Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 21
Föstudagur 25. marz 1966 MORCU tSBLAÐIÐ 21 85 ára í dag Jarþrúður Nik ulásdóttir Ingibjörg Jónsdóttir (Stella Steingríms) — Minning ÞAÐ er 25. marz í dag. Hún fóstra mín er 85 ára í dag. Frá minni reynslu yrði henni bezt lýst með orðum skáldsins: „Bezta konan sem ísland á eigðu nú ljóðin mín.“ Hún fæddist 1881 að Neðri Hvesstu í Arnarfirði. Fluttist tveggja ára með foreldrum sín- um, Nikulási Asbjarnarsyni og Ingveldi Bjarnadóttur, að Neðri- Uppsölum í Selárdal. Föður sinn missti hún 12 ára, og fór þá til vandalausra. Hún var auga- steinn föður síns. Foreldrar hennar voru fátæk, en vel ættuð og vel gefin hjón. Ingveldur var sérstök hannyrða- kona og tóvinnukona. Nikulás var mikill bókiðjumaður. En hann stundaði sjóróðra, sem aðr- ir þar. Bræður mömmu voru Ingivald ur og JúHus á Bíldudal. Báðir skrifuðu þeir fagra hönd. Ingi- valar skrift var ein sú sérstæð- asta og fallegasta hönd, sem ég hef séð. Ingivaldur var fyrst og fremst reikningslistarmaður. En unni þjóðfróðleik og skráði sumt. Þekktur nokkuð af því. Almenn vinna lét honum ekki vel. En mamma mín var fjölhæf. Hún var frjálslynd, hafði djúpa úð, en var þó glaðlynd, skír í ræðu, sífellt skemmtileg. Hún kenndi börnum nokkra vetur. Hafði verið á kennaranámskeiði í Reykjavík. Hún var góður kennari. Af- burða lagin að vekja áhuga á námi. Þó var hún ennþá hneigðari fyrir lækningar og hjúkrun. Hún hefur líknarhendur, sem verkur flýr undan. Hún las lækninga- bækur mikið. Hjúkrun hennar var frábær. Ég sá hana eitt sinn hjúkra barni til lífs. Ég efa að það hefði tekizt jafn vel á sjúkrahúsi, því að persónuáhrif eru þar fjær. Mamma er mikill dýravinur og blómaunnandi. Öll blóm sem hún vildi rækta döfnuðu undir henn- ar höndum. Hún taldi það mik- inn yndisarð að annast blómgað- an jurtagarð. Mömmu var það vel gefið að teikna og skera í tré. En hún stundaði það sem von var lítið. Hún var mjög vel að sér í hann- yrðum. Allt lék í höndum henn- ar, sem listfengi var í. Henni varð mikið úr litlu. Hún hagaði hlutum af snilli. Hún hirti alla hluti vel. Bækur henn- ar voru í læstum skáp. Hún var mild, en föst fyrir. Það tel ég að það barn hefði fengið lítið nesti til jarðarinnar af Guðs gjöfum, ef hún hefði ekki getað glætt þar einhvern neista. Hún kunni að krydda ræðu, kunni að gera barn glatt með nærveru sinni, með ljóði, með söng, með ævintýri. Hún var ákaflega ættfróð. Hún bjó yfir nriklum fróðleik. Hún kunni Helgakver og Hall- grímssálma, kunni fjölda ann- arra sálma og kvæða og hundruð vísna. Því að enn i dag á hún við hvert lífstilfelli, vísu, sem á við í umræðu þesa efnis eða hins, sem á við hin ýmsu atvik dagleg. Fóstri minn, Sigurður Haralds- Bon, var mikill skírleiksmaður og Ijós í frásögn, hafði stál minni. Hann mundi frá barnæsku nöfn alls þess fólks sem hann hafði verið samtíða, lengur eða skem- ur, og jafnvel þeirra sem fóru til Ameríku frá Bárðardal og Köldukinn þegar hann var 8 ára barn. Hann mundi það af umtali frænda og vina. Hann fór 19 eða 20 ferðir yfir Kjöl og Sprengi- sand milli byggða. Mikill ferða- maður og hestamaður. Ungur stóð hann