Morgunblaðið - 20.08.1966, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaguv 20. ágúst 1906
Kirkjunnar starfs-
menn og skólamenn
Skyggnst að baki
þurfa að vinna saman \„Kínverskur stodent
Samtal við Hollendinginn dr. Heinkel
sem heimsótt hefur kirkjur
mótmælenda i Evrópulöndum
Á SÍÐARI árum eru menn
farnir að vakna til vitundar um,
hversu fjarstætt það er og gagn
stætt öllum góðum markmiðum,
ef kirkjunnar starfsmenn ann-
ars vegar og almennir skólamenn
hins vegar hirða ekki um að
vinna saman að einhverjum þýð
ingamesta þætti uppeldis- og
kennslumála, en það er kennsia
í kristnum fræðum. Eftir síðustu
heimsstyrjöld fór áhugi á þess-
,um efnum að leita inn á starfs-
braut. Það var Hollendingur, Dr.
O.V. Henkel, sem verið hafði
prestur í Haag, sem gerðist for-
göngumaður að samtökum ým-
issa Evrópuþjóða í þessa átt, og
er hann forseti sambands, sem
stofnað var um málið. Undirritað
ur kynntist Dr. Henkel sem
stjórnanda alþjóðlegs fundar í
forráðamanna kirkju og fræðslu
mála hér. Ég hef átt ánægju'.eg
samtöl við biskup íslands og
menntamálaráðherra og ýmsa
fleiri. Þessi samtök okkar, Inter-
european Commission Churcn
and School, voru stofnuð árið
1958 í Bossy í Sviss, og megin-
tilgangur þeirra er að styðja að
framgangi kristinna fræðslumáia
á þeirri forsendu, að þau séu al-
gerlega ómissandi þáttur í mann
legri menntun í öllum skó’.um.
Þrátt fyrir margt hið ólíka í
kirkjuskipun, játningum og henn
spekilegri skilgreiningu hinna
ýmsu þjóða i Evrópu, og þóit
þjóðernislegur og landfræðilegur
mismunur sé mjög mikill, þá eru
sameiginlegu vandamálin mörg,
og þau kalla á samstarf. Skil-
yrði fyrir slíku samstarfi eru líka
Dr. Heinkel «g kona hans.
Strasbourg haustið 1964, mætti
þar af hálfu þjóðkirkju íslands
og var einn af þeim, sem fluttu
þar erindi um vandamál kirkju
og skóla nú á dögum.
Dr. Henkel hefur heimsótt tíu
mótmælendakírkjur Evrópu og
vinnur að því, að þær styðji hver
aðra í að rækja sameiginlegar
skyldur þeirra í fræðslu- og upp-
eldismálum sérstaklega. Var hann
nú hér á íslandi í 17 daga heim-
sókn. Hann er maður lærður
vel, starfsmaður mikill, djarfleg
ur í framgöngu og fylgir honum
hlýr og hressandi andvari. Er
hann um fimmtugt, og vonandi á
hann eftir að vinna enn mikið
fyrir kristileg uppeldismál. Mik-
illi ábyrgðarstö^u gegnir hann í
heimalandi sínu. Kona hans ferð
ast oft með honum síðustu árin,
eftir að börn þeirra komust val
á legg. Þegar hún klífur kletta
eða stiklar íslenzkar urðir, myndi
maðúr halda, að hún væri fremur
frá Sviss en Hollandi.
Hér er stutt samtal við Dr.
Henkel.
Hvað á ég helzt að segja ís-
' lenzkum lesendum um ferð þína
og Kirkju -og skólasambandíð,
sem þú stofnaðir og veitir for-
stöðu? — Við hjónin komum
ekki eingöngu sem túristar, en
við höfum verið mjög heppin í
ferðalagi okkar bæði um Suður-
land og Norðurland, haft aðems
þrjá regndaga, en séð mikið af
fjallafegurð landsins í bezta
veðri. Við komum raunar fyrst
og fremst til að eiga formlega
heimsókn af hálfu hollenzku
reformertu kirkjunnar til æðstu
fyrir hendi nú á síðustu árum.
Samtök okkar eru ung, og hafa
hingað til að mestu treyst á
reglulega fundi innan vébanda
kirknanna, svo sem þér er kunn-
ugt frá fundi okkar í Strasbourg
fyrir tæpum tveimur árum. Vrns
erindi frá fundum okkar hafa
verið prentuð á þremur tungu-
málum og dreifast víða. I erind-
um og umræðum eru vandamálin
rædd frá ýmsum hliðum og hugs
anlegar lausnir á þeim, og hver
miðlar af reynslu síns lands.
