Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 24
MORGUNBLADIÐ Laugardagur 3 sept. 1966 94 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Við lokum núna — getið þér ekki drekkt sorgum yðar fyrir utan? En hver sem konan var, þá hlaut hún að hafa einhverja hugmynd um samband Aldos og rektors- frúarinnar. I>að hafði nú orðið hlé á hringingunum, en engu að síður varð að aðvara Aldo áður en hann talaði við rektor- inn. Ég gæti hringt til Jacopo og beðið hann að segja Aldo, undir eins og hann kæmi heim að hringja til mín þar sem ég nú var staddur. Ég blaðaði l símaskránni og fann númerið. Ég hringdi í það og beið. Ekkert svar. Jacobo var annaðhvort úti eða þá inni hjá sér. Ég lagði frá mér símann og fór aftur út að glugganum. Hóp- ur af stúdentum var að koma eftir götunni, með ópum og blístri, grímuklæddir meo marg lita hatta, sem þeir höfðu sett ýtti framan í þá, sem fram hjá fóru. — Hjálpið styrkarsjóði fátækra stúdenta, æpti hann. — Allt þakksamlega þegið, hversu lít- ið sem er. Hver skildingur, sem gefst, hjálpar fátækum stúdent til að ljúka námi. Þakka yður, herra, þakka yður frú mín. Maður nokkur yppti öxlum og stakk einhverju í pokann. Stelpa sem elt var með ópum og óhljóð- um, gerði slíkt hið sama, og slapp burt hlaejandi. Stúdent- arnir dreifðu sér niður eftir göt- unni. Bíll, sem kom niður brekk una var stöðvaður og pokanum stungið inn um gluggann á hon- um. Stúdentinn þakkaði fyrir sig og sveiflaði miðaldahattinum sínum. — Þakka yður fyrir, herra, lengi lifið þér, herra! Þeir héldu áfram, syngjandi og æpandi, og sneru svo í átt- ina til Lífstorgsins. Klukkan í turninum við dómkirkjuna sló tólf, og áður en hljómurinn dó út, tóku aðrar klukkur undir. Hádegið hljómaði- úr öllum átt- um í Ruffano, og mér datt í hug hvernig flóttamaður eins og ég hefði, fyrr á öldum leitað griða staðar í einhverri kirkjunni, við háaltarið. Ég velti því fyrir mér, hvort ég mundi finna vernd, ef ég gerði slíkt hið sama í dag, eða hvort kirkjuvörðurinn í Cyprianusarkirkjunni mundi horfa á mig skelfingaraugum og þjóta síðan í lögregluna. Bki þá heyrði ég fótatak koma upp tröppurnar. Dyrnar opnuð- ust. Það var Carla Raspa. Hún starði á mig steinhissa. _ — Ég var rétt að velta því fyrir mér, sagði ég, — hvort ég aetti að vera hér kyrr eða leita hælis í kirkju. — Það fer eftir því, hvaða glæp þú hefur á samvizkunni, sagði hún og lokaði á eftir sér. En fyrst ættirðu að játa á þig glæpinn. Hún lagði töskuna sina og bókaböggul á borðið. Svo mældi hún mig frá hvirfli til ilja með augunum. — Þú ert um það bil hálfum öðrum sólarhring á eftir tímanum á stefnumótið, sagði hún. — Ég hef ekkert á móti því að verða að bíða klukku- tíma eða jafnvel tvo á stefnu- móti, en þá ' vil ég líka mega finna mér einhvern annan í stað inn. Hún seildist í tösku sína og náði sér í vindling. Svo fór hún fram í eldhús og náði í flösku af Cinzano og tvö glös á bakka. — Ég býst við, sagði hún, að þú hafir svikizt um af því að þér hafi mistekizt. Það hefur áður komið fyrir þér meiri menn. En venjulega hefur mér tekizt að jafna mig af því. Maður hefur alltaf einhver ráð. Hún hellti í glösin. — Vertu hugrakkur! sagði hún — Þú veizt aldrei hvað gott hitt og þetta getur verið fyrr en þú reynir það. Hún lyfti glasinu sinu og brosti. Ég hafði aldrei kynnzt svona göfuglyndi. Ég tók hitt glasið og meðan