Morgunblaðið - 28.05.1966, Qupperneq 2
2
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 28. maí 1960
Vandað hefti lce
land Review
f NÝTX hefti tímaritsins Iceland
f IReview er komið út. Er það f jöl-
ibreytt að efni, vandað að frá-
;gangi 0g hið glæsilegasta í alla
staði eins og ávallt áður og er
aiú að hluta tileinkað Vest-
anannaeyjum.
Gísli J. Ástþórsson rithöfund-
ur, skrifar um Vestmannaeyjar
* og líf fólksins þar, stutt viðtal
•við Guðlaug Gíslason — og Páll
Steingrimsson, kennari, segir frá
lundaveiðum í úteyjum. Fjöl-
margar fallegar myndir eftir
Sigurgeir Jónasson og Hermann
Schlenker prýða greinarnar og
ennfremur eru þar margar teikn
ingar frá Vestmannaeyjum eftir
Baltasam Ljósmyndir eru bæði
svart-hvítar og í litum.
Elín Pálmadóttir skrifar grein
um hraun-keramik Glits og birt
ast myndir af ýmsum unnum
amunum og veggmyndum úr þess
ari nýju keramikblöndu, sem
vakið hefur töluverða athygli.
Greininni fylgir ennfremur lit-
mynd af veggmynd þeirri, sem
Ragnar Kjartansson gerði úr
hraunkeramik, og prýðir hið
* nýja félagsheimili í Ytri-Njarð-
vík.
í ritinu birtist grein og mynd-
ir frá Iceland Food Centre í
London — og Amalía Líndal
skrifar grein um ballet á ís-
landi, skreytta myndum úr >jóð
leikhúsinu.
>á er grein um íslenzka örn-
inn ásamt fjölmörgum myndum,
bæði svart 'hvítum og í litum. Eru
litmyndirnar teknar úr kvik-
mynd þeirri, sem Magnús Jó-
hannsson hefur gert um örninn
og vakið hefur mikla athygli.
Gunnar Rögstad í utanríkis-
ráðuneytinu í Osló ritar fyrir
Iceland Review grein um norsk-
íslenzk verzlunarviðskipti, og
Mats Wibe Lund jr. skrifar um
skipabyggingar fyrir íslendinga
í Noregi.
Undir fyrirsögninn „Sport-
light on Business“ kynnir Ice-
land Review ýmsa þætti atvinnu
lífsins og auk greinar Mats
Wibe Lund eru hér ýtarlegir
frásagnir af Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga og starfsemi þess
eftir Andrés Kristjánsson, Baad
er-þjónustunni, ferðaskrifstof-
unni Útsýn, kraftblökkinni og
Ingvari Pálmasyni eftir Jónas
Kristjánsson, málningarverk-
miðjunni Hörpu svo að það
helzta sé nefnt.
Af öðru efni má nefna frétta-
þátt þar sem greint er í stuttu
máli frá viðburðum vetrarmán-
aðanna — því, sem útlendingar
hafa einkum áhuga á að fylgj-
ast með. Þáttur er um íslenzk
frímerki — í umsjá Jónasar
Hallgrímssonar. Er þar m.a.
mynd af umslagi, sem prentað
Framhald á bls. 31.
Myndin sýnir írönsku tundur spillana í Reykjavíkurhöfn í g ær.
Franskir tundurspillar í Reykjavík
ÞRÍR franskir tundurspillar I heimsókn. I er 1290 tonn að stærð. Samtals
sigldu inn í Reykjavíkurhöfn í Tundurspillarnrr eru: Surcouf, eru á skipunum um 1000 manns.
gærmorgun kl. 10. Munu þau sem er 2750 tonn að stærð, og Almenningi gefst kostur á að
dvelja hér fram á þriðjudags- aðmírálsskip, Bouvet, sem er skoða skipin eftir hádegi i dag,
morgun, en þau eru i kurteisis- jafnstórt, og loks Le Picard, sem i og á hvítasunnudag.
