Morgunblaðið - 03.09.1966, Page 19
Laugarda^ur 3. scpt. 1966
MORGU NBLAÐIÐ
19
BRIDGE
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
EVRÓPUMÓTIÐ í bridge fer að
þessu sinni frain í Varsjá. Mótið
hófst s.l. miðvikudag og stendur
í 13 daga.
‘ Upphaflega tilkynntu 20 sveit-
ir þátttöku i opna flokknum, en
á síðustu stundu hættu Sviss,
Y-Þýzkaland og Grikkland við
þátttöku, þannig að 17 sveitir
keppa í opna flokknum.
Þar sem undirbúningi að mót-
inu var lokið þegar þessar þjóðir
hættu við þátttöku, var ákveðið
að fylgja upphaflegri töfluröð
þannig að í hveiri umferð sitja
S sveitir yfir.
Úrslit eru kunn í 2 fyrstu um-
ferðunum og hafa orðið þessi:
1. ittnferð
Frakkland — I/:banon 7—1
Belgía — Portúgal 8—0
Holland — Danmörk 7—1
England — fsrael 6—2
Finnland — Austurríki 5—3
írland — Póll.md 5—3
Noregur — Tékkóslóvakía 6—2
Svíþjóð, ítaiía og Spánn sátu
yfir og hljóta 8 stig hvort.
2. umferð
Noregur — I.íbanon 8—0
Portúgal — Svíþjóð 7—1
Holland — BeJgía 5—3
Danmörk — Ítalía 6—2
ísrael — Austurríki 8—0
Finnland — Pólland 5—3
Spánn — Tékkóslóvakía 7—1
Frakkland, England og írland
■átu yfir.
Staðan er þá þessi:
1. Frakkland 15 stig
2. Spáirn 15 ;—
3. Noregur 14 —
4. England 14 —
5. írland 13 —
6. Holland 12 —
' í kvennaflokki er Noregur í
efsta sæti, en þar keppa 11 sveit-
ir. í 1. umferð í kvennaflokki
■igraði Finnland England mjög
óvænt.
★
Síðustu fréttir.
Fréttir liafa borizt um að
Frakkland og Spánn séu eftir
ð umferðir með 23 stig, en næst
komi Noregur með 22 stig.
Ásvallagötu 53, Reykjavík, frá
Tröð í Kolbeinsstaðahreppi.
Eldur kviknar og eyðist:
I Orka skapast og glatast.
j Eilífðin varir ein.
j Sól rís og síðar hnígur.
Sorgin fer og kemur.
Mörg eru mannanna mein.
Lítið barn ljósi fagnar —
leika á ýmsa strengi
örlögin alla tíð. —
Vex upp og verður að manni.
Veröldin þolrifin kannar.
Allt þó endar um síð.
Eggert öðrum fremur
átti þá lyndiskosti
sól í lífinu að sjá.
Vann alltaf hörðum höndum.
Hlýddi skyldunnar kalli.
Aldrei á liði lá.
Geðprúður góður maður.
Grandvar í öllum háttum.
Heimilið hjartansmál.
Eiginkonunni unni
og úgætum börnum sínum
af traustri, tryggri sáL
Að hagsæld þeirra hlúðL
Hamingju þeirra þráði.
Studdi þau styrkri mund.
Veitti þeim veganesti.
Var þeim fyrirmyndin
•Ma ævinnarstund.
Allir, sem Eggerti kynntust
eitthvað fyrr eða síðar,
•egja hanu, «nætan mann.
Nýja Bíó: Mjúk er meyjarhúð
(La peau douce). Höfundur kvik
myndahandrits: Francois Truff-
aut og Jean-Louis Richard.
Leikstjóri: Francois Truffaut.
Aðalleikendur: Jean Desailly,
Nelly Benedetti, .Francoise Dorlé-
ac.
MYND þessi lýsir ástarsambandi
ungrar flugfreyju og menningar-
vita eins mikils í París, Pierre
Lachenay að nafni. Hann er
aðalritstjóri frægs bókmennta-
timarits þar í borg, en auk þess
þekktur rithöfundur og fyrir-
lestrahaldari. Það var einmitt á
einni slíkri fyrirlestraferð, til
Lissabon, að hann kynntist
Nicole, en hún var rösklega
tvítug að aldri, lagleg og vel
vaxin, með hlaupalega fætur.
