Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.05.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐID Föstudagur 20. maí 1960 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Frarakvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími'22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasö'lu kr. 5.00 eintakið. ANDVARALEYSIÐ ER HÆTTULEGASTI ANDSTÆÐINGURINN Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins halda mjög á lofti þeirri kenningu að meiri hluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sé öruggur, að- eins þurfi að veita flokknum aukið aðhald með því að efla andstöðuflokka. Út af fyrir sig er það ánægjulegur vitn- isburður fyrir Geir Hall- grímsson , borgarstjóra og meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins, að andstæðingarnir skuli telja það líklegast til ávinn- ings, að lýsa því yfir, að þeir ætli sér ekki að fella meiri- hlutann. En menn skyldu samt gjalda varhug við þessum áróðri, því að hann miðar að því að skapa andvaraleysi meðal þess meirihluta reyk- vískra kjósenda, sem áreiðan- lega vilja, að Geir Hallgríms- son verði borgarstjóri áfram og meirihluti Sjálfstæðis- flokksins haldist. En andvara- leysið er hættulegasti and- stæðingurinn, eins og Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði í viðtali við Mbl. í gær. Það er rétt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur nú sterkan meirihluta í borgarstjórn, en rétt er að menn geri sér grein fyrir því, að hann byggist m.a. á því, að í síðustu borgar- stjórnarkosningum voru framboðslistar 6, og þá féllu dauð nær 2.400 atkvæði á tveimur listum, sem nú eru ekki boðnir fram, eða mun meira atkvæðamagn en stóð að baki síðasta manns, sem kjörinn var af lista Sjálfstæð- isflokksins. Um hina sérkennilegu bar- dagaáðferð minnihlutaflokk- anna, hefur Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, sagt: „Minnihlutaflokkarnir tala um nauðsyn þess að kjósend- ur styðji þá til að veita meiri hlutanum aukið aðhald. — Finnst mér í því felast að minnihlutaflokkarnir séu óánægðir með frammistöðu sína í borgarstjórn. Með þessu segja þeir beinlínis sjálfir, að þeir hafi ekki veitt meirihlutanum nægilegt að- hald á liðnu kjörtímabili, og hver heldur, að á því verði breyting, þótt þeir bættu við sig einum fulltrúa? Sannleikurinn er sá, að eina aðhaldið sem dugar, er að kjósendur sjálfir taki það í sínar hendur og kjósi þann flokk til að stjórna, sem sýnt hefur sig trausts verðan. Eða ætti meirihlutinn að standa sig betur, ef borgararnir sýndu honum minna traust en áður? Ég held frekar að á- byrgðin aukist eftir því sem fleiri sýna manni trúnað“. Reykvíkingar hafa sýnt Geir Hallgrímssyni mikinn trúnað. Þeim trúnaði hefur hann ekki brugðizt; um það eru allir sammála, jafnt and- stæðingar hans sem samherj- ar. Þess vegna ber að efla stuðning við hann fremur en minnka hann. En það, verður ekki gert, ef andvaraleysi ríkir. Yið þann meginóvin verða allir að berjast, sem tryggja vilja borginni farsæla forustu. FUNDUR D-LISTANS\ ¥ kvöld er haldinn í Háskóla- bíó aðalkosningafundur D- listans, þar sem fluttar verða stuttar ræður og ávörp. Skorar Morgunblaðið á alla stuðningsmenn Geirs Hall- grímssonar og meirihluta borgarstjórnar, sem geta kom ið því við að sækja fund þennan og gera hann sem glæsilegastan. Á slíkum fund um er barizt við meginóvin- inn, andvaraleysið. Kveðum hann niður í kvöld. YFIRLYSING UM GLUNDROÐA CJú bardagaaðferð minni- ^ hlutaflokkanna, að segj- ast ekki berjast til sigurs, heldur einungis til þess að veita Sjálfstæðisflokknum að- hald, er í rauninni stjórnmála leg gjaldþrotáyfirlýsing. Um það segir Bjarni Benediktsson í viðtali við Morgunblaðið: „Áður börðust andstæðing- arnir ætíð til sigurs. Nú segj- ast þeir einungis berjast til að veita meirihlutanum að- hald. í raun og veru er það þó þeirra skylda að sýna, að þeir geti stjórnað, ef þeir fá meirihluia, því að ef andstæð- ingarnir fengju eitthvað af atkvæðum frá Sjálfstæðis- flokknum, gæti auðveldlega farið svo, að Sjálfstæðisflokk- urinn missti meirihluta sinn.