Morgunblaðið - 05.08.1966, Page 10

Morgunblaðið - 05.08.1966, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 5. Sgúst 1966 í FYRRI viku kom til íslands yfirmaður söludeild- ar RRC-sjónvarpsins í Evrópu Mr. Collum, þeirra erinda að ræða við íslenzka sjónvarps- menn um sjónvarpsþætti þá, sem EfRC hefur á boðstólum og sem gætu hentað á íslandi, þegar íslenzkt sjónvarp hefur göngu sína. Hann sagði Mbl., í viðali, að ekki hefði verið gengið frá neinum kaupum núna, heldur rætt um leik- þætti, fræðslumyndaþætti og „frægra manna þætti“ og yrðu sjálfsagt teknar ákvarð Mr. Collum (annar frá vinstri) frá sjónvarpi BBC með íslenzkum sjónvarpsmönnum, Emil Björnssyni, deildarstjóra fréttadeildar, Pétri Guðfinnssyni, framkvæmdastjóra sjónvarpsins og Steindóri Hjörleifssyni, d eildarstjóra skemmti og fræðsludeildar. Hlutverk sjónvarps að skemmta, upplýsa, fræða segir mr. Collum frá sjonvarpi BBC anir um kaup á þeim fljót- lega. Mr. Collum sagði, að RBC hefði byrjað almenningssjón- varp fyrir 20 árum, á undan öllum öðrum. Það væri hluti af hinu kunna BRC, sem ekki er ríkisfyrirtæki heldur sér- stök stofnun, er hóf útvarp 1920. RRC skiptist í þrjár deildir, sem fást við heimaút- varp, sjónvarp og útvarps sendihgar út um heim. Sjón- varpið framleiðir sjálft 85% af öllu sínu efni og það er mikil framleiðsla á ári, þar sem sent er út alla daga. Byrj að er kl. 1 e.h. á kennsluþátt- um, sem tengdir eru kennsl- unni í skólunum. Síðdegis eru barnaþættir. Og svo er haldið áfram til kl. 11 á kvöldin og 'meira á laugardögum og sunnudögum. — Við teljum hlutverk okk ar í BBC að skemmta, upplýsa og fræða, sagði Mr. Collum. Og mér sýnist að íslenzku sjónvarpsmennírnir ætli að fylgja sömu stefnu. Við sjón- varpið hér er sýnilega skyn- samt fólk, sem virðist ákveð- ið í að gera vel. Ég held að sjónvarp ætti að geta orðið ágætt til að stytta stundir á löngum vetrum. Auk þess efnis, sem BBC sjónvarpið framleiðir sjálft, kaupir það efni frá öðrum löndum í Evrópu og Ameríku eða hefur samvinnu við aðra um framleiðslu þátta, Euro- vision getur t.d. sameinað sendingar frá 8—9 löndum og er það t.d. gert í söngkeppn- um. Þegar sjónvarpsefni er þannig flutt á milli landa, þarf að færa það yfir á við- komandi tungumál. Það er ýmist gert með að þýða á let ur neðanmáls eða að taka út erlenda talið og láta leika hitt málið inn á aftur. Það síðarnefnda er miklu erfiðara. Kvaðst Mr. Collum ekki vita hvað gert yrði hér, en hann gæti ímyndað sér að notað yrði letur neðanmáls, nema í fræðsluþáttum, þeir eru miklu viðráðanlegri, þar sem aðeins eru 1—2 raddir. Leikritaflutn ingur er erfiðari, þar sem það er túlkandi list, sem margir taka þátt í. Á Norðurlöndum, Hollandi og fleiri löndum er fyrirkomulagið sem að ofan greinir. — Það eru til hjá okkur ýmsir þættir, sem væru áreið anlega hentugir fyrir ykkur á íslandi og við viljum selja sagði mr. Collum ennfremur. En á þeim hvíla ýmsar kvaðr ir, svo sem höfundaréttur, aukagreiðsla til leikara o.fl., þannig að of mkill kosnaður fylgir þeim fyrir sjónvarpið hér. Við framleiðsluna er það ýmst að við greiöum í eitt skipti fyrir öll þeim, sem starfa við það, eða aðeins fyr ir okkar eigin sendingar og síðan prósentur af útlánum til annarra landa. Kostnaður við framleiðslu efnis er alltaf mjög mikill. En við erum heppnir í Englandi miðað við ýmsar aðrar þjóðir, því við eigum svo mikið af góðum leikurum, sem ekki eru á „toppinum“ og þeir nýtast mjög vel fyrir sjónvarp. Við þurfum svo mikið úrval af góðu fólki, því ekki er hægt að vera með sömu andlitin í sjónvarpsleikjum dag eftir dag. T.d. gengur ekki að sama andlitið sýni lögreglumann í dag og glæpamanninn á morg — Við seljum sjónvarpsefni um allan heim, einnig nokkuð til Austur-Evrópulandanna, sagði mr. Collum. Að visu er sent út með mismunandi línu fjölda á skerminum, Við sem fyrstir byrjuðum í Bretlandi sjónvörpum á 405 línum, en Evrópukerfið á meginlandinu er 625 línur á skermi. Þessu er hægt að breyta áður en efn ið er sent út. Efninu frá okk- ur yrði búið að breyta áður en það kæmi hingað á filmu, því hér er Evrópukerfið. Fliman er leigð og endursend að lokinni notkun. Þannig get um við selt efnið á sömu film unn oft. Það má nota sömu filmuna á 7—8 stöðum', án þess að á henni sjái, ef vel er með hana farið. Aftur á móti má líka eyðileggja hana í eitt skipti. Og útsendingin verður að vera góð og gallalaus. T.d. hefur það engan tilgang að endurvarpa tónlist illa. Við höfum spjallað vítt og breitt við Mr. Collum um sjón varpsefni og sölu á því. Fyrir okkur, sem lítið þekkjum txl þessa nýja skemmti- og fræðslutækis, er efnið óþrjót andi. En nú voru íslénzkir sjónvarpsmenn komnir til að sækja Mr. Collum og þeir eru sjálfsagt ekki síður áfjáðir í að ræða við reyndan sjón- varpsstarfsmann frá BBC. Svo við létum þeim hann eftir. Um læknaskort dreifbýlisins BLAÐAGREIN hins unga læknis, Gísla G. Auðunssonar, sem ný- lega birtist, um læknaskort dreif- býlisins, hlýtur að vera íbúum hinna dreifðu byggða í landinu mikið fagnaðarefni a. m. k. því fólki, sem búið hefir við mestan skort á læknaiþjónustu nú um ;keið. Og þeir eru vissulega nargir, sem við slíkan skort hafa >úið og hafa orðið að horfast í mgu við þá staðreynd, að ekki nundi úr rætast í þessu efni að ibreyttu fyrirkomulagi lækna- ójónustumála dreifbýlisins. Grein 3.G.A. er hin merkasta og verð- jkuldar greinarhöfundur fyllsta þakklæti fyrir sína glöggu grein- argerð og ágætu upplýsingar í þessu máli. Kemur þar fram fag- leg greinargerð í þessu máli, sem leikmenn hafa ekki á sínu valdi, svo sem eðlilegt er. Er ánægju- legt að heyra það að þó sú stað- reynd sé augljós ,,að ungir lækn- ar eru með öllu afhuga héraðs- læknisstörfum, eins og þau eru í dag“ eins og G.G.A. segir, mundu þó ýmsir þeirra hafa hug i að helga sig læknisstörfum í ireifibýlinu, að tilskildu þvr fyrir komulagi þessara mála og þeirri uppbyggingu úti í dreifbýlinu, ;em gerir læknum mögulegt að ;tarfa á þeim grundvelli, sem nútíma læknisfræði krefst og hinir ungu læknar eðlilega vilja þ. e. á grundvelli hópxstarfs. Er ljóst af grein G.G.A. að læknamiðstöðvar er það sem koma þarf út um hinar dreifðu byggðir. G.G.A. segir í grein sinni: „Geri almenningur sér þetta ljóst“, það er þörfina á skilyrð- um til vísindalegra vinnubragða lækna, „hlýtur krafan um hóp- s'tarf einnig að koma frá honum, en betri Iiðsmann gætu læknar ekki fengið“. Því verður að treysta, að þenn- an liðsmann, almenning, hljóti læknar að fá( svo mjög sem al- menningur, víðast hvar, hefir á því þreifað hvert alvörumál hér er um að ræða. „Hinn mikli segull“ Reykja- vík er hinum dreifðu byggðum erfiður keppinautur í þessum efnum, sem ýmsum öðrum. En vel má taka undir þau ummæli G.G.A. að „íslenzka þjóðin er enginn brjóstmylkingur lengur, og hún getur vel skapað þá starfsaðstöðu héraðslækna, sem fullnægir kröfum tímans, ef hún hefir áhuga á“. Geri hún það ekki, mun hún heldur ekki njóta liðveizlu okkar, og hvernig leys- ir hún vandamálið þá?