Morgunblaðið - 05.08.1966, Síða 4
4
MORCU N BLAÐIÐ
Fostudagur 5. águst 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
MAGIMUSAR
skipholti21 s:mar 21190
eftir lokuri simi 40381
sfM' 3-lí-GO
mnif/Ð/R
Volkswagen 1965 og ’66.
Ymm"BiLALEICAN
rALUR 2
1
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 220 22
LITLA
bílaleigun
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
33924
22-1-75
PILTAR —
EFRlOfiOíP UNNUSTVNA
ÞÁ A ÉC HRlNCANA
/IsM'jní/s
jðtotPftréM/ S '
BOSCH
Þurrkumótorar
24 volt
12 volt
6 volt
Brœ&urnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Þjóðhátíðin
Einn af lesendum blaðs-
ins skrifar okkur bréf um þjóð
hátíðina í Vestmannaeyjum, en
hún verður haldin um næstu
helgi að mig minnir. Segist
bréfritari hafa farið ásamt
konu sinni á þjóðhátíðina í
fyrra — og í framhaldi af því
segir hann m.a.: „Vorum við
í tjaldi eins og allir aðrir.
Fyrsta kvöldið fórum við úr
tjaldinu um 12-leytið til þess
að skemmta okkur — og kom-
um aftur tveimur stundum síð-
ar. (Hér mun vera átt við 12
á miðnætti). Urðum við þá vör
við að plága hafði herjað tjald
okkar. Öllu hafði þar verið snú
ið við. Horfnar voru tvær flösk
ur af víni, myndavél, sem kost
aði 6.000 krónur, skór, sem
keyptir höfðu verið fyrir 900
krónur fjórum dögum áður.
Frá konunni var stolið snyrti-
áhöldum og auk þess kr. 3.000,
sem hún hafði í gáleysi skilið
eftir í veskinu sínu.
Sama plágan hafði herjað
tjöldin við hliðina á okkar
tjaldi. Mikið magn af víni
hafði horfið — svo til allt, sem
unga fólkið hafði haft með sér.
Svefnpoki og prímus hurfu
líka.
Forráðamenn skemmtunar-
innar svo og lögreglan vildu
allt fyrir okkur gera, en gátu
ekkert. Vonlaust var að finna
þann eða þá, sem farið höfðu
með ránshendi um tjaldbúðirn
ar.
1 framtíðinni væri hægt að
koma i veg fyrir betta og ann-
að hliðstætt með því að koma
upp skúr á hátíðarsvæðinu —
þar sem starfsmenn hátíðarinn
ar tækju við og geymdu muni
fyrir hátíðargesti. Hingað til
hefur fólki verið bent á að
skilja dýrmæta muni ekki við
sig, en ekki er hægi að bera
allt á sér meðan á skemmtun-
inni stendur. Eða heldur þú að
þægilegt væri að dansa með
2—3 vínflöskur um hálsinr,
myndavél og annað lauslegt?
f>á þyrftu konurnar að hafa
veski sín í höndunum allan
tímann — og ef vel ætti að
vera þyrftu gestirnir að vera
með svefnpoka, tjöld og bak-
poka á bakinu meðan á dans-
inum stæði — og hafa prímus
dinglandi við læri.“
Með flöskurnar
bundnar um háls-
inn
Þetta segir bréfritari
væntanlegum þjóðhátíðargest-
um til viðvörunar og bendir
forráðamönnum hátíðarinnar
jafnframt á það, hvernig koma
megi í veg fyrir að dýrmætum
munum sé stolið.
Velvakandi er hins vegar
þeirrar skoðunar, að þeir þjóð
hátíðargestir, sem koma klyfj-
aðir brennivíni til leiks, ættu
umfram allt að dansa með
flöskurnar bundnar um háls-
inn. í>að færi þeim bezt. En að
koma upp gæzluliði til þess að
gæta vínbirgðanna ti'l þess að
eigendur geti drukkið frá sér
vitið í ró og næði — já, sltKt
mætti telja góða þjónustu.
