Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 17
Þriðjuflagur 26. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Hagsmunir heildar- innar sit ji í fyrirrúmi Ávarp frú Auðar Auðuns á Lídó-fundinum I Góðir fundarmenn! Eins og fundarstjóri hefur þeg- ar lýst og fram hefur komið í auglýsingum, er fundi þessum, sem Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, hefur boðað til, ætlað að vera kynningar- og fræðslufund- ur um borgarmálefni Reykjavík- ur, og jafnframt a6 fundarmönn- um gefist tækifæri til að bera fram fyrirspurnir og athugasemd ir varðandi þau mál, sem borg- arstjóri mun síðar svara. Hin naargþætta starfsemi Reykjavíkurborgar, sem sífellt færir út kvíarnar með vaxandi framkvæmdum Og síaukinni iþjón ustu við íbúana, eins og vera ber í vaxandi borg í örri þróun, spannár eðlilega yfir mikinn fjölda málaflokka. í>að er svo hlutverk hinna kjörnu fulltrúa — borgarfulltrúanna — og þá fyrst og fremst meirihlutans með foorgarstjóra í broddi fylkingar, að ákveða á hvern hátt og í hve ríkum rnæli, hverjum einstökum málaflokki skuli sinnt og í hvaða röð, allt eftir því sem aðstaða og tekjur borgarsjóðs og borgar- stofnana leyfa á hverjum tíma. Rétt er þó að hafa í huga að ekki hafa borgaryfirvöld óbundn ar hendur um ráðstöfun á tekj- um borgarsjóðs, því að þær eru að verulegu leyti bundnar af löggjafanum. Sem dæmi má nefna tvo af stserstu útgjaldalið- unum, þ.e. framlög til almanna- og sjúkratrygginga, sem áætlað er að á þessu ári losi 100 millj. kr. og framlög til reksturs og stofnkostnaðar barna- og gagn- fræðaskóla, sem áætlað er að verja til ca. 80 millj. kr., og er þá margt ótalið s.s. löggæzla, framlög til sjóða o.fl. Borgin okkar er sem slík ung að árum, og við höfum þurft að foyggja frá grunni flest það, sem nauðsynlegt er í nútímaborg, á fáum áratugum, og enginn held ég fái því mótmælt með rökum, að hér hefur verið lyft Grettis- tökum á skömimum tíma. Hitt er annað mál, að við eigum mörg verkefni óleyst, og mun reyndar ávallt verða svo meðan sá fram- farahugur ríkir, sem einkennt hefur íbúa borgarinnar, og eng- in ástæða til að ætla annað en að hann muni áfram ríkja. Af íbúum Reykjavíkur eru konur í meirihluta. Sá mikli hóp- ur hefur eðlilega sérstakan áhuga á því í rekstri borgarinnar, sem aðallega snertir heimilin. Ég skal þó ekki fjölyrða um þau fyrir- tæki borgarinnar, sem borgar- stjóri í ræðu sinni áðan vék að, sem skapað hafa hér í Reykjavík meiri heimilisþægindi en víðast annars staðar þekkjast, nefnilega hitaveitu og rafmagnsveitu. Hér sem annars staðar er það hlutverk flestra fulltíða kvenna að vera húsmæður og mæður, og velferðarmál æskunnar í borg- inni eru konum sérstaklega hug- leikin. Skólarnir eru snarasti þátturinn í lífi æskunnar utan heimilanna. Borgarstjóri hefur þegar vikið að skólaibyggingamál um í ykkar hverfum og að stöð- ugri viðleitni borgaryfirvald- anna til endurbóta í starfi skól- anna. Framkvæmdir í skólafoygg- ingum hafa á undanförnum árum verið það miklar, að svarað hef- ur því að árlega væri byggður skóli á stærð við Laugarnesskól- ann, eða um það bil 20 kennslu- stofa skóli. