Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 26. apríl 196Í Annar leikur milli Fram og FH Fram vann FH 20-16 í síðasta leik íslands- mótsins, og verða að leika að nýju um titilinn EKKI fengust úrslit í íslandsmótinu í handknattleik að Há- logalandi sl. sunnudag. Baráttan var á milli Fram og FH, og nægði FH jafntefli til sigurs í mótinu, þar sem félagið hafði tveimur stigum meira en Fram. En Hafnfirðingarnir urðu að bíta í það súra epli að tapa leiknum, og það reyndar með fjögra marka mun, því að Framararnir höfðu allan tím- ann töglin og halgdirnar í leiknum. Og þar sem úrslitin urðu þessi, verða liðin að leika saman að nýju um íslandsmeistara- titilinn, og fer sá leikur sennilega fram á föstudaginn kem- ur. Það er alltaf erfitt að spá nokkru um úrslitin fyrirfram, en eftir leikinn á sunnudag verður að álíta Framara sterk- ari aðilann — svo miklir voru yfirburðir þeirra. En snúum okkur þá að gangi leiksins. FXRRI HÁLFLEIKUR 9:5 Það liðu einar tvær til þrjár mínútur þar til fyrsta markið var skorað. Var það Birgir Björnsson sem skoraði það með gólfskoti fyrir utan varnarvegg Framara. Framarar sóttu nú fast að marki FH, og fengu um síðir dæmt vítakast. Gunnlaugur Hjálmarsson tók það, en Hjalti varði. Slæm byrjun fyrir Fram- •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ! Vikingur I ] vann ÍR j : Fyrsti leikurinn í þriggja: : liða úrslitakeppninni í 2.“ ;deild í handknattleiksmóti: líslands fór fram í gærkveldi | •Áttust þar við Víkingur og: :íR, og sigruðu þeir fyrrnefnduj •með 27-22. í hálfleik var; ;staðan 12-11 IR í vil. Leikur- J •inn var hörkuspennandi og; ; skemmtilegur frá fyrstu mín: lútu til hinnar síðustu. Staðan í 1. deild STAÐAN I 1. deild er nú þannig: FRAM 10 8 0 2 254:205 16 FH 10 8 0 2 217:193 16 HAUKAR 10 4 0 6 227:231 8 VALUR 10 4 0 6 230:249 8 ÁRMANN 10 4 0 6 227:253 8 KR 10 2 0 8 203:227 4 ara. FH-ingar byrjuðu með knött- inn, sóttu að marki Framara, en glötuðu knettinum fyrir klaufa- skap, og Framarar notfærðu sér það ti'l hins ýtrasta — Gylfi Jó- hannsson jafnaði fyrir Fram með fallegu langskoti. En Birgir náði forystunni aftur fyrir FH með sams kónar marki og hinu fyrra. 2—1 fyrir FH. Þar með var forustuhlutverki Hafnfirðinganna í leiknum að fullu lokið. Gylfi Jóhannsson jafnaði fyrir Framara og nafni hans Hjálmarsson, sem lék nú aftur með sínu gamla félagi eft- ir góða hvíld, náði forystunni með ágætu marki. Geir jafnaði að vísu fyrir FH, Gunnlaugur skoraði 4—3 fyrir Fram, og enn jafnaði Geir. 4—4 og leikurinn rúmlega hálfnaður. En upp úr þessu fór mjög að syrta í álinn fyrir FH, því að Framarar skoruðu næstu tvö mörk, en áður hafði Hjalti varið annað vítakastið frá Gunn- laugi. Örn skoraði næsta mark fyrir FH, og aðeins fáar mínút- ur til hálfleiks. Þá tóku Fram- arar sig til og skoruðu þrjú mörk, svo að staðað í hálfleikn- um var 9—5 Fram í vil. SÍÐARI HÁLFLEIKUR 11:11 FH-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks, og voru það Örn og Birgir, sem voru þar að verki. Vonuðust nú margir til að FH-ingar væru að ná betri tökum á leiknum, en Framarar gerðu þær vonir fljótlega að engu, því að þeir gerðu þrjú næstu mörk, og staðan var orð- in 12:7. FH tókst þó að minnka muninn um tvö mörk, en Fram- Þrjú lið í 3.