Mundi sennilega flokkast und-
ir menningarmál.
Hins vegar ætti að vera hár
sem annars staðar — í sam-
göngumiðstöðvum og í stærri
bæjum — greiður aðgangur að
einhverjum þeim aðila, sem
tæki að sér að geyma verð-
mæti í lengri eða skemmri
tíma. En sérstök brennivíns-
geymsia á útivistarsvæði
mundi sennilega ekki stuðla að
bættri umgengni eða auka mik
ið svonefnda drykkjumenn-
ingu.
* Stolið frá
Bakkusi
Oft hefur verið rætt^ og
ritað um ólæti og slæma hegð
un, sem beinlínis hefur átt rót
sín að rekja til vínneyzlu ung-
linga á þjóðhátið í Vestmanna-
eyjum.
Til Eyja flykkist fólk í stór-
hópum yfir þessa hátíð, eink-
um ungt fólk. Mér er sagt, að
margir Vestmannaeyingar séu
farnir að flýja Eyjarnar þessa
daga — og ljóst er, að heima-
menn eiga minnstan þátt í því,
sem aflaga fer.
Þjóðhátíðin í Eyjum virðist
vera komin i sama vanda og
Þórsmörk Var komin í um
verzlunarmannahelgina. Þar
átti sér stað alvarleg þróun.
Sem betur fer virðist nú
margt benda til þess, að sú
þróun hafi verið stöðvuð. Skát
ar og bindindismenn virðast
nefnilega á góðri leið með að
„stela“ verzlunarmannahelg-
inni frá Bakkusi — og eiga
hinir framtakssömu leiðtogar
íslenzks æskufólks skilið
stuðning allra góðra manna.
Það kæmi engum á óvart, þótt
Bakkus færi líka halloka í Vest
mannaeyjum — og þjóðhátíð-
inni yrði „stolið“ á sama hátt:
Að skátar, bindindismenn og
aðrir, sem láta sig varða mál-
efni æskufólks, beindu straumn
um í aðra átt með sameigin-
legu átaki. Þá gætu Vestmanna
eyingar verið heima hjá sér á
þjóðhátíðinni.
-fc Grænmetismat-
stofa
G. J. skrifar:
„í tímariti Náttúrulækninga-
félags íslands, „Heilsuvernd“,
birtist fyrir skömmu ávarp til
áhugamanna um stofnun mat-
stofu hér í Reykjavík og var
þess getið að þegar hefðu bor-
izt loforð margra um fjárfram-
lög.
Það hefir oft verið um þetta
rætt, þótt ekki hafi orðið úr
framkvæmdum. Það væri æski
legt að hér væru fleiri litlir
snyrtilegir matsölustaðir, sem
gætu selt máltiðir á hóflegu
verði.
Ferðamannastraumurinn
eykst ár frá ári. Fólk utan af
landsbyggðinni þarf að dvelja
á höíuðstaðnum um lengri eða
skemmri tíma. Til þess að fá
góðan mat, þarf þetta fólk að
fara in á eitthvert hinna fínu
hótela. Verðið fyrir slíkar mál-
tíðir, og þá þjónustu, sem þar
er látin í té, er eðlilega of-
viða pyngju hvers venjulegs
ferðamanns, ef um lengri tíma
er að ræða.
Útlendingar sem hér þurfa
að dvelja, eru flestir vanir því
að neyta meira grænmetis og
ávaxta en við gerum, og kvarta
undan því að geta ekki fengið
keyptar léttar máltíðir.
Ég minnist þess að hafa les-
ið grein eftir grænmetisfram-
leiðanda, þar sem hann gat
þess, að húsmæður kynnu ekki
að nota sér á réttan hátt það
grænmeti, sem á boðstólnum
væri á hverjum tíma.
Það er leitt fyrir húsmæður
nútímans, með hihar glæsilegu
eldhúsinnréttingar og fullkomn
ustu vélar til matargerðar, að
láta segja um sig að þær kunni
ekki nógu vel til matreiðslu.
