Morgunblaðið - 20.08.1966, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaghr 20 ágúst 196«
Sjötugur \ dag:
Einar Steindórsson framkvæmda
stjóri, Hnífsdal
í D A G á Einar Steindórsson,
framkvæmdastjóri og fyrrum
oddviti í Hnífsdal, sjötugsafmæli.
Hann er einn af vinsælustu og
virtustu borgurum þessa þrótt-
'mikla athafnabyggðarlags, þar
sem sjór hefur um langt skeið
verið stundaður af óvenjulegu
harðfengi, fyririhyggju og dugn-
a'ði ágætra sjómanna og útvegs-
manna. Frá Hnífsdal er og komið
margt mikilla aflaskipstjóra á
íslenzka togaraflotanum.
Einar Steindórsson er fæddur
20. ágúst árið 1896 að Leiru í
Grunnavíkurhreppi í Jökulfjörð-
um. Foreldrar hans voru Stein-
dór Gíslason bóndi þar, síðar í
Hnífsdal, og kona hans, Sigur-
borg Márusdóttir. Hann aflaði
sér ungur góðrar menntunar og
lauk prófi frá Verzlunarskóla ís-
lands árið 1920. Starfaði hann
síðan um árabil við fyrirtæki
Guðmundar heitins Sveinssonar
í Hnífsdal. Voru honum þegar á
unga aldri falin ýmis trúnaðar-
störf. Hann varð framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihússins hf. í
Hnífsdal árið 1948 og hefur
gegnt því starfi síðan. Oddviti
Eyrarhrepps var hann fyrst árin
1922—’25 og aftur frá árinu 1948
til ársins 1966, er hann gaf ekki
lengur kost á sér til setu í hrepps
nefnd. Hann hefur einnig átt
lengi sæti í skólanefnd í Hnífs-
dal og fulltrúi Eyrarhrepps í
sýslunefnd Norður-ísafjarðar-
sýslu hefur hann veri'ð frá ár-
inu 1948. Jafnhliða hefur hann
tekið þátt í fjölmörgum öðrum
félagasamtökum í byggðarlagi
sínu.
Einar Steindórsson er ágæt-
lega greindur og starfhæfur
maður. Öll störf hans hafa ein-
kennzt af frábærri samvizku-
semi og atorku. Hann hefur látið
öll framfara- og umbótamál
Hnífsdælinga og Eyrarhrepps í
heild til sín taka. Fyrir þessi
störf sín hefur hann hlotið al-
mennar vinsældir og traust
hreppsibúa sinna. Allir þeir, sem
þekkja Einar Steindórsson vita,
að hann er frábærlega grandvar
maður til orðs og æðis. Hann
kemur ævinlega fram af góð-
vild og heiðarleik í hverju pví
máli, er hann hefur afskipti af.
Sá sem þetta ritar hefur átt
langt og ánægjulegt samstarf við
Einar Steindórsson um fjölmörg
mál er varða byggðarlag hans
og héraðið í heild. Hann hefur
verið vakinn og sofinn í barátt-
unni fyrir hagsmunamálum Eyr-
arhreppsbúa og aldrei tali'ð eftir
sér nokkurt ómak, er til gagns
mátti verða.
Einar Steindórsson er góður
maður og hreinskiptinn, sem
fengur er að kynnum og sam-
starfi við.
Kona Einars Steindórssonar er
Ólöf Magnúsdóttir frá Hóli í
Bolungarvík, elskuleg og góð
kona, sem staðið hefur við hlið
manns síns af myndarskap og
dugnaði í erilsömu og erfiðu
starfi. Hafa þau hjón alið upp
tvö fósturbörn.
Einar Steindórsson er um
ýmsa hluti sérstæður maður.
Hann er t.d. svo óeigingjarn, að
til fádæma verður að teljast.
Hagur hreppsbúa hans og byggð-
arlags eru honum ævinlega efst
í huga.
Hann og kona hans dveljast
nú um nokkurra vikna skeið er-
lendis.
Ég óska þessum gamla vini og
samstarfsmanni og skylduliði
hans allra heilla og blessunar á
merkum tímamótum, um leið og
ég þakka honum mikilvægt sam-
starf á liðnum tíma.
S. Bj.
Svifflug hér á
landi 30 árcs
í SÓLFÖGRUM ágústmánuði ár-
ið 1936 var efnt til félagssam-
taka áhugamanna um svifflug.
