Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. sept. 196«
ÚTVARP REYKJAVlK
ÆVAH Kvaran flutti erindi um
hinn mikla keisara Asoka er var
sonarsonur Chandragupta þess
er náði aftur af Grikkjum
löndum þeim er Alexander mikh
vann. Asoka ríkti að því er
brezka alfræðibókin, stóra, seg-
ir frá 264 til 226-227 fyrir Kr. b.
Hann lagði undir sig allt Ind-
land, svo og Nepal Kasmír,
Afganistan og Balischistan. Varð
mikill siðbótamaður og dugandi
stjórnandi. Samtímaheimildir
um hann er höggnar í steinsúl-
ur og hella, alls 36 leturfletir,
auk þess geta rit Búddatrúar-
manna um hann. Aftur á móti
geta grískir sagnritarar hans
ekki. Erindi Ævars var afar
vandað að efni og flutningur
afbragð. Geri ég ráð fyrir að
hann sé einn af vinsælustu fyrir-
lesurum, er mikið láta til sín
taka í útvarpinu, venjulega
fróðlegt og skemmtilegt að
hlusta á hann.
„í kvöld“ þeirra Hólmfríðar
Gunnarsdóttur og Brynju Bene-
diktsdóttur, 20. ágúst var
skemmtilegt og fræðandi. Talaði
Hólmfríður, að ég held, fyrst
um merkilegan mann, Lappa, að
nafni Nils Nilson, er uppi var
1872—1951, stórbóndi er átti
fjölda hreindýra og síðar teikn-
ari mjög rómaður um langa
hríð. Afburðamaður til líkama
og sálar og ekki við eina fjöl-
ina felldur. — Þá talaði Brynja
(?) um för austur í Skaftafells-
sýslu nú í sumar. Kom þangað
eftir storminn mikla og var við
hátíð þá er haldin var til minn-
ingar um séra Jón Steingrims-
son. Þá hitti hún að máli tvær
gamlar konur er búa í Heiði.
Náði hún nokkru tali þeirra og
kveðskap á segulband. Var
gaman að heyra það er þær
sögðu, sérkennilegt og fremur
óheflað. Ekki virtust þær hafa
mikið dálæti á eldprestinum
sáluga eða Skagfirðingum þeim,
er slæddust suður í Skaftafells-
sýslu, né ættum þeirra. Önnur
þeirra, Elín, er afbragðsgóður
smiður. Þetta eru miklar hetju-
konur.
Laugardagsleikritið var
Draumurinn eftir Paols Levi.
Leikstjóri Ævar Kvaran. Þetta
er frambærilegt útvarpsleikrit
af því að það er engin langloka.
Fjallar um skoplega eða sjúka
afbrýðissemi og vel með efnið
farið, bæði af höfundi og leik-
urum.
Hetjusaga frá átjándu ðld,
um ævi séra Jóns Steingrímsson-
ar nefndust tvö erindi er Krist-
in E. Andréssoft flutti sunnu-
dagana 14. og 21. ágúst. Voru
þetta frábærlega vönduð erindi
um séra Jón, þessa miklu hetju
og afreksmann, sem aldrei bilaði
í þyngstu raunum og erfiðleik-
um á einum af hræðilegustu
tímum er yfir þjóð þessa hafa
dunið, Skaftáreldunum og öll-
um þeim plágum er þeim fylgdu.
Ævisaga séra Jóns er snilldar-
verk, þar sem höfundur segir
af sjálfum sér og öðrum alger-
lega rauplaust og trútt svo að
Það eru hinir geysi vinsœlu TEMPÓ
sem leika í Þjórsárveri í kvöld kl. 10 til 2
NÝTT NÝTT
Hver verður kosinn maður kvöldsins ?
NÝTT NÝTT
Það eru TEMPÓ, sem leika á KINKS hljómleikunum.
Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni og Hafn-
arfirði kl. 9, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og
Laugarvatni, til þess að allir geti mætt í Þjórsárveri.
nærri því broslegt verður,
stundum. Ég held að Kristinn E.
Andrésson, magister skilji séra
Jón alveg rétt og viðhorf hans
til lífsins og samtíðar sinnar.
Á náttmálum, þáttur Hjartar
Pálssonar og Vésteins Ólafsson-
ar. Ég heyrði ekki fyrri hluta
þessa þáttar. En síðar sögðu
þeir, að ennþá mætti heyra hér,
að fólk hallmælti Dönum, eink-
um eldra fólk. Ég held að mjög
lítið sé um þetta, miklu fleiri
hallmæla Bandaríkjamönnum,
Þjóðverjum og Rússum, einkum
hinum fyrsttöldu, af því að þeir
hafa hér landvarnir, samkvæmt
beiðni okkar sjálfra. Auðvitað
munu allir óska þess, að ekki
þyrfti að vera hér erlendur her,
en eins og ástatt er í heiminum
hygg ég að stór meirihluti þjóð-
arinnar vilji vestrænt lýðræði
frekar en kommúnisma, a.m.k.
benda kosningar á það. — Árið
1757 sendi alþingi Danakóngi
bænaskrá þess efnis, að íslend-
ingar mættu sjálfir hengja þjófa
sina til þess að komast hjá
kostnaði við að senda þá á
Brimarhólm. Var þessari frómu
ósk synjað. — Þá las dr. Jón
Helgason upp þýtt kvæði,
franskt, frá 15. öld, mjög vel
gert ljóð. — Loks var langt mál
um Kristínu Adolfsdóttur, Svía-
drottningu (f. 1626, d. 1689) þá
er sagði af sér konungdómi og
gekk af lúterskri trú og tók
pápísku og bjó í Róm siðari ár
og dó þar. Fara um hana margar
sögur og misjafnar.