einn á heið- um yfir fé, dögum saman. f sál hans bjó ró heiðanna og ljómi frá örævadýrð. Hann var sannur sonur landsins. Því þykir mér Þingeyingur fallegt nafn og norðlenzka feg- urst íslenzka. Allt nánasta ættfólk hans fór til Ameríku, þegar hann var um fermingu. Hann hét að fara hvergi. En Ameríka var tengd okkur. Vestur-íslendingar þótt mér all- ir svo sem fjarstaddir ættingjar. Mamma og pabbi bjuggu fyrst þegar ég man í Jötu í Hrunasókn. Þau voru í vináttu við prests- hjónin í Hruna séra Kjartan og frú Sigríði. Það var gaman að koma að Hruna. Nú er enginn í Jötu, þegar vermilindin og vorið vekja sín fyrstu blóm. Þar man ég fugla- sönginn vornóttina og lækjar- niðinn fyrst. Þar man ég þykkar frostrósir á glugga 1918, og yl kveldsins, við olíuljós og glóð sem borin var inn. Sá ylur var tengdur þeim hjartans yl og öryggi, sem góðir foreldrar veita barni sínu. Þairunnu minni framför, kenndu mér snemma að lesa. Þar fékk ég fyrst að lesa húslestur og þótti mér til þess koma. Annars las mamma venjulega húslesturinn á sunnudögúm og hugvekjur á kveldin. Hún las alltaf passíusálma á hverri föstu. Mér er í minni hve vel hún las þá. Mér verður stundum hugsað til þess að þær kynslóðir sem vetur eftir vetur heyrðu bæði Vídalín og Hallgrím Pétursson allt frá fyrstu æsku, hafi verið ósviknir af fóðrinu. Og svo þar fyrir utan rímur og riddarasög- ur og íslendingasögur og síðan samtöl um bókmenntirnar að auki. Ekki að kynja þótt íslending- ar væru orðheppnir. Þannig hef- ur menning og skírleikur ís- lenzkrar hugsunar þróazt. „Við öræfa morgunsins brunabál, við brimþunga mannauðra sanda." Þegar ég var 8 ára komum við að Framnesi á Skeiðum. Þar var Bjarni Melsteð, gamall bóndi. Hann var prestssonur frá Klaust- urhólum í Grímsnesi. Varð mik- ill vinur minn. Hann var nærri bMndur og varð það alveg í mörg ár. Hann hafði mestu söngrödd sem ég hef heyrt. Björt tenór- rödd, falleg. Þá var sviðsöngvarinn, fram- sagnargáfumaðurinn og sagna- þulurinn, bóndi, sem auðgaði einn lítinn islenzkan garð með list sinni og fræðum. Pabbi sagði mér sögur af ör- æfum, sögur úr Norðurlandi, þegar hvít rjúpa alþakti túnið á einni nóttu. Rétt á eftir komu frostin, sem gerðu sprungur í túnhólana. Hann sagði mér um Fljótið, Goða foss og Ljósavatn. í fjarlægð var Ameríka. Mamma sagði mér frá túnum, sem láu að sjó. Það gat ég ekki skilið. Hún sagði frá selum, dún- öndum, huldufólki og kynjasög- ur frá Vestfjörðum, frá hörpu- diski og skel. En Bjarni Melsteð var ungur maður 1874 og var á þjóðhátíð- inni. Kunni skil á veðrabrigðum þeirrar tíðar og aldamóta. Hann sagði frá veizlum, höfð- ingjasölum og setrum. Hann dró upp' myndir af lífsins misjöfnu kjörum, sem hann sjálfur þekkti. Hann talaði um ljóð og söng. Framsögn hans var frábær, hvort heldur hann sagði sögu eða flutti kvæði eða konunga- drápu úr fornsögum. Hann mat fóstru mína svo mik- ils, að hann líkti henni við móð- ur sína að andlegu atgervi og handíð. Þau röktu ættir tímum saman á vetrardögum og skipt- ust á sögum. Við íslendingasögur bætti Bjarni bæði Róm og Aþenu, Tróju og Trójustríði. Allar þessar frásögur ófust, eins og draumar og