Morgunblaðið - 26.04.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. apríl 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
L YÐRÆÐISLEC
NÝBREYTNI
ITundir þeir, sem Geir Hall-
* grímsson, borgarstjóri,
boðar til með íbúum Reykja-
víkur, eru hafnir, og hafa
þegar verið haldnir tveir
fundir, sem óhætt er að full-
yrða að séu með glæsileg-
ustu fundum, sem haldnir
hafa verið í höfuðborginni,
bæði að því er fundarsókn
varðar og ekki síður vegna
þess, hve heilbrigt og ferskt
andrúmsloft ríkti þar. Þar
voru menn samankomnir til
þess að ná árangri; til að
skiptast á skoðunum, sem
gætu orðið borginni og borg-
urunum til framdráttar.
Fundarmenn tóku virkan
þátt í störfum fundarins,
fjöldi fyrirspurna barst og
menn létu óspart í Ijós
ánægju sína vegna greiðra
svara borgarstjóra. Hér var
ekki um að ræða neinn gam-
aldags pólitískan skollaleik,
heldur lífrænt samband borg
arstjóra við það fólk, sem fal-
ið hefur honum æðsta em-
bætti í borginni, Reykvík-
inga. Á fyrsta fundinum fór-
ust Arinbirni Kolbeinssyni,
lækni, sem þar var fundar-
stjóri, svo orð:
„Fundurinn markar tíma-
mót í samskiptum stjórnenda
og borgara og færir þau á
málefnalegri og lýðræðis-
legri grundvöll en áður hef-
ur þekkzt“
Allir þeir, sem sækja fund-
ina með borgarstjóra munu
sannfærast um, að sízt er hér
of mælt. Þess vegna skorar
Morgunblaðið á þá Reykvík-
inga, sem því geta við komið,
að sækja þessa fundi og bera
fram fyrirspurnir, skriflega
eða munnlega, um hver þau
málefni borgar og borgara,
sem þá lystir.
ÁRÖÐUR
TIMinnihlutaflokkarnir í borg
arstjórn Reykjavíkur
eru nú að reyna að finna sér
einhverja vígstöðu í borgar-
stjórnarkosningunum, en
gengur erfiðlega sem vonlegt
«r. Framsóknarmenn hófu
baráttuna eins og fyrri dag-
inn á því að útmála, hv* af-
leit og ljót borg Reykjavík
væri, og að þessu sinni lýkti
borgarfulltrúi þeirra henni
við „Síberíuþorp“ og „verstu
útkjálkastaði“.
Alþýðublaðið byrjaði á því
að tala um „makráðan“ meiri
hiuta, en þegar blaðið var að
því spurt, hvort það treysti
sér til að halda því fram, að
borgarstjórnarmeirihluti Sjálf
stæðisflokksins væri „makráð
ur“, varðist það allra svara.
Hins vegar var horfið að því
ráði að reyna að tína upp þá
fáu bragga, sem eftir eru í
borginni, til að ljósmynda þá,
sjálfsagt til að reyna að sann-
færa sjálfa sig og aðra um
það, að þannig sé heildarsvip-
ur borgarinnar.
Kommúnistar eru hins veg
ar nokkru klókari en félagar
þeirra. Þeir skilja, að tilgangs
laust er að halda því fram,
að Geir Hallgrímsson, borg-
arstjóri, og borgarstjórnar-
meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins hafi ekki sinnt vel mál-
efnum borgarinnar. Þess
vegna grípa þeir til þess
ráðs, þótt broslegt sé, að
þakka sér það, sem gert hef-
ur verið. Þannig segir t.d. í
upphafi ritstjórnargreinar
þeirra síðastliðinn sunnudag:
„Hið nýja aðalskipalag
Reykjavíkur er mikilvægur
árangur af langri baráttu Al-
þýðubandalagsmanna í borg-
arstjórn“.
Allur er málatilbúnaður
minnihlutaflokkanna þannig
býsna kátlegur, en eitthvað
verða mennirnir að segja.
