Morgunblaðið - 03.09.1966, Side 21
Laugardagur 5. sept. 1966
MORCU N BLAÐIÐ
2!
Sextugur í dags
Crímur Ögmundsson
„Og nú er karlinn orðinn sex-
tugur!“ veit ég að Grímur bóndi
Ögmundsson að Syðri-Reykjum
í Biskupstungum, segir núna og
væri til me'ð að bæta við: „Og
ekki dauður enn!“ — Gaman-
semi Gríms og frábær dugnað-
ur hafa fylgt honum langa leið.
Ráðsmaðurinn, sem áður salt-
aði kjöt fyrir skólafólk á Laug-
arvatni stendur nú fyrir stór-
myndarlegum búskap á föður-
leifð sinnL Hann er sextugur í
dag, hans verk til þessa eru
mörg og mikil og enn eru bygg-
ingaráform í deiglunni.
Grímur er glæsilegt dæmi um
það hvernig íslenzki bóndinn
hefur bezt náð því að fylgja
fainum nýja tíma, öld tækninnar
og hraðans. Hann er ailt í senn:
bóndi, iðnaðarmaður og verka-
maður. Umsvifamikill búskapur
faans krefst góðrar verkhyggni
og verkstjórnar. En Hann er
vdndanum vaxinn; hvar sem
hann kemur og hvert sem hann
fer, fylgir honum ólgandi at-
hafnalíf og verkin eru vel
unnin á undirstöðum vand-
virkni og ábyrgðartilfinningar.
Hjá Grimi er mjög ríkur sá
eiginleiki — að ekki sé sagt þörf
—• að allt sé traust ög sterkt,
* þoli vætu og vinda og áranna
annir. „í Kili skal kjörviður“
stendur þar. Og til viðbótar
þessari kröfu hans um gæði
hlutanna bætist svo óvenjuleg
lægni hans.dirfska og þraut-
eeygja. Heima á Syðri-Reykjum
býr hann vel að öllum nauðsyn-
legum verkfærum til hverskyns
viðgerða. Honum verður ekki úr
vegi að rafsjóða brotna hluti eða
nýsmíði ef svo ber við að horfa.
Og þannig mætti lengi telja
tæknilega hæfni hans.
Þannig hlýtur maður að koma
a'ð því, sem gerir Grím frá-
brugðinn og fremri mörgum
öðrum hagleiksmönnum til
sveita, sem jafnframt vinna utan
heimilis. Hjá honum er allt í
röð og reglu. Þar er aldrei kast-
að hendi tii hlutanna: búskap-
urinn situr aldrei á hakanum
þótt mikið sé unnið utan heim-
ilis og það jafnvel fjarri. Hann
virðist aldrei svo þreyttur, þeg-
ar hann kemur heim að afloknu
erfiðu dagsverki á öðrum
foæjum, að hann gefi sér ekki
tíma til þess að fylgjast með
því sem hefur verið unnið í
fjarveru hans og jafnframt að
Bthuga hverra starfa er vant.
Þau eru sjálfsagt orðin æði
mörg húsin þar sem hann hefur
átt meiri e'ða minni hluta í hita-
lögnum enda vel þekktur í sínu
faéraði og víðar fyrir hagleik
sinn við rörlagnir hverskyns.
Fjárbú Gríms er gott og sama
er að segja um mjólkurfram-
leiðslu hans í stóru nýju fjósi,
sem mun vera eitt það fullkomn
esta 'hérlendis. Jafnframt hin-
ium venjulega búskap hefur
hann beislað orku hins stóra
hvers sem er á landareign hans
og byggt fjölda stórra gróður-
húsa. Og hvar sem komið er
Bð á Syðri-Reykjum er snyrti-
mennska áberandi. Hver hlutur
é sinn stað: skáp eða krók,
vélar húspláss. Iðulega má sjá
bóndann á hlaðinu tína upp
smárusl, bréfsnifsi eða spítubrot
og koma því fyrir í ruslatunnu.
AHt verður að vera hreint og
snyrtilegt. HLutirnir v erða að
vera í fullkomnu lagi.
Rausn Reykjaheimilisins er
mikil svo óvíða mun tíðkast önn
ur eins. Hinn kjarkmikli bóndi
foar gæfu til þess að hljóta þann
lífsförunaut sem sómi og styrk-
ur var að. Kona hans. Ingibjörg
Guðmundsdóttir frá Bíldsfelli í
Grafningi, annáluðu myndar-
faeimili, hefur frá byrjun búskap
ar þeirra sýnt hverjum mynd-
arskap sem hún býr yfir. Hún
faefur staðið við hlið athafna-
mannsins, hljóðlát og traust, og
byggt upp með honum gamalt
bóndabýli og gert það að ný-
tízku fyrirtæki — ef svo mætti
•egja — þar sem tæknin, vélar
og verkfæri taka við æ fleiri
störfum ' mannshandarinnar.