Gallar á Moskvitz
biffr. lagfærðir
MBL. hefur fregnað að gallar
hafi komið fram á Moskvitz-
bifreiðum. Til þess að fá nánari
staðfestingu á þessu sneri Mbl.
sér til Félags íslenzkra bifreiða-
eigenda, sem upplýsti að mikið
af kvörtunum hefðu borizt frá
Moskvitsbifreiðaeigendum þeim,
sem eiga nýjustu árgerðina.
Hefði í mörgum tilfellum ver-
ið kvartað yfir galla í blönd-
ung þessara bifreiða, en þær
eru gefnar upp með 9% lítra
eyðslu á hverja 100 km. en í
nokkrum tilfellum hefur benz-
íneyðsla þessara bifreiða kom-
izt upp í rúma 16 lítra á hverja
100 km. í>á hefði ennfremur
verið kvartað yfir því að gúmmí
litar og þéttingar og annar frá-
gangur væri ekki nógu góður.
Mbl. sneri sér næst til Guð-
mundar Gíslasonar, forstjóra
Bifreiða- og landbúnaðarvéla,
Sveinn K. Sveinsson með I»yt sinn, sem nú er Islandsmeistari
á 300 m. spretti og nú verður reyndur á 800 m. hlaupi. Knapi
er Aðalsteinn Aðalsteinsson.
Tíu kunnir hlaupahestar
keppa í 800 m.
á kappreiðum Fáks á annan i hvitasunnu
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur
efnir til hinna árlegu kappreiða
á skeiðvellinum við Elliðaár á
^ annan hvítasunnudag. Taka marg
ir kunnir hestar þátt í keppn-
inni og veitt verða góð verðlaun,
þ.á.m. tveir farandbikarar. Einn-
ig verður góðhestakeppni og
munu um 60 hestar alls koma
fram á vellinum. Mesta athygli
vekur vafalaust keppni í 800 m.
hlaupinu því þar taka þátt 10
frægir hlaupahestar víðsvegar að
af landinu og verða veitt 8000
kr. verðlaun fyrir fyrsta hest,
auk farandbikars Björns Gunn-
laugssonar, sem keppt var um
í fyrsta skipti í fyrra.
Meðal þátttakenda í 800 m.
hlaupinu má nefna >yt Sveins
K. Sveinssonar, methafann á 300
m. spretti, gráan hest frá Kefla-
vík, Gust Baldurs Bergsteinsson
*ar, Blesa Þorgeirs í Gufunesi,
sem er margverðlaunaður hlaupa
hestur og Þröst Ólafs Þórarins-
sonar, sem vann þetta hlaup í
fvrra. Auk þeirra eru aðrir kunn
ir hlaupahestar.
í 300 m. hlaupi taka þátt marg
ir hestar og m.a. má nefna Áka
Guðbjarts Pálssonar, Ölvald Sig-
urðar Tómassonar úr Mýrarsýlu
og Goða Kjartans Ólafssonar úr
KópavogL í 250 m. folahlaupi
taka þátt fjöldi óþekktra fola.
Að lokum kemur 250 m. skeið, en
þar má nefna Hjalta "Hreinsson
og Blakk úr Reykjavík, og Hroll
Sigurðar Ólafssonar sem vann
þetta hlaup í fyrra.
í góðhestakeppni verður keppt
u-m Viceroy farandbikarinn frá
Globus. Tekur bikarhafinn, Viðar
Hjaltason, hestur Gunnars
Tryggvasonar, þátt í keppninni
nú ásamt 1. verðlaunahestinum
frá firmakeppni Fáks. Þá mun
kennari reiðskóla Fáks, Ragnheið
ur Sigurgrímsdóttir, stjórna hóp-
sýningu á hestum þar sem ungir
nemendur hennar úr reiðskólan-
um munu koma fram. Einnig
mun Ragnheiður stjórna öðrum
sýningaratriðum á vel tömdum
hestum, sem. nemendur hennar
munu eininig framkvæma. Þessi
sýningaratriði Ragnheiðar eru
alger nýjung hér á landi og er
eitt af fyrstu skrefum ísl. hesta-
manna til að gera hestaíþróttina
fjöibreytta og glæsilega, segja
Fáksmenn.
Dnegið í happdrætti Fáks.
Á mótsdaginn munu Fákskon-
ur ljúka sölu á happdrættismið-
um í hinu árlega happdrætti
Fáks og verður dregið í því um
kvöldið. í verðlaun er táminn
skagfirzkur gæðingur, brúnn að
lit, flugferð til Kaupmannahafn-
ar fram og til baka með F.í. og
flugferð til Sauðárkróks fram og
til baka fyrir tvo og þá miðað
við landsmót hestamanna, sem
haldið verður á Hólum í Hjalta-
dal dagana 15.—17. júlí. Og loks
er í vinning hringferð kringum
land á fyrsta farrými fyrir tvo
með Skipaútgerð ríkisins.
Veðbanki Fáks verður starf-
andi mótsdaginin eins og venju-
lega og hefur margur orðið rík-
ari eftir viðskipti sin við bank-
ann, en þar hafa fengizt allt upp
í 15 föld framlög. Veðjað er í
25 kr. einingum.
Annar hvítasunnudagur er orð
inn sérstakur Fáksdagur, því
þann dag eru jafnan aðalkapp-
reiðarnar á árinu. Um 600 hesta-
menn eru nú í Fáki og fóðrar
félagið fyrir þá í vetur um 600
hesta, auk þess sem álíka margir
eru á fóðrum í hesthúsum í
Reykjavík. Unnið er að bygging-
arframkvæmdum á nýja Fáks-
svæðinu, komin hús fyrir 112
hesta og verður byggt fyrir jafn
marga í sumar, þó í rauninni
þyrfti að tvöfalda þá tölu, ef
fullnægja ætti aukinni eftir-
spurn samkvæmt reynslu síð-
ustu ára.
Lokaæfing verður á skeiðvell-
irmrn fyrir hvítasunnukappreið-
arnar kl. 2 í dag og rná þar vafa-
laust sjá margan kar«»-^i«afák-
inn og góðhestinn.
sem upplýsti að gallar hefðu
komið fram í fyrstu bifreiðun-
um, sem bárust hingað af síð-
ustu árgerð, en kvað slíkt allt-
af geta komið fyrir, þegar um
nýjar árgerðir væri að ræða.
Á hinn bóginn hefði umboðið
ekki orðið vart þessara galla
í síðari sendingum af þessari
árgerð, auk þess sem verksmiðj-
an hefði sent hingað nýja rúss-
neska blöndunga og skipti um-
boðið um blöndunga í þeim bif-
reiðum, sem gallar hefðu komið
fram á, eigendunum að kostn-
aðarlausu.
Varðandi hina óeðlilegu bens-
íneyðslu, sem hér er að fram-
an getið, sagði Guðmundur, að
umboðið hefði látið reyna marg
ar bifreiðar, sem kvartað hefði
verið yfir að eigendunum við-
stöddum, og hefði bensíneyðsl-
an þá reynzt vera milli 8-9 lítr-
ar á hverja 100 km. eða hið
sama og verksmiðjan gefur upp.
Myndin sýnir slökkviliðsmenn að slökkvistarfi við Laugaveg
93, en mikill eldur kom upp í húsinu í gær.
Mikill eldur í
húsi á Laugavegi
Var ekki búið i þvi, og átti að rifa Jbað
ELDUR kom upp í húsinu að
Laugaveg 93 í gær. Slökkviliðið
fékk tilkynningu um að eldur
væri laus í húsinu um kl. 14,30,
en kvaðningin hefur verið lengi
á leiðinni, því er síökkviliðið
kom þar að var rishæð hússins,
sem er ein hæð, hátt ris og kjall-
ari, alelda.
Slökkviliðið hóf þegar slökkvi-
starf og tókst að ráða niðurlög-
um eldsins eftir um klukkustund
ar slökkvistarf. Miklar skemmd-
ir urðu á húsinu bæði af eldi,
vatni og reyk, t.d. rishæðin al-
gjörlega ónýt af eldi, og eins hafa
orðið talsverðar skemmdir á
hæðinni vegna vatns. Hins veg-
ar er vart hægt að tala um fjár-
hagslegt tjón, þar sem ekki var
búfð í húsinu, og átti að fara að
rífa það innan skamms.