Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐID Þriðjudagur 26. april 1966 'f Xroðfullt hús var á fundi bor garstjóra að Hótel Sögu og voru þar um 700 manns. Fjöldi fólks varð að standa svo sem sjá má — Fundir — borgarsfjóra Framhald af bls. 1 ið var ljóst, að strax þurfti að hefjast handa um 2. áfanga og verður .honum lokið í haust en síðan verður hafizt handa um | byggingu íþróttahúss við þann I skóla. Unnið er við 1. áfanga Hvassa- i leitisskóla og byrjað er að i kenna í þremur kennslustofum en þær verða 8 í þessum áfanga. j Öðrum áfanga verður lokið 1968. Breiðagerðisskóli var fullbyggð- ur sl. ár og einnig Réttarholts- skóH. Þar er mjög fullkomið í- þróttahús, hið stærsta i skóla á landinu og er það í notkun frá kL 8 á morgnana til 11 á kvöld- in. íþróttafélag hverfisins hefur afnot af þvL Fyrsta áfanga Gagnfræðaskóla verknáms var lokið sL ár og 2. brátt hafin. Byrjað verður á Árbæjarskóla nú í vor, en skól- ar í Réttarholtshverfi og Foss- vogshverfi verða reistir eftir því sem hverfin byggjast upp. Barnaheimili Áætlun um byggingu barna- heimila frá 1963 hefur því mið- ur ekki staðizt og við höfum ekki getað byggt þau dagheimili og leikskóla, sem við hefðum vilj- að. Dagheimili hefur verið tekið 1 notkun við Grænuhlíð. Því miður er enginn leikskóli starf- ræktur í þessum hverfum. Leik- skólarnir við Árbæjarblett og í Háágerði eru nýttir sem skólar en leikskólinn við Háagerði verð ur væntanlega tekin í notkun sem slíkur á næstunni. Á þessu ári verður hafin bygging leik- skóla við Safamýri og Hvassa- leitL Æskulýðsmál Gert er ráð fyrir íþróttasvæði í hverju hverfi en fjárskortur íþróttafélaga hefur enn hamlað framkvæmdum. Að lokum sagði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, að fram- kvæmdir borgarinnar hefðu auk isrt geysimikið sl. 4 ár og að magni til tvöfaldazt. Vel mætti gagnrýna og spyrja hvort borg- in hefði ekki keppt um of við einstaklinga um vinnuafl. En framkvæmdirnar hafa miðazt við þörf fólksins í borginnL sagði borgarstjóri. Þess hefur verið gætt að takmarka þær við gjald- getu borgarbúa, því að það eru þeir sjálfir, sem greiða fyrir þessar framkvæmdir. Borgarstjóri kvaðst vonast til, að menn gætu verið sammála um að mikið hefur áunnizt í rétta átt. Þakkaði hann ufndar- mönnum síðan góða fundarsókn og lét í Ijós ósk um góða sam- vinnu í framtíðinni. Að ræðu borgarstjórft lokinni flutti frú Auður Auðuns ávarp og er það birt á öðrum stað í blaðinu í dag en síðan hófust fyrirspurnir til borgarstjóra og voru þær bæði munnlegar og skriflegar. FYRIRSPURNIR TIL BORGARSTJÓRA Sigurjón Bjarnason, sagði, að þessi fundur væri nýjung í íslenzkum stjórnmálum og drengilegt væri af borgar- stjóra að koma þannig til þess fólks, sem hefur valið hann, til trúnaðarstarfa. Hana spurði: 1. Hvenær og hvernig á að ganga frá gangstétt við Kringlu- mýrarbraut frá Suðurlandsbraut að Miklubraut? 2. Hvenær verða lagðar gang- stéttir meðfram Suðurlands- braut? 3. Hvenær verður íþróttasvæði við Miklubraut, Safamýri og Álftamýri fullgert? 