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir, hefur þó ekki enn tekizt að koma húsnæðismáium skólanna í það horf, sem æskilegt má telja, og verður á næstu ár- um að gera aukið átak í þeim efnum. Eitt af verkefnum borgarinnar er að skapa aðstöðu til útivistar og leikja fyrir æskuna. í upphafi þessa kjörtímabils voru foér í borginni 50 leiksvæði og leikvellir, þar af 14 lokaðir Frú Auður Auðuns smábarnagæzluvellir fyrir yngri börnin 2ja til 5 ára, — þar sem mæður geta án endurgjalds kom- ið börnutn sínum í örugga gæzlu meðan þær sinna öðrum störfum. Nú eru þessir leikvellir og leik- svæði 66, þar af 22 smáfoarna- gæzluvellir. í ykkar hverfum eru þannig 4 smáfoarnagœzluvellir og 10 leiksvæði önnur, og þess má geta að nýlega var samþ. að byggja smábarnagæzluvöll í Ár- bæjarhverfi og gera leiksvæði sunnanvert í hverfinu. Ég sleppi því að ræða önnur málefni æskunnar, sem borgin sinnir en þau eru margvísleg, má t.d. nefna skólagarða, vinnu- skóla, starfsemi Æskulýðsráðs og barnaheimilin, sem borgarstjóri vék að áðan. Ég ætla þá að drepa á mála- flokk, sem við öll getum búizt við að snerti okkur beinlínis sum okkar þegar, önnur okkar síðar, þ.e.a.s. velferðarmál aldraðra. — Með batnandi lífskjörum og auk- inni heilsugæzlu lengist meðal aldur fólks hröðum skrefum. Hér í Reykjavík hefur þannig hlut- fallstala þeirra sem eru 65 ára og eldri vaxið stórlega síðan 1910, eða um ca. 50%. Sá hópur fólks, sem nær þeim aldri að starfsgetan er orðin skert eða engin, stækkar óðum, og eru menn þó starfhæfir lengur en áður var. í nútímaþjóðfélagi er það því orðið stórkostlegt verk- efni til úrla'usnar að sjá hags- munum aldraðra borgið. Vorið 1963 var í borgarstjórn gerð samþykkt um málefni aldr- aðs fólks. Var þar mörkuð sú stefna að stuðla bæri að því að öldruðu fólki yrði -gert kleift að dveljast sem lengst í heimahús- um. í samþykktinni var m.a. borgarstjóra heimilað að skipa ráðgefandi nefnd um velferðar- mál aldraðs fólks. Var nefndin skipuð um haustið. Vann hún mikið og gott starf og skilaði áliti vorið 1965. 1 framhaldi af því var í maí s.l. gerðar í borg- arstjórn ályktanir um málefni aldraðra. Var þar ákveðið að hefja undirbúning að byggingu íbúða fyrir aldrað fólk, en í sam þykktinni frá 1963 var einnig ákveðið að unnið yrði að því að leysa húsnæðismál aldraðra. í háhýsi því sem Reykjavíkurborg á í smíðum við Austurbrún eru íbúðir, ætlaðar öldruðum, og á- ætlun um íbúðabyggingar, sem samþ. var í borgarstjórn á þessu ári tekur einnig til ibúða fyrir aldrað fólk. Þá var með ályktun borgar- stjórnar frá því í maí s.l. ákveð- ið að hefja undirbúning að bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, sem þurfa sérstakrar um önnunar við. Er nú unnið að þeim undirbúningi, sem þarf sér staklega að vanda til. Ennfrem- ur var stjórn Heilsuverndarstöðv arinnar falið að gera ráðstafanir til þess að hluti þess húsnæðis, sem þar losnar við opnun Borg- arsjúkrahússins, verði fyrst um sinn nýttur sem hjúkrunarheim- ili og langlegudeild fyrir aldr- aða. Loks var ákveðið að stofnuð yrði deild velferðarmála aldr- aðra í skrifstofu félags og fram- færslumála borgarinnar. Skal deildin m.a. annast aðstoð við aldraða í heimahúsum, upplýs- ingaþjónustu o.fl., og vinna ,að eflingu og samræmingu á starfi frjálsra samtaka borgaranna í þágu aldraðra. Deildin var síð- an stofnuð og ráðinn að henni starfsmaður, sem tók til starfa á s.l. sumri. Deildin annast marg- háttaða fyrirgreiðslu, m.a. heim ilishjálp fyrir aldraðra og starfa nú að því sem svarar 3 hjálp- arstúlkum í fullu starfi. Starf- semi deildarinnar hefur, þegar gert mikið gagn, og á vissulega fyrir sér að þróast þegar fram fengin af starfseminni. N|i þeg- líða stundir og full reynsla er ar er fyrirsjáanlegt að auka þurfi starfslið deildarinnar. Félagsmálin í heild verða verða æ umfangsmeiri, enda margþætt og vaxandi í nútíma- þjóðfélagi. Til marks um það má nefna, að áætlað er að verja til þeirra ca. 210 millj. kr. á þessu ári, eða ca af tekjum borgarsjóðs. í sambandi við þjónustu borg, arinnar við heimilin, vil ég þá