Morgunblaðið - 28.05.1966, Qupperneq 10
10
M0RGUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 28. maí 1884
Nýr sendiherra Japans hér
Rætt v/ð sendiherrann, Michitoshi Takahashi
HINGAÐ til lands kom fyrir
skönvmu nýr sendiherra Jap-
ans, en hann hefur aðsetur í
Stokkhólmi. Hinn nýi sendi-
herra heitir Michitoshi Taka-
hashi. Hann afhenti forseta
ísiands, hr. Ásgeir Ásgeirs-
syni, embættisskilríki sín
fyrir nokkru, við hátíðlega at
höfn að Bessastöðum, að við-
stöddum Emil Jónssyni utan-
ríkismálaráðherra.
í gær gekk sendiherrann á
fund ráðherra og ræddi við
þá, en skömmu áður hafði
fréttamaður blaðsins tal af
honum og ræddi stuttlega við
hann um Japan og viðskipti
landanna beggja.
— Kynni mín af íslandi
eru næsta lítil, sagði hr.
Takahashi, — en mér finnst
loftslagið hér stórkostlegt.
Hér er allt svo hreint og lit-
irnir svo tærir og skýrir. Ég
mun dvelja hérlendis í
nokkra daga og skoða mig
um, en heimleiðis til Stokk-
hólms held ég á þriðjudag-
inn.
— Álitið þér, að viðskipti
Japans og fslands hafi farið
vaxandi?
— Já, þau hafa farið vax-
andi, en enn sem komið er
Michitoshi Takahashi,
sendiherra.
eru þau tiltölulega lítii, eða
sem nemur 300 mdlljlónum
króna á ári. Við flytjum að-
allega fiskinet til íslands,
eins og kunnugt er. Japanir
hafa einnig gert tilboð í túr-
bínur væntanlegrar Búrfells-
virkjunar og mun það vera
langlægsta tilboðið, sem í
þær voru gerðar, eða eða um
20 milljón króna.
— Hafið þér dvalið lengi í
Stokkhólmi?
— Nei, í Stokkhólmi hefi
ég aðeins verið í tvo mánuði,
áður dvaldist ég í Svisslandi
og var ambassador Japans
þar.
Hr. Takahashi ræddi síðan
nokkuð um gæði japanskra
vara, og sagði m.a.:
— Japanskar vörur hsrfa
farið stórbatnandi frá stríðs-
lokum og er nú svo komið, að
tæplega er völ á vandaðri og
ódýrari vörum en þeim jap-
önsku. Það er keppikefli okk-
ar, að geta enn bætt vörurnar
og aukið maítkaðinn, sem er
í raun og veru geysimikill
fyrir vörur frá heimalandi
mínu, og vonandi getum við
einnig lækkað verðin á þeim
jafnframt, en það er eins og
öllum er kunnugt mjög lágt
og ekki sambærilegt við
annað, enda er vinnukraftur-
inn ódýr í Japan og það er
okkar sterkasta stoð.
Kvennaskólanum bárust góðar
gjafir við skólauppsögn
KVENNASKÓLANUM í Reykja
vík var sagt upp laugardaginn
21. maí síðastliðinn að viðstöddu
fjölmenni.
Skólaslitaræðu flutti frú Guð-
rún P. Helgadóttir skólastjóri.
ÍÆinntist hún í upphafi séra
Bjarna Jónssonar vígslubiskups,
en hann hafði ungur kennt við
skólann og verið í skólanefnd
frá 1914 til dauðadags. Færði
hún fram þakkir fyrir allt sem
hann hafði unnið í þágu skólans
og fór miklum viðurkenningar-
orðum um störf hins mikla
kennimanns og mannvinar.
Þar .næst gerði forstöðukonan
grein fyrir starfsemi skólans
þetta skólaárið og skýrði frá úr-
slitum vorprófa. 226 námsmeyj-
ar settust í skólann í haust og
41 stúlka brautskráðist úr skól-
anum í vor. Miðskólaprófi luku
33 stúlkur, 65 unglingaprófi og
62 luku prófi upp í 2. bekk.
Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut
Elín Hjartardóttir 9,34. í 3. bekk
hlaut Soffía M. Eggertsdóttir
hæstu einkunn 9,00. í 2. bekk
Ingibjörg Ingadóttir 9,16 og í
1. bekk Guðný Ása Sveinsdóttir,
en einkunn hennar var 9,44.
Sýning á hannyrðum og teikn-
ingum námsmeyja var haldin í
skólanum 15. og 16. maí og var
mjög fjölsótt.
Mikill mannfjöldi var við
skólauppsögn og voru Kvenna-
skólanum færðar góðar gjafir.
Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna,
sem brautskráðust fyrir 40 ár-
um mælti frú Guðbjörg Birkis.
