð í kirkjum vorum. Furðulegt, að prestar skuli ekki auglýsa vissa tíma til altar- isgöngu, þó ekki kæmi nema einn altarisgestur, fyrst í stað. — f>að mundi brátt aukast. f>að er ekki hægt að neita því, ®ð safnaðarlífið er dauft, al- mennt, þó margir vinni vel: Kvenfélög, söngfólk og ung- mennastarfsfólk. Kristin fræði eru ekki kennd í skólum vorum nema á skyldustiginu. — Ung- menni njóta ekki annarrar fræðslu, í því efni, en undirbún- ings til fermingar. Hvernig væri að fara að dæmi Fríkirkjunnar, t.d. vestan hafs, þar sem kjörnir djáknar starfa með prestum sínum. — Valdir menn, karlar og konur, sem vígð eru til starfsins. — Heita, með hátíðlegri vígslu safnaðarins, að starfa með trúmennsku með presti sínum í G-uðs nafni. Hugsa sér, ef hver söfnuður í Reykjavík hefði 20—30 djákna, sem störfuðu með presti sínum, fylgdust með 20 safnaðarmeð- Jimum og heimsæktu þá við og við. — f»eír eru til í höfuðborg- inni, sem fúslega vild-u starfa þannig með ljúfu geði, ef eftir væri leitað. Ég kynntist djáknastarfinu vel, árið sem ég var vestan hafs, því mágur minn, Henry Thodore Halvarson, stjórnarráðsmaður, var einn af 50 djáknum í stórum SÖfnuði, í hinu Almenna kirkju- sambandi Kanada, í Reginu, höf- uðstað Saskatchewan-fylkis í Kanada. Hver djákni fylgist með 20 safnaðarmeðlimum á vissu svæði í borginni. f hverri kirkjudeild eru fjórar altarisgöngur á ári. — Allir fermdir meðlimir safnaðar- jns eru húsvitjaðir af djákna sín- um nokkrum dögum áður en altarisgangan fer fram, og spyrst um leið fyrir um líðan fjölskyld- unnar. — Ef atvinnuleysi, veik- indi, eða aðrir erfiðleikar steðja að, reynir prestur og djákni sam- eiginlega að bæta úr því með ráðum og dáð. f>að er hátíðlegt að sjá þá 50 djákna uppi við altarið, ásamt presti sínum, aðstoða við altaris- gönguna og njóta síðan sam- eiginlega hátíðlega altarissakra- mentisins. í djáknastarfið veljast úr- valsmenn, sem njóta álits og virðingar. Margir landar vorir vestan hafs hafa starfað árum saman í djáknanefndum kirkna sinna og njóta álits og virðingar. f>að eru áreiðanlega til 20 manns, karlar og konur, í hverj- um söfnuði í höfuðstaðnum, sem fúslega vildu starfa með presti sínum á svipaðan hátt og frí- •kirkjan gerir í mörgum löndum heims. f>að þarf meira persónulegt samstarf. Allir Vestfiröingar verða að fá rafmagn Eftir Snæbjorn J. Thoroddsen oddvita Svo sem öllum er kunnugt hefur verið sífeldur brottflutn- ingur og fækkun fólks á Vest- fjörðum þrátt fyrr fjölgun is- lenzku þjóðarinnar og þrátt fyr- ir svipaðar meðaltekjur alls al- mennings á Vestfjörðum og ann- arra er svipaða atvinnu stunda. Þetta er svo alvarlegt fyrir- brigði að framámenn byggðar- laga Vestfjarða, ekki síður en for ráðamenn þjóðarinnar horfa með ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýram að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Halldóra Bjarnadóttir. ugg fram á veginn og leggja sig Yfirlýsing Heildverzlnnor Guðbjörns Guðjónssonor um fóðurvöruinnflutninginn í tilefni yfirlýsingar um fóð- urinnflutninginn, sem Gunnar E. Kvaran, f.h. Innflytjendasam- bandsins, birti í Morguntolaðinu 12. marz, s.l. viljum vér taka fram eftirfarandi: Á vegum firma vors og fyrir milligöngu þess voru flutt inn 300 tonn af Kúafóðurtolöndu frá Hollandi á CIF-verði kr. 5.281.44 tonnið. Kaupendur voru allmörg kaupfélög víðsvegar um landið. Munu þau hafa greitt til viðtoótar uppskipunar-, vörugjald og bankakostnað samtals kr. 403.82 og samkvæmt venju lagt á 10 til 12% og hefur þá tonnið verið selt út á ca. kr. 7.000.00 eða jafn- minna. Til samantourðar má geta þess, að útsöluverð á innlendri fóðuitolöndu er t.d. á Patreksfirði Vopnafirði Höfn, Hornafirði Þingeyri Norðfirði kr. 8.480.00 — 8.580.00 — 8.680.00 — 8.860.00 — 8.000.00 og sést strax að hagnaður bænda á þessum svæðum getur verið allt fré 1000 krónum og upp í 1860 krónur á hverju