aðeins minnast á heimilshjálp- ina, sem látin er í té sængur- konum þegar veikindi, eða slys- eða önnur óhöpp steðja að, svo að húsmóðirin geti ekki sinnt heimilisstörfum. Á vegum heim ilishjálparinnar starfa fjöldi kvenna og starfsemin er sívax- andi. Um- heimilishjálp voru sett lög 1952, en þá hafði um langt skeið verið starfrækt heim ilishjálp á vegum Reykjavíkur- borgar, aðallega fyrir sængur- konur. Áætlað er að verja 900 þús. kr. á þessu ári til heimil- íshjálparinnar. Ég hefi nú aðeins drepið á nokkur atriði í margvíslegri þjónustu borgarinnar við íbú- ana. En eins og áður sagði blasa verkefnin hvarvetna við, og hugurinn girnist að ráðast í margt, sem aukið geti þægindi og velferð borgarbúa. En því eru takmörk sett hve margt er hægt að gera í einu, tekjur borgarinnar, fáanlegt vinnuafl o.fl. setur því skorður. Nú þegar kosningar fara í hönd munuð þið, góðir Reyk- víkingar, kynna ykkur málin og kveða síðan upp ykkar dóm á kjördegi þið munuð kynna ykk- ur þá stefnu í borgarmálaefn- um sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað og framkvæmt á lindanförnum árum, og þá stefnuskrá sem flokkurinn boð- ar.. Ég veit að þið munuð skilja mikilvægi þess, að hagsmunir heildarinnar sitji í fyrirrúmi við ákvörðun ykkar, og að aldrei verður svo um hnútana búið, að hægt sé að gera allt fyrir alla. Fimmtugur i gær: Davíö Olafsson, fiskimálastióri VETURINN 1931-32 hlotnaðist mér sú ánægja að vera kennari Davíðs Ólafssonar, — í þriðja bekk Gagnfræðasjcóla Reykja- víkur. — Eigi vissum við skil hvor á öðrum áður, hann upp- runninn eystra, ég vestra svo endilangt fsland var á milli og auk þess hálfur mannsaldur. Ég var að byrja lífsstarf mitt heima, hann að hefja undiifoún- inginn að sínu. Þótt mannval væri í bekknum var Davíð með- al þeirra, sem báru af, og mundi hann vart hafa liðið mér úr minni, þótt leiðir okkar hefðu ekki legið saman síðar. Sem prófdómari við stúdentspróf í Menntaskóla Reykjavíkur' þrem- ur árum síðar gafst mér færi á að sjá og heyra að vel hafði Davíð notað tímann í lærdóms- deild Menntaskólans og skyldi riú leiðin lögð út í heiminn, til háskólanáms. Eigi segir frekar af viðskipt- um okkar Davíðs á næstu árum, að öðru leyti en því að við hitt- umst einu sinni eða tvisvar í Kiel meðan hann stundaði nám við háskólann þar. I>ar lauk hann prófi og komst heim rétt áður en heimsstyrjöldin skall á. Sýndi það sig þá að við höfðum um margt að ræða. Það var örlagarík stund, þeg- ar Davíð var kjörinn forseti Fiskifélags íslands á fiskiþingi, hinu 16. í röðinni, 8. marz 1940, einkum fyrir Fiskifélagið og sjávarútveginn í landinu. I>að eitt, að Davíð hefur nú setið í stólnum, fyrst sem forseti Fiski- félagsins og síðar sem Fiski- málastjóri í rúm 26 ár, eða nær því jafnlengi og allir fyrirrenn- arar hans í starfinu samanlagt (29 ár), sýnir glögglega, að hér hafði verið stigið heillavænlegt spor. !>að var þó ekki auðvelt fyrir 24 ára gamlan pilt að taka að sér svona starf og bar þar margt til, en þó einkum tvennt. Annars vegar það að félagið hafði aukizt mjög og eflzt í tíð Kristján Bergssonar, sem hann tók við af, hús hafði risið af grunni og sérfræðingastöður verið stofnaðar. Hins vegar var sýnt, að óvenjulegir og erfiðir tímar væru framundan. En Davíð óx með hverri raun. Átti hann það mjög að þakka lipurð sinni og prúðmennsku hve greiðlega gekk að ná samvinnu við jafnt eldri sem yngri bæði úr stétt útgerðarmanna og fiski- manna og höfðu áhrifamenn þeir, sem studdu hann til starfs- ins frá upphafi vegið og metið allar aðstæður rétt. í 26 ára starfi hefur Davíð Ólafsson trú- lega fylgt þeim