Morgunblaðið - 03.09.1966, Qupperneq 2
N0RGUN8LAÐIÐ
Laugardagur 3. sept. 1966
l 2
Þjóðleikhúsið œfir Upp-
stigningu Sig. Nordals
í
IMýtt leikár að hef jast
I»ANN fyrsta þ.m. hófst nýtt
3eikár i Þjóðleikhúsinu. Kl. 10
að morgni þess fyrsta septem-
her, boðaði þjóðleikhússtjóri alla
leikara og starfsfólk lcikhússins
á sinn fund og bauð leikara og
starfsfólk velkomna til starfa,
að loknum sumarleyfum. Þetta
er 17. leikár Þjóðleikhússins,
sem nú er að hefjast.
28 leikarar eru nú ráðnir hjá
3>j<áðleikhúsinu, en þar af eru 17
á A-samningi og 11 á B-samn-
ingi. Margrét Guðmundsdóttir
hefur nú verðin ráðin á A-samn-
áng og leikararnir Erlingur
Gíslason, Bríet Héðinsdóttir og
Brynja Benediktsdóttif á B-
samning.
Kevin Balmer hefur verið ráð-
Inn-leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu
í vetur og Una Collins hefur ver
ið ráðin þar sem leikmynda-
teiknari. Palmer stjórnaði, sem
kunnugt er, æfingum og svið-
setti leikritið „Ó, þetta er indælt
stríð“ á sl. leikári, og hlaut mik-
ið lof fyrir.
Föstudaginn 2. september hóf-
ust æfingar á tveimur leikritum
f Þjóðleikhúsinu, Kevin Palmer
sviðsetur leikritið „Næst syng
ég fyrir þig“ og verður það sýnt
í Lindarbæ. en Baldvin Halldórs-
son verður leikstjóri við leikrit-
ið „Uppstigning, eftir Sigurð
ISflL opnnr
skrifsfohi
i Hnfnorfirði
ÚPP úr næstu mánaðamót-
um mun ISAL, fyrirtæki það
sem stendur fyrir uppsetningu
og rekstri álverksmiðjunnar í
Straumsvík, opna skrifstofur í
Hafnarfirði. Hefur fyrirtækið
tekið á leigu húsnæði fyrir skrif
stofuna í hinu nýja húsi Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar við Strand-
götu. Staðfesti stjórnarformaður
Halldór H. Jónsson að svo
væri, þó væri ekki búið að
ganga endanlega frá samningum.
Þarna er um að ræða hluta
af annarri hæð Sparisjóðsins
á horni Strandgötu og Linnets-
stígs, að flatarmáli 160 ferm.
Og er húsnæðið tekið á leigu
frá 1. okt.
Nordal, en það verður sýnt í
Þjóðleikhúsinu í tilefni 80 ára
afmælis höfundar.
Síðar í þessum mánuði hefjast
æfingar á leikritinu „Kæri lyg-
ari“, og verður Gerda Ring leik-
stjóri. Leikendur í því leikriti
eru aðeins tveir, Herdís Þor-
valdsdóttir og - Róbert Amf inns-
son.
Þann 11. þ.m. verður fyrsta
sýningin I Þjóðleikhúsinu á
þessu leikári, en leíkritið sem
sýnt verður er „O, þetta er ind-
ælt stríð“. Þetta leikrit var sýnt
sex sinnum á sl. vori og kom-
ust færi að en vildu til að sjá
þetta sérstæða og ágæta leikhús-
verk.
f byrjun næsta mánaðar hefj-
ast einnig sýningar á Gullna hlið
inu, en það var sýnt 25 sinnum
á sl. leikári.
Nýr fullkominn flug-
völlur á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 2. sept.
RAUFARHÖFN er að fá flugvöll
með 1200 m langri, fullkominni
flugbraut, sem allar flugvélar í
innanlandsf/ugi eiga að geta lent
á, þar á meðal Fokker Friend-
ship vélar. Verður flugvöllurinn
væntanlega vigður næstu daga.
