Morgunblaðið - 03.09.1966, Page 11

Morgunblaðið - 03.09.1966, Page 11
liaugarðagur 3. sept. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 11 UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA ‘ Fjölmenni á Hellu TIL HELLI7 komum vi® slæptir eftir erfitt kvöld i Vestmaíinaeyjum. Um níu-leytið tók fólk að drífa að úr öllum áttum, úr Rangárvallasýslu, Árnessýslu og jafnvel frá Skaftafellssýslu. Kartöfluræktar- menn úr Þykkvabæ fjölmenntu, heilar fjölskyldur úr þorpinu komu gangandi, prúðbúnar, reiðubúnar til að skemmta sér. Bændur komu á jeppum og fólksbifreiðum að mjöltun loknum. — Meira að segja kom einn á Ijóslausri dráttarvél á ballið. Riðandi menn þeystu um hlöðin. — Fólksfjöldinn varð svo mikill, að húsið yfirfylltlst, og margir urðu að spók a sig fynr framan dyr á meðan félagar þeirra hlústuðu á Skemmtiátriði og ræður og þreyttu dans inni. Johann Hafstein, dómsmálaráðherra, flutti ræðu, svó og Ragnar Jónsson, skrifsfófustjóri, og Jóhann Bjarnason. tjti í anddyri stóðu margir á tá til þess að sjá kúnstir Bessa og Guniiars á sviðinu. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar kom sem fyrr hreyfingu.á mannskapinn. ,Það var sannkallað „Laugardagskvöld á Gili“. 13 íbúðarhús í smlðum rætt v/ð oddvitann og bankastjórann r Kaupmannahafnár, Bergen og Gautaborgar til þess að- fylgjast ■ með meðferð fiska á söfnum þ'ar og til þess að kynna mér þann útbúnað sem nauðsynlegur er til að starfrækja fiskasafn. Síðan ég byrjaði á fiskasafn- inu, hef ég notið hjálpar sjó- manna, sem hafa tekið f iska sem þeir hafa veitt og haldið þeim lifandi þar til í land var komið og -ég gat tekið yið þeim. Þá hafa ejjmig áhugamenn um fuglalíf aðstoðað mig við söfnun fuglategunda fyrir safn- jði Nú höfum vi(i hér állar þær ‘ fuglatégúndir sem er að finna við Vestmannaeyjar. Fuglasafnið er ekki síður for- vitnilegt en fiskasafnið.’ í>ar gef- Ur að líta m.a. haförii, sem stendúr á steini og horfir arnaraúgum á aðrá minhi fugla Við hlið sér. Þar sem undirrjt- aður er fáfróður um fuglalíf óg tegundir fugla, spyr hann: — Hverjir eru sjaldgæfustu fuglarnir sem þú hefúr hérna i safninu, Friðrik? Hann gengur meðfram gler- •klefanum, þar sem fuglarnir eru geymdir og bendir á frekar ilitinn fugl, dökkleitan: — Hérna höfum við Aldökka Langvíu, þá einu sem hefur náðst á safn í Evrópu svo vitað sé. Brjtish Museum frétti af þessum fugli og vildi kaupa hann til Englands, en við viljum ekki láta hann af hendi. Við göngum aftur inn í sýn- ingarsalinn þar sem fiskarnir eru fangar í búrum sínum. 1 einum klefanum lúrir grásleppa makindalega. —- Þessj grásleppa hrygndi skömmu eftir að hún var kom- in til okkar, og má það teljast einstæður atburður, að fiskar hrygni í sýningarbúrum. Hvað um það, en einn rauðmaginn frjóvgaði hrognin. Þá fluttum við grásleppuna í annið búr, þar sem fyrir var annar rauð- magi. Sá eldroðnaði af ást, þeg- ar grásleppan kom í búrið, og vjti menn, hálfum mánuði seinna hrygndi hún fyrir hann líka. í fremri salnum, þar sem fugl arnir eru geymdir, má sjá vegg vísi að plöntusafni. — Þetta er sjávarplöntusafn, segir Friðrik, sem dr. Sigurður Jónsson, sjávarlíffræðingúF hef- ur safnað saman, þurrkað og pressað og sett undir gler. Þess- ar sjávarplöntur finnast allar við Vestmannaeyjar. Sigurður hef- ur haft hér rannsóknarstofu á safninu í sumar, en hann vinnur að rannsóknum á plöntulífi í Surtsey og Vestmannaeyjum á vegum Surtseyjarfélagsins. Náttúrugripasafnið í Vest- mannaeyjum er staður sem hver ferðalangur til Eyja ætti að sjá. Það er ekki aðeins fjöl- breytt og forvitnilegt, heldur er vel frá safnsmunum gengið und ir umsjá Friðriks Jessonar. Á Hellu hittum við að máli Sigurð Jónsson, útibússtjóra Búnaðarbankans þar í bæ, óg Jón Þorgilsson oddvita. Sigurð- ur er búinn að vera útibússtjóri á Hellu í 2 óg hálft ár. Hann er Ausfirðingur að ætt, en kvænt- ur Helgu Sigríði Ólafsdóttur, ættaðri Undan Eyjafjöllum. Við spyrjum þá að helztu fréttum úr byggðarlaginu og komumst að raun um að Hella er eitt grósku mesta þorp á landinu. Þar eru nú 13 hús í smíðum og í þorpi, þar sem aðeins eru um 