-5. sæti Ármann vann Val 22-21 og KR þar með íallið í KR er fallið, hvernig sem dóm- urinn í kæru þeirra eftir leik- inn við FH fellur. Það voru Ár- menningar sem gerðu vonir KR- inga um áframhaldandi setu í 1. deild næsta vetur að engu með því að sigra Val 22-21. Ármenn- ingar skoruðu 22. mark sitt, þeg ar aðeins örfáar sekúndur voru til leiksloka, og þvi deila nú þrjú félög Haukar, Valur og Ár- mann, með sér 3.-5. sætinu í deildinni. Ármenningar skoruðu fyrsta mark leiksins á sunnudagskvöld, en Sigurður Dagsson jafnaði fali ega af línu fyrir Val. Sóknar- leikur liðanna var heldur slapp- ur í fyrri hálfleik, og skiptust liðin á forustunni, og þegar um þrjár mínútur voru til loka hálfleiksins jafnaði Árni Samú- 2. deild elsson fyrir Ármann- 7-7 og bætti litlu síðar því áttunda við. Var staðan í hálfleik því 8-7 fyrir Ármann. Síðari hálfleik svipaði að flestu til hins fyrri, nema hvað hann var heldur betur leikinn af báðum liðunum. Liðin skipt- ust nokkuð jafnt á forystu, og þegar hálfleikurinn var um það bil hálfnaður, var staðan 14-14. Valsmenn skoruðu þrjú næstu mörk, og var þá útlitið orðið heldur svart fyrir Ármann. Hreinn og Pétur jöfnuðu aftur fyrir Ármann, en Jón Ágústsson náði enn forustunni fyrir Val. Þeir Hreinn og Pétur skoruðu þá þrjú næstu mörk fyrir Ár- mann og staðan 21-18 fyrir Ár- mann, en fimm mínútur til leiks loka. Töldu flestir að nú væri arar skoruðu á næstu fimm mín- útum þrjú mörk á móti einu frá FH, þannig að þegar síðari hálf- leikurinn var hálfnaður var staðan 15—10. Þessi þriggja til fimm marka munur helzt það sem eftir var af leiknum, og varð hann því fyrir bragðið aldrei verulega spennandi, en það má segja að spennan hafi verið einkenni á' leikjum þeim, sem lið þessi hafa leikið saman fram að þessu. — Gunnlaugur skoraði 19—15 fyrir Fram, þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, og litlu siðar bætti Guðjón öðru við. FH átti hins vegar síðasta orðið í leikn- run, eins og reyndar það fyrsta, og var Páll Eiríksson þar að verki. Lokatölur leiksins urðu því 20—16 fyrir Fram. LIÐIN Fram var tvímælalaust betri aðilinn í þessum leik, sem sést reyndar bezt á því að það hafði forustuna í leiknum allan tím- ann, nema fyrstu sex mínúturn- ar. Liðið lék nú mjög traustan varnaríeik, voru mjög taktiskir í sóknarleik sínum, og opnuðu vörn FH oft mjög skemmtilega. Beztu menn liðsins voru þeir Gunnlaugur, Gylfi Jóhannesson og Sigurður Einarsson. Þá var það og mikill styrkur fyrir liðið að Gylfi Hjálmarsson lék nú aft- ur með Fram, hann var mjög ógnandi í sóknarleik sínum og fastur fyrir í vörn, þrátt fyrir að hann hafi lítið getað æft í vetur. Þorsteinn markvörður Framh. á bls. 2 Gunnlaugur Hjálmarsson skorar fyrir Fram, en Birgir Björns son reynir að varna því. 12 af landsliösmönnum Dana dæmdir í 9 mánaða keppnisbann Kaupmannahöfn, 25. apríl. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. DANSKA landsliðið í hand- knattleik þjáist nú af mikilli manneklu. Er orsökin sú að for- ysta danska handknattleikssam- bandsins hefur dæmt 12 af beztu handknattleiksmönnum Dana í keppnisbann til 1. febrúar 1967. Leikmenn þessir stóðu ekki við loforð sitt þess efnis að bragða ekki áfengi fyrr en eft- ir síðasta leikinn í ferð lands- Ármann öruggt með sigur. En Valsmenn sóttu fast næstu mín- úturnar, skoruðu þrjú mörk og jöfnuðu. Var þá aðeins um 1 mínúta til leiksloka. Ármenning ar sóttu fast, og eru um 10 sek- úndur eru til loka sér Pétur glufu í vörn Vals. Hann not- færði sér tækifærið til hins ýtr asta og knötturinn