4. Hafa verið gerðar ráðstaf- anir til flutnings gamla Selja- landshússins? Borgarstjóri: 1. Gangstétt við Kringlumýrar- braut verður hagað á svipaðan hátt og gangstétt við Miklubraut. Gert er ráð fyrir að húseigendur loki aðgangi frá húsunum að götunni, til að komast hjá ó- þarfa umferð út á þessa miklu umferðargötu. Gangstéttin verð- ur lögð eftir því sem gatnagerð miðar áfram. 2. Á þessu ári að Álfheimum. 3. Töf hefur orðið á fram- kvæmdum vegna fjárskorts Knattspyrnufél. Fram. Kemur til greina, að borgin aðstoði við gerð leikvaliar. 4. Borgin hefur nýlega keypt þetta hús og verður það vænt- anlega fjarlægt í haust, ef hægt er að útvega íbúum hússins hús- næði um takmarkaðan tíma. Guðmundur Pétursson: 1. Grensásveg á að malbika á þessu ári og hann er tilbúinn undir það að Miklubraut, en við þurfum að fá hann malbikaðan að Bústaðavegi. Sagt er, að á því séu erfiðleikar vegna_ hita- veitustokks yfir hæðina. Ég tel hins vegar engin vandkvæði á því, og óska upplýsinga um hvaða erfiðleikar séu við að lækka stokkinn. 2. Leikvöllurinn í Garðsenda hefur alveg verið skilinn eftir og er svo illa á sig kominn, að ekki er hægt að senda börn þangað. 3. Mér skilst að Laugardalur eigi að vera grænt belti inn í Sogamýri. Vil ég koma á fram- færi þeirra hugmynd, að í Laug- ardal verði komið upp barna- leikvelli með sérstöku sniði, með bílum og brautum, þar sem börnin geta kynnzt umferðar- lögum og reglum og að völlur- inn verði staðsettur sem næst sundlaugunum, svo að húsmæð- ur geti farið í laugarnar meðan börnin eru á vellinum. Borgarstjóri: 1. Ástæðan er sú, að Grensás- vegurinn á að lækka yfir hæð- ina og þar með hitaveitustokk- urinn, sem þar liggur. Fram- kvæmdir þurfa að fara fram að sumri til að ekki fyrr en nýi geymirinn í Öskuhlíð er tekin í notkun, þar sem stöðva verð- ur rennslið á meðan. Grensás- vegurinn vérður fullunninn á næsta ári. 2. Ég mun koma þessari gagn- rýni á framfæri og sjá um að úrbætur verði gerðar. 3. Þetta er skemmtileg hug- mynd sem ég tek sem ábend- ingu. Sundlaugarnar í Laugardal verða opnaðar í sumar. Fram- kvæmdir við þær eru á síðasta stigi en varla verður unnt að taka þær í notkun fyrr en um mitt sumar. Sæmundur Gíslason: Ég á dreng 9 ára gamlan, sem gengur í Álftamýrarskóla. Tvo sl. vetur hefur hann notið þar ágætrar kennslu, nema í íþrótt- um, hún hefur engin verið. Nú langar mig til að spyrja: 1. Hvenær má ég vænta íþrótta kennslu fyrir drenginn? 2. Hvenær má vænta að lokið verði við byggingu íþróttahúss við skólann? Borgarstjóri: 1. Sýningarhöllin verður nýtt til íþróttakennslu næsta vetur. Ég vona að Álftamýrarskóli telj- ist ekki svo langt frá að börn geti ekki sótt þangað, eða unnt verði með tilfærslum að skapa aðstöðu til íþróttakennslu fyrir þennan skóla. 