Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 30
80
MORCU NBLADID
i
Fimmtudagur 28. apríl 1968
Hjónakeppni á skíðum
við skíðaskálann 1. maí
EINS og form. S.K.f. Stefán
Kristjánsson gat um er hann af-
henti verðlaun fyrir „Skólamót
Skíðaskólans“ um s.l. áramót
ætlar Skíðaskálinn í Hveradölum
að halda skíðamót fyrir „Eldri
áhugamenn og konur svo og
hjón á öllum aldri“. Mót þetta
er nú ákveðið að halda sunnu-
daginn 1. mai kl. 14:00.
Keppt verður í eftirfarandi
aldursflokkum:
Karlar:
35 — 50 ára
50 ára og eldri.
Konur:
30 — 40 ára
40 ára og eldri.
Hjónaflokkur:
(Sameiginlegur tími hjóna)
Hjón á öllum aldri.
Heimild til þátttöku hafa allir
hvar sem er af landinu félags-
bundnir sem ófélagsfundnir, ef
þeir hafa ekki tekið þátt í opin-
beru móti s.l. 2 vetur (1964/65
og 65/66), er þar átt við öll mót
haldin á vegum Skíðaráða og
Skíðafélaga, önnur en innanfé-
lagsmót, páskamót o.s.frv. Hjóna
flokkur er þó undanþeginn.
þessu. Gert er ráð fyrir að í
hjónaflokki leggi hjónin samtím
is af stað frá sama rásmarki, fari
sitt hvora braut að sama marki.
Jón Árnason TBR varð badm intonmeistari Reykjavíkur í ein
liðaleik á nýafstöðnu Rvíkurmóti. Sigraði hann Óskar Guð-
mundsson KR eftir skemmtilegan leik. t tvíliðaleik kvenna
sigruðu Hulda Guðmundsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir. í
einliðaleik kvenna vann Lovísa Sigurðardóttir og í tvíliðaleik
unnu Jón og Óskar. t tvennd arkeppni sigruðu Jón og Lovísa.
Handknattleiksmótið:
M0LAR
Enska liðið Chélsea hefur
keypt Charlie Cooke innherja
af skozka liðinu Dundee fyrir
um 9 millj. ísl. kr. Það er
hæsta sala knattspyrnumanns
í ár og aðeins um 900 þús.
kr. lægri upphæð en hæst er
þekkt í sögu ensku knatt-
spyrnunnar.
Norðmaðurinn Bunæs náði
athyglisverðum árangri f
Miinchen í gær. Hann vann
300 m á 34.0 sek. og hljóp
200 m á 21.8.
*
Islands-
cjlíman 1966
ÍSLANDSG'LÍMAN 1966 verður
háð í Reykjavík sunnudaginn 8.
maí n.k. Glímudeild Ármanns
sér um framkvæmd keppninnar
að þessu sinni. Þátttökutilkynn-
ingar þurfa að berast _ til for-
manns Glímudeildar Ármanns,
Harðar Gunnarssonar, pósthólf
104, Reykjavík, skriflega fyrir
1. maí n.k.
Fram sigraði í fjdrum flokkum
— og Víkingar í hinum fimmta
Sumorbúðir
í KR-shúlonum
EINS og undanfarin sumur
verða sumarbúðir í skíðaskála
okkar í Skálafelli.
í sumar er ákveðið að hafa 2
tveggja vikna námskeið, hið
fyrirra fyrir drengi á aldrinum
7 til 11 ára á tímabilinu 18. júní
til 2. júlí. Hið síðara verður fyrir
telpur, 7 til 11 ára, og verður það
á tímabilinu 2. júlí til 16. júlí.
Hannes Ingibergsson kennari
og frú Jónina Halldórsdóttir
munu veita námskeiðunum for-
stöðu, eins og undanfarin ár.
Börnin dveljast við íþróttir,
úti og innileiki eftir veðri. Skipu
lögð verður létt vinna og göngu-
ferðir um nágrennið, t. d. gengið
á Skálafell og að Tröllafossi.
Kvöldvökur verða og fastur
liður, þar sem börnin skemmta
sjálf, auk þess sem þeim verða
sýndar kvikmyndir.
Frekari upplýsingar eru veitt-
ar í síma 24523.
Skemmtifundur
frjálsíþrótta-
fólks ÍR
FRJ ÁLSÍÞRÓTT ADEILD ÍR
efnir til skemmtifundar í Tjarn-
arbúð í kvöld, fimmtudag, kl.
8,30. Þar mun Ómar Ragnars-
son skemmta en hann er í stjórn
deildarinnar og Karl Hólm ræðu
um mót sumarsins.
SIÐUSTU leikir mótsins fara
fram að Hálogalandi fimmtu-
daginn 28. apríl og hefst keppn-
in kl. 7.15.
Fyrst leika ÍR og KR í m.fl.
kvenna. Það er eini leikurinn í
þessum flokki og er því jafn-
framt úrslitaleikur.
Siðan leika ÍKF og KFR í 1.
deild. KFR hefur tvö stig en
ÍKF verður að vinna þennan
leik, vilji þeir haldast í 1. deild.
