Morgunblaðið - 20.08.1966, Qupperneq 2
2
MORGU N BIAÐIÐ
Laugárdagur 20 ’ágúst 1966
Harður árekstur varð i gær á
gatnamótum Bogahlíðar og Stlga
hlíðar. Þar var gamalli Ford-
bifreið ekið suðaustur Bogahlíð-
ina. Ökumaður var að athuga hús
sem voru í byggingu í grennd-
inni, og veitti j>ví ekki athygli
Þegar vörubifreiff var ekið inn á
Bogahlíðina af Stigahlíð. Skipti
engum togum að Ford bifreiðin
lenti undir vörubílspallinum fyr-
ir framan hægra afturhjólið, og
*'skemmdist við það mjög mikið
eins og sjá má á myndinni.
(Ljósm. Mbl. Jónas Bjarnason).
Tapaði veski
með 6 þús. kr.
Sjónvarpsmólið
í Eyjum
ALLT hefur verið hljótt um
sjónvarpsmálið að undanförnu.
En n.k. miðvikudag má búast við
að til tíðinda dragi, því að þann
dag verður málið tekið fyrir hjá
fógetanum í Vestmannaeyjum kl.
13.30. Mun Jón Óskar fulltrúi
bæjarfógeta í Eyjum annast
málið. Einnig verða þar mættir
lögfræðingar Úívarpsins, Pósts-
og síma, og lögfræðingar Félags
sjónvarpsáhugamanna í Eyjum,
en sá félagsskapur á sendinn.
FYHIR nokkrum dögum tapaði
ungur piltur dökku peninga-
veski einhversstaðar í miðbænum
með sex þúsund krónum í.
Voru það sumarleyfispeningar
hans, sem hann hafði fengið út-
borgað þann sama dag.
Auk þess voru í véskinu ýmiss
konar skilríki, svo sem ökuskír-
teini. Veskið var merkt með
heimilisfangi piltsins. Er finn-
andi veskisins vinsamlega beðinn
að snúa sér til lögreglunnar með
það, en fundarlaunum er héitið.
Kjurval gerir
athugasemd
MEISTARI Kjarval kom að máli
við Mbl. og krafðist þess að fá
að gera athugasemd við hend-
inguna ur sálminum, sem hann
fór með, er framkvæmdir hófust
við byggingu myndlistarhúss á
Miklatúni. Hending þessi hljóð-
aði svo í frétt frá Skrifstofu
borgarstjóra í gær af athöfninni:
„Láttu standa í lífsbók þinni/
líka þeirra nöfn sem mitt“, en
Kjarval sagði að síðari ljóðlínan
ætti að vera: „líka þeirra nafn
sem mitt“. Væri fyrri útgáfan af
^jóðlínunni svo í sálmabókum,
þá væri það rangkveðið.
Pnom Penh, 19. ágúst — NTB
Æðsti ráðamaður í Kambódíu
Shianouk prins, lýsti yfir því í
dag að hann og stjórn hans
hefðu að undanförnu átt í samn
fngum við „frelsishreyfingu"
N-Vietnam um landamæri Kam
bódíu og N-Bietnam.
í STUITU IVIÁLI
Houston, Texas, 18. ágúst NT3
LÆKNAR í Houston sögðu í
dag, að gervihjartað sem sett
var í 37 ára gamla konu fyrir 10
dögum síðan annist nú aðeins
15% af venjulegri hjartastarf-
semi konunnar, en upphaflega
annaðist það 75% starfseminn-
ar. Hjartað er þannig úr garði
gert að eftir því sem hjarta kon
unnar nær sér, minnkar starf-
semi gervihjartans.
Peking, 19. ágúst —NTB
Ritari brezka sendiráðsins í
Peking, T. Peters, gekk í dag
út af fundi, sem Pekingstjórnin
hafði boðað til. Var þar af opin-
berri hálfu, haldið fram að
brezka stjórnin og sú banda-
ríska hefðu átt aðild að sérstöku
samsæri, sem beint hafði verið
gegn stjórn Ian Smith í Rhóde-
síu.
Vínarborg, 19. ágúst — NTB
Mikil flóð hafa verið undan-
farna daga í A-Týrol, og hafa
a.m.k. 13 manns látiff Iífið. Þyrl
ur eru nú notaðar til þess að
bjarga fólki, sem er innilokað
á flóðasvæðunum.