ég var að drekka úr því, hafði ég ákveðið mig. y - Ég er ekki hingað kominn til að beiðast afsökunar fýrir þriðjudagskvöldið, sagði ég — né heldur til þess að rétta við mannorð mitt. Heldur er ég hér af því að ég held, að lögreglan sé á hælunum á mér. — Lögreglan? át hún eftir, og setti frá sér glasið. — Þá hef- urðu framið glæp — eða ertu að gera að gamni þínu? — Ég hef engan glæp framið, sagði ég, — en það vildi svo til, að ég var á vettvangi, þar sem morð var framið fyrir tíu dög- um, og ég hef grun um, að lög- reglan vilji eitthvað hafa tal af mér. Hún sá á svipnum á mér, að ég var ekki að gera að gamni mínu. Hún rétti mér einn vindl- inginn sinn. — Þú átt víst ekki við morðið á þessari gömlu konu í Róm? sagði hún. — Einmitt, sagði ég. Ég gaf henni tíu þúsund lírur, kvöldið, sem hún var myrt. Það er sama hvaða ástæðu ég hafði til þess. Næsta morgun heyrði ég, að hún hefði verið myrt. Ég þarf ekki að taka fram, að ég gerði það ekki, en ég gaf henni peningana kannski ekki nema nokkrum mínútum áður en glæpurinn var framinn. Það er því greini- legt, að lögreglan hefur ánuga á að hafa tal af mér. — Til hvers það? Hún er búin að ná í manninn, er það ekki? Það stóð í blöðunum. — Já, þeir hafa náð í hann. Og hann viðurkennir að hafa stolið peningunum, en neitar að hafa framið morðið. Hún yppti öxlum. — Það mundi ég líka gera. En þetta er lögreglunnar að ráða íram úr. Hafðu engar áhyggjur. Ég sá, að ég yrði að útskýra þetta betur. Ég sagði henni frá ensku kellingunum og hvernig ég hefði orðið að fara með þær til lögreglunnar, en hinsvegar hefði ég ekkert sagt um pen- ingana, sem ég hafði gefið kon- unni, og svo hefði ég farið til Ruffano daginn eftir. — Til hvers varstu að því? spurði hún. — Af því að ég þekkti kon- una, og ég fór hingað til þess að fá fulla vissu um þetta. Hún tæmdi glasið og er hún sá, að ég hafði þegar tæmt mitt, hellti hún í það aftur. Fram- koma hennar var enn kæruleys- isleg, en þó var hún eitthvað betur á verði en áður hafði ver- ið. — Ég las í blaði, að konan hefði verið frá Ruffano. Hvern- ig stóð á því, að þú skyldir þekkja hana? — Ég fæddist hérna og var hér þangað til ég var ellefu ára. Hún leit snöggt yfir borðið, en fyllti svo glasið sitt og færði sig yfir á legubekkin og hlóð púð- um við bakið á sér. — Þú hefur heldur betur villt á þér heim- ildir hérna síðustu vikuna, sagði hún. — Það mætti kalla það því nafni. — Og nú er þessi lygi þín að koma þér í bobba? □---------------□ 58 o---------------□ — Ekki svo mjög lygin, held- ur vanræksla mín að segja Róm- arlögreglunni sannleikann, sagði ég, — og svo hitt, að ég held, að einn leynisnatinn þeirra þar hafi þekkt mig aftur við jarðarför Mörtu á þriðjudaginn. Hann hefði varla getað tekið það sem eintóma tilviljun. Og fyrir einni klukkustund var þessi sami maður að spyrjast eitthvað fyrir í nr. 24. Ég kom auga á hann af götunni og flúði hingað. Hún hallaði sér aftur á bak á púðana og blés reykjarhringum upp í loft. — Hvort sem það er tilviljun eða tilviljun ekki, þá hefði honum getað fundizt þetta einkennilegt. En ef þeir hafa handsamað manninn i Róm, hvað eru þeir þá að gera að vera að snuðra hér? — Ég var búinn að segja þér, að maðurinn þrætir fyrir morð- ið. Og það gæti vel hugsazt, að þeir trúi honum, svo að leitinni að morðingjanum sé haldið áfram. Hún hugsaði sig um andartak, en