Morgunblaðið - 10.07.1966, Síða 8

Morgunblaðið - 10.07.1966, Síða 8
8 MORGUNSLADIÐ HVAÐ VERÐUR Repúblikanar i Bandar'ikjunum eru ræða forsetakosningarnar — Úrslit munu ráða miklu um framboð ÝMSUM kann að þykja, að naumast sé timabært að hafa uppi getgátur um framboð og úrslit í forsetakosningum þeim, sem fram eiga að fara í Bandaríkjunum 1968. I»ó er það svo, að blöð vestra hafa allmikið um þessi mál ritað á undanförnum vikum, og veldur þar mestu um, að þingkosningar eiga að fara fram í Bandaríkjunum í nóv- ember nk., og telja repúblík- anar að þeir muni vinna veru- lega á demókrata í þeim kosningum. Þingkosningamar, svo og rikisstjórakosningar í tveimur ríkjum, Michigan og Kaliforníu, munu að öllum líkindum hafa mikil áhrif á framboð repúblikana í for- setakosningunum eftir tvö ár. Framboð demókrata í forseta- kosningunum liggur hinsvegar Ijóst fyrir. I.yndon B. Johnson mun án nokkurs vafa bjóða ság fram fyrir annað kjör- tímabil, endist honum líf og beilsa. Mikil vakningaralda er nú meðal repúblí'kana vestra, og í öllum ákafanum glittir í þá óskhyggju flokksins, að hann muni verulega bæta við »ig þingsætum á kostnað demókrata. Hinir bjartsýnustu repúblíkanar hafa að meira segja við orð, að vel kynni svo að fara að sagan frá 1946 endurtaki sig í nóvember. 1946 misstu demókratar meiri- hluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Harry Tru- man var þá forseti. Bjartsýni Á þessu stigi málsins hafa þegar allmörg nöfn verið nefnd í sambandi við framboð repúblíkana gegn Johnson 1968. Hæst ber þá George Romney, ríkisstjóra í Michig- an, Richard Nixon, fyrrum varaforseta og Ronald Reag- an, sem fyrir nokkru vann mikinn sigur í undankosning- Um innan repúblíkana í Kaliforníu og keppir nú við Edmund Brow, núverandi rí'k- isstjóra í Kaliforníu, um ríkis- stjóraembættið. Brown er demókrati. Fleiri nöfn hafa og verið nefnd. Ahnennt líta repúblíkanar svo á, að flokkur þeirra muni vinna verulega á í nóvember- kosningunum, og fer bjartsýni í flokknum fremur vaxandi en hitt. Sem dæmi má nefna, að fyrir skömmu sögðu repúblí'k- anar að þeir vonuðust til þess að vinna 20 til 30 þingsæti í fulltrúadeildinni í nóvember, en nú segja þeir að vonir standi til að þau verði fremur 30 til 40. Nú er jafnvel svo komið málum, að ýmsir demó- kratar spá því, að repúblík- anar muni vinna allt að 50 eða 60 sætum. Margir repúblíkanar telja, að tvennar ríkisstjórakosning- ar, sem fram eiga að fara í haust, vísi leiðina beint til ársins 1968, er forsetakosning- ar fara fram. í Miohigan er Romney, rik- isstjóri, í fram'boði til endur- kjörs, og er honum spáð mikl- um sigri. í Kaliforníu hyggst kvikmyndaleikarinn fyrrver- andi, Ronald Reagan, ná ríkis- stjórasætinu af Edmund ,,Pat~ Richard M. Nixon — annað tækifæri 1968? Brown. Beri Reagan sigur úr býtum telja margir repúblík- anar að ný öfl hafi verið leyst úr læðingi innan flokksins. Repúblíkanar á austurströnd Bandaríkjanna hafa þegar haf ið mikla herferð til stuðnings Romney því að Romney verði frambjóðandi flokksins 1968. Nixon og Romney Þá hafa stuðningsmenn Ric- hard Nixon einnig hafizt Gerald Ford — varaforsetaefni? handa, en sem kunnugt er beið Nixon ósigur fyrir John F. Kennedy 1960, og réði naumt atkvæðamagn úrslit- um. Nixon hefur ferðast mikið um að undanförmi, og tryggt sér stuðningsmenn, einkum í héruðum þeim, sem studdu Barry Goldwater gegn John- son í síðustu kosningum. Margir repúblíkanar, sem fylgjast vel með rnálum, spá 1968? jpegar farnir að bingkosninga i nóv. boðssæti repúblíkana 1968 muni standa milli Nixons og Romneys. Þar munu kjörmenn því að slagurinn um fram- Kaliforníu á flokksþinginu hafa mikið að segja. Því er á það bent, að sigri Ronald Reagan í ríkisstjóya- kosningunum í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkj- anna, muni það, er öll kurl eru til grafar komin, verða Nixon að gagni. Bæði Nixon og Reagan unnu baki brotnu fyrir Barry Goldwater 1964, en hinsvegar hélt Romney sig frá Goldwater, en var endur- kjörinn ríkisstjóri í Michigan sem einskonar „sjálfstæður" repúblíkani. Mikið er rætt um þá stað- reynd, að Romney hefur reynzt óvenju happasæll at- kvæðalega séð. 1962 braut hann 16 ára gamla hefð í Michigan, en það tímabil höfðu demókratar farið sam- fellt með stjórn ríkisins. 