Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 1
32 síður i\ Mikið fjolimnni var á fyrsta fundi borgarsijóra í Lídó sL sunnudag. 550-600 manns var á fundinum. 1200 -1300 MANNS A TVEIMUR FUNDUM BORGARSTJÓRA — „Marka t'imamót i samskiptum stjórnenda og borgara" „ÞESSI fundur markar tíma- mót í samskiptum stjórn- enda «g borgara og færir þau á málefnalegri og lýðræðis- Jegri grundvöll en áður hef- ur þekkzt“, sagði Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, fundar- stjóri á fyrsta fundi borgar- stjóra Geirs Hallgrímssonar, með íbúum Reykjavikur. sem haldinn var í veitingahús- inu Lídó sl. sunnudag. 550 —000 íbúar Smáíbúða-, Bú- staða-, Árbæjar- og Háaleitis- hverfis sóttu fundinn og í gærkvöldi var haldinn fyrir troðfullu húsi að Hótel Sögu, annar fundurinn af sex, sem Geir Hallgrimsson hefur boð- »ð til en sá fundur var fyrir íbúa Mela- og Vesturbæjar- hverfis. Mættu þar um 700 manns. Borgarstjóri flutti ræðu á báðum fundunum og ræddi málefni borgarinnar almennt ©g hverfanna sérstaklega. — Frú Auður Auðuns flutti ávarp á fundinum í Lídó og Úlfar Þorðarson, læknir, á fundinum að Hótel Sögu. — Síðan svaraði borgarstjóri fyrirspurnum fundargesta, sem yfirleitt fjölluðu sérstak- lega um málefni hinna ein- stöku hverfa. Það var samdóma álit allra þeirra, sem þessa fundi sátu, að með þeim hefðu þáttaskil verið mörkuð í íslenzkum stjórnmálum og fjölmargir fyrirspyrjenda létu í ljósi á- nægju með að fá þannig tækifæri til að spyrja og koma á framfæri við borgar- stjóra ábendingum um mál- efni borgarinnar og hinna einstöku hverfa hennar. Geir Hallgrímsson kvaðst fagna þessu tækifæri til þess að heyra álit borgaranna á starfi og framkvæmdum borgar- stjórnar og lét í Ijós ósk um góða samvinnu í framtíðinni. Fundurinn í Lídó Borgarstjóri ræddi í upphafi ræðu sinnar á'lmennt um skipu- lagsmál, gatnagerð, hitaveitu, rafmagnsmál, fegrun borgarinn- ar, skóiabyggingar, barnaheim- ili, æskulýðsmál, heil'brigðismál og húsnæðismál í borginni en vék siðan sérstakiega að mál- efnum hverfanna, sem boðuð voru til þessa fundar. Gatnagerð Á þessu ári verður Háaleitis- brautin fullmalbikuð að Brekku- gerði og Grensásvegur milli Suðurlandsbrautar og Mikiu- í KVÖLD efnir Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, til þriðja fundarins, sem hann hefur boðað til með íbúum Reykjavíkur um málefni Reykjavíkur. Fundurinn í kvöld verður í Sigtúni og hefst hann kl. 20.30. Er hann ætlaður íbúum Mið- og Austurbæjarhverfis. Á fundinum í kvöld mun Geir Hallgrímsson flytja brautar og að Skóiagerði. Nyrðri akbraut Mikiutorautar að Suð- url^ndsbraut, en syðri akbraut- in endurbyggð. Hitaveitan Ekki hefur tekizt fyililega að halda hitaveituáætluninni, sem gerð var 1962, en skv. henni átti framkvæmdum að vera lok- ið fyrir árslok 1965, en munu dragast nokkuð fram á þetta ár. Hitaveita hefur verið lögð í öll hverfi að Grensásvegi en 3 verk- takar annast framkvæmdir í Smáíbúða- og Bústaðahverfi. — Auk þess eru smávægilegar ræðu og svara fyrirspurn- um fundargesta, en Birgir ísl. Gunnarsson hdl. flyt- ur ávarp. Fundarstjóri verður Kristján Guðlaugs- son hrl. og fundarritarar Gerður Hjörleifsdóttir, kennari og Þorkell Þor- kelsson bifreiðastjóri. I anddyri Sigtúns verða til sýnis uppdrættir af að- alskipulagi Reykjavikur og framkvæmdir eftir i Holtunum og Múlunum. Fegrun hverfanna Haldið verður áfram fram- kvæmdum við Miklubraut og skrúðgarður er fyrirhugaður við Grundargerði. Áherzla verð- ur lögð á opin svæði við skól- ana, sem skapa möguleika á sam- starfi skóla og iþróttafélaga til nýtingar þeirra. Skólar Við höfum orðið áþreifanlega varir við það, sagði borgar^tjóri, að erfitt er að áætla þörf hverf- anna fyrir skóla. Þegar fyrsta áfanga Álftamýranskóla var lok- Framhald á bls. 10 jafnframt er sýnt líkan af miðbænum eins og hann er fyrirhugaður í framtíð- inni. Líkan þetta hefur vak ið mikla athygli á þeim tveimur fundum, sem þeg- ar hafa verið haldnir. Borgarstjóri hefur nú haldið tvo fundi af þeim sex, sem hann hefur boðað til. Báðir þessir fundir hafa verið mjög fjölsóttir Mig-21 yfir N-Vietnam Saigon, 25. april, — NTB. LM helgina varð bert að Norður- Vietnam hefur fengið MIG-21 orrustuþotur frá Sovétrikjunum. Lenti vélum þessum saman við bandariskar Phantom-orrustu- þotur yfir N-Vieíniam á laugar- dag og skaut ein Phantom-vél- anna eldfiaug að þeim en hitti ekki og hurfu MIG-21 vélarnar brottu við svo búið. Bandaríkin játuðu í dag að 10 bandarískar vélar hefðu týnzt yfir N-Vietnam síðustu sjö sólar hringa, og hafa ekki fleiri vél- ar farizt á einni viku síðan hafn- ar voru ioftárásir á N-Vietnam fyrir rúmu ári. Einnig tilkynnti herstjórn Bandaríkjamanna að tvær sprengjuvélar af gerðinni F-105 hefðu týnzt á sunnudag en ekki var sagt hver hefðu orðið afdrif þeirra. Nokkru fjær varð önnur loft- orrusta og áttust þar við banda- rískar vélar og orrustulþotur »f gerðinni MIG-17 og voru tvaer skotnar niður. Ekki hefur komið til loftorrustu yfir N-Vietnam fyrr í ár. Bandaríkjamenn telja að um 16 orrustuiþotur af gerðinni MIG- 21 séu nú í Norður-Vietnam. Véi ar þessar fljúga helmingi hraðar en hljóðið og eru búnar tveim fallbyssum auk eldfiauga. Banda rísku Phantom-véiarnar fljúga nokkru hraðar og eru sagðar Framhald á bls. 2 og húsfyllir á báðum fund- unum. Fjöldi fyrirspurna hefur borizt og fundar- gestir óspart látið í ljós ánægju með þá nýjung, sem nú hefur verið tekin upp. Eru því íbúar Mið- og Austurbæjarhverfis hvatt- ir til að fjölmenna á fund- »nn í Sigtúni í kvöld og beina til borgarstjóra fyr- irspurnum um málefni hverfisins og borgarinnar almennt. FUNDUR MEÐ ÍBÚUM MIÐ- OG AUSTURBÆJARHVERFIS I KVÖLD — Hefst ■ Sigtúni klukkan 20.30 % x >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.