Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. marz 1968 LISTASAFN íslands hefur efnt til sýningar á verkum Jóhann- esar S. Kjarvals í eigu þess, í tilefni af áttræðisafmæli lista- 'mannsins. Þ-etta er mjög virðing- arverð og sjálfsögð ráðstöfun. Það er líka nokkuð fróðlegt að sjá á einum stað flest þau verk, er Listasafn íslands á eftir Kjar- val. Á þessari sýningu eru yfir þrjátíu listaverk, en eitthvað fleira mun vera í eigu safnsins eftir Kjarval, en það mun ekki Frá opnun Kjarvalssýningarinnar í Listasafninu. Kjarval í Listasafni ríkisins vera mikið að vöxtum. Notkkur verk eru í láni erlendis, og ef ég veit rétt, þá eru í eigu safns- irus, um fimmtíu teikningar af ýmisskonar samtíðarmönnum listamannsins, sem er _ raunar sérstakt verk fyrir sig. Ég held, að ég fari hér með rétt mál, og ef ekki er svo, þá ér um mis- skilning að ræða frá minni hálfu. Jóhannes S. Kjarval er án nokfcurs efa ástsælastur allra íslendinga. Það er heldur ekki að ástæðulausu. Enginn hefur miðlað meðal íslendinga öðru eins af listaverkum og hann, og það er langt síðan Jóhannes S. Kjarval varð að hinni einu og sönnu þjóðsagnarpersónu, sem við eigum á þessum tímum. Hvert mannsbarn á þessu landi kannast við myndir KjarvaLs, og hvert mannsibarn kann eða befur heyrt sögur af þessurn einkennilega manni, sem er og verið hefur það, sem maður gæti kallað lifndi list í daglegu lífi þjóðarinnar. Hann hefur líka lagt gjörva hönd á margt: Ort Ijóð, skrifað leikrit og bækur, 'gefið út tímarit (Árdegisiblað listamanna), haldið verndar- hendi yfir hvölum í hafinu, for svarsmður rjúpunnar fyrir slkot- vargi og reynt að varðveita gróð ur í öbyggðum. Stuðlað hefur hann að endurbótum á kirkj- unni í byggðarlagi sínu, lagt fram mikinn sjóð til að koma upp húsi yfir myndlist í höfuð- staðnum, svo ekki sé minnst á alla þá er hann hefur stutt per- sónulega á einhvern hátt. En síðast en ekki sízt hefur hann lagt fram ómetanlegan húmör í gletni og alvöru á gatnamótum miðborgarinnar og er raunveru- lega eitt af landamerkjum þess iðandi mannlífs, er einkennir höfuðborgina Reykjavík. Samt eru verk þessa merkilega manns I myndlist það, sem fyrst og fremst blívúr um ókomnar ald- ir, og það væri að bera í bakka- fullan lækinn að fara að skrifa hér lofrollu um Kjarval. Það yrði bókstafleg allt of dagsdag- legt. Safn það, sem nú er til sýnis í Listasafni íslands, er nokkuð merkileg mynd af lífsstarfi Kjar vals. Samt verður maður fyrir nokkrum vonbrigðum, að ekki skuli vera enn meir til í þessu safni af beztu verkum málarans. En eins og allir vita, voru inn- kaup til safnsins alilt til skamms táma í heldur vafasömum hönd- um, þar sem leikmenn fjölluðu jjm listaverkaval og tókst ekki alltaf sem bezt. Hvað um það, þá megum við þafcka fyrir að þjóðin á þó þetta af verkum Kjarvails, og það er von mín að það verði bætt, smátt og amátt, eftir því sem tímar líða. En það er staðreynd, að í einkasöfnum má finna margt af því bezta er Kjarval hefur gert. Samt eru í eigu Listasafnis íslands gersem- ar sem sýnishom af verkum Kjarvals, mögnuð listaverk, sem eru ómetanleg. Þar á ég við mál- verk eins og „Skógarlhöllin“ frá 1918, „Fantasía“ frá 1940, „Skjald breiður“ frá 1942, „MosfellSheiði" frá 1958, og „Ekspanótisk artifi- sjón af landslagi" frá 1929, að ógleymdri einni merkilegustu mynd í þessu safni, „Hraun“ frá 1949. Þetta eru aðeins nokkur verk, er ég tilnefni hér sem dæmi, en það eru fleiri perlur í þessu safni, sem of langt mál yrði upp að telja í stuttri blaða- grein. Það er heldur ekki ætlan mín að gera þessu safni af verk- um Kjarvals nokk-ur skil að ráði. Það verður að bíða betri tíma og annarra, jafnvel ann- arrar kynslóðar. Því að sann- leikurinn er siá, að enn sem kom- ið er hefur ekki verið skrifaður einn einasti stafur