Heima átti ritstjórinn glæsilega
konu og eitt ungt barn.
Er nú ekki að orðlengja það,
að þau fá þéttingsmikinn áhuga
hvort á öðru. Hún er einkum
hrifin af frægð hans, lærdómi og
gáfum, en hann sér sem rétt er,
að hún hefur fallegan fótaburð,
eins og áður greinir, og sýnist
sú uppgötvun ráða mestu um, að
meldingar heppnast á milli
þeirra. Hún er auk þess 16 árum
yngri en kona hans. x
Þegar menningarvitinn kemur
heim til Parísar aftur, kyssir
hann konu sína innilega, eins og
vera ber. Hann lætur þess ekki
getið, að hann hefur mælt sér
mót við hina nýju ástmey sína
innan skamms tíma. En ekki er
svo auðvelt fyrir jafnþekktan
mann og Lachenay að eiga sér
kröfuharða viðhaldskonu, án þess
að það kvisist. Þau mætast þó á
stefnumótum, en hið leynilega
samband, þótt unað veiti, er
taugatrekkjandi. Auk þess finnst,
sér í lagi henni, það niðurlægj-
andi
Lachenay fer í fyrirlestrarferð
til Reims, einkum vegna þess, að
þar eygir hann möguleika á að
njóta ástkonu sinnar í meira
næði. Nicole fer sem sé með hon-
um. Honum er tekið sem kon-
ungi og sýndur margháttaður
sómi, en Nicole verður að halda
sig í skugganum. Henni tekst
ekki einu sinni að fá aðgöngu-
miða að fyrirlestri ástmanns
Farsælla væri á foldu,
færra um átökin hörðu,
væru margir sem hann.
Nú er hann horfinn héðan.
Hnígin er sól að viði.
Ævinnar endað skeið.
Ástvinir öðling syrgja,
aðrir vininn harma,
þá er lokaðisf leið.
Maður hneig að moldu.
Minning sólbjört lifir.
Góður genginn er.
Eggert: á öðru sviði
eilífðin faðminn breiðir
og fögur fagnar þér.
Kveðja frá vini þínum Otto
Wathne Björnssyni, Hafnarfirði. I
síns! — Tekur á taugarnar.
Þau nánast flýja frá Reims, en
í sveitasælunni á leiðinni heim
njóta þau hinnar nýsprottnu ást-
ar sinnar í ríkum mæli. Mitt í
sæluvímunni stillir hann sjálf-
virka ljósmyndavél á þau, þar
sem þau spóka sig saman úti í
guðsgrænni náttúrunni. Þá fyrir-
höfn hefði hann átt að spara sér.
Er ritstjórinn kemur að þessu
sinni aftur heim til Parísar, bíður
hans þar tortryggin eiginkona.
Hún hafði af sérstökum ástæðum
þurft að hringja til Reims og
fékk þá að vita, að hann væri
farinn þaðan. En hví var hann
svo lengi á leiðinni?
Honum vefst tunga um tönn.
„Ég er þreyttur“ segir hann og
býst til að leggja sig. Hún trúir
honum rétt mátulega, er hann
segist hafa verið henni trúr. „Það
er bezt við skiljum“ segir hún.
Hann hyggst fara á stundinni,
en henni snýst hugur og reynir
að stoppa hann. En'hann rýkur
út. En nú er sagan ekki nema
hálfsögð enn .... \
1 eftirmála við leikskrá segist
höfundur ganga með um 30 ásta-
kvikmyndir í kollinum, sem
hann ætli að gera á næstu 25
árum. Ennfremur segir hann síð-
ar:
„Engar tvær ástasögur eru
eins. Hver ástasaga, sem er vel
sögð, hefur sitt sérstaka snið og
getur orðið fólkinu sérstök fyrir-
mynd.
Sumu fólki farnast vel í lífinu,
öðru ekki. Sumir líta betur út
en aðrir, eru ríkari, skynsamari
en aðrir. Líkir að vísu — fyrir
skapara síhum — og í ástinni.
í ástinni er enginn fátækur.
í ástinni eru allir jafnir fyrir
lögunum. f ástinni eru allir jafn-
ráðugir, jafnríkir jafnvænir yfir-
litum. Hvað á ég við með því?
Ekkert annað en það, að ástin
er það einasta, sem varðar okk-
ur öll“.
