Morgunblaðið - 20.05.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 20.05.1966, Síða 3
iUVi 3 Föstudagur 20. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ Óðinn flutti kjöl til Seyðisfjarðar VARÐSKIPIÐ Óðinn var feng ið í fyrradag til að flytja 3 tonn af kjöti frá Borgarfiröi eystra til Seyðisfjarðar, því þar var allt að verða kjötlaust. Sama dag fóru varðskipsmenn af Albert í land í Aðalvík til að lagfæra skipbrotsmannaskýli þar, sem opnazt hafði í vetur og var orðið fullt af snjó. Einn- ig settu varðskipsmenn talstöð í skipbrotsmannaskýlið í Horna- vík. Albert er einnig með um borð matarbirgðir og hey til fólks- ins í Hornbjargsvita, en þar er allt að verða bjargarlaust. Ekki hafa varðskipsmenn komizt þar í land enn vegna veðurs og sjó- lags. Snjóar i fjoll vestra ÍSAFIRÐI, 19. maí. — í gær- kvöldi snjóaði í fjöll hér um slóðir og vorið hefur verið einstaklega kalt. Úrkomulítið hefur verið og norðan átt ríkjandi, en minna um hlýindi og sunnanblæ. Fjallvegir eru flestir ófærir og á Breiðadalsheiði, milli ísa- fjarðar og Önundarfjarðar, er geysimikill snjór og varla horf- ur á að sú leið opnist fyrr en í næsta mánuði. Er þetta mesti snjóavetur, sem komið hefur á norðanverðum Vestfjörðum, síðan 1949. Snjóskaflar eru hér enn í hlíð um alveg niður á láglendi og gróður sáralítið farinnað koma til, þó er eilítið farið að grænka á blettum í görðum bæjarins. — H.T. 'AFRAM Pípurnar í vatnsleiðsluna til Eyja eru komnar til Þorlákshafnar. BYRJAD Á VATNSVEITU- LOEN TIL EYJA I SUMAR Kostnoðui við lögnina tolinn 55—60 millj. ki. — 1000 tonn of pípum komin tU landsins Vestmannaeyjum, 19. maí. SEM alkunnugt er hefur verið erfitt um vatn í Eyjum, bæði neyzluvatn fyrir heimilin og vatn fyrir atvinnufyrirtækin. Um langt árabil hafa fram farið athuganir á möguleikum til úr- lausnar þessum vanda, m.a. með jarðborunum. Þetta verk er einsdæmi, í Evrópu að minnsta kosti. Þ-að munu að vísu hafa verið lagðar pípur í sjó í Noregi, en innan skerja og við allt aðrar aðstæð- ur. Miðað er að því, að verkinu ljúki sem fyrst. Ætlað er, að nægt vatn verði í Eyjum um langa framtíð og það þótt íbúa- fjöldinn tvöfaldist. Þetta er ein- hver mesta framkvæmd, sem Vestmannaeyjabær hefur ráð- izt í. Kostnaður er talinn milli 55—60 milljónir króna með nú- verandi verðlagi Núverandi bæjarstjórn hefur látið vinna að undirfoúningi þess, að vatn verði fengið frá meginlandinu og leitt í pípum yfir úthafið Hefur þetta kostað mikla vinnu, en nú er málið kom ið á framkvæmdastig. Er ákveðið að vatn fyrir Vestmannaeyjar verði tekið í iandi Syðstu-Merkur undir Vestur nEy jaf j öllum. 1 sumar verður unnið að fyrsta áfanga verksins, en það er að leggja pípur frá Syðstu- Mörk og niður að sjó. Pípurnar komu fyrir nokkrum dögum til Þorlákshafnar og er verið að skipa þeim á land. Þetta eru samtals um 1000 tonn af svo- nefndum asbestvatnsleiðslurör- Næsta sumar er fyrirhugað að leggja vatnsleiðslu á sjávar- botninn. Verða pípurnar tvær. Þoka neyddi þyrluna fii lendingar á heiðinni Egilsstöðum, 19. maí. ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, sem á miðvikudag flaug nokkr- ar ferðir milii Egilsstaða og Seyðisfjarðar með fólk, þar sem landleiðin er ófær, fór í síðustu ferðina um 9 leytið um kvöld- ið. Þegar þyrlan var að koma til baka frá Seyðisfirði í þessari ferð neyddist hún til að lenda uppi á miðri Fjarðarheiði, þar sem svo mjkil þoka hafði skoll- ið á, að flugmennirnir gátu ekki haldið áfram. LÆG©IN var í gærmorgun komin suður af Ingólfshöfða og hreyfðist austsuðaustur. — Gekk vindur því meira til norðurs og norðausturs á land inu, og fylgdi honum súld og snjogangur a annesjum nyrðra. Var hiti við frostmark í Látravík og kafsnjóaði. — Sunnan lands birti aftur á móti svo sem venjulega í landátt. Farþegar voru með þyrlunni er hún varð að lenda á heið- inni, meðal annars börn. Þyrlan beið þarna á heiðinnj í 3 klst. eftir því að þokunni létti og kom hingað heil á húfi upp úr miðnætti. í dag fór þyrlan til Eskjfjarð- ar með farþega og gekk ferðin vel. Þoka hefur í dag hindrað flug til Seyðisfjarðar, en þangað átti þyrlan að fljúga í morgun. Nokkrir farþegar þurftu að komast frá Seyðisfirði til Egils- staða til að ná áætlunarvél F.