Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. aprfl 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SEN DUM LITLA - bílaleigun Ingrólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 rVlAOIMOSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftir lokun simi 40381 Volkswagen 1965 og ’66. if—BiLALEIGAN Falur p RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BIFREIÐALEIGAIU .VECFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. Fyrirtœki — Meðeigandi Ungur maður með staðgóða tþekkingu og margra ára reynslu í verzlunarrekstri og sem hefur rekið umiboðs- og heildverzhin í hjáverkum ó«k- ar eftir félaga með fjármagn, til að reka og lifa af verzlun- arrekstrinum. Góð umboð og framtíðarmöguleikar. Tiltboð sendist Mbl. fyrir 26. apríl, merkt: „Meðeigandi — 9640“. Eyjólfur K. Sigurjónsson löggiltur endurskoðandi Flókagötu 65. — Sími 17903. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifrelða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. B O SC H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Sími 38820. -jfc- Framkoma lögreglu þjóns í umferðar- þætti „Löghlýðinn borgari" skrifar: „Mér brá ónotalega í brún er ég hlustaði á þáttinn „í um- ferðiflni“ í Rikisútvarpinu laug ardaginn 2. apríl. Það.var ekki ósvífni ökumannsins, sem því olli, enda getur brugðið til beggja vona, þegar menn eru skikkaðir þannig'í útvarpið. Nei, það var hinn vaidsmann- legi tónn og ögrandi framkoma lögregjuþjónsins, sem hrelldi mig. Oft hefur maður heyrt um misjafnan sauð í þeirri stétt (ekki síður en meðal. öku- manna), en ég hef sloppið blessunarlega við að kynnast nokkrum slíkum. Þarna þóttist ég þó heyra í einum. Sjálfur skildi ég alveg, hvað ökumað- urinn átti við. Hin hrokafulla framkoma lögregluþjónsins var algerlega óþörf. Það væri æskilegt að geta talað við laganna verði nokk- urn veginn eins og maður við (lögreglu)mann, laus við allan þrælsótta og hneigingar. —Löghlýðinn borgari". ^ Er upptakan lögleg ? „Grímur“ skrifar vegna sama útvarpsiþáttar: „Getur Yelvakandi frætt mig á því, hvort samtöl lögregluþjóna og umferðarfulltrúa við brot- lega bílstjóra, eða bílstjóra, sem aðeins eru grunaðir um brot, er oft heyrast í umferðar- þáttum útvarpsins, eru „ekta“; þ. e., hvort þau eiga sér raun- verulega stað, eða hvort þau eru leikin? Ef þau eru raunveruleg, hvaðan kemur þá stjórnendum þáttarins heimild til þess að taka þau upp á segulbands- spólur og leika þau síðan frammi fyrir alþjóð? Geta menn ekki stöðvað slí'kt at- hæfi? Og að iokum: Er ekki hægt að draga svolítið úr sírennu- gauli og alls konar umferðar- óhljóðúm í þessum þáttum? Ef þessi hljóð eru iátin fylgja, til þess að veita þættinum meiri „veruleikablæ“, þá er það tóm-. ur barnaskapur, sem gott væri að vera laus við. — Grímur“. Velvakandi hlustaði ekki á þáttinn, sem rætt er um í-fyrra bréfinu, og getur því ekki um hann dæmt. Spurningum síðara bréfsins væri bezt, að aðstand- endur viðkomandi þáttar svör- uðu eða löglærðir menn. Rúm til svara verður að sjálfsögðu veitt í þessum dál'kum. Sleipt í kringum veðurfræðinginn „Peli“ skrifar: „Ég er ekki mikill veðurspá- maður og skortir veðurfræði- lega menntun til að setja pólibíska atburði í samband við veðurfarið hverju sinni, eins og sumum hinum lærðu er einkar tamt. Þó fór ekki hjá því, að ég veitti því athygli á dögunum, að daginn eftir að Aliþýðubanda lagsfélag Reykjavíkur var stofn að með formanni Sósíalistafé- lags Reykjavíkur í stjórn, hvatti lögreglan í Reykjavík og víðar á Suðurnesjum ökumenn til að a'ka „varlega" vegna óvenjulegrar „hálku“. — Með kveðju, ykkar Peli“. 