starfsreglum er hann setti Fiskifélaginu í ávarpi sínu, sem birtist í marz-blaði Ægis 1940, en þar ségir meðal annars á þessa leið: „Gera þarf félagið svo öflugt, að það geti beitt sér fyrir hags- munamálum sjávarútvegsins á öllum sviðum, án þess þó að ganga á hlut annarra atvinnu- greina í þjóðfélaginu. Fiskifé- lagið er eina félagið, sem hefur innan vébanda sinna bœði fiski- manninn og útgerðarmanninn og hefur því alveg sérstaklega góð skilyrði til að vinna í þágu sjávarútvegsins, því að lokum hljóta hagsmunir þessara tveggja manna að fara saman, þótt stundum sýnist e.t.v. hið gagn- stæða“. Á síðustu áratugum hafa fram- farir í fiskveiðatækni verið stór- stígar með afbrigðum og er þátt- ur Davíðs í þróuninni á íslandi, kunnari en svo, að honum þurfi að lýsa. Hefur íslenzki fiskveiði- flotinn verið í fararbroddi um langa röð ára, svo sem kunnugt er, og hafa íslandingar verið svo að segja öllum öðrum þjóðum til fyrirmyndar á sviði fiskveiða. Þó er eitt atriði í þessari þróun, sem einkum kemur mér til þess að skrifa þessar línur, en það er þáttur Daviðs í útvegun síldar- leitartækisins í Ægi. Senriilega er hér að ræða um mikilvæg- asta skrefið, sem stigið hefur verið á síðari áratugum síldveið unum til eflingar. Tækið fékkst að lokum, 1953 og þótt margir leggðu gjörva hönd á plóginn, hika ég ekki við að fullyrða, að það voru afskipti Davíðs að málinu, sem réðu úrslitum. Tvennt var það, sem greiddi fyr- ir greiðum og góðum málalok- um, annars vegar fyrirlestrar norska fiskifræðingsiris Finns Devolds, er hann dvaldist hér í boði Háskóla íslands í byrjun ársins 1953, því margir' sann- færðust þá um nauðsyn og nota- gili hinnar nýju tækni og hins- vegar það að nú fór að verða hægt að kaupa svona tæki á heimsmarkaðinum, en dýrt var drottins orðið. Varð það úr að leitað skyldi hófanna um útveg- un tækis að nafni „Whalefind- er“, er reynst hafði vel við hvalveiðar í suðurhöfum, hjá Kelvin & Hudges í London, en það skyldi kosta á aðra milljón króna. Var það allmikill pening- ur í þann tíð og þurfti þar að auki að greiða féð af hendi í er- lendum gjaldeyri. Eftir að Davið gekk í málið fór að komast skriður á það og á fáum mán- uðum var það leitt til farsælla lyikta. Ég gleymi ekki fund- inum, sem haldinn var í her- búðum Kelvin & Hudges í Lon- don árla sunnudagsmorgun í maí 1953, því annar fundartími var ekki tiltækur, né heldur ir- slitafundinum, sem haldinn var nokkrum dögum síðar í Reykja- vík á skrifstofu atvinnumálaráð- herra. Sem betur fór var Ólafur Thors, sem þá fór með atvinnu- málin, mjög hlynntur kaupum á asdic-tækjum og réði það úr- slitum, þegar Davíð lagði fyrir hann árangurinn af sunnudags- fundinum í London. Ráðuneytis- stjórinn, Gunnlaugur Briem, hafði safnað saman hóp af áhrifamönnum til fundarins og var mergð manna í ganginum fyrir framan skrifstofudyrnar þegar ráðherrann kom, á mín- útunni. Man ég þá að hann sagði: „Hvað, er þetta biðstofa hjá augnlækni?" Tækið fékkst, sigur var unninn. Davíð Ólafsson hefur verið annar af fulltrúum íslands hjá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES) á annan áratug. Okkur sem þekkjum hann, var það mikið gleðiefni þegar hann var valinn inn í æðstu stjórn ráðs- ins fyrir hálfu öðru ári og er hann eini íslendingurinn, sem þar hefur átt sæti. Sem þáver- andi framkvæmdastjóri ráðsins þakka ég honum fyrir ágæta samvinnu þar sem og hvarvetna annars staðar þar sem við höfum unnið i sama víngarði. Óska ég honum framgangs og heilla um ókomin ár. Birkeröd, Danmörku 17. apríl 1966, Árai FriDrteoa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.