Morgunblaðið - 20.05.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 20.05.1966, Síða 15
Föstuðagur 50. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 BORGIIMIMI iir GIINIM Fyrirhugaö að verja allt að 100 millj. til vatnsveituf ram kvæmda á 3 árum EITT umfangsmesta þjónustu- fyrirtæki borgarinnar er Vatns- veita Reykjavíkur og má ráða það af því meðal annars, að ráðgert er að verja allt að 100 milljónum króna til vatnsveitu- framkvæmda á næstu þrem ár- um. Það fer ekki milli mála, að enginn getur án Vatnsveitunn- ar verið. — Vatnsveitustjóri er Þórodd- ur Th. Sigurðsson og hefur Morgunblaðið rætt við hann um starfsemi vatnsveitunnar og næstu verkefni hennar. Þóroddur sagði: — Árlega flytur vatnsveitan um 20—21 milljónir tonna af vatni inn á veitusvæðið, sem auk Reykjavíkur nær til Kópa- vogs og Seltjarnarness að öðru leyti en því að þau bæjarfélög sjá að öllu leyti um dreifikerfi. — Vatnsmagn þetta samsvar- ar því, að meðal vatnsmagn sem hver íbúi hefði til umráða væru 600—650 lítrar á hverjum sólarhring árið um kring. Mæl- ingar á vatnsnotkun í Kópavogi, sem hefur tiltölulega lítinn vatnsfrekan iðnað, sýnir að með alnotkunin er þar um 41ö — 450 iítrar/íbúa/sólarhring. —- í dælustöðinni í Stóragerði nælum við vatnsrennslið til Háaleitishverfisins, vesturhluta Bústaðahverfisins og byggðar- innar á Grensássnum og virðist vatnsnotkunin þar vera um 310- 330 lítrar/íbúa/sólarhring. í þessu hverfi er eingöngu um heimilisnotkun að ræða og auk þess eru vatnslagnir nýlegar og þar af leiðandi litlir lekar á kerf inu. — Dæmi þessi sýna hve vatns notkunin er breytileg eftir hverfum og ástæðumar fyrir því hve meðalnotkunin á íbúa fyrir veitukerfið í heild er mikl- um mun mejri heldur en í fyrr- mefndum tveim hverfum, er iðn- aðarnotkunin í Reykjavík og lek ar á gamla dreifikerfinu aðallega heimæðum. — Auk þess er vatnsnotkun all breytileg eftir árstíðum og vikudögum. Gera má ráð fyrir því að mesta sólarhringsnotkun geti orðið 40 — 50% yfir með- al dagsálagi og mesta klukku- stundarálag nálægt 100% meira. — Til þess að fyrirbyggja vatnsskort verður vatnsveitan að 'geta annað hámarksálaginu og er það fyrst og fremst gert með vatnsmiðlun innan veitu- kerfisins. Vatnsveitan hefur tvo gamla geyma á Rauðarárheltinu sem rúma 2 þúsund tonn. 1 janúarmánuði árið 1965 var tek- inn í notkun nýr geymir til andi á eftirmiðdögum þá daga vikunnar sem álagið er mest. Stafar þetta af of miklu álagi á aðflutningsæðina sem liggur upp á Skólavörðuholtið og verður bætt úr því í sumar með því að fækka notendum sem fá nú vatn úr þessari vatnsæð og láta þá fá vatn úr Vesturbæjaræð- inni. Hér er aðallega um að ræða byggðina í Norðurmýrinni, vatnsfrekan iðnað við Rauðar- árstíg og Þverholt auk Sundhall arinnar. — Ástæðan fyrir því, að nægi- legt vatn er nú um alla borgina sem hæst liggur. — Vatnsveitunefnd var skip- uð árið 1955 og var þá fljótlega farið að vinna að áætlunum á úrbótum vegna vatnsskors sem alltaf öðru hvoru hafði borið á. Segja iná að allt fram á þenn- an dag hafi meiri og minni end- urbætur á kerfinu verið gerðac á hverju ári, þótt margar æski- legar umbætur verði að bíða, vegna annara brýnni verkefna. — Hjá Vatnsveitu Reykja- víkur starfa um 50 manns að staðaldri, þar af 6 á skrifstofu, 2 við dælustöðvar og geyma, 2 Vatnsveitustjóri fylgist með jarðborunum við Bullaugu. (Ljósm.: Ingimundur Magnússon). vatnsmiðlunar á Litlu-Hlíð (Gólfskálahæðinni) og rúmar hann um 10 þúsund tonn. — 1 dag má segja að hvergi sé skortur á neyzluvatni á veitu svæðinu í Reykjavík, utan þess sem þrýstingur efst á Skóla- vörðuholtinu er eigi fullnægj- (utan þess sem áður var getið), þrátt fyrir öll hin nýju hverfi, er sú, að í mörg undanfarin ár hefur verið unnið að margvís- legum breyingum á veitukerfinu svo sem: stækkun götuæða, sam tengingu vatnsæða og bygg- ingu dælustöðva fyrir þá byggð 80 sm. víð aðalæð, sem verið er að leggja norðan Elliðaánna við