um list Kjar- vals, þar sem hún er sundur- greind og grandsikoðuð af fær- uistu sérfræðingúm, og ég efast um, að það verði gert á næst- unni. Tíminn mun feila sinn dóm þegar þar að kemur. Ég skal fús- lega viðurkenna, að mér þykir það vænt um málarann og mann inn Jóhannes Sveinsson Kjar- val, að inst inni er ég sannfærð- ur um, að ég gæti ekki gert honum þau skil, er honum ber, til þesis yrði ég án efa of hlut- drægur í dómi mínum, og í ann- an stað hef ég ekki þá þekk- ingu á heildarverki þessa af- kastamikila listamanns, er þar þarf til. Maður er nefnilega allt- af að uppgötva nýjar og nýjar perlur, sem liggja hér og þar. Auk þess er Jóhannes Sveinsson Kjarval það margtslungið fyrir- bæri, að hann verður ekki grip- inn á kxfti og meltur á stund- inni. Hæfileifcar þessa manns eru svo fjölþættir, að ég er viss um, að hefði hann einbeitt sér að einhverri annarri liistgrein en málaralistinni, hefði árangur hana orðið stórkostlegur þar einnig. Hann. gæti t.d., vel hafa orðið mesta S'káld eða söngvari Éslendinga. En guði sé lof, að það var heimur lita og forma, sem varð yfirsterkari. Kjarval er að vissu leyti mesti söngvari og skáld fslendinga, og hann hefur tekið þessa hæglátu og svipþungu þjóð við yztu höf þeim tökum, sem vart verða endurtekin. Kjarval mundi sjálfur segja um þessa sýningu í Listasafni ís'lands, að það væri dálítill Gil'ligogg hér og þar. Og hann hefði rétt fyrir sér. Þó mundi það vera sanngjarnara að láta þá sfcoðun uppi, að það sé meira og minni Gilligogg í því öllu saman. Þarna er t.d. „Mosfel’s- heiðin“, sem er málverk gert á þann hátt, að fáir eða engir núlifandi málarar mundu leika það eftir. Þarna er „Ekspanó- tísk artifsjón af landsiiagi", sem ég held, að mætti setja við hlið beztu verka frá Kúbistatímabil- inu, án þess að þetta verk mundi fölna. Og ég veit ekki, hvort Meistari Picasso mundi nokkuð græða á því, að „Krumsprang“ Kjarvals kæmi í námunda við verk hans. Ég veit, að þetta er nofcikuð mikið sagt, en ég er sannifærður um, að þetta er ekki ofmælt, þegar öllu er á botninn hvolft. Við skulum bíða og sjá, hvað skeður, þegar umheimurinn kemst á snoðir um þennan ein- segja blinda. Því að sannleik- urinn er sá, að Kjarval rí's á stundum lang hæst í sumti Fantasíum sínum sem málari, og það mætti segja mér að hann yrði ekki síður metinn fyrir þannig veifc, um ókomnar aldir. En satt er það, margt af þessum verkum eru mjög torskilin fyrir almenning, og ef til vill ekki sann gjarnt að krefjast þess, að sá margslungni málari, sem þar á í blut, sé að fullu sfcilinn á þessu sviði. Þó má ekki skilja orð mín þannig, að ég sé að gera lítið væri ævistarf að vera maður“. Ég ætla að rugla þessari setn- ingu svolítið og segja, að það hljóti að hafa verið mikið starf að vera Kjarval, og að það sé líka erfitt starf að vera Kjarvals aðdáandi. Ég veit ekki, hvort menn skilja, hvað ég á við með þessu. En ástæðan er sú, að stund'um gengur a'l'gerlega fram af mér, hvernig almenningur lítur á listaverk. Það, sem ég er að reyna að segja er einfaldlega það, að það er kjarni málverks- ins, sem hefur allt að segja, annað ekki. Sú þjóð, sem lista- menn sem Kjarvai, er bókstaf- lega skyld til að koma til móts við hann og meðtaka boðsfcap- inn. Þegar maður gengur um Sal- ina í Listasafni íslands og skoð- ar verk Kjarvals og vippar sér svo í hliðarsalina, þar sem hang- ir partur af þesisu einasta opin- bera listasafni íslendinga, þá gefst þees kostur að sjá þann mismun, sem er á verkum Kjar- vals og þeirri meðailmennsku, sem hliðarsalirnir hýsa. Sá mun- ur, guð minn góður. Ég get vel komið með þennan samanburð hér, því að sjál'fur er ég ein- mitt einn af höfundum þessara verka, sem ég tek hér til sam- anburðar. Sem sagt þama getur fólk séð gott og slæmt málverk hlið við hlið