Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.1966, Blaðsíða 30
30 Föstudagur 25. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ Cassius Clay: Eg hætti ef ég tapa fyrir Chuvalo EFTIR tæpa viku, eða 29. marz n.k. mætast þeir í hnefa- leikakeppni Cassius Clay og Kanadamaðurinn George Chuv- alo og er heimsmeistaratitillinn í veði. Það eru ekki margir sem ætla Chuvalo sigur í þeirri við- ureign, en í herbúðum hans hef- ur verið vel unnið. Forráðamenn hans hafa fyrir nokkru krækt sér í þjálfara sem áður þjálfaði Cassius Clay ©g nú hafa þeir ráðið Joe Louis sem ráðgjafa, en Haukar unnu Fram I GÆRKVÖLDI urðu þau óvæntu úrslit á tslandsmótinu í handknattleik, að Haukar unnu Fram með 20:18. Var sigurinn verðskuldaður. Hauk ar léku vel á köflum, áttu gott línuspil, en leikurinn var þó engan.veginn þeirra bezti í vetur. — Fram átti hinsvegar lélegan leik, enda mun liðið lítt samæft um þessar mund- ir. Um tíma í fyrri hálfleik stóð 9:4 fyrir Hauka, en í leikhléi 10:9. Fram jafnaði nokkrum sinnum í seinni hálf leik og komst einu sinni mark yfir, en Haukar tryggðu sér sigurinn. hann hefur fylgst vel með Clay undanfarin ár og þekkrr hann og hnefaleikagetu hans út í æs- ar. Af þessum sökum er talin á- stæða til að ætla að Chuvalo geti átt leynivopn í pokahorninu er hann mætir Clay. Joe Louis segir að Chuvalo skorti hraða, en á hinn bóg- inn hafi honum aldrei til þessa tekizt að nota högghæfi leika sína til fullnustu. Louis er sannfærður um, að hann geti kennt Chuvalo ýmsa hluti, sem munu koma hon- um vel er til kappleiksins kemur og Clay á óvart. Framkvæmdastjóri Cassiuar hefur viðurkennt að Joe Louis þekki vel hæfileika Clays og geti því orðið Chuvalo að góðu liði og að sannarlega sé Chuvalo heppinn að hafa Joe Louis í horn inu þjá sér í hringnum. En samt segist hann sannfærður um sig- ur Clays og að Clay verði fyrsti móti Chuvalo sem sigri hann á rothöggi. — Chuvalo er of hægfara og getur því ekki varizt höggum Clays sem koma jafn óvart og höggormshögg, segir hann. — Ég dreg mig til baka og hætti allri hnefaleikakeppni, ef ég tapa fyrir Chuvalo, sagði Cassius Clay í gær er hann lauk æfingum sínum fyrir leikinn. Siðasta æfing- in var mjög erfið. Hann lék 9 lotur við þrjá sterka mót- herja og tók hlaupaspretti á milli. En þrátt fyrir erfiðar æfing ar er Clay 98.5 kg að þyngd en það er 4.5 kg meira en hans bezta keppnisþyngd er. •■P- Landsleikir í handbolta I UNDANKEPPNI fyrir heims- meistarakeppnina í handknatt- leik, sem fram fer í Sviþjóð í janúar á næsta ári, sigraði ung- verjalanid Frakkland á sunnu- dag með 31—17, en í hálfleik var staðan 9—8 Frakklandi í vil. Leikur þessi hafði þó enga þýðingu, því að bæði liðin höfðu tryggt sér þátttökurétt í aðal- keppninni alllöngu áður. Loka- staðan í riðlinum varð því þessi: Ungverjaland efst með 7 stig, Frakkland með 4 stig, Og Spánn með 1 stig. í öðrum undanleik fyrir