Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 25
! T'rlffjudagur 26. apríl 1966 MOHCUNBLAÐIÐ 25 Milliþinganefnd endurskoði lög um þingsköp Alþingis Frumvnrpið um bumleiðslu- rúð fær góður undirtektir f4 A LAUGARDAG var afgreitt frá efri-deild frumvarpið um framleiðsluráð landbúnaðarins o.fL Var frumvarpið síðan tekið tii 1. -umræðu í neðri-deild í gær og mælti þá landbúnaðar- ráðherra Ingólfur Jónsson fyrir þvi og rakti efnisgreinar frum- varpsins. Auk ráðherra tóku þátt í umræðunum þeir Ágúst öÞorvaldsson (F), Hannibal Vald imarsson (K), Vilhjálmur Hjálm arsson (F) og Björn Pálsson (F). Ágúst og Vilhjálmur lýstu stuðn ingi sínum við frumvarpið og sögðu það til hagsbóta. Hanni- bal Valdimarsson var hins veg- ar á móti því og sagði m.a. að eðlilegast væri að ríkisvaldið hefði bein afskipti af verðlags- málum landbúnaðarins þar sem það hefði að gæta bæði hags- muna neytenda og framleiðenda. f>á lýsti Hannibal því yfir að Alþýðusamband íslands mundi ekki notfæra sér rétt þann, er það íhefði til þess að tilnefna mann í sex manna nefndina. Að umræðunum loknum var málinu síðan vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. — Ur borginni >Framhald af bls. 12 í föndurgeymslu skólans eru alls konar munir, sem nemendur hafa gert. Kennir þar ýmissa grasa. Vinna nem- endur mikið að leðuriðju og ; búa til buddur, seðlaveski, hnífsslíður o. m. fl. f>á eru þar haganlega gerðir öskubakkar og ýmislegt skraut. Er þetta allt mjög til fyrirmyndar og haganlega gert. j — Hverjar eru svo óskir ykkar skólanum til handa? j — f>að er fyrst og fremst, að stofnunin eignist eigið hús- næði, og sérmenntað fólk fáist til starfs hér. Þetta er dýr stofnun í rekstri, en þeim fjármunum, sem til hennar er varið er ekki á glæ kastað. Aðalmarkmið okkar er að gera þetta eins og að stóru heimili, þar sem nemendur fái þá aðhlynningu, sem þeir þarfnast og njóti þess öryggis, sem hverjum einstakling er nauðsynlegt. Heimilið er undirstaða heilbrigðs og gró- andi þjóðlífs og takist okkur að skapa það, ætla ég, að mgrkmiðinu sé náð. Með þessi orð Björgvins í huga yfirgefum við Heima- vistarskólann að Jaðri full- vissir þess, að sé einhver stofnun, sem Reykjavíkur- borg rekur þjóðþrifafyrirtæki, þá sé það þessi, og að vel hafi tekizt til um val forstöðu- manns. 1 GÆR var lögð fram á Áliþingi tillaga til þingsályktunar um end urskoðun laga um þingsköp Al- þingis. Flutningsmenn tillögunn- ar eru Birgir Finnsson, Matthías Bjarnason, Bjöm Fr. Björnsson og Ragnar Arnalds. Er tillagan svohljóðandi: Alþingi ályktar að 7 manna millilþinganefnd, kosin af sameinuðu Alþingi, skuli falin endurskoðun gildandi laga um þingsköp Altþingis. j í greinargerð tillögunnar segir rvo: Allsherjarnefnd Neðri deild ar hefur haft til athugunar frum varp flutt af S. þingmanni Vest urlandskjördæmis, Benedikt Gröndal, um breytingu á lögum frá 1965, um þingsköp AJþingis. Að efni til fjallar frumvarpið um útvarp og sjónvarp frá Alþingi og hefur komið fram bæði innan nefndarirmar og við 1. umræðu málsins í Neðri deild, að fulltrú- ar allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að gera þessu efni fyllri skil en nú er að finna í lögum um (þingsköp Alþingis. Einnig er talið, að þörf sé víð- tækari endurskoðunar á umrædd um lögum, að því er tekur til annarra atriða og hefur það orð ið að samkomulagi milli þing- flokka að fela 7 manna milli- þinganefnd endurskoðun laga um -þingsköp Alþingis eins og hér er lagt til, og er tillaga þessi flutt af fulltrúum allra flokka í alls- herjarnefnd neðri deildar. i — Alþingi Framhald af bls. 8 festingalaga landsins og þá með gerðardómsákvæðum. I#) Ég nefndi dæmi þess að ýms ríki Vestur-Evrópu hefðu gert gagnkvæman vináttu og við skiptasamninga við Bandaríkin þar sem fjárfestingu bandarískra aðila er heitið fyrirgreiðslu og vernd gegn eigna-rnámi og öðr- um harðræðum og það la-gt á vald alþjóðadómstólsins í Haag að meta hvort út af því hafi ver- ið brugðið. Nefndi ég að á Norð- urlöndunum hefðu Danir gert ílíkan samning. 