og af því lært. Það er annars gaman að sjá þetta lífsmark með Listasafni íslands og vita til þess að fólk streymir þangað um helgar ti'l Ha ustlitir — málverk í eigu Listasa fnsins kennilega sterka málara, sem unnið hefur í afskektu landi með fámennri þjóð í meir en hálfa öld. Oft verður maður þess var, að margir aðdáendur Kjarvals, eru mest hrifnir af þeim verkum, er þeir álíta unnin við mótívið sjálft, en kæra sig minna um það, sem Kjarval sjálfur kallar Fantaisiíur. Hvílílkur reginn mis- skilningur, og mér liggur við að úr landslagsverkum Kjarva'ls. Því fer fjarri. Það eru ekki nema nofckrar vikur síðan ég lét þau orð fa'lla hér í blaðinu, að ég vissi ekki um nokkurn núli'fandi mann, er málaði land'slag með öðrum eins þrótti og skapsmun- um og Kjarval, og við það stend ég fyllilega. Kjarval sagði einu sinni í við- tali við útvarpsmenn, „að það Adalfundur Hvatar María Maack endurkjörin íormaður Sjálfstæðiskvennafélagið „Hvöt“ hét aðalfúnd sinn í Sjálfstæðis- húsinu, mánudaginn 14. marz, s.l. Formaður félagsins, María Maack, setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra, frú Guðrúnu P. Helgadóttur, skólastjóra. Formaður gaf ýtarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfs- ári. Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhag félagsins. Hinar ýmsu nefndir, er starfa innan félags- ins gáfu skýrslur um störf sín, og höfðu störf þeirra allra verið með ágætum. Þá var gengið til stjórnarkjörs. María Maack var einróma end urkjörin formaður félagsins. Aðr ar stjórnarkonur voru einnig endurkjörnar að undanskilinni frú Ragnhildi Helgadóttur f.v. alþingismanni, er eindregið baðst undan endurkjöri. í hennar stað var kosin frú Jónína Þorfinns- dóttir, kennari. Stjórnin er því þannig skipuð; Formaður María Maack. Með- stjórnendur: Ás'ta Guðjónsdótt- ir, Auðus Auðuns, Brynhildur Kjartansdóttir, Elísabet Kvaran, Geirþrúður Hildur Bernhöft, Gróa Pétursdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jónína Þorfinns- dóttir, Jórunn ísleifsdóttir, Krist ín Magnúsdóttir, Kristín L. Sig- urðardóttir, Lóa Kristjánsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sigurbjörg Siggeirsdóttir, Endurskoðendur voru kosnar: Aðalheiður Sig- geirsdóttir og Jóhanna Zoéga, til vara Vilhelmina Vilhjálmsdótt- ir. Þá fór fram kosning í hinar ýmsu nefndir. Formaður tók því næst til máls, þakkaði hún traust það er sér værj sýnt með því að end- urkjósa sig formann félagsins, einnig þakkaði hún frú Ragn- hildi Helgadóttur gott samstarf í stjórn félagsins á liðnum ár- um. Á fundinum tóku einnig til máls Guðrún P. Helgadóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Auður Auðuns, Sigríður Þorláksdóttir og Gróa Pétursdóttir. að sjá hvað þjóðin á af verkum Kjarvals. Það hefur löngum ver- ið draumur minn að þetta safn ætti eftir að verða augasteinn borgarbúa og að aðsókn að því yrði eitthvað í ætt við það sem maður stundum sér erlendis, þar sem hleypa verður inn í smá hópum, vegna þess hve margir sækja söfn og hafa lifandi á- huga á því sem er að gerast I myndliíst. Þá yrði gaman að litfa í henni Reykjavík. Valtýr Pétursson. Hlutafélag stofnað um niðurlagningar- verksmiðju EGILSSTÖÐUM, 21. níarz: — f gær var haldinn hér stofnfund- ur hlutafélags um niðurlagning- arverksmiðju síldar, sem á að vera staðsett hér á Egilsstöðum. Fimm manna stjórn var kosin, og eiga sæti í henni þeir Jón Helga- son formaður, Gunnar Gunnars- son, Helgi Gíslason, Sveinn Jóns- son og Vilhjálmur Sigurbjörns- son. Hafizt mun handa um að koma verksmiðjunni upp eins fljótt og auðið er. Áætlað er að hún muni kosta um 6 millj. kr. Hlutafé er 3 millj. kr. Búizt er við að verksmiðjan framleiði um 20 milljóna útflutningsverð- mæti á 7 mánuðum. — M.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.