Kannske vilja ekki allir sam-
sinna höfundi í því, að ástin sé
það einasta, sem varði okkur öll,
enda er mikið sagt með því.
Hefði líklega verið nógu sterkt
að orði kveðið með því að segja,
að ástin varðaði okkur öll, án
þess að útiloka jafnhliða aðra
meginþætti mannlegs lífs. En
hvað sem því líður, þá verður
vissulega fróðlegt að gefa gaum
þeim myndum, sem þessi ágæti
kvikmyndahöfundur, er lætur sér
svo títt um ástina, sendir frá sér
á næstunni.
Um þessa kvikmynd er annars
það að segja, að hún er ekki sér-
staklega frumleg, sízt efniviður-
inn, enda er orðið nokkuð erfitt
fyrir kvikmyndaframleiðenda að
finna ótroðnar leiðir í leit að
efnisvali. Hinu verður ekki neit-
að, að myndin er skemmtileg og
spennandi, hún er hvergi „ógeðs-
lega“ klúr, skipt um senur á rétt-
um augnablikum, svo að menn
sjái ekki of mikið af bannvarn-
ingi ástarinnar.
Hinar tiltölulega fáu höfuð-
persónur, sem framfleyta mynd-
inni, erú vel leiknar. Mér finnst
leikur Nelly Benedetti í hlut-
verki eiginkonunnar vera áhrifa-
mestur, enda fer hún með drama-
tískasta hlutverkið í myndinni.
Fæð leikpersónanna gefur á-
horfandanum líka betri útsýn
yfir sviðið, truflar minna ein-
beitingu hans að því viðfangs-
efni, sem um er fjallað. Kvik-
myndalistin krefst mikillar ein-
beitingar áhorfendans, og tíðum
fara fram hjá honum ýmsar
„finessur" kvikmyndahöfundar
eða leikstjóra, sem í þessari
mynd er einn og sami maður
Því geta „fámennar" kvikmyndir
oft náð meiri áhrifum en aðrar,
þar sem sviðið er margmennara
og atburðarás flóknari. Leikstjóri
nær oft betra sambandi við
áhorfendur, og takist honum að
leysa þann meginvanda að halda
spennunni í fámenninu, þá nýt-
ast þar oft betur ýmis tæknileg
brögð af hans hendi.
Danskur skýringartexti er með
þessari mynd.
I minningu Eggerts
Guðmundssonar
Sýningar
JÓN KALDAL
ÞAÐ VAR mikil og óvænt-
ur atburöur, þegar Jón Kaldal
ljósmyndari opnaði sýningu á
verkum sínum í húsnæði
Menntaskólans fyrir nokkru.
Þar sýndi Jón Kaldal úrval af
mannamyndum, er hann hefar
gert á langri starfsævi og með
sérstaklega næmu listamanns-
auga. Það var einhver góður
maður, sem sagði, er ljósmynda-
vélin kom til sögunnar, að hér
væri ný uppfynding, sem mundi
skapa meistaraverk, ef réttur
maður meðhöndlaði vélina.
Þetta voru sönn orð, sem eiga
nokkurt erindi við nútímamann
inn, sem oftlega heyrist nöldra
um það, að véltæknin sé farin
að stjórna manninum, en mað-
urinn ekki henni. Við hverja
nýjung vaknar ótti, mætti með
réttu segja, að sem betur fer
er sá ótti oftast ástæðulaus. Ef
nokkur maður hérlendis hefur
sannað, hvernig listamaður get-
ur tjáð sig með tækni, þá er
það Jón Kaldal.
Ekki er það oft, sem íslend-
ingar fá að sjá svo vel unnið
verk, að enginn vafi leikur a,
að það sé á heimsmælikvarða.
Það sýnir Jón Kaldal sannar-
lega með þeim persónulýsing-
um, er portrett myndir hans
gefa. Hann hefur sérstakt auga
fyrir að finna þá eiginleika, sem
hverjum er e'ðlilegastur, og sýn-
ir þannig ekki aðeins áferðar-
fagurt andlit, heldur gefur og
sanna mannlýsingu. Tækni hans
verður ekki lögð á metaskálar
og ekki heldur ljósbeiting, hann
kann þann galdur að byggja
upp með ljósi og skugga og ná
sterkum áhrifum innan afmark
aðs flatar. Það er annars að
bera í bakkafullan lækinn að
gera tilraun til að skrifa um
myndir Jóns Kaldals, þar eru
hlutir, sem maður verður sjálf-
ur að sjá og upplifa persónu-
lega til þéss að gera sér ljóst,
að mikill listamaður hefur beitt
ljósmyndavél á einstæðan hátt.