fjarlægðir og ævintýri inn í líf mitt, svo ég þekkti eiginlega aldrei raunveru- leikann frá ævintýrinu. Lífið á litla bænum varð eins og hrynjandi af ljóði kynslóða í dularfullri birtu. Og náttúrufegurðin var auð- ug. Sólskin blinda mannsins skin mér þaðan enn gegnumiárin. Og í Framnesi fæddist lítil stúlka sem varð fóstursystir mín. Ingibjörg Helgadóttir. Nú gift Jóhanni Sæmundssyni frá Stað- ardal. Okkur þótti hún ákaflega fall- eg litla stúlkan. Þegar hún stækk aði komu góðar gáfur í ljós og skapfesta. Var læs fjögra ára. Mamma sagði fljótlega áð hún myndi geta lært á orgel. En hún tók lítið undir það við mig, þeg- ar ég var að minnast á nám I þá átt. Ég held hún hafi ekki farið villt í því. Ingibjörg varð seinna kirkju- organisti með ágætum. Hún æfði kór. Ég komst að því af tilvilj- un, hve ágætt tónminni hún hefur. Mamma lét okkur snemma læra sálma og kvæði. Hún leiddi mig þangað sem voru „Upp- sprettulindir og niðandi vötn minnar tungu.“ Fæ ég ei fullþakkað þá hand- leiðslu. Mikil var umhyggja þessara foreldra fyrir velferð og þroska okkar. Dýrmætar eru minningar um þau. Trygg reyndist þeim litla stúlkan, Ingibjörg. Mamma dvelur á hennar heimili nú. Þær hafa nær aldrei skilið sam vistir. Börn þeirra hjóna munu síð- ar njóta þess að hafa kynnzt þeim pabba og mömmu. Blessunar óskir og þakklæti mitt til afmælisbarnsins. Þín Rósa. Gúmmistigvéf svört — hvít — rauð Inniskór, Gott úrval. Karlmanna- og kvenskór fjöl'breytt úrval. r7%cunnesueqi íheodór S. Ceorgsson málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 42, III. hæð. Sími 17270. Opií kl. 5—7 STELLA, eins og hún ætíð var kölluð, fæddist 8. október 1913 dóttir Jóns Ólafssonar rafvm. og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur. Þegar móðir hennar lézt frá þrem ungum börnum var Stella tekin í fóstur til hjónanna Stein- •gríms Guðmundssonar bygg- ingameistara og Margrétar Þor- láksdóttur. Jóhanna móðir Stellu hafði verið alin upp hjá Ingi- björgu móður Margrétar. Mar- grét og Stella áttu sama fæð- ingardag. Á heimilinu að Amtmannsstíg 4 naut hún sérstaks dálætis, enda var hún þó nokkuð yngri en þær systurnar Sigríður og Vigdís dætur Margrétar og Stein gríms. Móðir mín Vigdís segist aldrei gleyma hvílíkur gleðidag- ur það var, þegar þær systurnar sóttu litlu stúlkuna. Hún óx upp og varð sú yndislega manneskja sem svo ríkulega launaði þessu góða fólki fóstrið. Á skrifstofu lögreglustjóra vann hún og þótti einkar hæf við vélritunarstörf. Hún giftist Leifi Þórhallssyni deildarstjóra hjá S.Í.S. Þau byggðu sér fljótlega hús við Karfavog og nutu þess að hugsa um sinn eigin garð og þar undi Stella löngum á góðum sumar- dögum. Manni sínum var Stella óvenju mikill félagi og flestar frístund- ir áttu þau sameiginlegar í kyrr- látri ró fagurs heimilislífs. Tvo syni eignuðust þau, Stein- grím Jóhannes nú 22 ára og Þór- hall nú 18 ára. Stella bjó yfir mikilli hæfni við matargerð og bakstur. Ef vinir eða venzlafólk þarfnaðist aðstoðar við undirbúning mann- fagnaðar, þá var hún strax mætt, óbeðin, til að hjálpa. Stella var svo létt og kát, hún átti heima þar sem líf var og gleði. Á góðri stund