Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 1
32 siður 53. árgamgur. 7lt. tbl. — Föstudagur 25. marz 1966 Prentsmiðj'a Morgunblaðsins. Filippus hertogi gengur niður úr flugvél siifhi á Reykjavíkurflugvelli forsaetisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, taka á móti honum. í gær kl. 18:30. Brezki sendiherrann, Halford-MacLeod, (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). Filippus prinz á íslandi FILIPPUS prinz, hertogi af Edinborg, kom til íslands í gær. Flugvél hans, tveggja hreyfla skrúfuþota af Andov- er-gerð úr brezka flughernum lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 18:30. Hún fór frá Gæsa- flóa á Labrador í gærmorgun og kom við í Syðri Straum- firði á Grænlandi á leiðinni hingað, en hertoginn hefur verið á mánaðarlöngu ferða- lagi um ýmis ríki Vesturálfu, síðast Bandaríkin og Kanada. Handhafar forsetavalds, dr. Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, Gizur Bergsteinsson forseti Hæstaréttar íslands, og- Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Alþingis, tóku á móti hertoganum í afgreiðslu Flugfélags Islands, ásamt Halford-MacLeod, sendiherra Breta á islandi, Sigurjóni Sig- Framhald á bls. 3 Þyrla, sem flutti forseta íslands, lenti á kornakri Talið vax, að rnn vélarbilun væri að ræða, en svo vor ekki — Forsetinn skoðaði í gær hamrahöllina á Masada Fréttaskeyti til Morgunblaðsins, Tel Aviv, 24. marz — Emil Björnsson. U M hálfsexleytið í morgun, eftir íslenzkum tíma, lagði forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, upp frá flugvellin- um í Tel Aviv, með íslenzk- um og ísraelskum fylgdar- mönnum. Áfangastaður var fjallið Masada í Júdeueyðimörkinni. Var flogið þangað í tveimur þyrlum, en flugferðin átti að taka fimmtíu mínútur. Er flogið hafði verið í stundarfjórðung, gerðist það rétt hjá hafnarborginni Ash- Salazar oy l\EATO: Samvinna aðeins við þá, sem samvinnu vilja Lissabon, 24. marz (NTB): Dr. Antonio Salazar, forsætisráð- herra Portúgals, segir í viðtali við handariska blaðið The New Vork Times að vestræn ríki megi ekki taka» samvinnu Portúgals, sem gefinn hlut. í viðtalinu, sem portúgalska utanríkisráðuneytið birti, segir Salazar að Portúgal sé eitt þeirra ríkja, er inynduðu Atlantshafs- bandalagið, og að landið hafi ætíð unnið dyggilega með banda laginu. Og ráðherrann bætir því við að þessi samvinna hafi leitt yfir landið áhættur og fórnir, sem aldrei hafi fengizt bættar. Salazar segir að NATO í dag geti ekki gegnt því hlutverki, Framhald á bls. 3 dod, um fjörutíu km suður af Tel Aviv, að við, sem ekki vor um í sömu þyrlu og forsetinn, sáum þyrlu þá, er hann var farþegi í, lækka flugið snögg- lega, og lenda á kornakri. Þóttumst við strax vita, að eitthvað væri að. í ijós kom, að kviknað hafði á peru í mælaborði, sem gefið gat til kynna, að um vélarbilun væri að ræða. Athugun leiddi þó síðar í ljós, að varúðarútbún- aðurinn hafði bilað, og að um vélarbilun var ekki að ræða. í forsetaþyrlunni voru m.a. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, Hans G. Andersen, sendiherra, og forsetaritari, Þorleifur Thor- iacíus. Engan sakaði, enda var aðeins lent af öryggisástæðum. Samt þótti ekki tryggt að halda áfram ferðinni í þeirri þyrlu, og kom forsetinn, með fylgdarliði sínu, yfir í hina þyrl- una. Gekk ferðin snurðulaust eft ir það. Lent var uppi á klettaviginu eða hamrinum Masada, sem er Framhald á bls. 3 Viðræðun- um í Róm lokið Páll páfi VI og dr. Ramsey erkibiskup hvetja til einingar kristinna Róm, 24. marz, (AP-NTB) Dr. Michael Ramsey, erki- hiskup af Kantaraborg, er nú farinn til Genfar eftir söguleg ar viðræður við Pál páfa VI. Röm. Fyrir brottförina gáfu páfinn og erkibiskupinn út sameiginlega yfirlýsingu, þar J sem þeir skuldbinda sig tii »4. starfa að einingu milli róm- ersk kaþólskra manna og fylgjenda brezku biskupa- kirkjunnar. Bætti dr. Ramsey því við síðar, að eitt þeirra mála, sem leysa þyrfti, væri skoðun Páfa ríkisins á blönduðum gifting- um, þ.e. þegar annar aðilinn er rómversk kaþólskur, en hinn fylgir brezku biskupa- kirkjunni. Sameiginlega yfirlýsingin var gefin eftir að kirkjuleið- togarnir tveir höfðu flutt sam eiginlega bæn í St. Páls dómkirkjunni. Segjast þeir í yfirlýsingunni vilja boða til alvarlegra viðræðna fulltrúa Páfaríkisins og brezku bisk- upakirkjunnar í þeim tilgangi að vinna að einingu. Pessar viðræður eiga ekki eingöngu að snúast um trúarleg mál, heldur öll þau vandamál, sem ágreiningur er um. Báðir aðilar þekkja til futlt ustu þær miklu hindranir fyrir því að unnt verði að taka upp fulla samvinnu á ný, rúmum fjórum ölduin eftir að brezka biskupakirkjan sagði sig úr lögum við kaþólsku kirkjuna. Engu að síður standa þeir saman um þá á- kvörðun að vinna að ábyrgum viðræðum samfélaganna tveggja um öll málefni kirkj- unnar. En á þeim sviðum er ástæða til að ætla að sam- vinna leiði til aukins skilnings og miskunnsemi. Einnig vilja þeir sameiginlega reyna að finna lausnir á öllum þeim vandamálum, sem blasa við þeim, er trúa á Krist í heimi nútímans, segir í yfirlýsing- unni. Kínverjar saka Rússa um sam- særi með Bandaríkjunum Búizt við óhróðursherferð í sambandi við flokksþingið í Moskvu Moskvu og Peking, 24. marz (NTB) KÍNVERJAR sökuðu í dag leiðtoga Sovétrikjanna um að vera í samsæri með Bandarikj- unum. „Það er hinn einfaldi sann leikur“, segir Dagblað Alþýðunn ar í Peking, er það skýrir frá þvi að Pekingstjórnin hafi neit- að að senda fulltrúa á fiokks- þing kommúnistaflokks Sovét- rikjanna. í Moskvu er haft eftir dipló- matiskum heimildum að svo geti farið að þessi neitun Kinverja geti endanlega neytt leiðtoga Sovétríkjanna til að slíta sam- bandi við Kína, en heldur er það talið ósennilegt. Þar er einn ig uppi orðrómur um að tais- verðar breytingar verði gerðar á Æðsta ráðinu á þessu 23. flokks þingi, sem hefst 23. þ.m. ÖIJ kínversik blöð biitu neit.un Kinverja um að sækja flokks- þingið í Moskvu á áherandi stöð um. Og fréttaritarar, sem máluim eru kunnir, telja sennilegast að greinin í Dagblaði Alþýðunnar, sé aðeins sú fynsta af mörgiAn árásargreinum, sem þar verði birtar á naestunni. Hámarki mun þessi árásarstefna þó ná meðan á flokksþinginu stendur. Kínverjar eru bersýnilega á því að hafa sem mest áhrif með gagn rýnj á Sovétríkin, án þess sjálf- ir að þurfa að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Reikna má með að fulitrúar annarna Asíurikja Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.