Morgunblaðið - 03.09.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 03.09.1966, Síða 3
fttUKG U N tt LAUItf v o Laugardag\ir 3 sept. 1968 FÉL.AG íslenzkra einkaflug manna hefur fest kaup á tékkneskri listflugvél af gerð inni Trener Master. Vélin er fullkomnasta listflugvél, sem fáanleg er til listflugs, en hreyfill hennar er helmingi aflmeiri en hreyfill vénju- legra flugvéia af þessari stærð, auk þess sem vélin er 80% sterkbyggðari. Bárður Daníelsson, forrfíað ur Félag íslenzkra einkaflug- manria og Agnar Kofoed Han sen, flugmálastjóri boðuðu blaðamenn á sinn fund í gær og sýndu þeim vélina. Bárður sagði, að nýlega hefði staðið yfir heimsmeist- Hin nýja listflugvél einkaflugmanna. Einkaflugmenn fá nýja listflugvéí Frægur tékkneskur listflugmaður mun sýna Reykvíkingum listir sínar á morgunn arakeppni í listflugi í Rúss- landi og í keppninni hefðu t.d. Frakkar, Englendingar og Bandaríkjamenn notað vélar af þessari tegund, Trener Master eða Zlin eins og þær heita á téknnesku. Vélin kostar hingað komin um 550 þúsund krónur og er þá dreginn frá afsláttur, sem gefinn var frá auglýstu verði. Fjár til kaupanna hefur fyrst og fremst verið afiað meðal félagsmanna í F.Í.E. og einn- ig nokkuð hjá atvinnuflug- mönnum. Þá gat Bárður þess að ætl- unin væri að leita stuðnings hjá fyrirtækjum og hafa nokk ur þegar veitt aðstoð, s.s. eins og Eimskipaféiag islands og Flugfélag íslands. Þá hefur einnig flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen stutt félagið í þessu máli, enda má raunar segja, að frumkvæðið sé frá honum komið. Einkennisstafir vélarinnar eru TF-ABC og má segja að með tilkomu hennar skapist skilyrði til listflugs og æf- inga á því sviði hér á landi. Sagði Agnar Kofoed Hansen mikla þörf hafa verið fyrir slika vél sem þessa, þar eð nauðsynlegt væri, að sem flestir flugmenn kynntust list flugi, sem væri mjög gagn- legt hverjum flugmanni, því að um leið og hann lærir það, er fullvist að hann hafi vald yfir vélinni við hvaða aðstæður sem er. Gat Agnar þess að hið eina, sem segja mætti, að hefði vantað í ís- lenzka flugmálabyggingu hafi verið aðstaða til list- flugs. Segja mætti því, að er þessi vél væri komin, væri flugmálabyggingin orðin nokkuð heilleg. Þá er vélin sérstaklega gerð til að draga svifflugu og á því einnig að koma svifflugmönnum í góð- ar þarfir. F.Í.E. hefur fengið hingað til lands tékkneskan listflug- mann, Hulka að nafni. Er Hulka þekktur og snjall list- flugmaður, og sigurvegari í margri keppni bæði erlendis og í Tékkóslóvakíu, en svo sem kunnugt er, standa Tékk ar mjög framarlega í þessari listgrein. Hulka mun dveljast hér á landi í rúmar tvær vik- ur og þjálfa sex íslenzka flug kennara í meðferð vélarinn- ar, en þeir munu síðar kenna á vélina. Ef vel viðrar á morgun mun Hulka sína listir sínár yfir Hljómskála- garðinum um kl. 15. Laugar- daginn 10. september mun svo ætlunin að halda Shellbikar- keppnma á Sandskeiði. Er það nokkurs konar „góðflugs keppni", hliðstæð góðaksturs keppni, er Bindindisfélag oku manna hefur staðið fyrir. Þar mun Hulka og sýna listflug og Svifflugfélagið sýna nýja tékkneska svifflugu. Bárður upplýsti,1 að félagið hefði