Morgunblaðið - 03.09.1966, Side 28
Helmmgi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
Fjölmenni við réttarhöld
í sjónvarpsmáli í Eyjum
VerzSunum lokað á meðan
Vestmannaeyjum 2. sept.
RÉTTARHÖLD í sjónvarpsmál-
inu í Vestmannaeyjum hófst hjá
bæjarfógeta kl. 2,30 í dag. Voru
l»ar tekin fyrir tvö mál, annars
vegrar málið Ríkisútvarpið gegn
Félagi sjónvarpsáhugamanna í
Vestmannaeyjum og hins vegar
Péstur- og sími gegn sama
aðila.
Til að leggja áherzlu á þýð-
irigu málsins ákvað Félag kaup-
sýslumanna og Kaupfélag Vest-
mannaeyja að loka sölubúðum
sínum í dag frá kl. 2—4 e.h. til
að gefa mönnum kost á að vera
viðstaddir réttarhöldin. Var
þröngt á þingi og komust færri
að en vildu, því réttarsalurinn
er lítill. Var þó troðfullt og fullt
af fólki á öllum göngum og jafn
vel utan dyra.
Bæði •málin voru tekin fyrir.
Lögfræðingur Félags sjónvarps-
áhugamanna, Bragi Björnsson
hdl., sem jafnframt er formað-
ur félagsins, bað um frest í mál
inu við Póst- og síma til frekari
gagnsöfnunar, en var neitað um
hann. Fyrir hönd Ríkisútvarps-
ins flutti málið Gunnar Guð-
mundsson hrl. úr Reykjavík.
Voru málin skýrð á báðar hliðar.
Ríkisútvarpið heldur sig við lög
um útvarp frá 1934, sem það
telur hafa verið brotin. En Félag
sjónvarpsáhugamanna byggir
sinn málflutning á því að athæfi
það, sem þeir eru sakaðir um,
sé framið af meiri hluta þjóðar-
innar, magnarinn umræddi sé
lítið stærri en tæki annars stað-
ar og Vestmannaeyingar kunna
því illa að fá ekki að njóta þess
sama sem fólk í Stór-Reykjavík
og suður með sjó.
Bæði málin fóru í úrskurð, og
er líklegt að nokkrir dagar líði
þar til hann verður upp kveð-
inn.
Sjónvörpum hefur nú fjölgað
mjög hér í Eyjum. Mest fyrst
eftir að mastrið kom, en síðan
jafnt og stöðugt. Ekki er vitað
hve mörg tæki eru hér, en talið
að þau séu 150—200 talsins. Skil-
Framhald á bls. 27
Vinnuslys
í Safamýri
VINNUSLYS varð við Safa-
mýri í gærkvoidi um 8 leytið.
Var verið að steypa bilskúr, er
sílóið slóst í höfuðið á manni,
sem var uppi á skúrnum og
mun hafa ætlað að segja krana-
manni til. Fékk hann höfuðhögg
og skurð á höfuðið og var flutt-
ur á Slysavarðstofu. Maðurinn
heitir Sveinbjörn Sigurðsson.
Hann var á Slysavarðstofunni í
nótt.
Frá blaðamannafundinum í gær. Til vinstri
heri landbúnaðarráðherra V-Þýzkalands en
situr Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúL
er Hermann Höc-
við hlið hans
Hermann Höcherl ráðherra:
Eg mun aldrei fallast áneina f iskimálastef nu
innan EBE sem yrði islendingum til tjóns
Nuverandi stefna runnin undan rifjum Frakka
MÉR er ekki kunnugt um, að nein þjóð í víðri veröld hafi kom •
ið fram við Þjóðverja af slíku göfuglyndi á hinum erfiðu árum
eftir stríðið sem íslendingar. Því verður afstaða okkar til Islands
i öllum málum að motast með tilliti til þess, hvað íslendingar
gerðu fyrir okkur einu sinni. Þar þýðir ekki að fara eftir ströng
ustu bókhalds- og viðskiptareglum. Ég mun aldrei fallast á
neina stefnu í fiskveiði- og fiskafurðamálum innan Efnahags-
bandalags Evrópu, sem getur orðið tslendingum til tjóns. Ég
mun senda íslenzkum blöðum afrit þeirrar skýrslu, sem ég mun
láta Erhard kanzlara í té um för mína til íslands.
Þannig komst Hermann
Höcherl landbúnaðarráðherra
Vestur-Þýzkalands, en hann
fer einnig með sjávarútvegs-
mál í landi sínu, m.a. að orði
á fundi, sem hann átti með
blaðamönnum í gær í þýzka
gæzluskipinu Póseidon, þar
sem það lá í Reykjavíkur-
höfn. Á þessum fundi voru
fisksölur íslendinga til Vest-
ur-Þýzkalands og annarra
ianda Efnahagsibandalagsins
efst á baugi en þau mál hafa
komið mjög vi'ð sögu undan-
farið og er mikil eftirvængting
ríkjandi, hvað í þeim málum
gerist á næstunni.
