Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 7
I Föstudagnr 25. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 7 - í>að mun margra mál, að brúin á Fnjóská hjá Skógum sé einhver fegursta brú hér á landi, og þó er hún nú bráð- um 60 ára gömul, smíðuð 1906 Þetta er steinbogabrú og er haf bogans 54,8 metrar, og á þeim tíma var þetta lenigsti steinbogi á Norðurlöndum. I>að var verkfræðingafirmað Christian & Nielsen í Kaup- mannahöfn, sem tók að sér smíði brúarinnar. Varð brúar gerðin söguleg að því leyti, að brúin hrundi áður en hún væri fullgerð. Það orsakað- ist af því, að hinn danski verk fræðingur, sem hafði yfirum- sjón með smíðinni, lét ekki ganga nógu vei frá stoðum þeim, sem áttu að bera uppi steypumótin. Honum virtist Fnjóská svo lítil, að ekki mundi þurfa að ganga mjög rambyggilega frá stoðunum. íslendingar, sem þar voru, vöruðu hann við því að mik- ið hlaup mundi geta komið I ána, áður en verkinu væri lok ið, en hann sinnti því ekki. Og svo kom hlaup í ána og hún svifti stoðunum undan brúnni og við það féll mið- bik hennar niður. En það má segja honum og húsbændum hans til lofs, að þegar eftir þetta óhapp var aftur hafizt handa um að fullgera brúna. Og um mörg ár var öll umferð milli Akureyrar og austur- sýslanna um þessa brú. Og einnig meiri umferð, því að við austursporð brúarinnar hefst Vaglaskógur, og árum saman hefir fjöldi fólks frá Akur- eyri farið þangað um hverja sumarhelgi til þess að njóta dásemda skógarins. Vaglaskóg ur er bæði víðfeðma og fag- ur. Hann er fríðastur skóga hér á landi. Þar eru beinvaxin hástofna tré með miklum grænum laufkrónum. Næfr- arnir á stofnunum eru hvítir, öðruvísi en í flestum öðrum skógum. Þess vegna getur maður hugsað sér að grannar marmarasúlur beri uppi lauf- kronurnar. Hér er loftið þrungið angan af reyr, blá- gresi og ótal blómum, og svo dásamlegum ilmi af gróður- magni birkiskógarins. Vagla- skógur er musteri, gert af höndum náttúrunnar. Þess vegna seiðir hann til sín svo margt fólk á hverju sumri. Hér ætti að vera hressingar- hæli. Aðrar þjóðir eru farnar að flytja heilsuhæli sín inn í skóga, vegna þeirrar lífmagn- anar sem er í skógarlofti. ÞEKKIROL LANDIÐ ÞITT? Blöð og tímarit Blaðinu hefur borizt tímaritið SÉÐ OG HEYRT, en það flytur aðeins sannar sögur um: Mann- raunir - Svaðilfarir og hetju- dáðir, auk fjölda myndá er prýða blaðið. Fyrsta tölublað 1966 er komið út og flytur meðal annars þessar greinar: „Orrust- an um Walchereneyju", „Tíu ár á bak við bambustjaldið“, „Upp- reisn í fangelsi", „Flugmaður í lofther nazista“, „Dansmærin frá Hong Hong var njósnari“. Blaðið er áberandi skemmtilegt til aflestrar jafnt fyrir unga sem aldna. Spakmœli dagsius Og þótt ég hleypi skútu minni I strand, var samt ferðin yndisleg. — Ibsen. GAMALT og goti Sr. Páll Jónsson skáldi var ein hverntíma beðinn að skrifa lýs- ingu á sjúkleika Þorbjargar Daðadóttur, en hún var kona Björns bónda Magnússonar í Eyvindarholti undir Eyjafjöll- um og dóttir Daða Guðmunds- sonar prests í Reynisþingum. Skyldi sjúkdómslýsing þessi send Sveini Pálssyni lækni í Vík, en hún varð þannig hjá Páli skálda: Þorbjörg dóttir Daða, dáins prests, er vonar drótt sé Drottni hjá, hefur á heilsu skaða. / Honum er varið svona, sem ég segi frá: Dofi og hósti dregst um búk og iður með djöfulgangi bæði upp og niður. Guð og Pálsson góðra ráða biður að geta fríast þsssi ósköp viður. >f Gengið >f Reykjavík 21. marz 196 f. 1 Sterlingspund .... 120.04 120.34 1 Bandar dollar .... 