Morgunblaðið - 10.07.1966, Side 3

Morgunblaðið - 10.07.1966, Side 3
Rj Uiiil UUU^ UX Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Eftir vitrunina A SXTNNUDAGINN var vorum við hjá Páli, þegar honum veitt- ist vitrunin fyrir hliðum Dama- skusborgar. Við skulum fylgja honum á veginum, sem lá frá Damaskus. Vitrunin var stórkostleg náð- argjöf. En hvað hefði hún stoð- að ef það hefði verið heigull, sem sá þessa sýn, heyrði þessa rödd? Heigull hefði ek'ki haft skap eða þrek til að standa við neitt, en sagt við vini sína síðar: Jú, mér fannst ég heyra þetta og sjá, en það hefir auðvitað ekki ver- ið annað en skynvilla, blekking. Eða þá hann hefði sagt eins og vitringar sumir siðar: Þetta var sólstunga og annað ekki. Sólin var heit og Páll var þryttur af langri ferð. Hvað hefði slíkum manni orð- áð úr vitruninni hjá Damaskus? Skemmtileg en marklaus rökk- ursaga til að segja í vinaihópi. En hér mættu stórir hlutir stórri sál, og þessvegna varð þessi virtun að heimssögulegum atburði, ekkert minna. Fyrir mörgum árum sagði mér maður í trúnaði með tár- stokknum augum frá reynslu, sem hann hafði orðið fyrir og taldi hreiniega kraftaverk. Ég spurði hann um þetta atvik nokkrum árum síðar og þá sagði hann: Blessaður vertu, ég man þetta ekki lengur, þetta hefir áreiðanlega verið misskynjun og annað ekki. Auðvitað var þessi maður enginn Páll postuli, og við erum það ekki, ég og þú. En hvað hefði það stoðað þennan mann, að virtunin við Damaskus hefði verið gefin honum? Það vex eng in eik þótt eikarfræ falli í mold arskán á steini. Það rís ekki gnæfandi bára þótt þú blásir á vatnssopa í skel. En við Damas- kus mætti hin stóra vitrun stórri sál, og hún merkti sálu Páls svo óafmáanlegri minningu, að hún fylgdi honum til ævi- loka. Hún kann að hafa verið það síðasta, sem hann sá fyrir sér, áður en böðulsöxi Neros hjó höfuð hans frá bolnum. Reynslan . við Damaskus var svo ótvíræð og stáðfestingin svo stórkostleg, sem Páll fékk inni í borginni á sannleiksgildi vitr- unarinnar, að fcann átti engan annan kost en að láta sigrast. Margsinnis síðar veittist Páli náðargjöf nýrra vitrana. And- spænis þeim var hinn stórlyndi, geðríki maður auðmjúkur sem barn. Og vegna auðmýktar hans andspænis þessum leiftrum æðri veruleika varð Kristur honum allt. S^ro altekinn varð hann af Kristi, að hvað sem segja má og deila um sumar hinar gyð- inglegu guðfræðikenningar hans, þá andar frá honum þeim ilmi tilbeiðslunnar og lotningarinnar fyrir Kristi, sem varð aflvaki þess óhemjulega starfs, sem hann leysti af hendi. Frá suntum þeirra vitrana, sem Páll fékk síðar, segir í bréf- um hans og í Postulasögunni, sem vinur hans og samferða- maður, læknirinn Lúkas, reit og er þvi næst á eftir bréfum Páls hin ákjósanlegasta heimild um lif og starf hans á þessum árum. I 12. kap. síðara Korintubréfs má greinilegast lesa um „anda- gáfur“ Páls sjáffs og annarra í söfnuðunum. En allt, sem hann reyndi og var honum skýlaus vitnisburður um tilvist og ná- lægð ójarðneskrar veraldar, fölnaði hjá því, að Kristur sjálf- ur hafði vitrazt honum meðan hann var enn að ofsækja