Framsýni og djörfung hefur lýst
sér í hverjum hlut, hverri at-
höfn. Allt segir þetta sögu dugn
aðar Reykjahjónanna, samstöðu
þeirra og manndóms. Gleði
þeirra og styrkur hefur 'íka ver
ið í einkasyninum Grétari og
konu hans Láru Jakobsdóttur og
fjórum börnum þeirra. Fe’ðgarn-
ir hafa stutt hver annan við
ýmis störf, hugur og hönd hjálp-
ast að við uppbygginguna.
Það eru svo margir sem
þekkja þennan atorkusama
bónda, sem víða kemur við, og
það hýrnar ósjálfrátt yfir mönn
um, þegar á hann er minnst.
Hann er sérstæð manngerð:
gamansamur, jafnvel stríðinn á
stundum, óvenjulega athugull og
spurull, þarf að komast til botns
I öllum hlutum. Hann gortar
ekki að framtaki sínu þessi mað
ur, læst jafnvel vera óreyndari
en hann er og er mjög glöggur
fjármálamaður. Hugurinn sí
frjór og vakandi; umhyggjan
fyrir heimilinu í fyrirrúmi fyrir
öllu öðru.
Ég get auðveldlega sé’ð Grím
bónda fyrir mér þar sem hann
í dag tekur á móti þeim vinum
og ættingjum, sem vilja korna
til að heilsa upp á hann og
árna honum heilla í Aratungu,
félagsheimili þeirra Biskups-
tungnamanna. Glettið brosið
ljómar á vörum og í augum,
hann fagnar gestum sínum með
góðlátlegum gamanyrðum: „Og
nú er karlinn orðinn sextugur!"
segir hann og hlær við.
Orðin eru komin æði mörg og
er þó margt ósagt, en hér látið
stað«r numið. Vini mínum
Grímí sendi ég beztu kveðjur
og óskir um, að hann eigi óétnar
margar hangikjötsmáltíðir enn-
þá.
ht.
— Listflug
Framhald af bls. 3.
vélina og mun flugtíminn
með kennara kosta um 750
kr. Mun það verð mjög ná-
lægt því að vélin beri sig
fjárhagslega, en eftir 6-700
flugtíma verður að skipta um
hreyfil. Flugvélin er tveggja
sæta.
Fyrsti íslenzki flugmaður-
inn, sem tók listflugpróf árið
,1929 var Sigurður Jónsson
hjá Loftferðaeftirlitinu. Ann-
ar var Björn Eiríksson 1930,
og hinn þriðji var Agnar
Kofoed Hansen 1935. Agnar
gat þess, að enginn íslenzk-
ur flugmaður hefði þó haft
eins mikla þörf fyrir listflug-
kunnáttu og Þorsteinn Jóns-
son flugstjóri, en hann var
eins og kunnugt er orrustu-
flugmaður í síðari heimsstyrj
öld.
Hinn tékkneski listflugmað
ur sýndi listir sínar blaða-
mönnum yfir Reykjavíkur-
flugvelli í gær. Var stórkost-
legt að sjá llar þær þrautir
er hann gerði í loftinu. T.d.
flaug hann á vélinni öfugt
og tók þannig beygju, en það
kvað vera mjög erfitt og
lýstu reyndir flugmenn undr
un sinni á hæfni Hulka. Þá
klifraði hann upp lóðrétt,
sneri sér í loftinu og virtist
þá öll ferð farin af vélinni,
og kom þjótandi niður til
baka. Sögðu menn að hann
„sneri sér á punktinum".
Er Hulka hafði lokið flug-
inu sagði Agnar Kofoed
Hansen: „Þetta sjáið þið nú
ekki á hverjum degi, piltar
mínir“, enda má fullyrða að
margir murui undrast hæfni
mannsins, er hann sýnir Reyk
víkingum listir sínar á morg
un kl. 15.
— Höcherl ráðherra
Framhald af bls. 28.
heldur væri hann hingað kom
inn til þess að ræða mikilvæg
mál. Hann hefði átt viðræður
við Ingólf Jónsson landbún-
aðarráðherra um landbúnaðar
mál og flugmál og við Gylfa
Þ. Gíslason viðskiptamálaráð-
herra um fisksölumál.
Ráðherrann var spurður um
viðhorf hans til beiðni Flug
félags íslands um að fá lend-
ingarleyfi í Frankfurí. Sagðist
ráðherrann ekki hafa neinn
áhuga á að rífast um það,
hvort íslendingar fengju leyfi
til þess að lenda flugvélum
sínum í Frankfurt eða ekki.