Síðasti leikur mótsins verður
milli hinna gömlu keppinauta ÍR
og KR í fyrstu deild. Þessi leik-
ur hefur reyndar ekkert að
III. flokkur karla
Víkingur — Valur 11:8
Til úrslita mættust lið Vík-
ings og Vals í þessum flokki, en
lið þessi höfðu unnið alla sína
keppinauta í riðlunum.
Liðin mættu til leiks með alla
sína beztu menn og var greini-
legt að ekki hafði verið slegið
slöku við hjá þeim í sambandi
við undirbúning að leik þessum.
Strax er leikurinn hófst mátti
merkja það á leik beggja liða að
mikill taugaspenningur var í
strákunum.
Hvað um það, Víkingarnir
skoruðu fyrsta mark leiksins upp
úr fríkasti þegar á fyrstu mínútu.
Eftir það sóttu Valsararnir stíft
og á þriðju mínútu tekst Geir-
harði að jafna fyrir Val. Við
mark þetta færðist mikil harka
í leikinn á báða bóga. Valsmenn
irnir eru mun ákveðnari og ná
að skora þrjú mörk til viðbótar
án þess að Víkingunum takist að
rétta hlut sinn. Sjöunda mínúta
varð Valsmönnunum örlagarík
því þá grípur dómari leiksins
Sveinn Kristjánsson til þeirrar
ráðstöfunar að fækka Valsmönn-
um um einn í tvær mínútur og
varð Stefán máttarstólpi liðsins
fyrir valinu. Á þeim'tíma tókst
Víkingunum að laga markatöl-
una og ná því að skora þrjú
mörk á meðan. Segja má að
sóknarleikur Vals með einum
manni færri hafi verið of gráð-
ugur á þessum tíma. Á síðustu
segja um úrslitin, því KR hefur
þegar tryggt sér örugga forystu
í mótinu. Það má samt búast við
skemmtilegri keppni nú sem
fyrr.
★
Mótinu mun síðan verða slitið
á skemmtun, sem haldin verður
í Lídó þetta kvöld. Þar mun
fara fram verðlaunaafhending
o. fl., en húsið verður opnað kl.
9.
Athygli skal vakin á >vi, að
keppnin hefst kl. 7.15 en ekki
8.15 eins og verið hefur.
mín. fyrri hálfleiks skorar Guð-
mundur fimmta mark Víkings
og kemur þeim þar með yfir, en
þessu kunni Stefán illa eftir að
hann var kominn inn á aftur
og tókst að jafna fyrir hlé. Stað-
an var því í hálfleik 5:5.
Síðari hálfleikur var öllu harð
ari sérstaklega í sambandi við
varnarleikinn. Guðmundur kem-
ur Víking yfir á þriðju mínútu
síðari hálfleiks og Georg bætir
við marki af línu, eftir að hafa
verið hindraður. Staðan er nú
orðin 7:5 og greinilegt að Vík-
ingarnir eru komnir með sigur-
inn í hendurnar. Enda fóru þeir
heldur að gæta sín í sókn. Sig-
fús bætir við 8. marki Víkings
af línu, og strax þar á eftir skor-
ar Einar 6. mark Vals af línu.
Og eru nú aðeins þrjár mínútur
til leiksloka. Enn er Valsmanni
vilcið af velli. Guðmundur skor-
ar tvö mörk til • viðbótar fyrir
Viking á sama tíma skorar
Ólafur tvö fyrir Val. Staðan er
10:8 fyrir Víking og ein mínúta
til leiksloka. Georg skorar 11.
mark Víkings úr vítakasti. Leikn
um lokið og sigur Víkings tryggð
ur og þar með fer bikarinn aftur
upp í Bústaðahverfi, þrátt fyrir
góða tilraun Valsmanna að koma
honum til geymslu í Hlíðarenda.
Þetta var skemmtilegur leikur
og nokkuð harður. Keppendur
beggja liða fengu óspart áminn-
ingar frá dómara, þó svo að þær
kæmu öllu harðara niður á Vals-
mönnum.
Beztu menn voru hjá Víking
þeir Guðmundur sem er örv-
hentur og gengur vörnum lið-
anna erfiðlega að átta sig á hon-
um svo og Georg hinn eitilharði
keppnismaður. Hjá Val voru
þeir Geirharður, Ólafur og
Sefán beztu menn.
Víkingsliðið er vel að sigri
þessum komið, og hefur það
sýnt beztu leiki af öllum liðum
III. flokks í vetur. Valsliðið
hefur sótt sig gífurlega á frá
því í haust, og var sannarlega
gaman að horfa á leik þéirra nú
sérstaklega í fyrri hálfleik.
H. flokkur karla
Fram — Víkingur 14:10
Til úrslita mættust í þessum
flokki Fram og Víkingur, en lið
þessi unnu sína riðla. Lið þessi
Unglingalandsliðinu, Víkingur
höfðu innanborðs fjóra drengi úr
þrjá og Fram einn.
