Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 14
!4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. apríl 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. „HIN LEIÐIN“ ER VINSTRI STJÓRN Cíðan formaður Framsóknar flokksins lýsti því yfir að „hin leiðin“ væri sú leið sem Framsóknarflokkurinn vildi fara í íslenzkum stjórnmál- um, hefur hann og blöð hans oft verið spurð að því, í hverju sú leið væri fólgin, hvaða úrræðum gagnvart vandamálum þjóðfélagsins hún byggðist á. Við þessum spurningum hafa hvorki for- maður Framsóknarflokksins né málgagn hans getað veitt nein svör. Það er hinsvegar orðið ljóst, að „hin leiðin“ þýðir ekkert annað en vinstri stjórn. En hver voru meginúrræði vinstri stjórnarinnar? Þau voru í raun og sann- leika engin önnur en taum- lausar skatta- og tollahækk- anir, höft og bönn. Það er margsögð saga að þessi stefna vinstri stjórnar- innar leiddi algjört öngþveiti yfir íslenzkt athafna- og. efna- hagslíf. Þrátt fyrir það að ár- ið 1958 væri t.d. eitt bezta aflaár í sögu þjóðarinnar gafst vinstri stjórnin upp við að stjórna landinu síðari hluta þess árs. Þá var óða- verðbólga skollin yfir og „hengiflugið11 blasti við. Þetta er þá í raun og sann- leika „hin leiðin“. Hvaða ábyrgur og hugsandi íslendingur vill fara slíka leið? Núverandi ríkisstjórn er ekki alfullkomin fremur en önnur mannanna verk. En henni hefur þó tekizt að stjórna íslandi hátt á sjöunda ár þannig, að á öllu þessu tímabili hefur ríkt meira góð- æri, meiri velmegun en nokkru sinni fyrr. Efnahags- hruninu, sem blasti við þegar jvinstri stjórnin hröklaðist frá völdum var bægt frá. í stað gjaldeyrisvandræða eru komn ir stærri gjaldeyrissjóðir en nokkru sinni fyrr. Bjargræðis vegirnir hafa verið efldir svo stórkostlega að afkomugrund efnahagslífi eftir upplausnar- tímabil vinstri stjórnarinnar. Þetta er kjarni málsins. ís- lenzka þjóðin vill geta haldið áfram uppbyggingu þjóðfé- lagsins, hún vill ekki leiða yfir sig „hina leiðina“ með því úrræðaleysi og upplausn sem henni fylgir. STJÖRNARMYND- UN í FINNLANDI Dúmar þrjár vikur eru nú liðnar síðan kosningar fóru fram til finnska þings- ins. Að kosningunum loknum fól Kekkonen, Finnlandsfor- seti, Paasio, leiðtoga jafnaðar manna, að kanna möguleika til stjórnarmyndunar. — Hóf hann þegar undirbúningsvið- ræður, sem stóðu fram til 30. marz. Hafa þær síðan að mestu legið niðri þar til hinn 14. apríl, að finnska þingið kom saman. Þá lagði ríkis- stjórn Jóhannesar Virolain- ens, leiðtoga Bændaflokks- ins, sem nú kallar sig Mið- flokkinn, fram lausnarbeiðni sína. Það kom þegar í ljós, að a.m.k. tveir borgaraflokkanna töldu ekki vera grundvöll fyr ir allra flokka stjórn í Finn- landi. Miðflokkurinn lýsti einnig yfir þeirri skoðun sinni að vinstri flokk- unum bæri nú að taka að sér st j ór narmy ndun. J af naðar- menn hafa hinsvegar talið að meirihluti þeirra, kommún- ista og klofningsflokks jafn- aðarmanna, væri of veikur í þinginu til þess að þeir gætu einnig myndað trausta og starfhæfa ríkisstjórn. Mun það skoðun þeirra að æskilegt sé að fá Miðflokkinn til stjórnarsamstarfs, en eins og kunnugt er hafa finnskir jafnaðarmenn oft setið í sam- steypustjórn með Miðflokkn- Gallaðir bílar frá General Motors — Ein og hálf milljón innkallaðir BANDARÍSKU bílaverksmiðj- urnar, General Motors, hafa beðið eigendur að hálfri ann- arri milljón Ohervolet bíla af árgerðunum 1964 og 1965, að aka þeim án tafar á næsta viðgerðarverkstæði, þar sem alvarlegir verksmiðjugallar hafa komið í ljós. Fyrirtækið hefur géfið út yfirlýsingu þess eðlis, að við ákveðin