Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 1G. fnarz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Kristjana Úladóttir bæði yngri en hún: Þórarinn kvæntur Jónínu Sigurðardóttur á Hoffelli í Vestmannaeyium, og Guðbjörg gift Kristni Jónssyni kaupmanna á Húsavík. Þrír bræður eru enn á lífi: Sigurður forstjóri í Vestmananeyjum, Kristján bókhaldari og Árni blaðamaður, báðir í Reykjavík. Hjá Sigurði var Kristjana öll árin í Vestmannaeyjum og engir reyndust henni jafn tryggir vinir Gurðot Ruin Gunnorsson HÚN VAR fædd að Víkinga- vatni í Kelduhverfi 23. marz 1891. Foreldrar hennar voru Óli J. Kristjánsson og Hólmfríður Þórarinsdóttir, sem þá bjuggti þar á nokkrum hluta jarðarinn- ar. Voru þar þá á heimilinu for- eldrar hans, Kristján Árnason umboðsmanns, Þórðarsonar á Kjarna og Sigurveig Guðmunds dóttir Árnasonar bónda í Ær- lækjarseli, bæði hálfsjötug að aldri og hætt búskap. Þar var einnig móðir Sigurveigar, Ólöf Sveinsdóttir Guðmundssonar á Hallbjarnarstöðum, fædd 16. september 1799. Eru það kunnar og fjölmennar ættir, sem komnar eru frá þeim Þórði á Kjarna og Sveini á Hallbjarnarstöðum. Foreldrar Hólmfríðar voru Guðbjörg Guðmundsdóttir, Vig- fússonar, bónda á Grásíðu og Þór arinn Þórarinsson, albróðir Sveins amtsskrifara, föður séra Jóns hins kaþólska (Nonna). Faðir þeirra bræðra, Sveins og Þórarins, var Þórarinn bóndi í Kílakoti, Þórarinssonar bónda á Víkingavatni, Pálssonar, Arn- grímssonar sýslumanns á Laug- um, af Hrólfsætt hins sterka. Kona Þórarins í Kílakoti var Björg skáldkona Sveinsdóttir, Guðmundssonar á Hallbjarnar- stöðum, og komu þar saman ætt- ir þeirra hjónanna Óla og Hólm- fríðar. Sveinn á Hallbjarnarstöð um var greindur maður vel og skáldmæltur. Gekk skáldskapar- gáfan í arf til Bjargar dóttur hans, og dóttursonar hans Krist- Bjarni Beinteinsson LÖGFRiEÐINGUH AUSTURSTRÆTI 17 (silli ft VALDll SÍMI 13536 jáns Jónssonar Fjallaskálds og Bjarna bróður hans. Og víða ból ar enn á hagmælsku í þeirri ætt. Hafði Kristjana ekki farið varhluta af því, þótt hún flíkaði því lítt, en Kristján bróðir henn ar er þjóðkunnur fyrir lausa- vísur sínar. Kristjana ólst upp hjá foreldr- um sínum, sem bjuggu á ýmsum bæjum í Hverfinu. Var hún snemma vanin við alla algenga sveitavinnu, eins og þá var títt, því að þá urðu allir að vinrta baki brotnu og börnin snemma vanin á að forðast sérhlífni. Klingdi þá oft í eyrum þeirra: „Sá, sem ekki nennir að vinna, á ekki heldur mat að fá“. Bar- áttan fyrir daglegu brauði var hörð á þeim árum, og þess var krafizt að allir leggðu fram alla krafta sína. Það var harður, en góður skóli, því að kveifarskap- ur var fordæmdur og úrræða- leysi ljótur galli. Þegar Kristjana var 15 ára brugðu foreldrar hennar búi og fluttust til Húsavíkur. Systkinin voru þá sex og dreifðust þau brátt í ýmsar áttir. Kristjana komst vonum bráðar að verzlun Aðalsteins Kristjánssonar á Húsavík og komu þá nýir hæfi- leikar hennar í ljós, hvort held- ur hún vann að afgreiðslustörf um eða bókhaldi. Viðskiptavin- ir spurðu gjarna eftir henni, þvi að hún var rösk við afgreiðsluna og hreinskilin, og það er talinn bezti starfsmaður hvers fyrirtæk is er allir spyrja eftir. Bókhald lék henni þegar í höndum og var snyrtimennsku hennar þar við brugðið, en hitt bar þá af hvað hún skrifaði fagra rithönd og varð það brátt annálað um alla sýsluna þar sem þá voru þó beztu skrifarar landsins. Eftir margra ára starf þarna fluttist Kristjana til