söfnuð hans á jörðu. Krist upprisinn vissi hann daglega í för með sér eftir þetta, Kristur upprisinn var S'tænsti veruleikinn í trúarlífi hana, sæla hans í sorgum og neyð, afl- gjafi hans á stundum veikleik- ans, ljós hans á hverjum dimm- um vegi. ( Minningin um Kristsvitrunina við Damaskus fylgdi Páli alla ævi, eins og aldrei gæti hljóðn- að röddin, sem hafði sagt: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ En hinsvegar fyllti sannfæringin um nálægð Krists Pál þeirri sælu, að allt varð honum sæla í baráttunni fyrir fagnaðarerind ið. Svo liðu árin, unz pislarvætt- isdauðinn innsiglaði þetta dæma lausa líf, þrungið sælu og sorg, baráttu og vitrunum, sigrum og ósigrum. Og svanasöngur Páls varð ’þessi: „Lifið er mér Kristur". Loks þekkti Páll ekkert lif, nema hann sem hann hafði áður hatað heilu hatri og ofsótt, en elskað siðar eins og fáir einir hafa elskað Krist. Lykillinn að þessum leyndar- dómi er vitrunin við Damaskus. UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF L EEHD Siglufirði 5. júlí. UNNIÐ er af kappi að dýpk- unarframkvæmdum hér í Siglufjarðarhöfn. Eru þar að verki dýpkunarskipið „Grett- ir“ og dýpkunarpramminn „Björninn", og gengur báð- um vel við verk sitt. „Gretti“ er ætlað að grafa rás inn fjörðinn að hafskipabryggju bæjarins, svo og fyrir framan hina nýju löndunarbryggju SR. En „Björnin“ mun moka fyrir framan og inn á milli síldarsöltunarbryggja, þ a r sem dýpi er of lítið fyrir stærri síldarskip. En hér bíð- um við Siglfirðingar alltaf í voninni, og bíðum eftir bless- aðri síldinni, að henni þóknist að láta sjá sig, og viljum við hafa allt til reiðu, er hún kemur. „Grettir", dýpkunarskipið, er nokkuð þekktara en „Björn- inn“ enda skrásett í Reykja- vík og í eigu „Hafnar- og vitamála“. Grettir getur verið afkastamikill, fer eftfr hvern- ig botninn er. En gamaldags er margt af útbúnaði hans enda er „Grettir" kominn til ára sinna. En ófyrirgefanlegt finnst mér þó að útbúnaður sá sem notaður er á tveim fylgi- Þrír menn erfiða við að loka botnhlerunum á öðrum prammanum frá Gretti. „Grettir" að ljuka við að fylla annan prammann fyrir framan löndunarbryggju SR. prömmum „Grettis", til að hífa upp botnlokurnar, eru enn í dag árið 1966 eins og þær voru þegar prammarnir komu til landsins fyrir 10—15 árum eða hvenær sem það nú var, en útbúnaðurinn er nán- ast sagt mjög fornaldarlegur. „Grettir" mokar upp í tvo pramma til skiptis og eru þessir prammar dregnir af mótorbát norðaustur í fjörð- inn. Þar eru prammarnir los- aðir á þann hátt að slegið er á k.lossa með sleggju og opn- ast þá botnhlerar prammans og „uppgröfturinn" sígur í botninn. Á prammanum eru þrír menn (sem ganga á milli prammana eftir þörfum) og hefst nú þeirra puð fyrir al- vöru. Þeir leggjast á sveif og byrja að snúa. nei þeir eru ekki að snúa vél í gang, það er enginn vél um borð, heldur þrír menn sem snúa og snua þungu handsnúnu „spili“, fyrst tveir i einu á einni sveif sá þriðji hagræðir vírnum með sleggju. Spilin eru tvö, og lokar hvert þeirra þrem lúgum á botni prammans, en áður en öllum 6 lúgunum er lokað hafa þremeningarnir