1964, er Lyndon Johnson hlaut nær 1 milljón atkv. umfram Gold- water í Michigan, sigraði Romney í ríkisstjórakosning- unum með 400.000 atkvæða meirihluta. Ef litið er á at- kvæðamagn Romneys í ríkis- stjórakosningunum, og Gold- waters í forsetakosningunum, hlaut Romney 700.000 atkvæði umfram þann síðarnefnda. Því er spáð, að í ár muni Romney hljóta enn fleiri at- kvæði. Vinir hans segja, að frjálslyndi hans lýsi sér m.a. í því, að hann hefur skipað marga negra í embætti, og staðreynd er að fjármál Michigan hafa tekið stakka- skiptum til hins betra í stjórn- artíð hans. Ýmsir stjórnmálamenn telja, Jacob K. Javits — studdur af Rockefeller að gangi Romney allt í haginn á næstunni, muni hann hljóta stuðning repúblíkana flestra iðnaðarríkja austurstrandar- innar, aiík heimarí'kis hans og nokkurra annarra ríkja í Mið- vestrinu á flokkslþinginu 1968. Flestir repúblíkana telja, að Suðurríkin muni fylkja sér um Nixon, enda hlaut Gold- water mikinn stuðning þaðan. Og ekki eru mörg ár síðan Suðurríkjamenn sáu myndir í blöðunum, sem sýndu Romney í mannrétt- indakröfugöngu með negrum. Tveggja áratuga starf Urh Nixon er það að segja, að hann hefur hagað sér á mjög svipaðan hátt og hann gerði, er hann sóttist eftir framboðinu 1960. Hann er ávallt reiðubúinn til þess að mæta í fjársöfnunarkvöld- verðum flokksins. Hann þek'k- ir skírnarnafn flokksfioringja allra ríkja Bandarikjanna og að auki fiokksleiðtoga í mörg hundruð héiuðum. Hann heí- George Romney — nýtur stuðnings í Austurríkjunum ur og gert mörgum þeirra greiða. Nixon hefur nú unnið fyrir flokkinn í tvo áratugi. Hann þekkir því innanlandsmálefni til hlítar, og ferðir hans um heiminn hafa gert hann margs vísari um utanríkismál. Hann er í áliti hjá stuðningsmönn- um Goldwaters, og hann hef- ur, með sæmilegum árangri, reynt að halda góðum tengsl- um við „frjálslynda". Nixon er pólitískur raun- sæismaður. Hann gerir sér grein fyrir því, að margir líta til ósigurs hans í forsetakosn- ingunum 1960 og ríkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu 1962, og að hann er af mörg- um talinn óheilla'kráka í kosningum. Hann gerir sér og grein fyrir því, að þetta mun reynast honum erfiður ljár í þúfu. Hinsvegar er talið, að Nixon muni halda sínu striki ótrauð- ur, og stefna að settu marki. Hann á marga öfluga stuðn- ingsmenn, og á flokksþingi repúblíkana 1968 mun ugg- laust kveða að honum. Repúblfkanar eru og þegar farnir að ræða um hvaða menn kæmu til greina í fram- boð til varaforseta fyrir flokk- inn. Er Nelson Rockefeller, ríkisstjóri, dró framboð sitt til baka á síðasta flokksiþingi, bar hann fram tillögu um þá Romney ríkisstjóra og Jacob K. Javits, öldungardeildar- þingmann frá New York. Aðrir repúblíkanar hafa rætt um að Gerald R. Ford, leiðtogi þingflokks repúblík- ana í fulltrúadeildinni, verði í framboði með Nixon, en þeir eru gamlir vinir. Þannig ræða repúblíkanar hvað gerast muni 1968. En óþarft er að taka fram, að allt Charles H. Percy — gæti orð- ið skæðasti keppinautur Fords er það undir því komið, hversu flokknum reiðir af í þingkosningunum á þessu ári. Sunnudagur 10. júlí 1966 10 íbúðir óskast Höfnm kaupendur að einbýlishúsum og 2ja—8 herb. íbúðum í borginni. Hlýjafasteipasalan Laugavop 12 - Sími 24300 7/7 sölu PARHtJS við Hlíðarveg í Kópavogi. Húsið er tvær hæðir samt 103 ferm. 4 svefnherb., tvær stórar stofur, sér- þvottahús. Teppalagt og vandaðar innréttingar. 4RA RERBERGJA ÍBÚB á 4. hæð í næstu húsaröð- inni við Hraunbæ. Herb. í kjallara fylgir. Innréttingar að miklu leyti komnar. Sameign fullgerð. Afhent strax. SÉRHÆÐIR í smíðum í Kópavogi, frá 120 ferm., allt sér. 2ja og 3ja herb. íbúðir víðs- vegar í borginni. 4ra—6 herb. íbúðir í austur- borginni. 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í smíðum í Hraunbæ. Afh. 1. okt. Sameign fullgerð. FASTEIGNASALAN HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTI á Símar 16637 og 18828. 7/7 sölu Góð kjallaraíbúð 2ja herb. 1 Smáíbúðahverfinu. Útb 350 þúsund. Við Þórsgötu 3ja herb. íbúð. Við Ásvallagötu 4ra herb. ris- íbúð, ásamt bílskúr, ný- standsett. Fokhelt raðhús í Hafnarfirði selst með tvöföldu gleri í gluggum, verð 650 þúsuind. fasteignasalan Skólavörðustíg 30. Sími 20625 og 23987 7/7 sölu Vii flliitavatn bátaskýli til sölu. Sumarbústaðaland við Álftavatn. Höfum kaupendur að íbúðum af öllum stærðum. Háar útb. finar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4. Simi 16767. Kvöldsimi milli 7 og 8 35993. Peningalán Útvega peningaián: Til nýbygginga. — íbúðarkaupa. — endurbóta á ibúðum. Uppl. kl. 11-12 Lh. og 8-9 eÁ. Sími 15385 og 22714. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. JOHANNFS L.L. HELGASON JONAS A. AÐALSTEINSSON Lögfræðingar Klapparstig 26. Simi 17511.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.