heims meistarakeppniAa sigraði V- Þýzkaland Belgíu með 37—18 en í hálfleik var staðan 19—9 fyrir Þjóðverjana. Með þessu hefur V-Þýzkaland örugglega tryggt sér réttinn til þátttöku í aðalkeppninni, því að iþað hefur nú hlotið 12 stig. Sama má segja um Sviss, því að það hefur nú hlotið 8 stig, en Hol- land hefur hlotið 4 stig og Belgía ekkert, og öruggt að tvö síðastnefndu munu ekki komast í aðalkeppnina. Tékkóslóvakía sigraði nú fyrir skömmu Noreg í sams konar undanleik fyrir heimsmeistara- keppnina með 22—20. Þessi úrslit gera það að verkum að bæði liðin komast í aðalkeppnina, þar lem Noregur gat tapað með 29 marka mun og verið þó ofar Austurríki. í hálfleik var staðan 19—7 Tékkum í vil. Fyrri leikur þessara landa, sem fram fór í Tékkóslóvakíu, Framhald á bls. 31 Inniæf ingar í golfi fyrir byrjendur og aðra Æft 'i íþróttahúsinu á Laugardalsvelli GOLFKLÚBBUR Reykjavík- ur hefur í vetur gengizt fyrir inniæfingum í litla iþróttasaln- um í Laugardal. Þar hefur ver- ið komið fyrir pöllum, er kúlan liggur á, og slá kylfingamir kúl- unni síðan í net sem strengt hefur verið í salnum. Eiga þess- ar inniæfingar að koma golf- mönnum að góðum noturn, þeg- ar vora tekur, og hægt er að fara að æfa úti, og eins eru þeir byrjendum nauðsynlegar. Fréttamaður íþróttasíðunnar brá sér inn í Laugardal, og fylgd ist stutta stund með æfingunni. Hann hitti þar að máli Kára Elíasson, sem tjáði fréttamann- inum, að Golfklý-ibburinn hefði þarna æfingar tvisvar í viku. Væru þær á miðvikudögum kl. 7-8 fyrir karlmenn og unglinga, en fyrir konur kl. 8-9.30 sama dag. Þá væru æfingar á föstu- dögum fyrir karlmenn kl. 8-10. Byrjendum væri heimilt að koma hvorn daginn sem væri. Kári kvað leiðbeinendur ásamt sér vera þá Arnkel B. Guðmunds son og Einar Guðnason. Þeim er áhuga hafa fyrir golfi jr A 3. hundrað taka þátt í skólamótinu MÓT skólanema í frjálsum íþróttum verður fjölmennasta mót sinnar tegunidar er haldið hefur verið. Hafa á 3. hundrað tilkynnt þátttöku. Mótið fer fram í KR húsinu á sunnu- dag og hefst kl. 2. Benedikt Jakobsson aðalfor- stöðumaður mótsins sagði blaðinu svo frá í gær, að vegna fjölda þátttakenda hafí verið gripið til þess ráðs að hafa keppnl stúlkna, sem eru um 70 og kepnná sveina, sem einnig eru um 70, kl. 2, en drengir, unglingar og full- orðnir eru boðaðir kl. 4. Eru þeir samtals á annað hundrað, sem í þeim flokkum keppa. Búast hefði mátt við enn meiri þátttöku ef færð hefði verið góð. Þannig koma Snæ- fellingar og Akureyringar ekkí vegna ófærðar og Sel- fyssingar og Hrútfirðingar boða þátttöku með fyrirvara vegna færðar. Þess er óskað að íþrótta- kennarar nemendanna komi til mótsins og aðstoði við framkvæmd keppninnar. eða hafa hug á að leggja það fyrir sig, gefst því ágætt tæki- færi þarna til þess að æfa und- ir leiðsögn reyndra golfmanna, og vera vel undir sumarið bún- ir, þegar svo vel fer að viðra að hægt sé að stunda