tonni. Nú ber þess að gæta, að hér var aðeins um 300 tonn að ræða og verðið gat þar af leiðandi ekki verið lægra á svo litlu magni. Ef samið væri um kaup á t.d. 1000 tonnum minnst, get- um vér boðið kúafóðurblönduna á CIF-verði kr. 4.453.51 sem mundi verða seld á ca. krónur 5.215.00 hvar sem er á landinu, en það er um kr. 1165.00 fyrir neðan verð innlendu framleið- endanna í Reykjavík og allt frá kr. 1425.00 til kr. 3.645.00 undir verði þeirra úti á landi. Hugsanlegt er að verð sé enn hægt að lækka ef vér t.d. fengj- um pantanir á a.m.k. 5—10 þús. tonnum, að ekki sé talað um ef oss væri falið að semja um kaup á heildarþörf bænda, sem er um 32 þús. tonn. Hér er um sparnað að ræða, sem leikur á tugum milljóna króna og hefur haft sín áhrif á verð landbúnaðarafurða. Innflytjendasambandið er ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar um inn- flutning fóðurs á að upplýsa við- skiptamálaráðuneytið árlega um markaðsverð í Evrópu til þess að hin samningsbundnu PL- vörukaup frá Bandaríkjunum verði ekki óhagstæðari en ósamn ingsbundin fóðurbætiskaup. — Hvort sem Innflytjendasamtoand- ið hefur af ásettu ráði leynt rík- isstjórnina staðreyndum eða þá ekki vitað betur, staðfestir Gunn ar E. Kvaran það í yfirlýsingu sinni, að meðlimir Innflytjenda- sambandsins geti ekki selt ódýr- ari fóðurblöndu en þeir nú gera og er yfirlýsingin einmitt farm komin til þess að hnekkja stað- hæfingu formanns Búnaðarfé- lags íslands, Þorsteins Sigurðs- sonar, í setningarræðu Búnaðar- þings, um að PL-samningurinn við Bandaríkin væri bændum óhagstæður og hægt sé að fá evrópska fóðurtolöndu á miklum mun hagstæðara verðL Yera má að ekki sé hægt að framleiða fóðurbiöndu ódýrara hérlendis, en benda má þó á, að framleiðendur hér fá maísmjölið á rúmlega 4 þús. krónur tonnið og það er meginuppistaða í fóð- urblöndu þeirra. Lætur þó nærri að í blönduna fari mjöl fyrir u.þ.b. kr. 3200.00, en önnur efni og pakkning kosta vart meira en kr. 1372.00 og eru þá eftir kr. 1800.00 til að greiða vinnu- laun og leggja til hliðar fyrir „ýmsum kostnaði“. Þetta ætti verðlagsstjórinn að geta athug- að betur og gefið ríkisstjórninni nákvæmari upplýsingar. Gunnar E. Kvaran talar um að ekkert dýraprotein sé í hol- lenzku blöndunni. Vér vi'ljum í einlægni benda honum á að leita álits sérfróðra manna um nautgriparækt í dag, í stað þess að halda fram gömlum og úr- eltum kenningum um jurta- protein. Rétt er að taka fram, að hollenzka firmað, sem fram- leiddi umrædda fóðurblöndu, vill síður nota íslenzkt síldar- mjöl í sínar fóðurblöndur af á- stæðum, sem óþarft er að nefna hér. Hvað viðkemur fyrirlýsingu Viðskiptamálaráðuneytisins varð andi margumræddan fóðurinn- flutning, viljum vér taka fram, að henni verður ekki svarað hér, enda álítum vér að ráðuneytið hafi ekki fengið réttar upplýs- ingar um verðlag á fóðurblönd- um í Evrópu, eða alls ekki látið ráðuneytinu það í té. Nú liggja staðreyndirnar á borðinu. Frelsi í viðskiptum skapar lægra vöruverð. Hafi ein- hver efast um þá kenningu, get- ur sá hinn sami lært af einokun á innflutningi fóðurvöru, sem hefur skaðað bændur og raun- ar neytendur í landinu um tug- milljónir króna árlega. Vér höf- um með bréfum til réðherra í viðskipta- og landbúnaðarmálum óskað eftir frjálsum innflutningi á þessari vörutegund. Hjá oss liggja pantanir fyrir miklu magni á hinu hagstæða verði og munum vér staðfesta þær strax og innflutningurinn verður gef- inn frjáls. f ram um • að fmna ráð er líkleg væru til að leysa vandann. í þessu sambandi hefur verið talað um Vestfjarðaáætlun, og þar örugglega að mínu viti stigið spor í rétta átt. Með Vestf jarðaáætluvinni er frekar unnið að bótum sam- gangna á landi, sjó og í lofti, en áður var hægt, og er hér vissu- lega stigið rétt spor að því sem mest hefur staðið í vegi fyrir lífsánægju og lífsafkomu fólks- ins í umræddum landshluta. Auk þess