var hún ær- inginn, sem hreif aðra og þess vegna var hún hinn eftirsótti fé- lagi á vinafundum. En um leið var hún svo mik- ill þátttakandi með öðrum og alltaf fyrst til, þar sem hún vissi að erfiðleikar steðjuðu að. Ég hef enga manneskju séð hafa eins góð áhrif a þá, sem minna máttu sín í lífinu eins og Stellu, allir þeir smáu hændust að henni. Hún veitti svo vel af gnægð hjarta síns. Við megum víst ekki líta á lífið, sem einhvern fyrirfram gefinn rétt, rétt til þess að lifa fullan mannsaldur. Nei, hvert árið er gjöf. Og þar fékk Stella rúm 52 ár og þau var hún æ öðr- um til yndis. Er meiri lífshamingja til? Tilveru okkar lýkur á mislöng um tíma, en hvað leggjum við mikið gott til þann tíma? Lítið barn sem deyr, getur lagt jafn mikið gott til og maður á heilli ævi. Stella lagði margfalt meira gott til en margur maður gerir á langri ævi. Henni á ég óendan- lega mikið að þakka, hún var mér svo margt í senn. En núna þegar við stöndum frammi fyrir þeirri miklu raun að missa Stellu okkar finn ég huggun í orðum Biblíunnar: „Allt megna ég með hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Svo færi ég fram þakkir fyrir þann tíma sem við fengum að njóta þess að hafa Stellu hjá okkur. Pálína Hermannsdóttir. t ÞETTA eiga aðeins að vera örfá kveðju og þakkarorð til Stellu vinkonu' okkariog nágrannakonu. Þakkir fyrir átján ára vináttu og samheldni í nánu sambýli allan þann tíma Þakkir fyrir góðsemi við börnin okkar, ör- læti og greiðvikni og ekki sízt þakkir fyrir glaðværðina og góðu lundina sem eyddi oft angri og ólund, ef á móti blés. Þakkir fyrir sólskinsstundir í fallega garðinum og gestrisni á heimili ykkar hjónanna, þar sem við vorum aufúsugestir hvenær sem var og þar sem börnum var tekið sem væru þau höfðingjar. Ingibjörg Jónsdóttir hét hún fullu nafni, en í daglegu tali milli vina kölluð Stella. Hún fæddist 8. okt. 1913. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir og Jón Ólafsson rafvirkjameist- ari. Kornung missti hún móður sínar og var tekin í fóstur af þeim sæmdarhjónum Margréti og Steingrími Guðmundssyni, húsasmíðameistara og var þess vegna gjarnan kennd við fóstra sinn Steingrím. Á þessu mikla myndarheimili ólst hún upp til fullorðinsára og var henni kært að minnast og segja frá veru sinni þar. Stella fór ung til Dan- merkur og lærði kvenleg fræði. Eftir heimkomuna vann hún sem skrifstofustúlka á lögreglustöð- inni. Árið 1939 giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum Leifi Þórhallssyni deildarstjóra hjá S.Í.S. Þau eignuðust tvo syni Steingrím og Þórhall. Hjóna- band þeirra var óvenju gott, sam heldni þeirra og samvinna ein- stök. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við ykkur feðgum, tengdadóttur, sonardóttur, öðr- um ættingjum og tengdafólki. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt, ^ hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað auga þitt. Hún veit hvar bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. Vinkonur. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugav. írá 1 - 32 Hátún Laugav. frá 33 - 80 . Miðtún SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.