50 íbúð- arhús, má telja slíka aukningu stórkostlega. Atvinna á Hellu eykst með hverju ári, og. er nú þegar talsverður vinnuaflsskort- ur í þorpinu. — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir sem þið Hellubúar eruð að ráðast í? Ja, nú er verið að byggja Jón Þorgilsson nýtt hús fyrir póst og síma. Auk þess er Kaupfélagið Þór að hefja byggingu sláturhúss, sem tilbúið á að vera fyrir sláturstíð- ina í haust. Húsið verður stál- grindahús, svo fljótlegt verður að koma þvi upp. f haust á það að geta tekið á móti 40—50 stór- gripum á dag. Sláturhúsið er fyrsti áfanginn í byggingaráætl- unum Þórs. Er í deiglunni að reisa frystihús og kjötvinnslu- hús á næstu árum. Kaupfélags- stjóri Þórs er Grímur Thorarin- sen frá Kirkjubæ. — Hefur orðið mikil fólks- fjölgun á Hellu á síðustu árum? — Já, á síðustu tveimur, þrem ur árum hefur íbúatalan tvöfald- ast, en þó vantar ennþá fólk til vinnu. Það vantar fólk til þeirra iðnaðarfyrirtækj a, sem hér liafa aðsetur sitt. — Hver eru þau? — Hérna eru starfrækt þrjú trésmíðaverkstæði, rafgeyma- verksmiðja, sem heitir Tækni- ver, og: einnig efnagerð. Þá eru tvær saumastofur á Hellu, og hafa þær alls ekki undan eftir- spurn. Bílaverkstæði er hér, sem einnig tekur að sér járnsmiði og málun bíla. Brauðgerð er rekin hér — við höfum heimsins bezta brauð, segir Sigurður og brosir, og svo er kjötvinnsla Kaupfélagsins ny- tekin til starfa í nýlegu húsi. Öll þessi fyrirtæki vantar folk til vinnu. — Hvað myndið þið vilja segja að væri hlutverk Hellu í írain- tíðinni? — Fyrst og fremst að taka á móti því fólki sem er að flytjast af bóndabýlunum í þéttbýlið. Þetta fólk yfirgefur átthaga sína nauðugt, flest af því. Hella getur orðið sá staður þangað sem þetta fólk flytur, enda er hér nóg að gera, og félagslífið er skemmtilegt. Iðnaðurinn á Hellu á mikla framtíð fyrir sér, og er mikill markaður á framleiðsiu vörum þorpsbúa nú út um Rang- árvalla og Skaftafellssýslur. En það þarf eitt að gera til þess að gera Hellu, og raunar allt undir- lendið hér, að stað, þar sem fótk- ið unir sér vel. Það þarf að stor- bæta samgöngurnar. Það þ.uf að stefna að varanlegri vega- gerð frá Reykjavíkur til Víkur í Mýrdal. Fólk þarf að athuga að þeir peningar sem lagðir yrðu í endurbætingu veganna hingað samsvara þeim peningum sem víða á landinu eru notaðir til hafna, flugvalla, og vegagerða. Góður vegur hefur því þriþætta þýðingu fyrir okkur; hann kem- ur í stað hafnar og flugvallar að mestu leyti. Ein brú yfir stór- ár eins og Þjórsá og Ytri-Rangá er algjörlega ófullnægjandi. t Svo er það Flóavegurinn, segir Sigurður, hann hefur venð ófær í sumar að mínum dómi. Ég var að koma úr Reykjavík Sigurður Jónsson ekki fyrir löngu, og það varð að draga mig á handafli yfir þessa ófæru á einni þýðingarmestu samgönguleið landsins! Það þarí að stefna að varanlegri vega- gerð fyrir þessi héruð sem allra fyrst. — Hvað myndir þú vilja seg^a um félagslífið hérna á Hellu? — Menn eru samtaka um að skemmta sér sjaldan en skemmta sér vel. Það ríkir mjög góður andi yfir öllum skemmt- unum hérna í þorpinu. Hérna er t.d. starfandi bridgefélag, og er keppt á átta borðum einu sinni á viku yfir vetrartímann. Svo er mikil hestamennska hér á Hellu, og talsvert félagslíf í sambandi við það. Á milli 30—40 reiðhest- ar eru hér í þorpinu. Hesra- mannafélagið Geysir hefur starf rækt hér tamningastöð í em 7—-8 ár, og veitir henni forstöðu Einar Guðlaugsson, tamningamaður. — í lokin, hvað finnst ykkur um héraðsmótið hérna? — Það er með því fjölmenn- asta sem hér hefur verið í mörg ár. Þér er óhætt að segja að hér hafi komið milli sjö og átta hundruð manns og allir virzt skemmta sér vel. Það rann svitinn af peim Bersa Bjarnasyni og Gunnari Eyjólfs- syni, þegar þeir voru búmr að skemmta. Báðir litu þreytulega út. Kvöldið eftir, sunnudags- kvöld, var síðasta Héraðsrnót Sjálfstæðismanna i ár haldið á Höfn í Hornafirði. Menn kaJIa það beztu skemmtun ársU’.s á þeim stað. Einhvern næstu daga verður frásögn frá Hófn, og rabbað verður við heimamenn um heima og geima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.