Vestur-þýzki ráðherrann
sagði í upphafi, að hann væri
hingað kominn í umboði vest-
ur-þýzku ríkisstjórnarinnar.
íslandsheimsókn sín væri ekki
einungis gestrisnisheimsókn,
Framhald á bls. 21
SYNDIÐ
200 metrana
Járn hamraö í smiðju
í tilefni af degi málmiðnaðari ns á Iðnsýningunni í gær var
komið upp eldsmiðju við austurvegg sýningarhallarinnar og
störfuðu þar eldsmiðir við að smiða skeifur og annað, eins og
gert var áður fyrr. Var gamaldags eldstæði með fýsibelg kom
ið fyrir. Loftur Ámundason, eldsmiður, er þarna að hamra
járnið. Margt áhorfenda safnaðist að, til að horfa á þessi vinnu
brögð. (Ljósm. Ingimundur.
Ætlaði að stunda
hjónabandsmiðlun
Almenningur misskildi
starfsemina
NÝLEGA tók svonefnd Kynn-
ingarmiðstöð í Hafnarfirði að
auglýsa þjónustu sína, en mark-
mið hennar var að kynna fólk af
báðum kynjum með hjúskap
fyrir augum. Var gefið upp heim
ilisfang á Strandgötu. Skömmu
seinna bárust kvartanir úr hús-
inu^ til lögreglunnar, vegna
ónæðis sem skapaðist þegar
fólk var að berja þar upp um
nætur, og var með drykkjulæti
kringum húsið.. Munu menn
hafa lagt annan skilning í aug-
lýsinguna en forstöðumaður
stofnunarinnar ætlaðist til, og
leituðu þangað um nætur jafnt
sem daga.
Þegar kvartanirnar bárust var
skrifstofan flutt úr húsinu fyrir
tveimur dögum. Forstöðumaður
fyrirtækisins var danskur mað-
ur, nýkominn til landsins, og
hafði hann ætlað að reka
hjúskaparfyrirtæki eins og
munu tíðkast annars staðar, en
viðskiptavinir ekki almennilega
skilið tilganginn. Auk þess mun
hann ekki hafa haft nein leyfi
til vinnu eða atvinnureksturs.
Til að binda endi á ólætin við
húsið, hlutaðist lögreglan til um
að maðurinn setti auglýsingu í
sama blað sem hann hafði áður
auglýst starfsemi sína í, þar sem
hann tilkynnti að Kynningar-
miðstöðin væri hætt störfum.
Ferðir í Skálholt
EINS og skýrt var frá í blaðinu
í gær, hefst biskupsvígslan í
Skálholti kl. 3 á sunnudag. Ferð
austur í Skálholt verður frá
Umferðarmiðstöðinni kl. 12,30 á
sunnudag.
Sr. Ágúsf kosinn
PRESTKOSNING fór fram I
Vallanesprestakalli sunnudaginn
28. ágúst. 417 voru á kjörskrá og
af þeim greiddu 216 atkvæði.
Umsækjandi var einn, Ágúst
Sigurðsson, og hlaut hann 205
atkvæði. Auðir seðlar voru 9,
tveir ógildir.
Agætt veður
- engin veiði
VEÐUR var ágætt á gíldarmið-
unum i gæi;, en engin veiði, að
því er síðast fréttist í gærkvöldi.
Sama var sólarhringinn á und-
an. Var leitað síldar víða, en lít-
ið fannst. 17 skip tilkynntu þá
afla, samtals 1.055 lestir, sem
fékkst að mestu 90 mílur SA. af
A frá Dalatanga.
Ók inn um
verzlunarg/ugga
drukkinn, réttindalaus og á stolnum bil
1 FYRRINÓTT um kl. 4.20 ók
16 ára gamall piltur bifreið nið
ur Skólavörðustíg. Kom hann,
að eigin sögn, auga á lögreglu-
þjón og varð hræddur, þar sem
hann var á stolnum bíl. Fipað-
ist honum aksturinn við þetta,
svo hann tók of krappa beygju
við Laugaveginn og lenti á horn
húsinu, þar er Hatta- og skerma
búðin á jarðhæð. Lenti billinn
á sýningarglugga og brotnaði
rúðan.
Pilturinn hljóp á brott, en átt
aði sig svo og kom til baka. Var
hann undir áhrifum áfengis, of
ungur til að hafa ökuréttindi og
auk þess á stolnu farartæki.
Bíllinn var nokkuð skemmdur
en pilturinn ómeiddur.