Sveinn Kristinsson talaði um
daginn og veginn 22. ágúst. Var
það nákvæmlega eins og ég tel
að þessi þáttur eigi að vera,
enginn fyrirlestur um ákveðið
efni, heldur rabb um það sem
er að gerast, svo sem veðráttu,
heyskap, fiskveiðar og ýmislegt
umtalsvert, sem er að gerast á
líðandi tíma. Hann gat um
greinar Gísla Auðunssonar
læknis um læknaskipun og heil-
brigðismál, en þessi ungi, gáfaði
læknir, virðist hafa fengið
hálfsofandi yfirvöld til að
rumskast.— Ræðumaður minnti
á, að síðastliðinn vetur var með
þeim hörðustu og víða snjó-
snjóþyngstu sem komið hafa
lengi. Þó varð hvergi fellir né
vandræði og Htið urðu menn
varir við kuldann, híbýli manna
og skepnuhús nú svo miklu
betri en áður var, hey handa
þúsundum skepna flutt land3-
fjórðunga á milli. Sem sagt,
gjörbreyttar aðstæður til að
taka mannlega á móti harðind-
um. Margt fleira sagði Sveinn
athyglisvert, sem ekki er hér
getið, en að lokum gat hann þess
að tveir andans menn í fremstu
röð, eiga áttræðisafmæli á þessu
ári: Jakob Thorarensen og Sig-
urður Nordal. Karlmennska og
þróttur einkenna skáldskap Jak-
obs, hleypidómalaust mannvit
og afburða ritsnilld allt það
er Sigurður hefur ritað, hvort
heldur er eigin skáldskapur eða
annað, en hann er viðurkennd-
ur fremsti bókmenntafræðingur
hér um langan aldur. Engir
standa þessum öldungum fram-
ar, samtímamanna. —
Jóhannes úr Kötlum las upp
fáein kvæði Stefáns G. Stephan*
sonar, snilldarkvæði, vel lesin.
„Fanginn á Múnkshólmi**
nefndist erindi er Jón R. Hjálm-
arsson, skólastjóri, flutti 25.
ágúst. Hann er með beztu út-
varpsmönnum, talar fallegt mál,
hefur ágætan málróm, svo að
ekkert orð fer fram hjá hlust-
endum. í þetta sinn talaði hann
um Griffenfeld greifa, afburða
gáfumann, er komst til æðstu
valda og metorða um stund hjá
Kristjáni 5. einveldisherra, en
kunni sér ekki hóf, var hand-
tekinn, dæmdur til dauða, en
náðaður og sat í fangelsi nær
því til dauðadags, 1699. Jón R.
Hjálmarsson, kemst ætið að
kjarna málsins í erindum sín-
um, án óþarfa umbúða og vil
ég ráðleggja þeim, er vilja fá
góða fræðslu, að hlusta á hann,
er hann lætur til sín heyra í
útvarpi.
Þorsteinn Jónsson.
í KILI SKAL KJÖRVIÐUR
IPNlSÝNINGIN
W
IÐNSYNINGIN 19661
Opin 30. ágúst. — Opin í 2 vikur.
Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9—14 og
almenning kl. 14—23 alla daga
KAUPSTEFNA AIjLAN DAGINN
Veitingar á staðnum.
Aðgangseyrir: 40 kr. fyrii fullorðna
20 kr. fyrir börn
★ Silfurmerki fylgir hverjum aðgöngu-
miða.
BARNAGÆZLA FRÁ KL. 17—20.
Sérstakur strætisvagn allan daginn á heil-
um og hálfum tímum frá Kalkofnsvegi.
KOMIÐ — SKOÐIÐ — KAUPIÐ
Það er alltaf til ein LAGOMARSINO reiknivél sem hentar yður
Grond Totol
er samlagningarvél með marg-
földun og tveim teljurum. Vél
þessi er tilvalin í lanuaútreikn-
ing, verðútreikning, vörutaln-
ingu og ótal fleiri verkefni.
Sjálfvirkur prósentuútreikning-
ur er stórkostlegur eiginleiki
vélarinnar.
Totolio Super
er einföld samlagningarvél með
innbyggðri talnageymslu. Það
er tækni, seir hefur náð mik-
illi útbreiðslu og eykur afköstin
ótrúlega.
OTTO A. MICHELSEN Klapparstig 27
Simi 20560.