veðurskilyrði geti gallarnir valdið þeim fjörtjóni, sem í bílunum ferðast. Þessi yfirlýsing fyrirtæk- isins kemur í kjölfar mikill- ar gagnrýni, sem fram hefur komið á bandaríska bílafram- leiðslu á síðustu árum. Því hefur verið haldið fram, að við framleiðslu á ákveðnum bílategundum, hafi þess ekki verið gætt að ganga frá ör- yggistækjum þeirra sem skyldi. Á hverju ári farast um 50 þúsund manns í bílslysum á þjóðvegunum og meira en fjórar milljónir slasast. Þeir sem harðast hafa gagnrýnt bílaiðnaðinn, halda því fram að dauðaslysum á þjóðvegun- um mundi stórlega fækka, ef vandlegar væri gengið frá öryggisútbúnaði. bílanna. Hörð ustu árásirnar á bílaiðnaðinn komu fram í nýútkominni bók eftir Ralph Nader. Þar segir hann meðal annars, að sökin liggi ekki hjá stjórnarvöldun- um, heldur hjá framleiðend- unum, sem hafa öryggi bíla- notenda í höndum sínum. Nader heldur því ennfremur fram, að mi'kill skortur sé á ábyrgðartilfinningu hjá fram- leiðendum. Chevrolet tegundir þær, sem lýstar hafa verið gallað- ar, eru 1965 árgerðir af Caprice, Impala, Biscayne og Bel Air. Einnig ’64 og ’65 gerðirnar af Malibu 300 og De-Luxe. Bílar þessir eru allir með sjálfskiptingu og þar hafa gallar komið fram. Sé bíln- um ekið í köldu veðri, er hætta á að ákveðnar leiðsl- ur og tengingar frá blönd- ungnum frjósi fastar. Þetta hefur þær afleiðingar, að bíll- inn heldur áfram á sama hraða þótt bílstjórinn taki fótinn af benzíngjöifinni. Talsmaður General Motors hefur sagt, að upp hafi komið allmörg tilfelli í þessu sambandi, en að bílstjórunum hafi í þeim öllum tekist að ná valdi á bílnum aftur. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að þessi verksmiðjugalli geti leitt af sér alvarleg umferðarslys og því hafi fyrirtækið ákveðið að greiða fyrir nauðsynlegar breytingar á öllum þeim göll- uðu bílum, sem nú væru í umferð. Talið er að viðgerðar- kostnaðurinn við bílana muni nema um 3 milljónir dollara (u.þ.b. 125 milljónir ísl. kr.). Þetta er í fyrsta skiptið, sem bandarískir bílaframleiðendur taka eins kostnaðarsama við- gerðarákvörðun og þessa. Áð- ur hafði það komið fyrir, að General Motors innkallaði um 500 Buick bíla til að gera við hemlabúnað þeirra. Ford verksmiðjurnar haifa einnig innkallað bíla, vegna verk- smiðjugalla á hemlabúnaði. Gagnrýnendur bílafram- leiðslunnar í Bandaríkjunum telja að þessi nýjasta ákvörð- un Genral Motors sýni, að meðal framleiðenda sé að vakna ábyrgðartilfinning og aukinn áhugi á að gera farar- tækin sem bezt úr garði. STJÓRNLAGA- FRÆÐINGUR í PÖLÍTÍSKUM HAM ¥ Morgunblaðinu í gær birt- ist viðtal við Jóhann Haf- stein iðnaðarmálaráðherra, þar sem hann hrakti algjör- lega fullyrðingar Framsókn- armálgagnsins þess efnis, að prófessor Ólafur Jóhannes- son, einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, hefði aldrei haft aðstöðu til þess að láta í ljósi álit sitt á álsamn- ingunum. í viðtali þessu bend ir iðnaðarmálaráðherra á, að prófessor Ólafur Jóhannes- son hefur ítrekað haft tæki- færi til þess að koma á fram- færi athugasemdum um ál- samningana. í fyrsta skipti áður en samninguppkast ís- lendinga var sent hinum svissnesku samningsaðilum, öðru sinni á miðju ári 1965 og síðan nokkrum vikum áður verður þessi spurning knýj- andi, þegar um er að ræða prófessor í lögum með stjórn- lagafræði sem sérgrein. Morg unblaðið ætlar prófessor Ól- afi ekki þann hlut, að hann hafi þagað yfir þeirri skoðun sinni, að hér væri um að ræða „niðurlægjandi“ samninga, þótt. hann hafi ítrekað haft tækifæri til þess að kynna sér efni þeirra. Hins vegar er þá ljóst, að prófessor