42.95 43.06 1 Kanadadollar 39,92 40,03 100 Danskar krónur.... 622,90 624,50 100 Norskar krónur .. 600.60 602.14 100 Sænskar krónur .. 834,65 836,80 100 Finnsk mörk ___ 1.335.20 1.338.72 100 Fr. frankar _____ 876.18 878.42 100 Belg. frankar ... 86,22 86,44 100 Svissn. frankar . 989,75 992,30 100 Gyllini ...... 1.187,70 1.190,76 100 Tékkn krónur ... 596,40 598,00 100 V-þýzk mörk ... 1.070,56 1.073,32 100 Lírur ............. 6.88 6.90 lOOAustur. sch....... 166,18 166,60 100 Pesetar ......... 71,60 71,80 Áheit og gjafir Til fólksins, sem brann hjá að Finn- mörk: I. 300. Bruninn að Melgerði 23: Ónef nd 100; H. L. 400. VÍSLIKORIN Menn héldu^íst, að vorið færðist nær, og varla skilja, hverju þetta sætir, að ferleg alda freðnar strendur slær og Frosti gamli þér við dyrnar mætir. " S. Kona dettur á haus Ei þanf brúka um það raus, ekki er gott að detta á haus. Áður ljóðin eg þó kaus nú eru heilaböndin laus. Guðlaug Guðnadóttir á S6. aldursári. Munið eftir smáfuglunum Sforkurinn og Sigmund rugla saman MiðstöðYarketill Óska eftir að kaupa nþtað- an miðstöðvarketil. Uppl. í síma 92-1350 eða 92-2424 eftir kl. 7. 16 ára piltur óskar eftir að komast í gróðurhúsaatvinnu í sum- air. Uppl. í síma 51552. Málmar Kaupum alla málma nema járn hæðsta verði. Stað- greiðsla. Arir-^o, Rauðarár- porti. Sími 12066 og 33821. Sjónvarp Til sölu er nýtt sjónvarps- tæki 23’’ með báðum kerf- um. Góður afsláttur, — ábyrgð. Uppl. í síma 35161. Kennari óskar eftir 3ja herb. íbúð á hæð í Högunum eða þar í grennd. Reglusemi. Fyrir- framgreiðsla. Sími 10002 kl. 6—8. Til sölu Land-Rover, diesel, árg ’66, ný og óskráður. Land-Rov- er ’62, bensín bill. Allur í fyrsta fl. standi. Bílasala Guðmundar Bergþórug. 3. Símar 19032 og 20070. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. í dagsins önn og amstri eftir Sigmund og Storkinn er bók tyrir alla unga og gamla, ríka og fátœka Útboð Tilboð óskast í að gera fokheldan dýralæknisbústað á Húsavík. Teikninga og útboðslýsinga má vitja á teiknistofu húsameistara ríkisins, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Útboðsfrestur er til 18. apríl. Húsanieistari ríkisins. Herbergi óskast Herbergi óskast sem fyrst, helzt í vesturbænum. — Upplýsingar í síma 13094 í kvöld og næstu kvöld eftir kl. 7.00. Húsasmiðir Vil komast að sem nemi í húsasmíði. Hef unnið við smíðar. Algjör reglusemi. TilbO'ð sendist Mbl. fyrir 31. þ. m., merkt: „8475“. íbúð óskast Ibúð óskast til kaups, þrjú herbergi og eldhús. — Upplýsingar í síma 19062 eftir kl. 6.30. Simi 17212. Keflavík Óskum að ráða bifreiðastjóra á sorp- hreinsunarbifreið, — Upplýsingar dag- Iega kl. 10—11 í síma 1552. Áhaldahús Keflavíkurbæjar. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð það, sem auglýst var í 35., 36. og 37. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1965 á Verkstæðis- og Geymsluhúsi Byggingarfélagsins Snæfells h/f., Eski- firði, á Framkaupstaðarlóð á Eskifirði, eftir kröfu Veð- deildar Landsbanka íslands og fleiri, hefst á skrifstofu minni á Eskifirði miðvikudaginn 30. marz næstkomandi klukkan 14. Eskifirði 24. marz 1966. Uppboðshaldarinn í Suður-Múlasýslu. fclarry fcstaines LINOLEUM ket gólfflísar Parket gólfdúkur — Glæsilegir litir - Pétur heitir ungur teiknari, sem ætlar á næstunni að teikna fyrir okkur nokkrar myndir. Hér er bann eitthvað að skenza Sigmund kollega sinn og Storksgreyið. GRENSÁSVEG 22 -24 jHORNI MIKLUBRAUTÁR) SlMAR 30280 & 32262

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.