ENDURBÓT
SKATTALAGA
Á síðasta ári var sú endur-
^ bót gerð á skattalögum,
að ákveðið er að reikna út
skattvísitölu, að fengnum til-
lögum kauplagsnefndar, hag-
stofustjóra og ríkisskattstjóra.
Er þessi vísitala reiknuð út í
þeim tilgangi að skattaálagn-
ing skekkist ekki vegna
breytts verðlags og kaup-
gjalds. En oft fór svo hér áð-
ur, að þegar verðhækkanir
urðu, varð skattaálagningin
hærri en upphaflega hafði
verið tilætlunin. Nú er þetta
leiðrétt lögum samkvæmt frá
ári til árs.
Skattvísitala ársins 1966
verður 112,5 stig, miðað við
100 árið 1965. Vegna þessara
breytinga hækkar persónu-
frádráttur einstaklinga um 10
þúsund krónur, hjóna um 14
þúsund kr. og barnafrá-
dráttur um 2 þús. kr. fyrir
hvert barn. Tekjuskattsbilin
í skattstiganum hækka um
5—8 þúsund kr.
Með þessum breytingum á
það að vera tryggt, að þrátt
fyrir hækkandi kaupgjald
verði skattar ekki hlutfalls-
lega hærri en áður, heldur
verði hin raunverulega skatt-
byrði sú sama og á síðast-
liðnu ári, en þá undu menn
sæmilega við skatta sína, eins
og kunnugt er, gagnstætt því,
sem var árið áður, þegar
Pólverjar minnast 1000 ára
afmælis ríkis síns og kirkju
14. apríl árið 966, um svip-
að leyti og pólska þjóðin
sjálf varð til, tók prins einn
þarlendur, Mieszko að nafni,
kristna trú og með honum
allir þegnar hans. í umroti
síðari alda tvinnuðust svo
saman með landsmönnum
kaþólsk trú og pólsk þjóð-
erniskennd að trauðlega varð
sundur greint.
14. apríl í ár var hvoru-
tveggja minnzt með hátíða-
höldum eystra, þúsund ára
ríkis Pólverja í landi sínu og
þúsund ára afmælis kirkjunn
ar í landinu og lá þá við
við borð að í brýnu slægi
með kirkjunnar mönnum og
fulltrúum hinar kommúnis-
tisku stjórnar Póllands.
Þau urðu síðust átök ríkis
og kirkju í Póllandi að í
fyrrahaust buðu pólskir bisk
upar kirkjunnar mönnum
víðs vegar að úr heiminum að
koma til Póllands að vera
þar viðstaddir fyrirhuguð há
tíðahöld vegna þúsund ára af
mælis kaþólskrar kirkju í
landinu.
Meðal annarra sem send
voru boðsbréf voru yfirmenn
kaþólsku kirkjunnar í Vest-
ur-Þýzkalandi. í bréfi sínu
til þeirra röktu pólsku bisk-
uparnir harmdögu langra og
óheillvænlegra samskipta
landanna, veittu Þjóðverjum
fyrirgefningu alls þess er
þeir hefðu af sér brotið gegn
Póllandi á umliðum öldum
og báðust sjálfir fyrirgefn-
ingar á þeim rangindum er
þeir hefðu beitt Þjóðverjum.
Þetta bréf varð yfirvöldum
í Póllandi mikill þyrnir í aug
um. Ótti við Þjóðverja óg
hatur í þeirra garð hefur ver
ið eitt grundvallaratriði í
utanríkismálastefnu landsins
síðustu áratugi. Kommúnista-
flokkur landsins og blöðin,
sem búa við mikið aðhald
stjómarinnar, voru harðorð í
garð biskupanna fyrir slíkar
„stjómmálaögranir“, báru
brigður á rétt þeirra til að
veita fyrirgefningu eða biðj-
ast hennar fyrir Póllands
hönd og sökuðu þá um að
reyna að gera hátíðahöldin
vegna þúsund ára afmæiis
kirkju og ríkis að mótmæla-
aðgerðum gegn stjórninni.
