Morgunblaðið - 28.05.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 28.05.1966, Síða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SEN DUM LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. m—"*BíLALEIGAN Falur z «M_3i RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 S,MI 3-í I GO mflifiÐ/fí Volkswagen 1965 og ’66. BlfRIIBALEIGAK VECFERÐ Grettisgötu 10. Simi 14113. FjOlvirkar skurðgrofur AVALT TIL REIÐU. SÍmi: 40450 BILA LEIÐA IMAGNÚSAR skiphoiti 21 símar21190 eftirlokun simi 40381 bifreidXleican erCUáovm 33924 Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fL varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. B O SC H Háspennuketli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. í L'augardagur 28. maí 1966 Leiður mis- skilningur í mörgum bréfum, sem birtast hér í dálkunum, bera lesendur fram fyrirspurnir til ýmissa aðila, bæði opinberra og annarra. Oft bregða við- komandi aðilar skjótt við og veita svörin greiðlega, en stundum fæst ekkert svar, jafn- vel þótt spurningarnar séu ítrekaðar. I>eir, sem eru vakandi og samvizkusamir í starfi sínu hja opinberum aðilum svara yfir- leitt umsvifalaust — og telja það skyldu sína að upplýsa al- menning. Hinir, sem skella skollaeyrum við öllu slíku, eru kóngar í ríki sínu og telja, að fólkið sé fætt til þess að þjóna ríkinu — en ríkið ekki fólk- inu. Leiður misskilningur það. -Jc Morgunbæn 'Kona nokkur hringdi og bað okkur að koma þeim til- mælum áleiðis til prestanna, sem fara með morgunbæn í útvarpinu, að þeir geti þess hvaðan ritningargreinarnar, sem þeir fara með, eru teknar. „Morgunbænin hefur góð áhrif á mig, mjög góð — og oft langar mig til þess að taka biiblíuna og halda áfram lestr- inum þar sem presturinn hvarf frá“, sagði konan. „Þessvegna þyrfti tilvísun að fylgja með í hvert sinn“. Fleiri hafa látið í ljós ánægju með morgunbænir prestanna og ljóst er, að á þær er mikið hlustað. 'Jr Húsgrunnar í framhaldi af fyrri skrif- um um óvarða húsgrunna, sem ranglega voru sagðir við Vorsabæ 8—10 hefur Sverrir Guðmundsson hjá lögreglunni tjáð okkur, að á vegum lög- reglunnar væri starfandi mað- ur, sem hefur það sérstaklega með höndum að sjá um að menn gengju sómasamlega frá húsgrunnum á bæjarlandinu. „Lögregluþjónar skrifa skýrslur um þetta, en síðan tekur eftir- litsmaður okkar að sér að reka á eftir hlutaðeigandi aðilum, og það er oft erfitt og mikið verk*. Umræddur húsgrunnur var opinn um skeið og mun ástæðan hafa verið sú, að eig- endur og verktaka greindi á um það hver vinna ætti verk- ið. Annað himnabréf frá álfameynni Fyrir u.þ.b. mánuði birt- ist bréf frá lesanda, sem nefndi sig Ólaf liljurós. „Álfamær ‘ svarar honum í eftirfarandi bréfi: „Aumingja Ólafur minn Liljurós. Ósköp áttu bágt. Þarna situr þú fúll og geðvondur í myrkr- inu fyrir utan sárhneykslaður yfir því að allir skulu ekki vera skrúfaðir til að trúa eins og þú gerðir, þegar þú vársc barn. Enn heldur þú, að trúin sé einhver þula, sem menn geti lært utan að á óvitaaldri, cbagganlegur lærdómur, sem vaxandi þroski og skilningur mega ekki koma í nánd við. Þetta sýnir hversu hugmyndir þínar eru bernskar. Ef þú hefðir fæðzt meðal Hottintotta mundir þú vera ævareiður, ef allir tryðu ekki á hinn „heilaga kött“, og þú mundir ákalla einhvern galdra- mann í Blálandi ti-1 að sam- þykkja þetta með þér. Mætti ég minna þig á Pál postula. Hann fór öðruvísi að. Hann sagði: Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn .... Þegar ég varð full- tíðáf maður lagði ég niður barnaskapinn". _ Þetta ættir þú líka að gera, Ólafur sæll. Var Eiríkur blóðöx Guð? í Arinbjamarkviðu er Eirík- ur blóðöx nefndur drottinn og einhvers staðar kallar Þjóðóif- ur úr Hvini Óðin „foldar drottin." Samkvæmt rök- seindum þínum væri óhugs- andi, að þessir menn væri nokkuð annað en Guð aLmátt- ugur, fyrst þeir létu ávarpa sig þannig. Guðfræðin þín er skelfing léleg, Ólafur minn. Þú skilur ekki algeng orð, veizt ekki að jafnvel herkonungar voru í fornöld kallaðir guðssynir. Ég er ekki með þessu að mótmæla því, að Jesús hafi verið „guð- legrar ættar“, þekki heldur 'engan íslenzkan prest, sem lík- legur sé að mótmæla því. Hitt er annað mál, hvar setja ber takmörkin milli þess guðlega og mannlega. Mig minnir að sjálfur Lúther,- sem þú virðist trúa mikið á, segi í fræðum sínum, að