samll í stöng ina og inn. Örskömmu síðar flautaði dómarinn leikinn af — Ármann hafði sigrað með 22 mörkum gegn 21. Ármannsliðið lék ágætlega í þessum leik, þrátt fyrir að Hörð ur væri ekki með nema stutta stund í fyrri hálfleik. Beztu. menn liðsins voru Árni, sem skoraði 9 mörk, Olfert sem skor aði 4 mörk og Sveimbjöm í mark inu. Einnig áttu þeir Hreinn og Pétur dágóðan leik. Valsliðið var slappt í þessum leik, náði aldrei verulega sam- an, og vörnin var opin hjá þeim — sérstaklega í síðari hálfleik. Beztu menn liðsins voru línu- mennirnir, Ágúst og Stefán, og Jón Ágústsson. Flest mörk skoi- uðu Ágúst fimm, Hermann og Jón Ágústsson 4 hvor. liðsins til Ejisslands nú fyrir skömmu. Þessir 12 leikmenn eru: Erik Holst, Leif Gelvad, Jförgen Vold gaaard, Ove Ejlertsen, Ole Sand- Cramer, Arne Andersen, Max höj, Gert Andersen, Mogens Nielsen, Klaus Kaae, Henning Möller og Ivan Christiansen. Aðeins þrír leikmanna, sem tóku þátt í keppnisferðinni sluppu við að vera dæmdir í keppnis- bann, en það eru Morten Peter- sen, Werner Gaard og Jörgen Petersen. Þar með hefur Danmörk ekk- ert samæft landslið lengur fyr- ir heimsmeistarakeppnina í handknattleik, sem fram fer í Svíþjóð í janúar n.k. Leikmenn irnir, sem dæmdir voru í keppn isbannið mega þó leika áfram með félögum síum. Fredslund Petersen, formaður handknattleikssam'bandsins danska, kveðst að sjálfsögðu vera mjög leiðui yfir því að sjá lið það, sem þjálfað hefur verið fyrir heimsmeistarakeppn- ina með mikilli fyrrhöfn og vinnu, verða svo skyndilega að engu, en hann telur að breidd- in sé það mikil í dönskum hand knattleki nú, að hægt verði að senda lið í heimsmeistarakeppn- ina, án þess að til vansa verði. Leikmennirnir, sem verði í þessu landsliði, séu menn morg- undagsins, eins og hann orðar það. Petersen tók ekki sjálfur þátt í Rússlandferðinni. Axel Ahm, varaformaður handknattleikssambandsins, sem var fararstjóri í ferðinni segir: „Við Ififðum kynnzt þessari of- notkun handknattleiksmanna okkar á áfengi i keppnisferðum til A-Þýzkalands og til Póllands og Spánar, og vorum þess vegna sammála um að láta slíkt ekki koma fyrir í Rússlandsferðinni. Þess vegna sendum við öllum leikmönnunum bréf, þar sem við fórum fram á, að þeir létu frá sér heyra, ef þeir gætu ekki sætt sig við það, að þeir fengju ekki að hafa vín um hönd. i ferðinni fyrr en síðasti leikurinn hefði verið leikinn. Okkur bár- ust engin mótmæli, og því bjugg umst við að þeir myndu halda skilyrðin. En það gerðu þeir hins vegar ekki‘. Viðtöl hafa verið birt við all- marga leikmannanna í blöðum hér, og viðurkenna þeir allir að þeir hafi ekki haldið skilyrðin, en segja hins vegar, að áfengis- neyzlan hafi aldrei farið fram úr hófi, og þeir hafi ætíð gætt þess að vera vel undir leikina búnir. Fredlund Petersen stað- hæfir að handknattleikssam- sambandið muni nú breyta stefnu sinni, og skera niður landsleikjafjölda danska lands- liðsins. Hann telur að of marg- ir landsleikir eyðileggi virðing- una fyrir þessum leikjum meðal leikmannanna . Blöðin hér eru nær öll mjög hvassyrt í garð handknattleiks- sambandsins, og segja það ó- hæfu að ungir áhugaleikmenn skuli sæta slíkum ávirðingum undir fullu nafni. Þau segja að leikmennirnir hafi ekki fengið neitt tækifæri tíl þess að verja málstað sinn, og kalla allt mál- ið hneyksii á heimsmælikvarða, — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.