Knin, Júgóslavíu, 18. ágúst AP
6 BÖRN á aldrinum 5 til 13 ára,
biðu bana í dag, er gömul hand-
sprengja sem þau höfðu fundið
sprakk á meðal þeirra. Voru
börnin í berjaleit er þau fundu
sprengjuna og tóku að berja á
hamar og nagla með áðurgreind
um afleiðingum.
Viðeyjarferð Heim-
dallar á morgun
HEIMDALLUR FUS efnir til
Viðeyjarferðar á morgun, sunnu-
dag, kl. 2. Ekki er enn ákveðið
hvaðan farið verður en upplýs-
ingar um það og önnur atriði
fer’ðarinnar verða gefnar á skrif-
stofu Heimdallar í dag kl. 1—5,
sími 17102. Árni Óla, ritstjóri,
verður leiðsögumaður í ferðinni
og skrýir frá sögu staðarins. Þess
er að vænta að félagsménn Heim
dallar fjölmenni I þessa Viðeyj-
arferð, enda er ekki svo oft sem
Reykvikingum gefst kostur á að
fara í Viðey, þótt ekki sé lángt
að fara.
Ámi Krisliánsson dómari ■ alþjóð-
legri samkeppni í pianóleik
ÁRNI Kristjánsson, píanóleikari,
hefur verið skipaður í dómnefnd
hinnar alþjóðlegu Van Cliburn
samkeppni í píanóleik, sem hald-
in verður í Fort Worth, Texas
um mánaðamótin september okt-
óber.
Þetta er í annað sinn, sem
samkeppnin er haldin, og er
gert ráð fyrir að úrslit keppn-
innar veki heimsathygli nú eins
og 1962, þegar fyirsta samkeppn-
in fór fram. í samkeppninni taka
Þykkvabæ, föstudag, 19. ág.
NÚ er gott vatn að komast í
hvers manns krana hér í bæn-
um. Um helgina verður lokið
við að leggja vantsleiðsluna á
hvern bæ hér, fimmtíu talsins.
Er almenn ánægja ríkjandi með
al manna. Vatnið er leitt í plast-
rörum frá Selalæk á Rangárvöll-
um, 14 kílómetra vegalengd. Sér
stakur bor var smíðaður til þess
að leggja leiðsluna undir Ytri-
Rangá fyrir neðan Bjóluhverfi.
Búizt er við sæmilegri kartöflu
uppskeru í haust. Tíðarfar fyrir
kartöflurækt hefur verið fremur
slæmt í sumar, og verður því
upptaka allt að þrem vikum síð-
ar í haust en venjulega. Vonast
kartöfluræktendur eftir hlýju
London, 19. ágúst — NTB
Brezka stjórnin hefur ákveðið
að draga stórlega úr útgjöldum
sínum vegna herliðs þess, sem
hún hefur nú í V-Þýzkalandi.
Er hér um aff ræða sparnaðar-
ráðstöfun, sem nemur miklum
fjárhæðum, en í tilkynningu
brezku stjórnarinnar í dag segir
að ekki verði fækkað í brezka
herliðinu í V-Þýzkalandi.
þátt fjöldi ungra píanóleikara frá
mörgum löndum Evrópu og
Ameríku. Dómnefndina skipa,
auk Árna, þekktir tónlistarmenn
og gagnrýnendur frá ýmsum
löndum, m.a. dómara er Gerald
Moore, hinn heimsfrægi píanó-
undirleikari.
Fort Worth Star Telegram,
stærsta blað Fort Worth, birti
nýlega mynd af Áma ásamt
grein um hann þar sem tónlistar-
ferill hans er rakinn.
hausti, og seinum frostum, svo
uppskeran frjósi ekki niðri. —
Liggja rörin einn metra og þrjá-
tiu sentimetra undir botni ár-
innar.
Magnús.
Hafði nær
valdið stórslysi
Við stórslysi lá 1 Sætúni í
gærkveldi. Þar hafði ökumaður
einn stöðvað bifreið sína, og fór
hann aftur fyrir hana til þess
að huga að varadekki. Sicyntíi-
lega veitti hann athygli annarri
bifreið, sem stefndi á nokkurri
ferð á hina kyrrstæðu bifreið.
Tókst manninum á siðustu
stundu að forða sér, áður en hin
bifreiðin skall á bíl hans. Skrám
aðist maðurinn þó nokkuð á
hendi er hann kastaði sér frá.
Ökumaður hinnar bifreiðaiinn-
ar reyndist vera undir áhrifiun
áfengis.