Það hefir heyrst að eldhús-
menning hér á landi sé komin á
svo hátt stig að þar megi ekki
matarlykt finnast. Ef rekin
væri grænmetismatstofa í
Reykjavík, væri æskilegt að
húsmæður hefðu greiðan að-
gang að því að kynnast græn-
metisréttum og tilbúningi
þeirra. Gæti það orðið þeim
aðstoð og hvatning til þess að
bæta daglegt viðurværi fjöl-
skyldunnar.
Við óskum þess öil að börn
okkar séu hraust og heilbrigð.
Flestar húsmæður þekkja
hvernig stofublómin þeirra líta
út ef þær trassa að gefa þeim
áburð og vökvun.
Það er marg sannað að ýms-
ir þeir kvillar er sækja á börn
og unglinga á uppvaxtarárum
þeirra, stafa af því, að fæðan,
sem þau fá, er ekki nógu nær-
ingarík. Það hefir löngum geng
ið treglega að vekja áhuga ís-
lendinga á notagildi og neyzlu
matjurta.
Um miðja átjándu öld voru
fyrst fluttar hingað til lands
kartöflur til útsæðis. Á þeim
tíma féllu árlega um eitt þús-
und landsmanna úr hungri og
harðrétti.
Björn Halldórsson presíur i
Sauðlauksdal var þá einn
helzti brautryðjandi í garð-
rækt og átti mestan þátt í þvi
að kenna landsmönnum að
nota grænmeti til matar. Til-
raunum sínum í þá átt lýsir
hann á þessa leið: „Þegar hjú
mín urðu þeas áskynja, að
ég ætlaði að gefa þeim kál til
matar, risu þau öndverð gegn
því, að sögðu að það væri ekki
sómasamlegur matur. Ég varð
að slá undan í það skiptið og
láta eins og mer hefði ekki ver
ið alvara að knýja fram þenn-
an ásetning minn. Kálið stóð i
garðinum og hélt áfram að
vaxa fram eftir hausti."
Sem betur fer þurfum við
fslendingar tuttugustu aldar-
innar ekki að berjast við hung-
urvofuna. Nú er það fremur
ofát og offita, sem fólk hefir
áhyggjur af. Allskonar óholl-
um efnum er blandað í matvæl
in, til þess að verja þau
skemmdum eða til bragðbætis.
Niðursoðinn matur er mikið
notaður. Við þurfum að hafa
matvælaeftirlit til þess að
verja neytendur heilsu og fjör
tjóni af allskonar eiturmeng-
uðum matvælum.
Jónas heitinn Kristjánsson
læknir barðist manna mest
fyrir aukinni grænmetisneyzlu.
Á heilsuhæli Náttúrulækninga
félags íslands í Hveragerði má
sjá árangurin af hinu mikla
starfi hans. Grænmeti það,
sem notað er þar, er ræktað
með lífrænum áburði, eftir
ströngustu kröfum. Þar eru
miklir og góðir ræktunarmögu-
leikar og allar aðstæður fyrir
hendi til þess að sjá matstofu
í Reykjavík fyrir fyrsta flokka
grænmeti.
Grænmetismatstofa hér
myndi ekki verða rekin sem
gróðafyrirtæki. Það ætti að
vera trygging fyrir því, að
neytendur fengju þar máltíðir
á sanngjörnu verði.
Línur þessar eru ritaðar I
þeim tilgangi að hvetja þá,
sem kynnu að vilja styrkja
þetta málefni á einhvern hátt,
til þess að hafa samband við
skrifstofu Náttúrulækninga-
félags íslands, að Laufásvegi 2l
— GJ.“
Nestispakkar — Smurt brauð
Kaldur veizlumatur
Heitur veizlumatur
Matur fyrir vinnuflokka
Álegg í úrvali
MIÐBÆR
KJOTBURIÐ HF.
Háaleitisbraut 58—60 - Sírni 37140