2. Bygging íþróttahúss verður hafin á næsta ári og tekur tvö ár. Því tilbúið 1969. Kristján Magnússon: Hverjir eru möguleikar á því að leyft verði að byggja bílskúra í Bústaðahverfi? Borgarst jóri: Sérstök svæði voru ætluð fyrir bílskúra í Bústaðahverfi en ekki ætlast til að þeir yrðu við húsin. Þá var ekki gert ráð fyrir því að nema hluti íbúa hefði þörf fyrir bílskúr. Nú hefur bílaeign aukist mjög og dæmi er um að fleiri en einn bíll tilheyri sumum íbúðum. Bent hefur verið á að æskilegt væri að byggja einungis bílskýli. Önnur lausn sem er til athugunar er hvort nóg rými skapast við Bústaða- veginn, þegar lega hans breytist vegna nýs skipulags. En ég verð víst að valda fyrirspyrjanda von- brigðum með því að segja, að ekki verður leyft að byggja bíl- skúra við húsin. Ármann Kr. Einarsson: Um leið og ég þakka borgar- yfir-völdum fyrir hið mikla átak, sem gert hefur verið að undan- förnu í skipulagsmálum Reykja- víkur leyfi ég mér að beina þeirri fyrirspurn til borgarstjór- ans hvað líði úthlutun íbúðar- lóða í Fossvogi. Borgarstjóri: Auglýst var eftir umsóknum í febrúar. Var þá gert ráð fyrir að úthlutun hæfist fljótlega eftir það. Umsóknir reyndust hins vegar svo margar að langan tíma tekur að rannsaka þær. Hér er um að ræða 2000 lóðir en umsóknir sem bárust voru tðlu- vert fleiri. Sumar þeirra beind- ust að tilteknum svæðum eða húsagerðum. Nú hafa verið sett- ar ákveðnar reglur til að fara eftir við úthlutun. Umsækjandi má ekki hafa fengið lóð í 10 ár en 5 ár ef um aðild að f jölbýlis- húsi er að ræða. Verður að hafa verið búsettur í borginni í 5 ár og vera skuldlaus við hana. Manntalsskrifstofan þarf tals- verðan tíma til að athuga fjöil- skyldustærð ö. fl. en þar eru nú miklar annir vegna kjörskrár gerðar. Ég vonast til að hægt verði að vinda bráðan bug að úthlutun strax og Manntalsskrif- stofan getur látið hendur standa fram úr ermum með þetta verk- efni. Jónas Gunnarsson gerði fyrir- spurn um skólavinnu barna og sagðist jafnframt telja, að Smá- íbúðahverfið hefði orðið afskipt af þeim tekjum, sem komið hafa í sjóð borgarinnar. Jafnframt spurði hann hvað gera ætti við auða svæðið við Grundargerði. Borgarstjóri: Auða svæðið við Grundargerði á að nota fyrir skrúðgarð og leik- völl og er það ein af næstu fram- kvæmdum í þeim efnum. Allar umsóknir um vinnu í vinnuskól- um hafa verið teknar til greina á undanförnum árum. Kaupið er hinsvegar ekki hátt, og unglingar vilja gjarnan fara þangað sem það er hærra. GuSmundur Halldórsson: Hverra aðgerða má væntá í vör til þess að koma Sogaveg- inum í viðunandi horf? Borgarstjóri: Sogavegur verður malbikaður á næsta ári. f þessu sambandi vil ég leiðrétta þann misskilning, að hann hafi verið á malbikunar- áætlun þessa árs. Samkvæmt gatnagerðaráætluninni átti hann að malbikast 1967, og verður það gert. Nauðsynlegt er hinsvegar að gera úrbætur á honum nú þegar, og verður borið ofan í hann og ljósastaurar fluttir úr miðju vegarins. Gunnar Jónsson: Hvað líður hitaveitufram- kvæmdum í Bústaðahverfi? Við sjáum unnið dag eftir dag að þessum framkvæmdum í Srná- íbúðahverfi, en allt er með kyrrum kjörum okkar megin hitaveitustokksins. Borgarstjóri: Hér er um sitt hvorn verktak- ann að ræða. Báðum hefur verið sett það skilyrði að skila svæð- inu 1. ágúst eða 1. september, og verður fylgst með því að svo verði gert. Guðmundur Ó. Eggertsson: Hvað hefur borgarráð eða Á fundinum í Lídó. Borgarstjóri í ræðustól. Frá h. Hannes Þ. Sigurðsson og Ragna Ragnars fundarritarar Arinbjörn Kolbeinsson, fundarstjóri, frú Ánður Auðuns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.