Árni Kristjánsson.
Þjóðdansar
*
í Arbæ
f DAG kl. 4 sýnir Þjóðdansafé-
lag Reykjavíkur víkivaka og
þjóðdansa á sýningarpallinum í
Árbæ.
Flokkurinn er nýkominn heim
úr sýningaför til Danmerkur,
Svíþjóðar, Þýzkalands, Bret-
lands og Belgíu.
Vígsla
vígslubiskups
ÁKVEÐIÐ hefur verið að vígsla
hins nýkjörna vígslubiskups í
S;kálholtsbiskupsdæmi hinu
forna, séra Sigurðar Pálssonar,
fari fram í Skálholti sunnudag-
inn 4. sept. n.k. og nánar verður
þetta auglýst síðar.
(Biskupsskr ifstof an).
Lagningu vatnsleiðslu
í Þykkvabæ senn lokið
— Kartöfluuppskerunni seinkar
Ein sfærsta brú í þétt-
býli verður í Bolungarvík
— Brúin verbur bogalöguð — Smiði lokið eftir 4-5 vikur
Bolungarvik, 19. ágúst.
EINHVER viðamesta brúarsmíði
sem um getur í þéttbýli er nú ný
hafin hér í Bolungarvík. — Til
þess að vinna að þessari brúar-
smíði er kominn hingað 16
manna brúarflokkur undir stjórn
Sigfúsar Kristjánssonar. Verður
brúin byggð yfir Hólmsá, sem
rennur um sjálfan bæinn.
Johnson
í ferðalag
Washington, 19. ág. AP NTB
Johnson, Bandaríkjaforseti
leggur eftir tvo daga af stað
í ferðalag til fimm ríkja í
NA-Bandaríkjunum. Þar mun
hann halda ræður, og er gert
ráð fyrir, að hann ræði eink
um innanríkismál og styrj-
öldina í Vietnam.
Að loknum heimsóknum í
ríkin fimm, heldur Johnson
til Kanada, þar sem hann
mun eiga viðræður við Pear-
son, forsætisráðherra.
I Brú sú sem hér um ræðir verð
ur 10.7 metrar að breidd. Þar af
verður aukbrautin sjö metrar, en
gangbraulin 2.85 metrar að
| breidd, og er hún sérstæð að því
I leyti, að undir henni verða göng,
þar sem vatnslögn, síma- og raf-
magnslögnum verður komið fyr-
ir.
Lengd brúarinnar verður 16
metrar milli stöpla, og þetta
því með stærstu — ef ekki
stærsta brú sem byggð hefur
verið í þéttbýli. En brú þessi er
sérstæð að fleira leyti, en sem
hér á undan er getið. Vegurinn
sem liggur að brúnni, er í sveig
og fylgir brúin beygjunni eftir
og er því bogamynduð. Mun þessi
brú verða hin eina þess konar
hérlendis, er hún er komin í
gagnið. Handriðið á brúnni verð
ur þétt rörahandrið.
Brúarflokkurinn hefur einsett
sér að hafa lokið smíði brúar-
innar á 4—5 vikum. Áætlað, er
að í brúna fari milli 70—80 tonn
af sementi, en milli 10 og 12
tonn af járni.
Stöðugt er unnið hér að und-
irbúningsframkvæmdum fyrir
malbikun Hafnargötunnar hér,
og er búizt við að þeim fram-
kvæmdum verði lokið um miðj-
an september. Á hinn bóginn er
óráðið hvort það verður at mal
bikun í ár.
— Hallur.
Hafa flutt 2160 sjúklinga
SJÚKRAFLUGVÉLAR Björns
Pálssonar og Siysavarnafélags
íslands hafa flutt samtals 2160
sjúklinga síðan þessir aðilar hófu
sjúkraflug 1949. Árið 1960 höfðu
vélarnar flutt 1072 farþega frá
byrjun, en síðan hefur mikil
aukning orðið í sjúkrafluginu.
Árið 1961 voru fluttir 162 sjúkl
ingar, 1962 voru fluttir 174
sjúklingar, árið 1963 og 1964 189
sjúiklingar hvort árið, og 1965
222 sjúklingar, eða þá samtals
2008 sjúklingar frá byrjun. Það
sem af er þessu ári hafa verið
fluttir 152 sjúklingar, og er því
talan frá byrjun sjúkraflugsins
orðin 2160 eins og áður segir.