snúið 600 snúninga og þar af síðustu snúningana þrír í einu, því þunginn eykst því nær sem lokun dregur og valda ekki tveir fullhraustir karlmenn að „loka“, heldur þarf þriðja manninn, og dug- ar rétt, því svitinn bogar af mönnunum — og pramminn er kominn að „Gretti" aftur, og hinn pramminn að fyllast. Þarna álít ég, þó ég sé ekki neinn vélaverkfræðingur, að koma mætti fyrir litilli loft- kældri bensínvél mikið niður- gríaðri, sem mundi vinna verkið auðveldlega. En kannski það sé of dýrt, dýrara en mannakaupið, sem það mundi spara? S.K. UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI Höfnin dýpkuð En höldum áfram með dýpk unina, „Björninn“ er dýpkun- arprammi eins og áður segir, og er um hundrað lestir að stærð útbúinn sterkum lyfti- krana, sem „krabbar" úr sjávarbotninum og lestar „Björninn" um 65 tenings- metra, sem pramminn siglir síðan með norðaustur í Siglu- fjörð og losar þar farm sinn á sama hátt. Prammi þessi er í eign Age Jóhannssen og Björns Þórðarsonar á Siglu- firði. — /jb róttir Framhald af bls. 26 Öll löndin fjögur er unnið hafa heimsmeistaratitilinn hafa áunn- ið sér rétt til lokakeppni 16 landa í Englandi nú. Brasilía leikur í riðli með Búlgaríu, Ungverja- landi og Portúgal. Ítalía í riðli með Sovétríkjunum, Chile og N- Kóreu. Uruguay í riðli með Eng- landi, Frakklandi og Mexico og V-Þýzkaland í riðli me'ð Argen- tinu, Sviss og Spáni. Það er mikið um dýrðir í Englandi, „móðurlandi knatt- spyrnunnar" þessa dagana og næstu vikurnar. Lifið í London ber mikinn svip keppninnar. Um 100 þús. erlendir gestir gista England •— aðallega London — vegna keppninnar. Á strætum og torgum er seldur allskyns varn- ingur sem minnir á keppnina, alls kyns merki, hálsbindi, jakk- ar, treflar o.fl. o.fl. Aðgöngumið- ar ganga kaupum og sölum á svörtum markaði fyrir margfalt verð. Á börum og krám, í stof- um og vinnustöðum er skegg- rætt um leikmenn og lið, hæfi- leika, getuleysi o.s.frv. Víðsvegar um heim biða svo tug- eða hundruð miUjóna manna í spenn- ing eftir fréttum af leikunum. í STUTTU IUÁLI BELFAST, N-írlandi, 4. júlí, NTB, AP. — Elísabet Breta- drottning er nú komin til Bel- fast í tveggja daga heimsókn. Óttast hafði verið að heimsókn- in yrði tilefni til endurnýjaðra illdeilna irsku þjóðernissinnar- anna kaþólsku og mótmælend- anna í Úlster í N-írlandi, en ekki ehfur þó komið þar til alv- arlegra óeirða enn, enda varúð- arráðstafanir miklar. Átök hafa verið með mótmælendum og ka- þólskum í Úlster undanfarna mánuði og oft komið til uppþota. Er drottning og hertoginn af Edinborg maður hennar óku um götur Belfast var varpað að bif- reið þeirra múrsteini og nokkru síðar kom flaska fljúgandi en hitti ekk’ Berlín, 6. júní (NTB) / HÓPUR austur-þýzkra her- manna hóf í dag að rifa nið- ur hluta af Berlinarmúrnum og setja upp gaddavirsgirð- ingar í staðinn. í Vestur- Berlín er talið að yfirvöldin í austurhlutanum hafi í hyggju að koma upp kerfi af gaddavírsgirðingum og við vörunarkerfi til þess að hindra flóttafólk þannig í því að komast yfir borgarmörk- in.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.