Hins vegar næði það engri
átt að 59 millj. manna þjóð
neytti aflsmunar gegn 200
þús. manna þjóð í máli sem
þessu.
Höcherl var ennfremur
spurður um álit sitt á tilboði
Efnahagsbandalagsins í Kenne
dyviðræðunum svonefndu og
sagði þar m.a., að þær tilslak
anir, sem veittar voru af Efna
hagsbandalaginu væru miklu
takmarkaðri en þær, sem
vestur-þýzka stjórnin hefði
viljað veita. Vinir okkar,
Frakkar, sagði ráðherrann,
voru miklu íhaldssamari en
við. Ég er hins vegar þeirrar
skoðunar, að þegar búið er að
samræma stefnu Efnahags-
bandalagsins í þessum málum,
þá muni afstaða okkar Þjóð-
verja verða sú, að stefnt verði
að mun meira frjálsræði í
þessum málum. Að mínu áliti
höfum við Þjóðverjar talsvert
vald á sviði fiskveiði- og fisk
sölumála í Efnahagsbandalag
inu, vegna þess hve mikið
fiskveiðiland Vestur-Þýzka-
land er. Því verður hins vegar
ekki neitað, að stefna Efna-
hagsbandalagsins í þessum
málum nú, er runnin undan
rifjum Frakka.
Ráðherrann sagðist hafa
heitið því að reyna að fram-
fylgja stefnu í þessum mál-
um, sem íslendingar gætu
verið ánægðir með. Þjóðverj-
um ætti að vera vel unnt að
hafa samstöðu með íslending
um á sviði fiskimála innan
Efnahagsbandalagsins.
Höcherl var m.a. ennfrem-
ur spurður um álit hans á ís-
lenzkum landbúnaði og sagði
þar, að hann hefði um dag-
inn bragðað afbragðs ís-
lenzkt lambakjöt og af hinu
ágæta bragði þess væri hann
sannfærður um, að, það væri
góð verzlunarvara. Sér dytti
í hug í þessu sambandi, hvort
ekki væri unnt að sýna ís-
lenzkt lambakjöt á svonefndri
„Grænu sýningu“ það er að
segja árlegu landbúnaðarsýn
ingunni í Berlín. Kvaðst hann
reiðubúinn til þess að gera
það, sem í hans valdi stæði,
til þess að þetta yrði hægt.
Vestur-þýzki ráðherrann
brá hvað eftir annað á glens
í viðræðum sínum við blaða-
mennina. M.a. sagði hann, að
á leiðinni í flugvélinni til ís-
lands hefði hann ekki getað
fengið bjór heldur einungis
sterkari drykki. Kvaðst hann
þá hafa borið þá málamiðlun-
artillögu fram, að Flugfélag
fslands fengi lendingarleyfi í
Frankfurt, en í stað þess
yrði reist bajernsk bjórverk-
smiðja á fslandi. Sjálfur er
ráðherrann frá Bajern.
í gærkvöldi höfðu íslenzk-
ir ráðamenn boð inni fyrir
Hermann Höcherl, en heim-
sókn hans lýkur í dag. Fer
hann þá flugleiðis heim til
V estur-Þýzkalands.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
JAMES BOND
James Bond
BY IAN FLEMIN6
ORAWING BY JOHN McLUSKY
—X-
Eítii IAN FLEMING
Er yfirmaðurinn hafði lokið við að
skoða demantana sem ég smyglaði til
Ameríku . . .
Ef þú ert ánægður þætti mér vænt um
að fá mín 5.000 pund.
Ekki svona bráðlátur, hr. Bond. Þér
verður borgað að fullu, en ekki strax.
Það er hættulegt fyrir fátækling, að vera
skyndilega með vasa fulla af peningum.
Hann slær um sig og þegar löggurnar
spyrja hann hvar hann hafi fengið þá,
getur hann ekki svarað. Þú manst ef til
vill, að ég tapaði iyrir þér 1000 pundum
i bridge í Lundunum, þegar ég var siðast
i Englandi.
Já, reyndar! . . . varaðu þig! Þetta em
skynsamir náungar.
JOMBO
•-*—
TeiknarL J. M O R A
Júmbó faðmar skipstjórann og hrópar:
— Þú ert snillingur. Auðvitað liggur reip-
ið, sem við leitum að í hauskúpu risa-
eðlunnar! Skipstjórinn verður undirleitur
við allt þetta hrós, — gáfulegar hugdett-
ur eru ekki hans sterka hlið.
Nú er aðeins eftir að ná í reipið. Júmbó
byrjar að klöngrast uppá beinagrindina.
Það gengur eins og i skáldsögu, hinar
steingerðu kjúkur eru ágætustu klifurút-
skot.
Og þegar hann loks er kominn uppá
hrygg beinagrindarinnar, getur hann svif-
i5 áfram eins og dansmey.