Unnið hefur verið við flugvöll
inn í sumar og gekk verkið betur
en hægt var að vona. Er völlur-
inn í smágerðu hrauni, um 5
km vegalengd frá Raufarhöfn, og
var hægt að ýta upp hrauninu.
Er nú verið að girða kringifm
völlinn, sem er tilbúinn að öðru
leyti. Hefur flugmálastjóri þeg-
ar lent þar á flugvél sinni til
revnslu.
Tóku kvikmynd um
starfsemi F.I. ■ gær
ÞÝZKU kvikmyndamennirnir
komu frá Dyrhólaósi í gærmorg-
un og tóku í gærkvöld stutta
kvikmynd um starfsemi Flugfé-
lags íslands, sem ætlunin er aff
sýna sem aukamynd með kvik-
myndinni um SigurS Fáfnisbana.
Fréttamaður blaðsins náði tali
af framkvæmdastjóranum við
kvikmyndatökuna Kortowski í
biðsal F.í. í gærkvöldi skömmu
áður en taka aukamyndarinnar
hófst. Sagði Korytowski að Þjóð-
verjarnir hefðu verið tveimur
dögum á undan áætlun við töku
kvikmyndarinnar um Sigurð
Fáfnisbana og unnizt hefði upp
sá tími. sem glataðist í rigning-
unUm fyrir nokkrum dögum.
Korytowski sagði, að kvik-
myndatakan við Dyrhólaós hefði
gengið framar vonum og þakk-
aði sérstaklega íslenzku aðstoð-
armönnunum en fyrir þeim var
Gís'li Alferðsson og Flugfélag ís-
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Tjarnargötu Hrauntcigur
Laugaveg frá 1—32 Grettisgata II
Barónsstígur frá 36—98
Meðalholt Vesturgata 2—45
Hringbraut I Lynghagi
Víðimel Skerjafjörður
Grettisgata I sunnau flugv.
Fálkagata Grettisgata 36—98
Laugaveg 33—80 Meðalholt
Sólheiinar I Eskihlíð 14—35
Grenimelur Túngata
Laufásvegur 2—57 Lau gar nesvegur
Njörvasund Bræðraborgarstíg
Álftamýri II Laugarásveg
Talið við afgreiðsluna simi 22480.
lands fyrir alla fyrirgreiðslu.
Kvikmyndamennirnir halda til
Þýzkalands n.k. sunnudag. Kvik-
myndin um Sigurð Fáfnisbana
verður frumsýnd í Miinchen 9.
okt. nk., og fá íslendingar vænt-
anlega að sjá hana skömmu eftir
áramót.
Hafsteinn Austmann
Hafsteirtn Austmann
sýnir í Vnuhúsi
HAFSTEINN Austmann, listmál-
ari, opnaði í gær sýningu í sýn-
ingasalnum í Unuhúsi við Veg-
húsastíg. Hann sýnir 26 málverk,
máluð á s.l. tveim árum. Lista-
safn ríkisins hefur þegar keypt
eitt málverkið, en flest hinna
eru til sölu. Sýningin stendur í
um hálfan mánuð.
Sýning Hafsteins er 4 sýning-
in sem Ragnar Jónsson heldur í
þessum tiltölulega nýja sal. Er
sýning Hafsteins 3 sjálfstæða
sýningin, sem hann heldur á ís-
landi. Hann opnaði fyrst sýn-
ingu í Listamannaskálanum vor-
ið 1956. Þá tók hann þátt í norr-
ænu sýningunum í Odense 1959
og Helsinki 1963. Sumarið 1965
ferðaðist hann úm Évrópu og
dvaldist lengst í Rómaborg. f lok
Klaki enn í jörðu
í Borgarfirði
BORGARNESI, 2. sept. — í sum-
ar hefur verið mikið um það
talað hér um slóðir að klaki
hafi ekki farið úr jörðu, einkum
norðan I móti í hæðum. Hafa
menn á skurðgröfum orðið varir
við klaka er þeir hafa verið að
grafa. Nýlega kom einn þeirra
niður á 10-15 sm. klakalag um
60—70 sm. niðri í jörðinni.