Ólafur gerði engar athugasemdir við samningana — og þá sér- staklega gerðardómsákvæði þeirra á fyrri stigum málsins — eingöngu vegna þess að hann hefur ekkert séð athuga vert við þessi ákvæði. En það er með prófessor Ólaf Jóhannesson eins og ýmsa aðra, þegar þeir bregða yfir sig pólitískum ham, þá svífast þeir einskis og svo hefur einnig farið fyrir hin- um ágæta stjórnlagafræðingi nú. Þetta er ekki stórmann- leg afstaða, og hún er heldur leiðinleg til afspurnar fyrir virtan lagaprófessor, en samt sem áður liggur hún nú fyrir og öllum er ljóst, að í þessu máli hefur stjórnlagafræðing- urinn látið þröngsýn flokks- pólitísk sjónarmið ná tökum á sér um of. Kvikmyndasam- keppni í Kanttda Efnið: Maðurinn og heimur hans völlur landsmanna er orðinn allt annar og betri. Útflutn- ingsframleiðslan hefur aukizt með hverju ári og stórfelld- um framkvæmdum hefur ver ið haldið uppi á öllum sviðum þjóðlífsins. Þetta hefur getað gerzt þrátt fyrir það að Framsókn- armenn og kommúnistar hafa einbeitt kröftum sínum að því að skapa þenslu í efna- hagslífinu með stöðugu kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags. En á því vandamáli á að vera hægt að sigrast með hyggilegum aðgerðum, á sama hátt og Viðreisnarstjórn inni tókst á sínum tíma að sakpa jafnvægi í íslenzku um. Þegar þetta er ritað er enn allt á huldu um það hvað of- an á verður um stjórnarmynd un í Finnlandi. Líklegt verð- ur þó að telja að hvaða ríkis- stjórn sem mynduð verður muni jafnaðarmenn verða þar í forustu eftir þann mikla sigur er þeir unnu í kosning- unum. Afstaða Sovétstjórnar- innar virðist nú varla vera eins kuldaleg í garð jafnaðar- manna og oftast áður hin síð- ari ár. Mun það hafa veruleg áhrif á aðstöðu þeirra til stjórnarmyndunar. en álsamningarnir voru und- irritaðir, en þá fengu allir þingmennirnir send fjölrituð eintök af þeim . Eftir ummæli Framsóknar- málgagnsins og prófessors Ól- afs Jóhannessonar sjálfs um þetta atriði, verður ekki hjá því komizt að spyrja þeirrar spurningar, hvort hægt sé að ætla alþingismanni það, jafn- vel þótt hann sé í stjórnar- andstöðu, að hann hafizt ekk- ert að, ef hann er þeirrar skoðunar, að í undirbúningi séu samningar sem að hans mati eru „niðurlægjandi og frekleg móðgun“ við íslend- inga. Og alveg sérstaklega ÁTTUNDA alþjólega kvik- myndahátíðin í Montreal verð- ur haldin 4. til 8. ágúst 1967. í sambandi við hina fyrirhuguðu miklu heimssýningu í Montreal það ár hefur verið ákveðið að efna á kvihmyndahátíðinni til alþjóðlegrar samkeppni á örstutt um 50 sekúndu myndum um einkunnarorð sýningarinnar „Maðurinn og heimurinn hans“. Fyrstu verðlaun verða 10 þúsund dollarar og 10 béztu myndirnar verða sýndar á meðan á kvik- myndahátíðinni stendur. Er kvik myndagerðarrrjönnum um allan heim boðið að senda eins marg- ar myndir til keppninnar og þeir vilja. MIFF (Montreal Int- ernational Film Festival) mun lútnefna dómara, velja myndir til sýningar og veita 10 þús. doll ara verðlaunin. Meðan á kvikmyndafhátíðinni stendur munu margir fremstu menn 1 kvikmyndaheiminum verða boðnir til Montreal, auk hundrað kvikmyndadreifingar- manna, nokkurra erlendra blaða manna og kvikmyndagagnrýn- enda og auk þess framleiðandi og leikarar í kanadísku verð- launamyndinni, en alþjóðleg kvikmyndahátíðin í Montreal er aðallaga samkeppni kanadískra kvikmynda. Miami, 15, apríl — NTB. SYKURFRAMLEIÐSLAN á Kúbu í ár var 5 milljónir tonna og er það IVt milljón tonnum minna en búizt hafði verið við, að því er Fidel Castro tilkynnti í Havanaút- varpinu á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.