“ En bardagaaðferð andstæð- inganna er líka játning á því, sem raunar er alkunna, að þeir hafa ekki einu sinni til- lögur um það, hvernig þeir mundu stjórna borginni, ef meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins yrði hrundið, hvað þá að unnt yrði að koma á sam- starfi. Könnunarferð á mörkum Sahara syðst í Alsír. Landroverbíl arnir fara alltaf tveir saman, því aldrei er að vita hvað fyrir kann að koma. Þarna í runnunum eru uppeldisstöðvar engi- sprettunnar og stöðugt eftirlit er haft með þeim og þroskaferli þeirra. Baráttan gegn eyði- merkurengisprettunum „Og þegar dagaði komu engispretturnar með austan- vindinum........þær þöktu landið, svo að hvergi sá í ljósan díl; og allan gróður á jörðu átu þær upp til agna og alla ávexti sem eftir voru á trjánum svo að ekki var eftir stingandi strá í öllu Egyptalandi“. ■ Eitthvað á þessa leið segir frá því er engisprettuplágan mikla kom yfir Egypta á dög um Móse fyrir þrjátíu og fimm hundruð árum eða svo. En eyðimerkurengisprettan, „Schistocerca gregaria“, ógn- ar enn hungruðum'þjóðum Af ríku og Asíu og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem komið hefur verið á við- hlítandi vörnum gegn þessum vágesti Austurlanda. Brýna nauðsyn ber til að allir séu vakandi á verðinum, því þeg ar engispretturnar fara að hópa sig er þess skammt að bíða að þær leggi upp og þær eru fljótari í förum en margur kann að ætla. Engi- sprettubreiða eða safn frá Arabíuskaga fór t.d. árið 1954 alla leið til Níger-lýð- veldisins inni í miðri Af- ríku á réttum mánuði. Nokkuð langt er síðan menn fóru að reyna að fylgj ast með engisprettunum og hafa uppi sameiginlegar varn ir gegn þeim. í Alsír hóf land búnaðarráðuneytið að rann- saka eyðimerkurengisprettur og hætti þeirra á árunum eft ir 1930 og þrátt fyrir hlé það sem á þeim varð vegna heims styrjaldarinnar og vegna hins ótryggja stjórnmálaástands í landinu áður en það hlaut sjálfstæði eru rannsóknir þess ar nú á veg komnar. Yfir- umsjón með þeim hefur pró- fessor Roger Pasquier, sem er ipanna fróðastur um engi sprettur og hætti þeirra eft- ir 40 ára kynni og afskipti af þeim. í heimsstyrjöldinni komst fyrst á milliríkjasamvinna um varnir gegn engisprett- unum í Austurlöndum nær undir forustu Breta, og tóku þátt í henni Egyptar, Indverj- ar, Palestínumenn, Súdanbúar og Bandaríkjamenn. Nú eru alþjóðlegar varnir gegn eyði- merkurengisprettunum skipu lagðar af Matvæla- og Land- búnaðastofnun brezka heims- veldisins í samvinnu við rann sóknarstöð í Bretlandi sem sendir mánaðarlega skýrslur um ástand mála á athugun- arstöðum og spá um horfur til um það bil 50 landa sem engispretturnar sækja helzt til. háttar herferðir af þeirra hálfu. En þeir sem starfa við varnir gegn engisprettunum telja óráðlegt að slaka á, engispretturnar séu óútreikn anlegar enn, þótt komið hafi í ljós við rannsóknir að ferð- ir þeirra séu að miklu leyti háðar veðurfari, regni og vindum á lágþrýstisvæðum o.fl. atriðum og sjá megi fyr ir með nokkru öryggi af sýn- ishornum, hvort engisprett- urnar séu í þann veginn að hópa sig. „Við gerum ekki betur en bíða átekta, vera vel á verði og halda áfram rannsóknum okkar1 segja sérfræðingarn- ir. „Engisprettunum verður ekki útrýmt frekar en hús- flugunni“. i Auðveldastar viðfangs eru engispretturnar áður en þeim cru fullvaxnir vængirnir. Þessi '.■áNBaSmBlr-.: scm myndin er af er ófleyg — en i'áir standa henni á sporði í hástökki. Nú er svo komið að hægt * 1' er að eyða engi.sprettubreið- um með skordýraeitri sem ”■ ý". dreift er úr lágfleygum flug- JÉ8l|jMBIH vélum og hefur kostnaður við þetta lækkað svo að nú þarf ekki nema tvö sterlingspund IW^HÍI eða tæplega hálft þriðjaÞessi mynd gefur góða hug- hundrað ísl. króna tilmynd um staerð venjulegr- að eyða heilli lesta ar engisprettu. Sýnishom þau af eyðimerkurengisprettum, sem tekin eru alltaf öðru hvoru en kostaði hundrað sterlings suður við mörk Sahara eru send pund fyrir tuttugu árum. norður til Alsír til rannsókna og Síðan 1960 hafa engisprett-þar skera sérfræðingar úr um urnar haft heldur hægt umþað hvort engisprettumar muni sig og lítið verið um meiri- líklegar til að hópa sig eða ekki. UTAN ÚR HEIMI Minnihlutaflokkarnir eru ekki einungis svo fjandsam- legir hver öðrum, að ógjörlegt yrði fyrir þá að starfa sam- an, heldur eru þeir og inn- byrðis klofnir. Þannig er það augljósast af öllu fyrir hinn reykvíska kjósanda, að hann væri að kjósa yfir sig glund- roða og stjórnleysi, ef hann veitti einhverjum þessara flokka stuðning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.