Var helzti forgöngumaður iþess
Agnar Kofoed-Hansen, núverandi
flugmálastjóri, en 'þá nýútskrif-
aður flugliðsforingi úr danska
flotanum. Aðrir helztu braut-
ryðjendur svifflugsins voru þeir
Bergur G. Gíslason, ræðismaður
og bræðurnir Geir og Indriði
Baldurssyni. Þessir menn höfðu
áður smíðað renniflugu eftir er-
lendri teikningu og gjört tilraun-
ir til flugs með henni.
Með stofnun Svifflugfélags ís-
lands var mikill fjöldi kraftmik-
illa hugsjónamanna dreginn sam-
.an undir eitt merki. Verulegur
hluti hinna ungu manna, sem
hlýddu kallinu um að ryðja þess-
ari fögru íþrótt braut hér á
landi, voru úr skátahreyfingunni,
eins og við mátti búast.
Sú einarða sveit, sem þarna
gekk fram undir forystu hins
stórhuga flugforingja, hófst þeg-
ar handa um smíði renniflugu
fyrir byrjendakennslu. Var sú
smíði unnin af flestum félögun-
um undir handleiðslu bræðranna
fyrrnefndu Geirs og Indriða, sem
eru hinir mestu völundar.
Fyrstu æfingar Svifflugfélags-
ins með þessu flugtæki, fóru
fram í vatnsmýrinni, þar sem nú
er Reykjavíkurflugvöllur. Var
renniflugunni skotið úpp með
teygjukaðli eingöngu fyrst í stað,
en síðar gerðu svifflugfélagarnir
sér spilvindu, sem olli mikilli
bættu svifflugmenn tækjakost
breytingu og framför. Fljótlega
sinn og bæði smíðuðu og keyptu
erlendis að betri flugur og jókst
við það áhugi og aðsókn. Reynd-
ist æfingasvæðið í vatnsmýrinni
ófullnægjandi, og fluttist því
flugstarfsemin út fyrir bæinn,
fyrst að Sauðafelli í Mosfells-
sveit, en síðar á Sandskeið, þar
sem höfuðstöðvarnar eru enn.
Fyrsti kennari svifflugmanna
var Agnar Kofoed-Hansen, en
síðar voru fengnir erlendir kenn-
arar og einnig leituðu nokkrir
íslenzkir svifflugmenn til Þýzka-
lands, sem þá var fremsta svif-
flugland heims, og luku þar
kennaraprófum, og tóku að sér
kennsluna, þegar þeir komu
heim.
Árið 1938 bættist félaginu nýr
góður flugtækjakostur, með
komu þýzks svifflugleiðangurs
hingað. Var þá einnig haldinn
fyrsti flugdagur á íslandi, sem
vakti mikla athygli almennings.
Allt frá þessum fyrstu árum
hefur verið mikil gróska í félags-
starfinu og tæki og aðferðir þró-
azt fram. Er nú svo komið, að á
þrítugasta afmælinu ræður fé-
lagið yfir fjölda tækja af nýjustu
gerð, eða samskonar og gerist
bezt erlendis.
Svifflugfélagið mun minnast
afmælisins með kaffisamsæti í
Silfurtunglinu (yfir Austurbæj-
arbíói) kl. 15—17 n'k. laugardag
þ. 20. þ. m. og er þess vænzt,
að sem flestir eldri og yngri fé-
lagar og áhugamenn um svifflug
komi þar saman.
Olíusoðinn mótakrossviður
óskast til kaups. Má vera notaður. Einnig notuð
eldhúsinnrétting, má vera lítil.
Sími 50994 og 41937.
DIESEL mótorar
321. með gírkassa.
636. með gírkassa,
hvorttveggja Mercedes Benz.
1 stk. Taunus 17 M með gírkassa.
Upplýsingar í síma 40403.
Matvöruverzliin
Hluti í matvöruverzlun á góðum stað í bænum til
sölu. Kvöldsala. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir
þriðjudagskvöld, merkt: „Hlutur — 4020“.
Dömurnar velja
Dorothy
Gray
snyrtivörur
Ingólfs
Apótek
Gólfklæðning frá DLW
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLlSAR
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
merkið
er trygging yðar fyrir beztu
fáanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG