Morgunblaðið - 20.08.1966, Side 1

Morgunblaðið - 20.08.1966, Side 1
24 síður k Surtsey gýs nú aftur. Flugvél nálgast eyjuna, þar sem reykur stígur upp frá eldstöðvunum í eynni. Sjá frétt á baksíðu. (Ljósm.: Sv. Þorm.). Miklir jaröskjálftar uröu í gær í Tyrklandi Jarðskjálftinn mældist í Sovétríkjunum —■ óvist um tölu látinna og særÖra. en 80 eyði- legging á stóru svæði Istanbul, 19. ágúst — AP. MIKILL jarðskjálfti varð í dag í fjórum héruðum í Tyrklandi, og er þegar vit- að um 24, sem týnt hafa Iífi. Jarðskjálftinn var mikill, og munu um 80% húsa og annarra verðmæta á jarðskjálftasvæðinu hafa eyðilagzt. í þeim fregnum, sem í dag 'bárust frá jarðskjálftasvæS- unum, sem nú eru að mestu einangruð, segir, að a.m.k. ‘>5 manns hafi slasazt. Þá segir, að á einum stað hafi sjúkra- hús og lögreglustöð hrunið algerlega til grunna. Fregnir frá Sovétríkjunum herma, að jarðskjálftinn hafi mælzt þar, og munu mælar hafa sýnt, að hann væri 9 stig, á mæli, sem mælir mest 12 stig. Tyrkneski Rauði krossinn vann í dag að því að koma matvælum og lyfjum til þeirra þorpa og svæða, sem verst hafa orðið úti. Talsmaður tyrkneskra yfir- valda sagði fréttamanni AP í dag, að engin leið væri að segja til um, hve tjónið af jarðskjálfanum væri mikið. Þá mætti gera ráð fyrir, að mun fleiri hefðu látið lífið en fyrstu tölur bentu til, því að afskekkt þorp væri á jarð- skjálftasvæðinu, og væri nú ekkert samband við þau. „Á að endurvekja trúna á grýluna í austri?" — segir „Praváa", og ræbst harkalega á norsk fc/öð fyrir skrif, sem sovézka stjórnarmálgag nið telur runnin beint undan rifjum NATO Moskvu, 19. ágúst — NTB. HÖFUNDUR, sem nefnir sig Y. Kuznetsov, gerir í dag í „Pravda“, málgagni sovézka kommúnistaflokksins, harða árás á þau blöð á Vesturlönd- um, sem hann telur hægri- sinnuð. í skrifum sínum ræðst Kuznetsov fyrst og fremst á norska blaðið „Handels- og Sjöfarts- Tid- ende“ og „Aftenposten“. Seg- ir Kuznetsov, að þessi hlöð leggi sig sérstaklega fram um að gera verri sambúð Noregs og Sovétríkjanna. Eru norsku blöðin tvö sögð málgögn Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, og því bætt við, að þau haldi fram stað- lausum stöfum um stefnu Sovétríkjanna; séu Sovétrík- Framhald á bls. 23. Harðir bardagar - í Vietnam 2/3 skæruliðar Vietcong féllu i bar- dögum við ástralska hermenn Saigon 19. ágúst. AP-NTR. ÁSTRÖLSK hersveit barðist í dag í fjórar stundir við skæru- liða Viet Cong, um 70 km. suð- austur af Saigon, höfuðborg S- Vietnam. I bardaganum féllu 213 skæruliðar Og 17 úr liði Ástralíumanna. Er þetta mesta mannfall í liði Ástralíumanna á einum degi í S-Vietnam. Þá særðust 26 þeirra. Fregnir af bardögunum herma að skæruliðar hafi verið átta sinnum fleiri en áströlsku her- mennirnir. Bardaginn stóð á gúmmíekru, og hellirigndi á meðan. Fréttamenn segja, að ástralska liðið hafi verið umkringt um tíma, og hafi verið á það skotið frá öllum hliðum. Þá kom skrið drekasveit á vettvang, og tókst að rjúfa hring þann, sem sleg- inn hafði verið um Ástralíu- mennina. Mun hér hafa verið um að ræða einn harðasta bar- daga, sem háður hefur verið í S-Vietnam. Alls var varpað yfir 3000 hand sprengjum, auk þess, sem varp- að var eldsprengjum og öðrum sprengjum yfir lið skæruliða, Viet Cong. . Bardaginn hófst er Ástralíu- mennirnir voru á eftirlitsferð, og gengu fram á lið Viet Cong. Skæruliðarnir gerðu margar ár- ásir, en urðu hverju sinni að hörfa, og urðu fyrir miklu mannfalli. í loftorustu, sem háð var yfir Vietnam í dag, skaut bandarísk flugvél niður sovézk byggða or- ustuþotu af gerðinni MIG-17. Þá voru einnig gerðar loftárásir á ýmsar herstöðvar í N-Vietnam í dag. ,Nýir tímar nýir siðir' — hreingerning Pekingstjórnarinnar Tokyo, 19. ágúst. — AP. SKÝRT var frá því í Peking í dag, að kínverska kommúnista- flokknum hefði verið valin ný forysta. Ekki virðist listi sá, sem Sjávarútvegs- málaráðherra V-Þýzkalands * til Islands LANDBÚNAÐAR- og sjávarút- vegsmálaráðherra Sambandslýð- veldisins Þýzkalands, Hermann Höckerl, er væntanlegur í opin- bera heimsókn til íslands dag- ana 30. ágúst til 3. september í boði ríkisstjórnarinnar. f fylgd með ráðherranum verða dr. Meseck, fiskimálastjóri og dr. Eisenkrámer, fulltrúi. (Utanríkisráðuneytið). þar hefur verið birtur, fullkom- inn, og segja fréttastofur, að allt bendi til þess, að margir af ^ fyrri vinum og stuðningsmönn- um Mao Tse tung hafi nú orðið að draga sig í hlé, þar eð þeir njóti nú ekki verndar leiðtogans mikla. Meðal þeirra, sem ekki er tal ið að hafi lengur hæfileika til að stjórna í anda æðstu valdhafa, eru: • Lio Po-Cheng, eineygður hershöfðingi, sem mikið hefur komið við sögu Kína á undan- förnum árum. • Nieh Jung-Chenh, frægur her listarmaður og gamall byltingar sinni, varaforseti og ráðamikill Framhald á bls. 23. Engin nfstoðn til „Loftleiðn“ kunngerð enn Osló, 19. ágúst. — NTB. AFSTAÐA Norðurlandanna þriggja, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, til óska ísienzka flugfélagsins Loftleiða, um að fá að halda uppi flugferðum til þessara landa með RR-400 flugvélum sínum, hefur verið til umræðu í Osló undanfar- iS. Á fundi fulltrúa rilcis- stjórna landanna þriggja, sem staðið hefur í Osló, en lauk í dag, mun hafa verið ákveðið að senda tilmæli til samgöngumálaráðuneyta ríkj anna, en ekki vildu þeir, sem fundinn sóttu, neitt um það segja, á hvern veg til- mæli þessi eru. 25. þ.m. hefst í Kaup- mannahöfn ráðstefna um mál efni Loftleiða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.