ákveðið að leigja ílug- Framhald á bls. 21. Hulka spennir sig í listflugvélinii áður en hann sýnir Iistir sín- ar. Sá er hjálpar honum er tékkneskur flugvirki, er kom hing- að til að setja vélina saman. (Ljósm. Sv. Þorm.) SLYSA TRYGGINGAR SJÖUATRYGGT ERuELTRYGGT SIM111700 SJOVATRYGGINGARFELAGISLANDS i Nýjung í mjólkurvinnslu FYRIR nokkru birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að ýmsar Evrópuþjóðir taki nú upp nýja aðferð við mjólkur- vinnslu, sem gerir það að verk- um, að mjólkin geymist í alit að þrjá mánuði óskemmd án kæl- ingar. Bent var á það í fyrr- greindri frétt, að Bretar og Sví- ar hafa hafið umfangsmikinn út- flutning á slíkri mjólk og flytja þeir hana út til landa, sem hing- að til hafa ekki átt kost á ný- mjólk samgang^a vegna eða af öðrum ástæðum. Þá var enn- fremur bent á, að allur oliuskipa floti Shell-olíufélagsins notar slika mjólk, og að dönsk mjólk- urbú hafa töluverðan áhuga á að framleiða slika mjólk, sérstak- lega fyrir danska skipaflotann. Athyglisvert mál Hér er um athyglisvert mál að ræða, sem ástæða er til að íslendingar athugi gaumgæfi- lega. Við flytjum töluvert út af mjólkurdufti fyrir mjög lágt verð, en hugsanlegt er, að við gætum fengið hærra verð fyrir offramleiðslu okkar á mjólk með því að vinna mjólkina á þennan hátt og selja hana er- lendum kaupskipum og flytja út til landa. þar sem erfitt er um nýmjólk. Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar sagði í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af frétt þessari, að Mjólkursamsalan fylgdist vandlega með þeim til- raunum, sem gerðar væru á þessu sviði, og strax og þær til- raunir hefðu gefið jákvæða raun í Danmörku, væri Mjólkursam- salan reiðubúin til að hefja fram Ieiðslu slikrar mjólkur, ekki sízt ef hægt væri að lækka framleiðslukostnaðinn eitthvað. en hann mun nú vera nokkuð mikill. Nýjungar í Land- búnaðarframleiðslu Það er mjög nauðsynlegt, að fslendingar fylgist vandlega með öllum nýjungum á sviði landbúnaðarframleiðslu, sem stuðlað geta að því að gera land búnaðinn og iðnað úr landbún- aðarvörum að arðbærari atvinnu grein á fslandi en nú er. Einn liður í þeirri viðleitni væri að hefja framleiðslu nýmjólkur, sem geyma má í þrjá mánuðt Annar væri að kanna allar hugsanlegar leiðir til þess að auka fjölbreytni í kjötfram- leiðslu í landinu og auka enn- fremur vinnslu kjötsins, áður en það er flutt út. Pakka þvi í fallegar neytenda umbúðir og auka þar með vinnslu þess. Allt eru þetta mál sem rannsaka þarf vandlega. — Margrét Framhald af bls. 1 utanríkisráðuneytisins franska áður en hann tók við stöðu þriðja sendiráðsritara við sendiráð Frakka í London, sem hann gegnir nú. Haft er eftir heimildarmönnum að fundum þeirra Margrétar prinsessu og greifans hafi fyrst borið saman í París fyrir nokkr- um árum er prinsessan stundaði þar riám við Sorbonne-háskóla, en síðar muni þau hafa hitzt í London þar sem prinsessan sótti fyrirlestra við London School of Economics. Marrgét prinsessa er eins og áður segir, 26 ára gömul og erfða prinsessa Dana, elzt þriggja dætra Friðriks konungs IX og Ingiríðar drottningar hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.