Framkoma ýmsar uppástungur
viðkomandi kennslustarfi og upp
eldisstarfi kirkju og skóla.
— Hvað er að segja um fjár-
málahlið starfsins?
— Öll störf fyrir samtök okkar
eru unnin kauplaust. Kirkjur í
hverju landi sjá um ferðalög
sinna manna í stjórninni og um
skrifstofukostnað sameiginlega;
einnig ferðakostnað almenna þátt
takenda á fundi okkar. Málgagn
þyrftum við bráðlega að eignast.
Segðu okkur frá næsta fyrir-
huguðum almennum fundi og
hve margar þjóðir muni mæta
þar.
— Næsti fundur verður næsta
sumar á Bástad í Suður-Svíþjóð,
í samstarfi við Religionspedagog-
iska Institutet þar í landi, og
biskupinn í Lundi. Þar á að
ræða um nauðsyn og gildi biblí-
unnar í uppfræðslu æskunnar í
venjulegum skóla virka daga,
sérstaklega fyrir aldurinn 10 —
18 ára. Líklega verður þar fólk
af 15 þjóðum.
— Vitlu segja nokkuð frekar
Framhald á bls. 23.
hugsar ekki um stúlkur
Per Kronvali er 19 ára gam-
all, sonur sendiherra Svíþjóð-
ar í Varsjá og verðandi blaða-
maður. Hann iiefur nýlokið
mánaðarheimsókn til Kína þar
sem hann dvaldivt í menn-
ingarskiptum. Per Kronvall
hefur ritað fjórar stuttar grein
ar fyrir AP um það, sem fyrir
augu bar, og kynni sín af
Kína Mao Tse-Tung. Munu
greinar hans birtast í Mbl.
næstu daga. í hinni fyrstu seg-
ir hann frá viðræðum sínum
við stúdenta í Pekingháskóla
og því, sem hann varð vísari
varðandi hugsanagang þcirra.
Peking í ágúst —
FYRSTA kvöldið, setn
ég varði í háskólanum í
Peking, lenti ég í stjórn-
málaumræðum við hina
nýju kínversku kunningja
mína. Ég vissi ekki hversu
frjálslega ég gæti sagt skoð
anir mínar af ótta við að
ég kynni að eyðileggja
þann litla kunningsskap,
sem til hafði verið stofnað.
En ég varð þegar furðu
lostinn yfir því, hversu illa
kínversku stúdentarnir
voru að sér um marga
hluti, og í sumum tilvik-
um höfðu þeir gjörsamlega
á röngu að standa.
Þegar þeir tóku eftir því,
hve hljóðlátur ég var, hófu
þeir að vitna í rit Mao Tse-
Tung í æ ríkara mæli þar til
„umræðurnar" stöðvuðust
við að eipn stúdentanna spurði
mig um heimaland mitt.
Ég fór þá að tala um Sví-
þjóð, hvernig landið sjálft
væri, hvers konar fæðuteg-
unda við neyttum o.s.frv.
Stúdentar um heim allan eru
forvitnir, og kínverskir stúd-
entar eru engin undantekning.
Og nú kom spurningin, sem
ég hafði beðið eftir:
„En sænskir verkamenn,
eru þeir ekki mjög fátækir?"
Stúdentinn, sem varpaði
fram þessari spurningu, gerði
það fremur eins og hann væri
að vitna til staðreyndar en
hann væri að spyrja. Ég tók
þá til við að lýsa verkamanna
fjölskyldu, sem ég er kunnug-
ur heima. Fjölskyldan á sitt
eigið hús, sumarbústað, bíl,
lítinn seglbát o.s. frv. Stúd-
entarnir horfðu allir grun-
semdaraugum á mig.
„Ur því hann er svona rík-
ur, á bíl og allt til alls, hversu
marga þjóna hefur hann?“,
spurði einn þeirra.
„Hann hefur enga þjóna“,
svaraði ég.
„Hver sér um hreingern-
ingar og alla matseld?“,spurði
sami maður.
Ég útskýrði fyrir þeim upp-
þvottavélar, þvottavélar og
önnur nýtízku heimilistæki.