Eg vil áð lokum koma því á
framfæri, að sjaldan hef ég haft
eins mikla ánægju af eins yfir-
lætislausri sýningu og þessari á
verkum Jóns Kaldals.
Alfreð Flóki í Bogasalnum.
Teikningar eru eingöngu á
þessari sýningu Alfreðs Flóka,
og aðeins ein þeirra með lit-
um, ef ég hef tekið rétt eftir.
Það er nokkuð sjaldgjæft, að
ungir listamenn hérlendis láti
sér nægja að einskorða sig við
teikningu eingöngu, en það ger-
ir Alfreð Flóki sannarlega, og
ekki er það löstur, heldur mætti
segja mér, að iþannig eigi hann
eftir að ná meiri árangri en
hann að öðrum kosti mundi
gera. Þáð er nefnilega óumdeil-
anlegt, að það getur margborg-
að sig að einbeita sér að einu
verkefni sérstaklega. Þó er um
þetta engin regla. Sumir virð-
ast ná ágætum árangri einmitt
með því að vaða í sem flestu,
en þetta er algert einkamál
hvers og eins.
Þessi sýning Alfreðs Flóka er
að mínu áliti miklu betri en
þær, er hann hefur áður kom-
ið fram með. Hann hefur að
vísu ekki mjög sterka línu í
verkum sínum, og stundum
finnst mér hann leggja ot mik-
ið upp úr smáatriðum og dá-
litlu dútli, en hann hefur hug-
myndir, og hann hefur gama-i
af því, sem hann gerir. Það er
viss vinnugleði í sumum þessara
verka, sem honum tekst að
tengja surrealistískum hugmynd
um og er þá oft gamansamur.
Það er enginn vafi á, að Alfreð
Flóki hefur nú síðustu árin
hlaupið af sér mestu hornin, og
þegar hann langar til að vera
klúr og hrollvekjandi, veldur
það fremur kæti en gremju eða
skelfingu.
Það eru fjörtíu og sjö teikn-
ingar á þessari sýningu. Það
mætti segja mér, að sum skáld
in hrifust af þessum verkum
Flóka, en ég er ekki eins viss
um, að þeir, sem hugsa mynd-
rænt á nútímavísu, yrði þeim
sammála. En Flóki fer sínar
eigin götur, og það er sannar-
lega ánægjulegt. Hann tengir
bæði fortíð og nútíð í hugmynda
heimi sínum og vill gjarnan
vekja hroll og gremju, en ég
fæ ekki betur séð en að baki
þessara verka sé meiri mann-
hlýja en honum sjálfum er
ljóst.
Valtýr Pétursson.
Djakarta, 29. ágúst NTB.
EINN af áhrifamestu mönnum
þingsins i Indónesíu og leiðtogi
menntamanna, þar, dr. Adnan
Burjung Nasution, hefur skorað
á Súkarno, forseta, að gera fulla
grein fyrir afstöðu sinni til bylt-
ingar kommúnista sl. haust,
Gagnrýndi dr. Nasution ræðu,
sem Súkarno hélt nýlega, kvað
hana hafa valdið ólgu í landinu
og sagði, að forsetinn yrði að
taka ákveðna opinbera afstöðu
til byltingarinnar.
ENN hefur gamalt hús orðið
að víkja fyrir nýrri byggingu.
Nú er timburhúsið að Skóla-
vörðustíg 11 horfið. Fyrir
nokkru var það dregið burt
af sínum gamla grunni, en
áður hafði litli steinbærinn,
„Tobbukot“, scm stóð við hlið
hússins, verið rifiinn. Á þess-
um stað verður reist hús
Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis. Að Skólavörðu-
stíg 11 var heimili þeirra
Benedikts Sveinssonar þing-
forseta og Guðrúnar Péturs-
dóttur og var þar æskuheim-
ili forsætisráðherrans dr.
Bjarna Benediktssonar og
systkina hans. Myndin var
tekin úr Óðinsgötunni er ver-
ið var að draga gamla húsið
af grunninum.
(Ljóðsm. Mbl. Sv. Þorm)