Vestmanna eyja og dvaldist þar síðan til æviloka. Vann hún í fjölda ára í skrifstofu bæjarins, og fór það sem fyrr, að hún var sú, er allir spurðu eftir þeir er þangað áttu erindi. Þótti það með ólikindum hve fljótt hún varð kunnug öll- um rekstri bæjarins og hve létt henni veittist að veita upplýsing ar og svara fyrirspurnum um ým islegt, sem ekki var þó innan hennar verkahrings. Hún var og hamhleypa til allrar skrifstofu- vinnu og örugg svo af bar. Vann hún sér því hylli jafnt yfirboð- ara sem annarra. Fyrir nokkrum árum varð heilsa hennar fyrir áfalli og beið hún þess ekki bætur síðan. Alla ævi hafði hún verið kjarkmikil og glaðlynd á hverju sem gekk, einbeitt og hlaðin mikilli lífs- orku. Þess vegna urðu nú þung- bær hin snöggu umskipti til heilsuleysis. Hún andaðist- í sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 6. marz sl., tæplega 75 ára að aldri, og hafði verið einhleyp alla ævi. Kristjana átti fimm systkin og voru tvö dáin á undan henni, Kveðjo Fæddur 1. sept 1941. Dáinn 19. jan. 1966. Gengin er sól til sævar, söngur dagsins hljóður. Hniginn í vetrarvalinn, vorsins ljúfi gróður. Brotitð er blað í sögu, beðurinn hinzti ruddur. Hugljúfur drengur horfinn, hafinu skattur greiddur. Skal þó í hófi harma, hugljúfan son og bróður. Fortíðin fyrnist ekki, framundan nýjar slóðir. Þó ómi nú undir niðri, angurvær hörpustrengur. í minningu okkar ertu, ávallt hinn glaði drengur. Þökkum við bros og birtu, blessum nú liðnar stundir. Bjart er á bak við húmið, bíða þar endurfundir. Þá verður gott að gleðjast, ganga í návist þinni. Huganum hærra beina, heillast af framtíðinni. sem hann og Ragnheiður Jóns- dóttir kona hans, þegar mest á reið. Þau systkinin höfðu alla jafna verið mjög samrýmd og mun Kristjana ekki hafa getað hugsað sér að skipta um heimili, því svo var henni kært heimili bróður síns. En nú hefir hún kvatt það til fulls og var hún jarðsungin að Landakirkju í gær af séra Þorsteini L. Jónssyni. Vinur. Eilífð þig örmum vefur, óttan er framhjá liðinn. Árdegið á þig kallar, útrunnin hinzta biðin. Sól yfir sundum blikar, sérðu við gleggri kynni. Von þín að veruleika verða í þettað sinnL Biðjum við guð að blessa bróður og soninn kæra. Vjð sem að eftir erum, eigum svo margt að læra. Eilífðin friðar faðmi, felur eins ríka og snauða. Þakklæti okkar áttu, út yfir gröf og dauða. Kveðja frá foreldrum og systkinum. ÞETTA GERDIST IJANUAR VEÐIIR OG FÆRÐ Farþegaílugvél teppist tvo sólar- hringa á Norðfirði vegna óveðurs (8). 9—12 stiga frost í Rykjavík (21). Frostið komst niður í 16,6 stig í Reykjavík eina nóttina, og er það 1 fjórða skipti á þessari öld (26). Vegir spillast um land al'ltt vegna fcríðar og snjófoks (26). Fáviðri gengur yifir Reykjavík. Bvassviðri og snjókoma um a 1 lt land (30). ÚTGERÐIN Togarinn Röðull selur fyrir hæsta ineðalverð, sem fengist hefur á Bret- Jandsmarkaði, kr. 19,23 hvert kg. (6). Bæjarútgerð Reykjavíkur fær |>ýzka síidarflotvörpu (7). Línuveiði við SV-land að byrja (13). Ágæt haustvertíð Vestfjarðabáta (14). Síldarverksmiðjan i Bolungarvík Kaupir síld í Skotlandi (19). FRAMKVÆMDIR 232 stiga hiti í borholu á Nesja- völlum (4). 42 nýbýli stofnuð hér á iandi s.l ár (5). Tveir verktakar leggja hitaveitu í Smáíbúðarhverfi (5). Nýr veitingastaður tekinn til starfa i Hótel Holti (11). Hlutafélag stofnað til starfrækslu gíldarverksmiðju á Seyðisfirði (12). 992 íbúðir í byggingu í Kópavogi á s.l. ári (13). Ákveðið er að skipið Susanne Reith verði endnrbyggt (14). 