Ég sagði þeim frá því, hvern-
ig frystikista starfaði — hægt
væri að taka út úr þeim
freðið brauð, þíða það og
innan stundar væri það sem
nýbakað. Þegar ég spurði þá,
hvort þeir tryðu því, sem ég
væri að segja, fóru fóru stúd-
entarnir allir að hlæja.
„Nei, að sjálfsögðu ekki“.
sagði einn þeirra kurteislega,
„en við höfum ísskápa í Kina
líka.“
Daginn eftir fór ég í fylgd
tveggja stúdenta í Byitingar-
safnið í Peking. Það fyrsta,
sem við blasti, var risastói*
mynd af Mao leiðtoga. Stúd-
entarnir fóru báðir þegar að
ræða í ákafa um hann.
Við gengum um safnið og
virtum fyrir okkur ýmsa sýn-
ingarmuni, sem sýna átíu
hve lífið hefði verið slæmt í
Kína áður en kommúnistar
komust til valda 1949. „Svo
er Mao Tse-Tung fyrir að
þakka, að svona er þetta ekki
lengur", sögðu stúdentarnir.
í forstofunni var sýning á
pólitískum teikningum. Auk
hinna venjulegu andbanda-
rísku teikninga, var mörgum
skripamyndanna beint gegn
kristnum kirkjum.
Fyrir utan gengum við yfir
„Rauða torgið", og kunningj-
ar mínir sýndu mér hvar Mao
stæði við hátíðahöldin 1. maí
ár hvert. Ég spurði, hvort Mao
hefði enn full völd. Þeir viit-
ust báðir forviða.
„Auðvitað hefur hann þau.
Hver ætti annar að hafa þau?“
svöruðu þeir.
Á meðan ég dvaldist í Pek
ing hitti ég nokkra stúdenta
reglulega. Þeir töluðu rniitið
um, að Bandaríkjamenn hefðu
varpað sprengjum á sjúkra-
hús í Hanoi. Ég sagði, að vera
mætti að flugmanninum hefð’i
orðið á mistök. Ónei, þeir
voru sannfærðir um að Banda
ríkjamenn hefðu gert þevta
af ráðnum hug.
„Teljið þið í raun og veru,
að Bandaríkjamenn séu siæmt
fólk?“, spurði ég.
„Nei“, svaraði einn þeirra.
„Eins og Mao Tse-Tung segir,
eru 90% Bandarikjamanna
gott fólk. Það er aðerns John-
son og stjórn hans sem við
hötum.“
„En fólkið hefur kjörið
hann til þess að stjórna iandi
sínu“, sagði ég.
„Já, bandaríska fólkið held
ur að hann sé góður sökum
þess að hann gaf þeiin mikið
af peningum", svaraði einn
Kínverjanna.
„Hugsið ykkur“, sagði ann-
ar. „Að fimm prosent af fólk-
inu í heiminum skuli ráða vf-
ir 50% af hráefnalindum
hans.“
„Hvað haldið þið, að hægt
sé að gera í þeim efnum?“,
spurði ég.
„Áður en heimurinn getur
fengið að lifa í friði verður að
mala bandarísku heimsvalda
stefnuna mélinu smærra“,
sagði einn stúdentmna.
„Land ykkar liefur á að
skipa kjarnorkuvopnum. Hví
notið þið þau ekki?“, spurði
ég.
„Kína óskar ekki eftir
styrjöld, og mun aldrei verða
fyrri til að nota kjarnorku-
sprengjuna.”
Við annað tækifæn fórum
við að tala um kvenfólk. Ég
spurði stúdent einn hvaða
stúlkur hann teldi fallegar.
„Kínverskur stúdent hugs-
ar ekki u-m stúlkur“, svaraði
hann.
„Vertu nú svolítið raun-
sær“, sagði ég. „Alhr karl-
menn hafa áhuga á stú!kum.“
„Það er bannað að giítast
meðan menn eru i háskólan-
um“, svaraði hann.
Síðan útskýrði hann málið
eilítið nánar. Hann sagði að
það skapaði kínvsrskum stúd
entum einungis vandræði, et
þeir umgengjust sömu stúlk-
una. Þeir væru að vísu ekki
reknir úr skóla, en þeir væru
ávíttir á fundum.
„Áður en heimurinn getur lengið að lifa í friði verður að mala bandarísku heimsvalUastefn- (
una mélinu smærra . .