Jesús hafi bæði ver- ið sannur maður og sannur guð. Hvar ertu staddur í guð- fræði þinni, ef þú hugsar um það af alvöru, að sannur mað- ur og sannur guð geti verið eitt og hið sama? Hver er undirstaða kristinnar trúar? Sagði ekki Jesús, að ekki mundi hver sá, sem kallaði sig drottin (herra, herra) kom- ast inn í guðsríkið, heldur þeir sem gerðu vilja föður síns á himnum? Jesús lagði áherzlu á, að menn þyrftu að taka sinnaskiptum. En það er ekki fólgið í neinni tilfinninga vímu eða þeirri ímyndun sumra trúaræsingaflokka, að „frelsun“ fáist með sérstökum játningum og kennisetningum. Þau sinnaskipti eru meiri í orði en á borði. Mönnum hætt- ir alltaf við að reyna að kom- ast sem áreynsluminnst frá öllum hlutum. Swami Vivek- ananda, sem var vitur maður komst einhvern tímann þannig að orði, að þegar fólk þættist ætla að verða trúað, mætti gera ráð fyrir að 80% yrðu hræsnarar, 15% gengju af göfl- unum, en aðeins 5% næðu ein- hverju broti af sannleikanum. Það er fyrirhafnarminna, að þykjast vera frelsaður fyrir einhverja kenning, setja upp guðræknissvip og þakka guði fyrir að vera ekki eins og aðr- ir menn, heldur en gera vilja guðs! En það voru þess konar sinnaskipti sem Jesús átti við. ★ Guð er andi Þú heldur, Ólafur minn, að trúin sé eitthvert lagaboð, sem menn geti lært utanað og þá sé allt í lagi. Meistarinn sagði, að þið ættuð að tilbiðja guð í anda og sannleika. Trúin er ekki kennisetning, heldur starf og líf. Hún er kærleikurinn í hjartanu og sannleikurinn í sál ykkar. Og hvernig getur sá sannleikur blómgazt í hugan- um, ef þið nennið ekki að hugsa? Enginn á himnum virð- ir það hót við þig, þótt þú trú- ir einhverju, sem þér var sagt, en iþú reynir ekki að skilja. Með því móti verðurðu ekki annað en kreddustaglari, and- legur þurs aftan frá steinöld mannlegrar hugsunar. Leiðin- legast við þig er þó ofstækið, löngunin til að skipa öllum að standa á sama stigi og þú ert. Þetta er því verra sem ég get ekki annað séð en þú sért ger- samlega trúlaus sjálfur og haf- ir ekki hugmynd um í hverju sannur kristindómur er fólg- inn. 'tr Hin eilífa glötun Við sem búum við hið tæra uppheimsloft, er breiðir sig kring um guðanna dýrðlega bústaði hér hjá Olympstindi, þar sem ríkir fegurð og friður og andlegt frelsi, undrumst þetta ólundarlega myrkur, sem umlykur ykkur kredduriddar- ana. En þetta myrkur er bara í ykkur sjálfum og stafar af þröngsýni ykkar og kúgunar- anda. Þið hugsið ykkur guð al- máttugan með vöndinn í hend- in-ni og tilbiðjið hann með þrælslund þeirra, sem reyna með hræsni að kaupa sig frá sjóðandi víti. Hvernig getur nokkur sannleikur eða kær- leikur skinið inn í svona vol- aðar sálir? Þetta er hin eilífa glötun þeirra, sem ekki elska sannleikann. Vesalings ólafur. Hver megn- ar að frelsa þig, meðan þú vilt það ekki sjálfur? , Álfamærin.‘* . k V ★ Karlakórinn Vísir Ánægður hlustandi skrif- ar eftirfarandi: „Er ég las hér í blaðinu, að Kariakórinn Vísir frá Siglu- firði væri væntanlegur til Reykjavíkur, gat ég ekki leng- ur orða bundizt. Það er stund- um sagt að íslendingar séu stórhuga þjóð, og það hafa hinir siglfirzku garpar sannað með söngför sinni til Dan- merkur. Mér finnst það mikill kjarkur af óþekktum kór frá litlum bæ á norðurhjara ís- lands að leggja upp í slíka för, en um þá má segja: „Þeir komu, sáu og sigruðu“. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að hlusta á söng þeirra í Danmörku og víst er að það voru ekki Danir einir er urðu orðlausir af hrifningu eftir þá skemmtun. Nú hyggjast þeir gefa sunn- lendingum kost á að hlusta á söng sinn og það er mikið gleðiefni fyrir alla er góðri tónlist unna. Með þökk fyrir birtinguna. Ánægður hlustandi.“ ORÐSENDING frá Bifreiðastöð Steindörs og Kaupfélagi Arnesinga Þann 1. júní 1966 flytjum við afgreiðslu sérleyfisb ifreiða okkar í Umferðamiðstöðina við Hringbraut. Sími 22300. — Á það skal bent að fyrsta áætlunarferð Steindórs til Keflavíkur kl. 6 árdegis fer frá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2 og ekur um Hafnarstræti, Lækjargötu, Sóleyjargötu og um Miklatorg. — Síðasta áætlunarferð Steindórs frá Keflavík—Reykjavík kl. 11,45 síðdegis mun enda hjá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2. * Bifreiðastöð Steindórs Kaupfélag Arnesinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.