17 ný íslenzk skip skráð 1966, sam- taLs 13.736 rúmleetir. 20 skip í smíð- um fyrir íslendinga (15). Miklar framkvæmdir í Neskaup- •tað (19). Blikkandi ljós sett við gangbrauitir yfir götur á 12 stöðum í Reykjavík (á32). SjáLfvirk símstöð tekin í notikun á Siglufirði (22). Ungur Vestmannaeyingur, Sigmund J. Jóhannsson, finnur upp nýja gerð bumarflokikunarvélar (22). Norskit fyrirtæki vill selja oikkur tilbúin einbýlishús (23). Reisa á fjórða áfanga Vogaskóla (23). 16 tilboð berast í túrbínur Búr- fellsvirkj unar (25). Átta verkalýðsfélög sameinast um f élagsheimili (25). Hlutafélag stofnað til starfrækslu síldarniðurlagningarverksmiðj u á Egilsstöðum (27 ). MENN OG MÁJLEFNI Þórarinn Jónsson og Karl O. Run- ólfsson hljóta verðlaun Tónlistar- sjóðs ríkisútvarpsins og Agnar í>órð- arson og Jökull Jakobsson verðlaun Rithöfundasjóðs útvarpsins (14). Borgarstjórn færir Árna Óla rit- stjóra 100 þi'u. kr. heiðursgjöf (8). Brezki skipstjórinn Richard Taylor kominn hingað til þess að sitja af sér 45 daga fangelsisdóm (12). Sænska ljóðskáldið Gunnar Eke- löf hlýtur bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs (13). Gunnar Schram, umdæmisstjóri á Akureyri skipaður ritsímastjóri (18). Fjölmargir útlendingar koma til íslands í atvinnuleit (18). Lögfræðingarnir Björn Svein- björnsson, Jón Finnsson og Jón Hall- varðsson hljóta rétt sem hæstaréttar- lögmenn (19). Bjarki Elíasson og Óskar Ólason skipaðir yfirlögregluþjónar í Reykja- vík og Sigurður M. Þorsteinsson, Sverrir Guðmundsson og Guðmund- ur Hermannsson aðstoðaryfirlögreglu þjónar (19). Jón Axel Pétursson ráðinn banka- stjóri við Landsbankann (22). Ríkharður Jónsson, Svavar Guðna- son, Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergs- son) og Þorvaldur Skúlason flytjast upp í efsfca flokk við úthlutun lista- mannalauna (25). Philip prins kemur við á íslandi 24. marz n.k. (26). Kvenna- og karla-landslið í bridge valin (27). Friðrik Ólafsson sigraði á alþjóð- legu skákmóti 1 Reykjavík (28). IJens Otto Krag og Helle Virkner verða gestir B1 aðamannafélags íslands á pressuballinu í ár (29). Menntamálaráðherra svarar spum- ingum um akademíu og hækkun lista mannalauna (29). Hlutu fangelsisdóma fyrir skjala- fals og fjarvik (30). féragsmAl Nefnd endurskoðar fyrirkomulag læknaþjónustu (6). Önnur umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur (7). Niðurstöðutölur rekstursreiknings 842 millj. kr. (8j. Baldvin Tryggvason endurkjörinn formaður Fulttrúaráðs Sjálfsitæðisfé- laganna t Reykjavík (8). Guðjón Sv, Sigurðsson endurkjör- inn formaður Iðju í Reyikjavík (9). Sigurður Sigurðsson endurkjörinn formaður Félags ísl. myndlistarmanna (U). Guðmundur H. Garðarsson endur- kjörinn formaður V.R. (11). Karl Sigurbergsson endurkjörinn formaður Skipetjóra- og stýrimanna- félagsins Vísis á Suðurnesjum (12). Þorvaldur G. Kristjánsson kjörinn formaður liögfræðingafélags íslands (12). Stefán Jónsson endurkjörinn for- mttður Landsmálafélagsins Fram í Hafnarfirði (16). Bjálfstæðismenn halda verkálýðs- ráðstefnu við Djúp (18). Rithöfundasamband íslands mælist til þess að útlán bóka íslenzkra rit- höfunda verði óheimil úr almenn- ingsbókasöfnum nema greiðsla komi fyrir (10). Eðvarð Sigurðsson endurkjörinn formaður Dagsbrúnar (19). Arinbjörn Kolbeinsson endurkjör- inn formaður Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda (22). Læknar vilja sérstakt