11) Ég skal svo enn nefna dæmi sem vitnar um hið sama en sem ekki kom fram í ræðu minni. En á vegum Sameinuðu þjóðanna var haldin ráðstefna um gerðardóma í viðskiptum miili ríkja og erlendra einka- aðila árið 1958 sem átti að hafa þann tilgang að finna úrræði til þess að efla áhrif slíks gerðar- dómsfyrirkomula-gs þar sem deilan stendur mtlli ríkis annars vegar og þegna annars ríkis hinsvegar. JAMES BOND James Bond rtim fitwitt BMWW H JOtffl MclBSn Galli í 87 þotum af 121, sem rannsakaðar voru Framhald rannsóknar BOAC d Boeing-707 þotum EINS og frá hefur verið greint í fréttum, hefur komið í Ijós, að hárfínar sprungur hafa fundizt í stéli farþegaþotu af gerð- inni Boeing-707. Það mun hafa verið brezka flugfé- lagið BOAC, sem fyrst kom auga á galla þennan, er unnið var að rannsókn slyss þess, er varð í Jap- an fyrir skömmu, er Boe- ing -707 þota frá félaginu hrapaði til jarðar. Ekki er þó talið, að sprunga, sem fannst í stéli þeirrar þotu, hafi orsakað slysið. Hins vegar hafa nú verið rannsakaðar 121 þota af þess- ari gerð, og hefur komið í Ijós, að 87 þeirra voru með galla i stéli. Um mismunandi alvarlegar sprungur hefur verið að ræða, en í 21 þotu var um svo alvarlegar skemmdir að ræða, að þegar varð að taka þær úr umferð. Alls eru um 400 þotur af þessari gerð í notkun í heim- inum nú. Bandarísk loftferðayfirvöld hafa gefið út tilskipun, þar sem segir, að öll flugfélög, sem nota þotur af þessari gerð i skuli láta fara fram rann- J sákn, og hafi flugvélarnar ver ! ig lengur á k>fti en 15.000 I tíma, verður hún að fara fram j áður en þær hafa verið len^- j ur en 50 tíma á lofti til við- ] hótar. Seinna um kvöldið í íbúð Rósu yfir- foringja, sagði hún Xatiönu meira um fyrsta verkefni hennar. Það verður séð svo um, að þú hittir þennan Englending. Þú verður að draga hann á tálar. Hann fer með þig til Eng- lands. Þú verður látin hafa svör við spurningum, sem þeir spyrja þig. Siðan verður þér bjargað og þú flutt aftur til Moskvu. Þú veröur þjálfuð sérstaklega fyT ir þessa sendiför. Látum oss skála fyrir því. En hvað hún er girnileg! JÚMBÖ —K— —K— —X— —K— Teiknari: J. MORA þess að drepa tímann meðan hann biði eftir að kolageymslan yrði fyllt. — Mikið skelfing er gott að vera laus við þessa náunga, hugsaði hann með sjálfum sér, engar frekari áhyggjur, bara miklir pcningar, sem ég fæ fyrir að flytja Júmbó og vini hans heilu og höldnu til hafnar. En hann hefði bara átt að vita, að þaö voru ekki neinir peningar til lengur ~>f~ ->f ->f— Eftir IAN FLEMING k W C&jC W l JSL Síðan gekk Álfur til félaga sinna, og skipaði þeim að bera Jóa í land. Þeir lyftu honum upp, og roguðust síðan niður iand- göngubrúna með Jóa greyið. Síðari hluti áætlunarinnar var um það bil að heppn- ast, því að innan á Jóa hafði öllum fjár- sjóð Júmbós og félaga hans verið komið fyrir, en Álfur og félagar höfðu stolið hon- um um nóttina, eins og áður segir. Þegar skipstjórinn sá hvar glæpamenn- irnir gengu-í land létti honum stórum, og hann kallaði til Júmbó: — Jæja, nú líður óðum að því að við getum haldið ferð- inni áfram. — Já, svaraði Júmbó, ég er með magaverk af tilhlökkun að komast loksins heim aftur. Skipstjórinn greip því næst bók til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.