golf úti. Er NÚ fer að styttast í knatt- spyrnuleikina. í Englandi og víðar er nú tekið að vora og grænka og vellirnir á sæmi- legu standi. Hér sézt mark- vörður Sunderland, Jimmy Montgomery, „hefja sig til flugs“ til að reyna að bjarga skoti Graham Leggat h. innh. Fulham (á jörðinni) er hann skorar annað mark Fulhams. Myndin er tekin á velli Ful- ham, Craven Cottage í Lond- on s.l. laugardag. T.v. er mið- Vörður Sunderlands, Charlie Hurley. Fulham vann leikinn 3—0. (AP) því full ástæða að hvetja alla þá sem stunda vilja golf, að sækja þessar æfingar. Hvernig er staðan? f GÆR fóru fram tveir leikir í 1. deild karla í handknattleiks- meistaramótinu, sem nú er að nálgast lokastig. í gær birtum við stöðuna í yngri flokkunum, en hér á eftir fer staðan í eldri flokkunum. í gærkvöldi mættust Fram og Haukar og siðan Valur og KR. Úrslit úrðu: Haukar — Fram 20:18. — Valur — KR 25:21. Eftir þessa leiki er staðan þann ing í mótinu: 1. deild. FH 7 6-0-1 12 156:140 Fram 8 6-0-2 12 211:172 Valur 8 4-0-4 8 190:202 Haukar 9 4-0-5 8 202:203 Ármann 7 2-0-5 4 163:187 KR 9 2-0-7 4 186:204 2. deild karla ÍR 6 5-0-1 10 170:143 Þróttur 6 5-0-1 10 136:119 Víkingur 6 4-0-2 8 126:106 ÍBK 7 2-0-5 4 148:170 ÍA 7 0-0-7 0 88:130 Eftir eru fjórir leikir, ÍBK — Þróttur, Víkingur — ÍA, ÍR — Víkingur og ÍR — Þróttur. Rétt er að geta þess að markatafla þessi gefur ekki rétta mynd af stöðu félaganna. Þar sem ÍA hef ur gefið þrjá leiki. 1. fl. karla Fram Víkingur Þróttur Valur ÍR A 3 3 1 2 3 riðill 3-0-0 2-0-1 1-0-0 0-0-0 0-0-0 Leikir, sem eftir eru riðli eru: Víkingur — Valur — Þróttur, ÍR — Fram — Þróttur. 56:25 42:39 17:8 17:30 34:64 í þessum Þróttur, Valur og B-riðill FH 2 2-0-0 4 30:17 KH 2 1-0-01 2 22:14 Ármann 1 0-0-1 0 3:13 Haukar 1 0-0-1 0 8:19 Riðill þessi hefur gengið held- ur rólega og eru eftir þrir leik- ir. KR — Haukar, Ármann — FH og Ármann — Haukar. 1. deild kvenna Valur 3 3-0-0 6 42:17 FH 3 3-0-0 6 33:20 Fram 3 1-0-2 2 19:23 Ármann 3 1-0-2 2 26:32 Breiðablik 3 0-1-2 1 23:39 Víkingur 3 0-1-2 1 17:33 Nokkrir leikir eru enn eftir I deildinni, Víkingur — Fram, Ár mann — FH, Valur — Breiða- blik, en þessir leikir fara fram á laugardaginn kemur, 36. marz. Loks síðasta umferðin Víkingur — Ármann, Breiðablik — Fram og Valur — FH. 2. deild kvenna KR 1 1-0-0 2 10:2 ÍBK 1 1-0-0 2 15:10 Þór 2 0-0-2 0 12:25 Aðeins þessi þrjú lið taka þátt í keppninni og er því aðeins einn leikur eftir og það er jafnframt úrslitaleikur deildarinnar ■miUi KR og ÍBK og fer hann ,.i 23. apríl. 1. flokkur kvenna, engin riðla- skipting Valur 3 2-01 4 20:8 Fram 2 2-0-0 4 7:4 FH 2 1-0-1 2 6:5 Ármann 2 1-0-1 2 10:12 Víkingur 3 0-0-3 0 8:22 Valur er efst í þessum flokki, en hefur leikið einum leik meira en Fram, sem er með sömu stiga- tölu. Þessir leikir eru eftir: Fram — Ármann, Valur — FH, Víking ur — Fram og FH — Ármann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.