heilbrigðis- ráðuneyti (22). SVFI ekki aðili að vænfeanlegum samfeökum um umferðaröryggi (23). Unnið að upplýsingasöfnun um greiðslu fyrir bókaútlán (25). Stofnað landssamband um bar- áttu gegn umferðarslystun (85). Þing Norðurlandaráðs haldið í Kaupmannahöfn (29). BÓKMENNTIR OG LISTIR Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykja- víkur hefja yfingar á nýjum leiikritum eftir Halldór Laxness (5). Kleppur — Hraðferð. ný revía t Sigtúni (5). Þjóðleikhúsið sýnir barnaleikritið „Ferðin til Limbó", eftir Ingibjörgu Jónsdóttur og með lögum eftir Ingi- björgu Þorbergs (6). ínski dans- og söngflokikurinn Feis Eireann sýnir í Þjóðleikhúsinu (9). Bandaríski fiðiuleikarinn Freedell Laok leikur með Smfoníuhijómsveit- inni (13). ISvavar Guðnason tekur þóifet t sýningu Grönningen í Charlottenborg (13). Leikfélag MA sýnir gamianleilkinn „Einn þjónn og tveir herrar" eftir Carlo Goldini (29). Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Hús Bernörðu Alba", eftir Fererico Garci'a Lorca (23). SLYSFARIR OG SKAÐAR Þrítugur maður, Heimir Baldvins- son frá Arnaratöðum í Bárðardal drukknar, er bifreiji hans lendir fram af bryggju á Akureyri (4). Varðskipið Þór lendir á hliðina, er dráttarvagn í slippnum í Reykja- vík bilar. Skipið skemmist nokkuð og dráttarvagnlnn mikið (4). Húsið nr. 36 við Nesgötu t Nes- kaupstað skemmist allmikið í eldi (5). Nýr þýakur togari, Fehmarn frá Kiel, leitar hér hafnar vegna skyndi- legs leka, sem kom að skipinu (6). Strandferðaskipið Hekla skemmir báðar skrúfurnar i is á Akureyrar- pol'li (8). Karl Njálsson, 42 ára, Þverhollti 18, Akureyri, bíður bana, er planiki fauk í höfuð hans (7 og 8). Vatnsæð bilar á Akureyri (9). Bilun á útvarpssendi á Eiðum (9). Fernt slasast allmkið t hörðum ár- rekstri í Grafnlngi (11). Skólahús Skarðshrepps í Skaga- firði brennur, bækur lestrarfélagsins og skjöl hreppsins eyðileggjast (11). Jóhannes Jónsson, bóndi, Tyrfings- sfeöðum Akrahreppi, 43 ára, híöur bana í bílslysi (12). Andrés Sigurðsson, bóndi í Aspar- vík á Ströndum verður fyrir voða- skoti og bíður bana (14). Brezki togarinn Wyre Conquerer strandar á Höfðabrekkufjöru, og næst aftur á flot (19,—23). Rafmagnsskortur nyrðra vegna krapasttflu í Laxá (18). Flugvél frá Flugsýn ferst i Norð- fjarðarflugi og með henni flugmenn- irnir Sverrir Jónsson og Höskuld- ur Þorsteinsson (19). Gamalit Ibúðarhús að Néðra-Hálsl í Kjóœ brennur (19). Ungur sjómaður, Þráinn Magnús- son, Hverfisgötu 83, hverfur af tog- aranum Marz (20). Mikið tjón í bruna á bænum Finn mörk í V.-Hún. (22). Garðar Gunnarsson, 25 ána, Mið- bæ, Haukadal í Dýrafirði, drukknar af vélbátnum Þorgrimi (22). Nokkrar skemmdir á síldarverk- smíðjunni í Bolungavík vegna bruna (25). Auðunn Eiriksson, póstur, týnist i stórhríð á leiðinni milli Þórshafnar og Raufarhafnar (25). Plastverksmiðja, bílaverkstæði og tveir hráolíugeymar við Lagarfljóts- brú urðu eldi að bráð (27). Stórtjón í fáviðri í Reykjavík og víða úti um land. Þök fjúka af hús- um, bíLar fjúka af vegum, skip slitna upp og fleiri skemniþir (30). ÍÞRÓTTIR 100 þús. gestir greiddu 5 millj, kr. í aðgangseyri að knattspyrnuleikj- um hér s.l. ár (6). FH vann Noregsmeistarana í handknatMeik, Fredensborg, með 19-16 (8) og 16:13 (11). Pólverjar sigruðu Islendinga i landsleik í handknattleik með 27 19 (16). íslendingar töpuðu fyrir Dönum i landsleik i handknattleik karla með 12:17 (20).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.