Árbæjarlón. við mælauppsetningu og eftir- lit, 2 við eftirlit og viðgerðir á brunahönum, 6 í efnisgeymslu og pípuverkstæði, en hinir vinnuflokkum sem annast rekst- ur og viðhald veitukerfisms og nýbyggingar. — Þrátt fyrir stór aukin verk efni hefur stárfsfólki Vatnsveit- unnar fremur fækkað en aukist síðustu árin. Stöðugt hefur ver- ið farið meira og meira út þá braut að bjóða út verkefni, t.d. var boðin út lögn æðar Miklubraut, frá Kringlumýrar braut og inn fyrir Grensásveg. Þetta var all víð vatnsæð, en innanmál pípnanna er 80 cm. — Einnig má nefna vatnslagn ir í öll hverfin sem nú er verið að bjóða út og að nokkru vatns- lagnir í Selás og Arbæjarhverf- inu, auk 80 cm. víðrar aðalæð- ar meðfram Árbæjarlóninu að norðan verðu. Þessi verk hafa öll verið boðin út í samvinnu við holræsa- og gatnadeild borg arinnar. — Þá má að lokum nefna að boðin var út bygging dælustöðv arinnar við Stóragerði og vatns geymirinn á Litlu-Hlíð. — Það má segja að vel hafi gefizt að bjóða út verk, en það hefur sýnt sig að önnur er þess Þöroddur Th. Sigurðsson eðlis að æskilegra er að starfs- menn vatnsveitunnar vinni pau, enda er vatnsveitunni þörf á að hafa alltaf tiltækt nokkurt starfslið vegna viðgerða og end- urbóta á núverandi veitukerfi. — Samkvæmt framkvæmda- áætlun fyrir árin 1966 til 1969 verður unnið að lagningu nýrra vatnsæða, bæði lögn aðalæða til borgarinnar og dreifikerfa í nýju byggðahverfin. Þá verður unnið að vatnsöflun, fyrst og fremst við Bullaugu, þar sem bóranir hafa farið fram að und- anförnu. — Eftir því sem vatnsveitu- kerfið verður flóknara og dælu stöðvarnar fleiri verður að auka sjálfvirkni við rekstur vatns- veitunnar. í því sambandi er ætlunin að koma upp stjórn- miðstöð í dælustöðinni við Stóragerði og mun þaðan verða fylgst með starfsemi dælustöðva, vatnsstreyminu til borgarinnar, vatnshæð í vatnsgeymum og vatnsþrýsingi á vissum stöðum í borginni. Nú þegar eru kom- in fyrstu tækin í þetta kerfi, önnur í pöntun, en langan tíma mun þó taka að koma þessu stjórnarkerfi upp að því marki sem æskilegt væri í framtíð- inni. — í framkvæmdaráætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að verja allt að 100 milljónum króna til vat'nsveitu framkvæmda árin 1966, Í967 og 1968. — Á þar næsta 3 ára tímabili verður fjárfestingarþörfin e.t.v. heldur minni, en það fer þó að nokkru leyti eftir því hve hús- byggingar verða miklar. — Þessar miklu framkvæmd- ir eru nauðynlegar til að tryggja öllum íbúum Reykjavíkur og at- vinnufyrirtækjum gott og nægt vatn í framtíðinni. BORGIIMIMI liR BORGIJMfMI Jón Eyþórsson endurkjörinn iorm. Jöklnrannsöknariélags íslands Aðalfundur Jöklarannsóknar- félagsins var haldinn í Tjarnar- búð finuntudaginn 12. mai. Jón Eyþórsson var endurkjörinn for maður félagsins til næstu 3ja ára. Og stjórnin endurkjörinn, en i henni eiga sæti: Árni Stef- ánsson, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist og Trausti Einars- son. Formaður flutti skýrslu stjórn arinnar og minntist í uppnafi látinna félagsmanna á árinu, þeirra Guðmundar Hlíðdal, Tómasar Tryggvasonar, Ás- mundar Einarssonar, líalldórs Júlíussonar og Jóns Ásbjörns- sonar. Rannsóknarstörf höfðu farið fram að venju á árinu, vorleiðangur sendur til mæl- inga á Vatnajökul í júní, og fylgst var með Skeiðarárhlaupi og hlaupi úr Grænalóni. Höfuð- viðfangsefni ársins var skála- bygging í Jökulheimum í Tungnárbotnum, en þar var að miklu leyti reistur nýr skáli fyrir leiðangursmenn á Vatna- jökul og aðrar rannsóknir. A eftir aðalfun iarstörfum flutti Sigurður Jónsson frá Brún frumort kvæði. Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, flutti fróð- legt erindi um snjómælingar á hálendinu og þýðingu þeirra í sambandi við væntanlegar virkj anir. Lagði bann áherzlu á hversu þýðingarmikið væri að geta með snjómælingum sa fyrir um rennsli ánna. Að lo um sýndi Magnús Jóhannssc litskuggamyndir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.