í. ti’l Keykjavíkur. Var tekið til þess ráðs að fara með snjóbíl, en ferðin gekk illa. Síðdegis í dag fór þyrlan á móti snjóbílnum og tók farþeg- ana uppi á heiði. Náðu þeir í flugvélina til Reykjavíkur. Áætlað er að þyrlan verði á Egiisstöðum næstu 8-10 daga, þar sem ekki er unnt að ryðja Fjarðarheiði vegna óvenjumik- illa snjóalaga. Undanfarna daga hefur verið gott veður og snjór- inn sigið nokkuð. — Þ.J. Leiðrétting Tvær meinlegar villur urðu síðunni „Frá Sjálfstæðiskonun i blaðinu í gær. Var sagt að f: Sesselja Magnúsdóttir væri fjórða sæti á lista Sjálfstæði manna í Keflavík, en á að ve: i þriðja sæti. Þá var sagt að Sjálfstæði kvennafélagið í Keflavík h< Sólin en á að vera Sókn. — Ei hlutaðeigendur beðnir velviri ingar á mistökum þessum. Kartöflugarðar undir fönn nyrðra Húsavik, 19. maí. HÉR er leiðindaveður í dag, norðan kaldi og rigning. Flest- ir bátar hafa tekið upp hrogn- kelsanetin og eru hættir veið- um. Vertíð. þeirra hefur verið erfið, miklar ógæftir og eftir- tekjan minni en á s.l. ári. Ekki er fullvíst hvaða verð fæst fyrir hrognin, en vitað er að það verður lægra en í fyrra. Þá var tunnan rúmar 5 þúsund krónur. Þorskveiði hefur gengið treg- lega í vor, bæðj lélegar gæftir og litill afli. Varla er hægt að segja, að húsablettir séu farnir að grænka aftur og úthagi víðast þakinn snjó. Engum manni hefur enn dottið í hug að setja niður kart- öflur, því garðarnir eru víða undir fönn. — Fréttaritari. SUKSTHMR Sundiung vinstri manna mest í Reykjavík Tíminn kemst í gær m.a. að orði á þessa leið í forustugrein sinni: „Frá þeim tíma er kommúnist- ar klufu Alþýðuflokkinn og hindruðu með því áframhaldand- andi samstarf hans og Framsókn arflokksins, hafa völd Sjálfstæðis flokksins byggzt á sundrungu íhaldsmanna. Einkum hefur þessi sundrung verið mikil í Reykja- vík og skapað íhaldinu mögu- leika til þess að hampa þar sund- urleitisgrýlunni. Vegna sundur- lyndis andstæðinganna hefur í- haldið haft óeðlilega mikil völd“ Þarna viðurkennir Timinn hreinskilnislega, að hvergi hafi sundrung hinna svokölluða vinstri flokka verið jafn mikil og í Reykjavík. Fáum Reyk- vikingum mun finnast sú stað- reynd benda til þess, að hyggi- legt væri að efla áhrif vinstri flokkanna. Það er líka staðreynd, sem allir þekkja, að hinir svo- kölluðu vinstri flokkar geta ekki starfað saman, hvorki í ríkis- stjórn né annars staðar, án þess það leiði til vandræða og upp- lausnar. Vinstri stjórn sat aðeins rúmlega tvö ár að völdum. Hún var margklofin, úrræðalaus og sundurþykk, allt frá fyrsta valda degi sinum. Engum Reykvíkingi getur þess vegna komið til hug ar, að vinstri stjórn í Reykjavík væri likleg til þess að verða dugmikil og framkvæmdasöm borgarstjórn. Þvert á móti hlyti hún að hafa í för með sér upp- lausn og margháttuð vandræði fyrir íbúa borgarinnar. Svipur 'kosninga- baráttunnar Kosningabaráttunni fyrir þess- ar bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar er nú að ljúka. Svipur hennar í höfuðborginni hefur í stórum dráttum verið þessi: Kosningabarátta Sjálfstæðis- manna undir forustu Geirs Hall- grimssonar, borgarstjóra, hefur mótast af hinni jákvæðu og dugmiklu iramkvæmdastefnu flokksins. Hagsmunamál borgar- innar hafa verið lögð fyrir fólk- ið með rökum og raunsæi. Sjálf- stæðismenn hafa gert Reykviking um grein fyrir störfum sínum og viðhorfum til framtíðarinnar. Reykvíkingar vita þess vegna að hverju þeir ganga með því að fela Sjálfstæðismönnum áfram forustuna. Málflutningur vinstri flokk- anna hefur hinsvegar mótast af glundroðakenndu fálmi, skömm- um og skætingi um það, sem vel hefur verið gert á liðnum tima, og algjöru hugsunarleysi gagn- vart framtíðinni. Það er af þessu auðsætt að allt það fólk, sem vill áfram- haldandi þróun og uppbyggingu í Reykjavik, trausta og örugga stjórn borgarmálefna, hlýtur að fylkja sér um D-listann, lista æskunnar og framfaraaflanna. Lífæð Reykjavikur Reykjavík óx í upphafi og dafn aði í skjóli sjósóknar og verzlun- ar. Þess vegna hlaut Reykjavík- urhöfn að verða lifæð vaxandi byggðar. Að framkvæmdum í þágu hafnarinnar hefur verið unnið af framsýni og dugnaði undir forustu Sjálfstæðismanna. En nú stendur fyrir dyrum bygginga nýrrar hafnar, Sunda- hafnar. Með byggingu hennar hefst nýtt og merkilegt timabil í hafnarmálum Reykvíkinga. Þar er um að ræða glæsilega fram- kvæmd, sem stuðla mun að aukn ingu útgerðar pg eflingu far- mennsku oe sis’linea

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.