sagði síðan. — Það gæti nú vel hugsazt, að ég tryði honum líka. Ég yppti öxlum og gekk til dyranna. — Ef svo er, sagði ég, — þá er eins gott, að ég hypji mig. Þú þarft ekki annað en bara hringja til lögreglunnar. í sama bili hringdi síminn. Mér fannst þetta hljóta að vera forlögin — leiknum var lokið. Hún benti mér að bíða, og tók síðan símann. — Já, sagði hún, — já, Giuseppe. Hádegisverð? Hún þagnaði, horfi á mig og hristi svo höfuðið. — Nei, það er ómögulegt. Ég á von á gestum. Það er einn stúdent og húr* mamma hans .... þau koma á hverri mínútu. Ég vissi ekki af því í gærkvöldi, því að þau hringdu ekki fyrr en í morgun. Ég veit ekki, Giuseppe, ég get ekki ákveðið það svona fram í tímann .... Ef ég mögulega get, skal ég hringja til þín í bóka- safnið, seinnipartinn. Bless! Hún lagði símann á og brosti. — Þetta getur honum dugað í nokkra klukkutíma, sagði hún. Þú varst heppinn, að hann skyldi hringja, en ekki vaða hér beint inn. Við vorum hálfbúin að sammælast í hádegismat og ég vona, að þú virðir það við mig, að ég hef svikið það þín vegna. Nei, hefðu engar áhyggj ur. Við þurfum ekki neitt að fara út. Ég skal baka eggjaköku. Hún sveiflaði fótunum ofan af legubekknum og lagaði á sér hárið. — Þú heldur mig þá ekki vera morðingja? spurði ég. — Nei, sagði hún. Hreinskiln- islega sagt, held ég ekki, að þú gætir gert flugu mein, auk held ur kvenmanni. Hún gekk fram í eldhús og ég elti. Hún tók eitthvað að fást við eldavélina og pönnur og tók diska niður úr grindinni. Ég settist á annan stólinn og horfði á hana. Þessi játning mín hafði hreinsað loftið. Mér fannst miklu auðveldara að umgangast hana en áður. — Þú vilt sjálfsagt, að ég komi þér út úr Ruffano? sagði hún. — Það ætti að vera hægðarleik- ur, því að ég get fengið bíiinn lánaðan aftur. — Nei, ekki út úr Ruffano, heldur bara í hús hérna uppi i Draumagötu, svaraði ég. — Þú átt þá einhvern vin, sem veit allt um þig? sagði hún. — Já, svaraði ég. Hún raulaði eitthvað fyrir munni sér meðan hún var að brjóta eggin og tók síðan að hræra þau í skál. — Viltu segja mér, hver hann er? Ég hikaði. Ég hafði þegar lagt örlög mín í hendur henni, að minnsta kosti næstu framtíð mína, en mig langaði ekkert til að fara að gefa henni nein tök á bróður mínum. — Þú þarf ekkert að vera að segja mér það, ég er þegar bú- in að geta upp á því. Þú gleymir því, að Ruffano er svoddan smá- bær. Hreingerningarkonan mín á heima rétt hjá Allraheilagra- kapellunni, og ég heyrði allf sem vitað er um þessa myrtu konu, hjá henni, fyrir nokkrum dögum. Marta gamla var árum saman hjá Donatifjölskyldunni og leit eftir Aldo Donati þegar hann var lítill. Komst þú kannski heim til hans, þegar þú varst strákur, og manst hana þessvegna? Þetta var sniðuglega til getið hjá henni. Það var ekki sann- leikurinn allur, en nægði mér. — Já, reyndar, svaraði ég. Nú rauk upp af pönnunni og hún hellti eggjunum út á. — Svo að þú fórst til hans Donati og sagðir honum alla söguna? sagði hún. — Og í staðinn fyrir að ráða þér til að taka til folanna, ráðlagði hann þér að sitja sem fastast? — Já, það lætur nærri, sagði ég. — Var þetta á sunnudaginn var? Ennþá eru nokkrir miðar óseldir á hljómleikana í Austurbœjarbíói dagana 73. og 14. sept. Ösóttar pantanir óskast sóttar I síðasta lagi í dag Handknattleiksdeild VALS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.