Þetta var í byrjun nokkuð
erfitt fyrir bæði lið því tauga-
spennings gætti hjá þeim ekki
síður en þriðja flokks strákun-
um. Arnar byrjaði á því að skora
fyrir mark leiksins fyrir Fram.
Einar jafnaði mínútu síðar fyrir
Víking. Kom nú heldur meira
skipulag á sóknir liðanna. Jón
(Nóni) skorar annað mark Fram
með langskoti. Sigurbergur skor-
ar fyrir Fram af línu, og Einar
sendir á sömu mínútu þrumu-
skot í mark Fram og er staðan
nú orðin 3:2 Víkingarnir ná bolt
anum litlu síðar og sækja nú
ákaft á mark Fram, en eru ekki
nógu gætnir og missa boltann í
hendurnar á Sigurbergi sem
ekki var lengi að notfæra sér
aðstöðu sína og brunar upp völl-
inn og skorar þar með fjórða
mark Fram. Nú eru Iiðnar sex
mínútur af leiknum. Víkingarnir
taka sig nú til og skora á næstu
tveim mínútum tvö mörk, annað
af línu hitt úr vítakasti. Nú er
orðið jafntefli 4:4. Færist nú
mikið fjör í leikinn, og dreng-
irnir hvattir óspart af sínum
áhangendum. Sigurbergur brýst
í gegnum vörn Víking og skorar
af línu, og þar með er Fram
komnir . yfir aftur, þetta er nú
samt skammgóður vermir. Rúnar
jafnar fyrir Víking með marki
af línu. Enn er orðið jafntefli
5:5. Eftir eru fimm mínútur af
hálfleiknum og Framarnir nota
sér þær með tveim mörkum, á
móti einu frá Víking, og staðan
í hálfleik 7:6 Fram í vil.
Fyrstu fjórar mínútur síðari
hálfleiks urðu örlagaríkar fyrir
Víking, því á þeim tíma skora
Framarnir þrjú mörk án þess
svo að Víking takist að skora,
og eru Framarnir þar með komn
ir með fjögurra marka forskot
sem með góðum leik getur dug-
að þeim til sigurs. Jón Hjalta-
lín í Víking sér til þess að dreng-
hnokkarnir sem markatöflunni
stjórna þurfi að færa töluna 7
hjá Víking og sömuleiðis fer með
töluna 8. Ekki þótti þetta víst
nógu gott, því nafni hans í Fram
lætur nú ekki við svo búið
standa og læðir inn 11. marki
Fram. Einar kemur Viking á
blað aítur og skorar með föstu
skoti 9. mark Víkings og er nú
aðeins Orðinn tveggja marka
munur og sjö mínútur eftir af
leiknum. Það er ekki fyrr en á
elleftu mínútu sem næsta mark
kemur og er þar að verki hinn
dugmikli linumaður þeirra Fram
ara Pétur. Þar með eru Fram-
ararnir komnir í þriggja marka
mun aftur. Einar sendir boltann
í netið hjá Fram strax á sömu
mínútu, og var það síðasta orð
þeirra Víkinga í þessum leik.
Framarnir bæta við sig tveim
mörkum, og dómari flautar leik-
inn af. Þar með er sigúr Fram
í móti þessu orðinn að veruleika,
með markatölunni 14:10.
Framliðið átti í þessum leik
margar skemmtilegar sóknir, en
vörn liðsins var aftur á móti
frekar slöpp. Beztir voru þeir
Arnar, Sigurbergur og Pétur.
Víkingarnir voru nokkuð
ákveðnir í leik sínum, en vörnin
var eins og hjá Fram slöpp.
Beztir af þeim voru Jón Hjalta-
lín og Einar og þeir skoruðu
jafnframt megnið af mörkum
Víkings.
Keppnin í þessum flokki karla
hefur verið frekar jöfn, en
ekkert lið átti frekar skilið að
vinna mótið en Fram.
n. flokkur kvenna
Fram — Valur 9:6
f þessum flokki kvenna mættust
til úrslita Fram og Valur. Eins
og áður hefur verið sagt sigruðu
lið þessi í riðlakeppninni. Fram-
stúlkurnar hófu leikinn og þegar
á fyrstu mínútu skoruðu þær
mark. Og litlu síðar bættu þær
við öðru markinu. Valsstúlkurn-
ar urðu að vonum órólegar við
þessa byrjun Framstúlknanna og
misstu boltann í fljótfærnij
ýmist út af eða til Framstúlkn-
anna. Eftir þetta jafnaðist leik-
urinn heldur og skoruðu bæði
lið tvö mörk fyrir_ híé. Hafði
Fram því yfir í hálfleik 4:2.
í síðari hálfleik héldust sömu
yfirburðir Fram og áttu þær
ekki í neinum vandræðum með
að komast í gegnum hina hrip-
leku Valsvörn. Framstúlkurnar
skoruðu fimm mörk til viðbótar
meðan Valsstúlkurnar bættu við
sig fjórum. Leiknum lauk eins og
áður er sagt með sigri Fram 9:6.
Ekki verður annað sagt að
leik þessum loknum en að Fram-
Framhald á bls. 11
Úrslit í körfubolta í dag