„Vandinn er sá“ sagði pólski
kommúnistaleiðtoginn Wlad-
yslaw Gomulka, „að kirkjan,
biskuparnir og þó einkum og
sér í lagi Wyszynski kardín-
áli setja þúsund ára ríki
kristninnar í Póllandi upp á
móti þúsund ára ríki þjóðar-
innar í landinu.
Það er þó ekki alls kosta
rétt með farið. Síðan komm-
únistar komust til valda í
Póllandi fyrir tveimur ára-
tugum hafa þeir æ ofan í æ
reynt að skerða athafnafrelsi
kirkjunnar með öllum tiltæk
um ráðum, s.s. með því að
leggja þunga skatta á eignjr
kirkjunnar og hefta rétt henn
Wyszynski kardínáli fer fyrir klerkum og kennimönnum til
hátíðamessu í Giezno 14. apríL
ar til kristnifræðikennslu og
trúmálafræðslu. Engu að síð-
ur hefur pólska kirkjan vax-
ið og eflzt og er nú svö kom-
ið að Gomulka hefur séð sér
þann kost vænstan að fala
einhvers konar samkomulag
við kirkjuna í landinu.
„Fólska þjóðin“ sagði hann
í opinberri yfirlýsingu sem
vakti furðu margra „er að
meirihluta trúuð og sækir vel
kirkju“.
En Wyszynski kardínáli er
klerkur íhaldsssamur og harð
ur í horn að taka og hefur
sýnt á því lítinn áhuga að
mæta Gomulka á miðri leið.
Hann hefur meira að segja
gengið svo langt í viðleitni
sinni til þess að géra fólkið
fráhverft stjórninni, að í Páfa
garði gerast menn nú áhyggju
fullir. „Við vitum að hann er
hetja“, andvarpaði einn pre-
láta í Rómaborg fyrir nokkru.
„Okkur þykir það aðeins ó-
þægilegur ljóður á ráði hans
að hann er ekki aðlögunar-
hæf hetja".
Gomulka sá við svo búið
mátti ekki standa og ákvað
að gera allt sem hann gæti
til þess að draga úr hátíða-
h|öldum kirkjunnar og gera
veg þeirra sem minnstan.
Það var ekki aðeins að
pólsk yfirvöld meinuðu vest-
rænum klerkum og þar á
meðal sjálfum Páli páfa VI.
að koma til Póllands að vera
við hátíðahöldin, heldur voru
einnig skipulögð á vegum
stjórnarinnar sérstök hátíða-
höld til að minnast þúsund
ára ríkis Pólverja I landi
sínu og við sama tækifæri
skyldi þess minnst að liðið
væri 21 ár síðan pólskir herir
héldu yfir Oder-á og inn í
Þýzkaland ásamt Rauða hern
um rússneska.
Og 14. apríl sl. fóru svo
fram í bænum Giezno, þar
sem fyrst sat pólskur erki-
biskup tvennskonar hátíða-
höld að minnast þúsund ára
afmælanna tveggja. Þar
gengu 15.000 manns fylktu
liði, með biskupa sína og
og sjálfan Stefan kardínála
Wyszynski í broddi fylking-
ar til hátíðamessu að minn-
ast þúsund ára afmælis
kirkjunnar en örskammt und
an hélt herlið og lögregla
hátíðlegt þúsund ára afmæli
ríkisins.
Ekki kom til átaka í Gi-
ezno þessu sinni, en eftir eru
svipuð hátíahöld í Poznan og
3. maí n.k. hin þriðju og fara
fram í hinum helga stað
Czestochowa. Og þá fyrst
munu Pólverjar varpa önd-
inni léttar er afstaðin eru
hvorttveggja hátíðahöldin an
þess að til átaka komi.
verðlagshækkanir höfðu haft
þau áhrif á skattalögin, að
skattar reyndust óhæfilega
háir.
Þessari mikilvægu breyt-
ingu á skattalögunum hljóta
menn að fagna, og er hún eitt
þeirra fjölmörgu atriða í lög-
gjöf, sem til bóta horfa og
Viðreisnarstjómin hefur beitt
sér fyrir.