sem ég hef nefnt, og sem allir virðast sammála um að kalla umbætur, er sitthvað fleira þar samverkandL og skal ég í því sambandi nefna einlr- um tvennt. Nokkuð er um það rætt af þeim, er búnaðarmálum okkar ráða, að vestfirzkir bændur eigi frekar, landshátta vegna, að búa sauðfjárbúskap, en síður með kýr, umfram þörf heimilannna, kaupstaða og kauptúna. Mjólk- ina eigi heldur að fá frá þeim landbúnaðarhéruðum, sem betur séu fallin til kúabúskapar. Ekki vil ég andmæla þessu áliti þeirra manna, er öðrum fremur hafa þekkingu á því sviði. En til þess að þetta sé hægt er aðkallandi að rækta upplönd Vestfjarða, en það er varla hægt nema með dreifingu átourðar og grasfræs úr lofti. Uppýind Vestfjarða eru mjög víða ber og gróðurlítil, og kem ur því gott vetrareldi sauðfjár- ins ekki nema að litlu gagng þegar sauðkindin lifir við skort í sumarhögunum. Að rækta beitilönd hálsa og fjalla Vestfjarða ,er fjárhags- lega þeim um megn sem telj- ast bændur. Ég tel því að hér sé jafn að kallandi þörf umbóta eins og áðurnefndar samgöngubætur og ætti að standa við hlið þeirra í hinni títtnefndu Vestfjarðaá- ætlun. Eitt er það enn, sem ég tel mest aðkallandi til umbóta fyrir dreiftoýlisfólk Vestfjarða, en það er dreifing raforkunnar. Það getur ekki verið neinum forráðamanni ánægjusjón að sjá og vita sveitunga sína fara á mis við öll þau þægndi, sem raforka veitir á ótalmörgum svið um, en sjá og vita góðu heilli samlanda sína lifa við yl, ljós og annað gott er rafmagnið veitir, og fá þá umsögn þeirra sumra er þessum málum ráða að hreppsfélag þeirra fái ekki þessar umbætur um ófyrirsjáan- lega framtíð. Rafvæðing afskekktra sveita Vestfjarða tel ég því tvímæla- laust eigi að vera við hlið sam- gangna og annarra þeirra um- bóta, sem taldar eru að þar eigi að skipa sæti. Ég er ekki þess umkominn að segja á hvem hátt eigi að rafvæða hinar afskekktu sveitir eins og t.d. Ráuðasands- hrepp. En ég hika ekki við að segja að ef íbúar Rauðasands- hrepps eiga ekki kost á að fá Snæbjörn Þ. Thoroddsen. þessar aðkallandi umbætur, sem ég veit að sveitungar mínir telja meðal þess, er þeir þrá mest, eftir venjulegum leiðum, þá er ekki annað hægt en bera fram þá ákveðnu ósk, að Alþngi og ríkisstjórn stuðli að framgangi málsins á þann hátt, sem héraðs- l(iar sjálfir, og þeir sérfróðir menn, sem að málum þessum standa, telji skynsamlegastan og helzt frakvæmanlegan. Framkvæmdir á þessu sviði eiga því, að ég tel, að leysast að verulegu leyti með tilstyrk Vestfjarðaráætlunar, alveg eins og samgöngubætur, ræktun lands og annað, er stuðla má að því að halda fólki í byggðum Vest- fjarða, sem vissulega eiga miklu hlutverki að gegna í íslenzku þjóðlífL — Alþíngi Framhald af bls. 8 vitanlega ekki um neitt leyndar- mál að ræða, en það sýndist sitt hverjum í sumum atriðum um það, hvernig ætti að breyta lög- gjöfinni. Alfreð Gíslason (K) gerði því næst grein fyrir breyt- ingartillögum sínum, og einng tók til máls Eggert G. Þorsteins- son félagsmálaráðherra er þakk- aði nefndinni afgreiðslu málsins Að lokum tók Þorvaldur Garðar Kristjánsson aftur til máls og vék nokkuð að tillögum Alfreðs. Var síðán gengið til atkvæða um málið. Voru breytingartil- lögur Alfreðs felldar, en breyt- ingartillögur nefndarinnar sam- þykktar og málið afgreitt U1 þriðju umræðu. Hafnarfjörður Til sölu m. a.: Fokheld raðhús við Smyrla- hraun. Fokheld íbúð við Ölduslóð. íbúð tiltoúin undir tréverk við ölduslóð. Til brottflutnings 48 ferrn. timtourhús. Hrafmkell Ásgeirsson,. hdl. Vesturgötu 10, Hafnarfirði. Sími 50318. Opið frá kl. 10—12 og 4—6. Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í eina kjötverzlun okkar. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja fyrri reynslu við slík störf. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sláturfélag Suðurlands Skúlagötu 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.