Þá hafa bændur talað um að
erfitt væri að þurrka á nýrækt-
um, því þar væri svo blautt og
mundi klaki undir.
Bóndinn í Einarsnesi í Borg-
arhreppi var um daginn á trakt-
or norðan í hæð og festi hann.
Átti hann ekki von á klöppum
eða neinu slíku Undir jarðveg-
inum og er hann gætti að, kom
í ljós að hann hafði spólað nið-
ur á klaka. Sami bóndi ætlaði
að þurrka hey á svæði þar sem
hann er vanur að fá það þurrt á
nokkrum dögum. Lá heyið í
viku og náðist ekki þurrt. Var
talið að klaki undir gerði það
að verkum að jarðvegurinn
þornaði ekki.
Þá veittu menn, sem voru ný-
lega á ferðinni á veginum yfir
Galtarholtsflóa því athygli, að
vegurinn hristist óeðlilega mik-
ið, og gekk í bylgjum undan
þungum bíl. Töldu þeir að það
stafaði af klaka undir mýrinni.
Er i rauninni ekki undarlegt
þó klaki sé lengi í jörðu. því sl.
vétur var svo lengi bert og
stöðug frost.
þeirrar ferðar var honum boðið
til Hasselby í Svíþjóð í tilefni
af mynd sem hann átti bar á
samsýningu höfuðborga Norður-
landa. S.l. sumar átti hann 4
myndir á Biennale de París. og
einnig átti hann 4 myndir á Norð
urlandasýningunni í Hannover.
Hafsteinn sýnir nú 26 málve.'k
frá síðustu 2 árum og eru þar
m.a. myndir málaðar með cryla-
litum, en slíkar myndir hefur
hann ekki sýnt opinberlega fyrr.
Tónleikum í
Borgorfirði
oflýst
FYRIRHUGUÐUM tónleikum
sópransöngkonunnar Leónu Gor
don og manns hennar, Marcusar
Gordons píanóleikara, í Borgar-
firði hefur vérið aflýst. Veiktist
Marcus Gordon skyndilega og
gengur undir uppskurð. svo ekki
getur orðið af ferð þeirra hjóna
til fslands.
Fréttir frá Vopnafirði:
Fyrsta listaverkasýningin
Fyrsti minkurinn - Fremur
lítil síld - Heynýting góð
VOPNAFIRÐI, 2. sept. — Hey-
skap má heita lokið. — Spretta
var hér ágæt og nýting heyja
góð með örfáum undantekning-
ingum. Hey eru nokkuð mikil
en misjöfn að gæðum.
Hér á Vopnafirði hefur verið
tiltölulega lítið af síld, því veiði
svæðin hafa verið sunnan og
norðan við okkur, en Vopnafjörð
ur og Borgarfjörður verið of
miðsvæðis, til að komið væri
með síldina þangað. Verksmiðj-
an er þó búin að taka á móti
14000 tonnum, fyrir utan það
sem komið hefur af stöðvunum.
Söltunarstöðvarnar eru 4 og hafa
saltað þetta: Hafblik 1000 tunn-
urborg 1100 tunnur, Auðbjörg
Kristján Gislason
3600 tunnur,
1030.
Hér stendur yfir listaverkasýn
ing, sem Kristján Guðmundsson,
listaverkasali í Reykjavík er með.
Hefur hann sett upp nokkuð
mikið af myndum i Félagsheim-
ilinu, bæði frummyndir og eftir-
prentanir. Sala hefur verið góð
í málverkunum. Þetta er í fyrsta
skipti sem listaverkasýning er
sett upp á Vopnafirði.
f sumar var nokkuð vart við
mink hér og er það í fyrs’a
skipti. Náðust tveir minkar nið-
ur undir ós í Selá, en talið er
að eitthvað sé af mink í heiðinui.
Er það slæmur gestur, einkum
við laxárnar, sem er 3 hér. —
Ragnar.
KAUPUM ÍSLENZKARIONAÐARVÖRUR