Færðu þær skólanum peninga-
gjöf, sem varið skyldi til lista-
verkakaupa til að prýða skól-
ann. Árnaði'frú Guðbjörg skól-
anum og stúlkunum, sem voru
að útskrifast alls góðs á kom-
andi árum. Fyrir hönd Kvenna-
skólastúlkna, sem brautskráð-
ust fyrir 25 árum mælti frú
Bryndís Þorsteinsdóttir og gáfu
þær einnig peningaupphæð til
listaverkakaupa. Fyrir hönd 20
ára árgangsins mælti frú Guð-
rún Guðmundsdóttir. Gáfu þær
skólanum vandaða silíurgaffla
I og teskeiðar, sem er mikil eign
fyrir skólann. Fyrir hönd 10 ára
árgangsins mælti frú Guðrún
Halla Guðmundsdóttir, og færði
sá árgangur skólanum peninga-
gjöf til eigin ráðstöfunar. 5 ára
árgangur gaf peningaupphæð til
listaverkakaupa. Fyrir hönd
þessa árgangs talaði frú Ragnl
heiður Karlsdóttir.
Gísli Jónsson fyrrv. alþingis-
maður færði skólanum stóra
peningagjöf og fallega blóma-
körfu, en kona hans frú Hlín
heitin Þorsteinsdóttir útskrifað-
ist úr skólanum fyrir 50 árum.
Óskaði gefandinn eftir að upp-
hæðinni yrði varið til eflingar
hljómlistar í skólanum. Þá gaf
frú Karitas Sigurðsson gjöf I
Minningarsjóð frú Thoru Mel-
sted. Forstjóri Elli- og hjúkrun-
arheimilisins Grundar, Gísli
Sigurbjörnsson sendi skólanum
kr. 5.000,— í þakklætisskyni
fyrir þá velvild, sem stúlkurnar
höfðu sýnt vistmönnum á und-
anförnum árum og var ákveðið
að sú upphæð rynni í Hildar
sjóð, sem námsmeyjar stofnuðu
s.l. vor til minningar um látna
skólasystur. Nemendasamband
Kvennaskólans færði skólanum
að gjöf vandað kaffistell úr
dönsku postulíni fyrir 88 manns
og er það ein mesta gjöf, sem
skólanum hefur borizt. Einnig
bárust skólanum bókagjafir,
blóm o. fl.
Forstöðukonan þakkaði eldri
nemendum alla þá tryggð, sem
þeir hefðu sýnt skóla sínum, og
kvað skólann og hinum ungu
námsmeyjum mikinn styrk að
vináttu þeirra og hún væri þeim
öllum hvatning.
Þá fór fram verðlaunaafhend-
ing. Verðlaun úr Minningar-
sjóði frú Thoru Melsted hlaut
Elín Hjartardóttir 4. bekk Z.
Verðlaun þessi eru veitt- fyrir
ágæta ástundun og beztan ár-
angur við bóklegt nám. Einnig
hlutu Margrét Stefánsdóttir 4.
bekk Z, Margrét Matthíasdóttir
4. bekk C og Guðrún Erlends-
dóttir 4. bekk Z bókaverðlaun
fyrir ágætan námsárangur. Verð
laun fyrir bezta frammistöðu í
fatasaum voru veitt úr Verð-
launasjóði frú Guðrúnar J.
Briem. Þau verðlaun hlaut Elín
Magnúsdóttir 4. bekk Z. Verð-
laun fyrir beztan árangur í út-
saum hlaut Anna Sjöfn Stefáns-
dóttir 3. bekk C. Þá voru veitt
verðlaun fyrir beztu ritgerðina
á burtfararprófi. Þau verðlaun
hlaut Kristín Á. Ólafsdóttir, 4.
bekk C.
Þá gaf þýzka sendiráðið verð-
laun fyrir góða frammistöðu í
þýzkunámi. Þau verðlaun hlutu
Margrét Matthíasdóttir 4. bekk
C og Soffía M. Eggertsdóttir 3.
bekk C. Verðlaun bárust einnig
frá Dansk-íslenzkafélaginu fyrir
ágætiseinkunn á burtfararprófi
í dönsku, en þau verðlaun hlutu
Elín Hjartardóttir og Hildur
Reykdal báðar í 4. bekk Z.
í lok skólaársins hafði verið
úthlutað styrkjum til námsmeyja
úr Systrasjóði 25.000,— kr. úr
Styrktarsjóði Thoru og Páls Mel
sted 2.7000,— kr. og úr Krist-
jönugjöf 8000,— kr.
Að lokum þakkaði forstöðu-
konan skólanefnd og kennurum
ágætt samstarf á liðnum vetri
og ávarpaði stúlkurnar, sem
brautskráðust, og óskaði þeim
gæfu og gengis á komandi ár-
um.
Blfreið til sölu
Mercedes Benz 220 S. E., árg. 1962 til sölu. —
Upplýsingar í síma 10957 eða 17438 á laugardag
frá kl. 2—7 e.h.
Aðalfundur
Pöntunarfélags náttúrulækningafélags Reykjavík-
ur verður haldinn í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfs
stræti 22, 3. júní nk. kl. 8,30 e.h. ,. 4:t~í
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Til leigu
Efsta hæðin ásamt plássi í turni til leigu
í húsinu Skólavörðustíg 16. — Húsnæðið
er óinnréttað. — Upplýsingar gefur Helgi
Hjartarson, sírni 20578.
Sími 19636.
Opið 2. ■ hvítasunnu
Reynir Sigurðsson og félagar
leika og syngja.
TON AR
og söngvarinn
Terry Patrick
frá Englandi
Dansleikur í Brautarholti 4 annan í hvíta-
sunnu. — Kynnt verður ný unglinga-
hljómsveit.
Á ANNAN HVÍTASUNNUDAG
OPIÐ TIL KL. 1.