'k Áróður í Ríkisút- varpinu ? „Ein átján ára“ skrifar m. a.: „Ég hef ekki kosningarétt og ætti því ekki að hafa mikið vit á pólitík. Þó er það svo, að ég finn, þegar talið hneigist að stjórnmálum. Þá verða allir svo leiðinlegir og vitlausir og fara að rífast, sérstaklega strákarn- ir, svo að „stemningin" eyði- leggst. Seinast í marz kom bréf í Velvakanda frá „Útvarpshlust- anda“, þar sem gagnrýnt var, hvernig veðurfréttasniðugheita- maðurinn á laugardögum hefði talað um „pressuballið" sem hann hafði víst aldrei kömið á og vissi þar af leiðandi ekkert um. Samt fór hann að nöldra, eins og óánægð kerling. Ég hlustaði á þennan þátt, og mér fannst „Útvarpshlustandi" hafa rétt að mæla. Yfirleitt reynir þessi veðurkjaftæðismaður á laugardögum að vera fyndinn, en oftast er það langsótt og framiþvinguð fyndni, meira af vilja en mætti. En honum fyrir- gefst víst margt, af því að hann er mæiskur og „sniðugur", en hann læðir sínum litla og lævís lega kommúnistaáróðri að engu að síður. Þó skilst mér, að einn þáttur hans hafi verið bannað- ur vegna pólitiskra tilhneig- inga. en sá þáttur var birtur í „Þjóðviljanum" frá orði til orðs. Sýnir þetta, að maðurinn er meira en lítið vilhallur ákveðinni pólitískri skoðun, fyrst banna varð hann í hinu „frjáislynda" Ríkisútvarpi okk- ar, sem telur marga kommún- ista innan vébanda sinna. Og að „Þjóðviljinn“ skyldi neyðast til að prenta röflið úr mannin- um samkvæmt pöntun hans sýnir bezt, hvort maðurinn var hiutlaus eða ekki. ir Frú undir fullu nafni Svo skrifar frú undir fullu nafni í Velvakanda 30. marz sl. (ég geymdi blaðið; ég varð svo hissa). Hún virðist vera ákafur aðdáandi fyndna veðurfræðingsins. Svo æst er frúin, að hún kallar bréfritar- ann „mannskepnu" og fleiri misfögrum nöfnum og lýsir því yfir, að hún vildi „nálgast höf- unda þvílíkra greina — ef ekki með byssu, þá með hnefum“! Henni ferst að skamma aðra fyrir ofstæki, sem er þó ekkert annað en það, að meirihluti þeirra, sem borga fyrir útvarp sitt, kæra sig ekki um að greiða níðhöggum kommúnista fé. Út- varpið á að vera hlutlaust, fyrst það er Ríkisútvarp, við hlust- endur eigum kröfu á því, að einstakir menn séu ekki að læða pólitiskum áróðri inn í tal sitt. Segja mætti mér, að fasta- starfsmenn einstakra þátta útvarpsins, sem smitaðir eru kommúnistaibakteríu, hefðu gert með sér lítinn baksamning um að læða áróðri imn á lítt áberandi hátt, þegar kostur væri á. Fleiri fastaþættir út- varpsins, en þessi umtalaði, bera þess merki, að áróðurs- karlar fjalli þar um. Svo er það ekki meira að sinni, en þó ég sé bara átján ára er ég ,,klár“ á þvi, að koma verður í veg fyrir, að komma- gemsar misnoti sér aðstöðu sína“. — Ein átján ára“. Velvakandi birtir þetta bréf, þótt harðort sé að ýmsu leyti, en þar sem hann veit, að bréfið er skrifað með vitund og vilja flestra bekikjarsystkina stúlk- unnar, hleypir hann þvá inn 1 dálka sína. Að þessu máli und- anskildu, þá væri gaman að fá fleiri bréf frá ungliingum á þessum aldri. Það er fróðlegt að heyra viðhorf þeirra. srr* Stangaveiðifélag Reykjavíkur Vér viljum minna félagsmenn vora, sem fengið hafa senda tilkynningu um úthlutun á komandi sumri, að sækja veiðileyfin, sem fyrst og eigi síðar en 20. apríl, eftir þann tíma verða þau úthlutuð öðrum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Skrifstofan — Bergstaðastræti 12B. Húsgogn til fermingagjafa! Skrifborð — Skrifborðsstólar Svefnsófar — Svefnbekkir Sófaborð — Kommóður Vegghúsgögn o. m. fl. HIMOTAIM, húsgagnaverziun Þórsgötu 1. — Sími 20820. Bifreið — krani 10 hjóla trukkbifreið óskast til kaups. — Á að not- ast undir krana. — Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. fyrir nk. miðvikudag, merkt: „Bifreið — krani — 9103“. Auglýsing frá yfirkjörstjórn í Kópavogskaupstað. — Frestur til að skila framboðslistum við bæjarstjórnarkosningar í Kópavogskaup- stað, sem fram eiga að fara sunnudaginn 22. maí 1966 er útrunninn þann 20. apríl kl. 12 á miðnætti. Yfirkjörstjórn tekur við framboðslistum í Félagsheimilinu þann 20. apríl nk. frá kl. 9—12 síðdegis. Kópavogi, 10. apríl 1966. Yfirkjörstjórn: Ásgeir B. L. Magnússon. Bjarni P. Jónasson. Gísli Þorkellsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.