“. Já, hvernig leysir hún málið þá? Því má hér við bæta, að hinar dreifðu byggðir eru heldur ekki svo miklir efnahagslegir brjóstmylkingar, að ekki sé hægt með sameiginlegu átaki aiþjóðar og einstakra svæða dreifbýlisins að framkvæma þá uppbyggingu sem til þarf, að þessi mál komist í það horf, sem þróunin augljós- lega krefst. Hér er um að ræða eitt af þeim grundvallar málum, sem varða framtíð dreifb/lisins, og þegar á það er litið, hvað fram- undan er, ef ekki verður að því snúist að leysa þessi mál á áður- greindan hátt, ber að vísu ekki fyrst og fremst að líta á hina fjárhagslegu hlið málsins, heldur á þá miklu þörf, sem á því er að leysa málið til frambúðar. Húsvíkingar hafa um skeið búið við mikinn skort læknis- þjónustu, þrátt fyrir afburða gott starf fyrrverandi héraðs- læknis, Daníels Daníelssonar. Því var það, að framkvæmda- ráð Sjúkrahúss Húsavikur, sem hefir náin kynni af þessum vandamálum hér í Húsavík, og Húsavík og Húsavikurlæknishér- að er engin undantekning í þess- um efnum, samþykkti eftirfar- andi ályktun og greinargerð á fundi sínum 12. apríl sl. : Framkvæmdaráð Sjúkrahúss Húsavíkur litur svo á, að lækna- þörf Húsavíkur og nágrennis verði ekki fullnægt til frambúð- ar nema með nýrri skipan lækna- mála. Sú nýskipan telur fram- kvæmdaráðið að vera eigi í því fólgin, fyrst og fremst, að sett verði upp læknastöð í Húsavík, er þjónað geti og fullnægt lækn- isþjónustuþörf stærra svæðis, enda verði gerðar aðrar þær ráð- stafanir, í þessu sambandi, sem nauðsynlegar reynast, til að ný- skipan þessi eða önnur því lík nái tilætluðum tilgangi. Greinargerð: Á seinni árum hefir það komið skýrt í Ijós, að landsbyggðin hef- ir notið ófullnægjandi lækna- þjónustu. Hafa erfiðleikar al- mennings í þessu sambandi keyrt svo úr hófi, að ekki verður við unað, og er því bráð nauðsyn, að sem fyrst verði leitað leiða út úr þessum vanda. Sú skipan læknamála, sem varað hefur marga undanfarna áratugi er nú orðin með öllu ófullnægjandi. Segja mætti að þróunin hefði sprengt hina gömlu skipan þessara mála af sér. Er því í tillögu þessari lagt til, að tekin verði upp ný skipan þessara mála. Ennfremur má út frá því ganga, að því aðeins verði hér breyting á, að þrýstingur til breytinga í þessu efni komi frá þeim, sem harðast hafa orðið úti vegna þróunar þeirrar sem orðið hefur á undanförnum árum. Þessi ályktun ásamt greinar- gerð var send landlækni og ráðuneyti. Að framkominni hinni faglegu greinargerð G.G.A. get- ur almenningur dreifbýlisins, þeir sem verst eru settir til að byrja með, tekið höndum saman við lækna, einkum hina yngri, til þess að vinna að varanlegri lausn þessa mikla vandamáls. Verður í þessu máli að ryðja úr vegi öllum hindrunum sem í vegi kunna að verða. Er hér eftir engu að bíða. Hér er um að ræða málefni, ásamt mörgum öðrum, sem ætti að verða viðfangsefni fyrir fjórð- ungasamtök. Hvað Norðurlandi viðkemur ætti þetta mál að verða ekki veigaminnsta atriðið í uppbyggingaráætlun Norður- lands. Er ekki með þessu verið að draga úr því, að einstök svæði leggi sig fram til hins ýtrasta og láti einskis ófreistað til að vinna að framgangi þessara mála. Húsavík 26. júlí 1966. Páll Kristjánsson. íbúð óskast til leigu strax. Nýtízku íbúð 3ja—5 herb. — Há leiga í boði. — Þarf að vera laus strax til íbúð- ar. — Tvennt fullorðið í heimih. — Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. EINAK SIGUBÐSSON, Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. Kvöldsími milli kl. 7 og 8, 35093. Iðnaðarhúsnæði í nýbyggingu er til leigu 1200 ferm. iðnaðarhúsnæði á götuhæð. — Lofthæð er 4,40 m, engar súlur. — Húsnæðið er ennþá óinnréttað, en gert er ráð fyrir vönduðum frágangi. — Þeir, sem hafa áhuga á slíku húsnæði, eru vinsamlegd beðnir að tilgreina nafn, iðngrein og aðrar upplýsingar í bréfi, merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 4793“ er afhendist afgr. Mbl. fyrir II. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.