Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 3
Þriðjuðagur í. Sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 Meira brætt og saltað af síld en á sama tíma í fyrra MBL. hefur borizt skýrsla Fiski- félagsins um síldveiðarnar norð- anlands og austan sl. viku. Þar segir m.a.: Síldaraflinn síðastliðna viku Bankok — NTB FLÓÐ við óshólma Mekongár- innar hafa kostað 50 manns líf- ið og um 10,000 manns hafa misst heimili sín, að því er seg- ir í fréttum frá Thailandi. — Hjónaleysin Framh. af bls. 1 manna og ljósmyndara. Á laugar- dag sýndu prinsessan og greifinn sig ekki. Á laugardagskvöldið var efnt til veizlu í höllinni, og héldu um 100 gestir atburðinn hótíðlegan langt fram á nótt. Upprunalega hafði til veizlunnar verið stofnað til heiðurs konungshjónunum frá Thailandi, sem eru i einkaheim- sókn í Danmörku, en á síðasta andartaki var aukið við gesta- listann, og Margrét prinsessa og tilvonandi eiginmaður hennar voru miðpunkturinn í samkvæm- inu. Hin stóra stund Ijósmyndar- anna og blaðamanna rann upp árdegis á sunnudag, er prinsess- an og greifinn heimsóttu Friðriks burgarhöll í Hilleröd. Blöðin höfðu fengið vitneskju um heim- sóknina þangað, og var örtröð ljósmyndara og blaðamanna um- var fremur rýr þrátt fyrir gott veður fram á laugardag. Aðal- veiðisvæðið var 50 til 100 sjómil- ur A. ASA af Dalatanga. Aflinn sem barst á land í vik- unni nam 30.424 lestum. Saltað var í 44.276 tunnur, í frystingu fóru 339 lestir os 23.620 lestir í liræðslu. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvöld var 330.499 lestir og skiptist hverfis hjónaleysin er þau gerðu tilraun til þess að fara í skemmti göngu í hallargarðinum. Tóku þau öllu ónæðinu með mestu rósemi, héldust í hendur allan tímann og ræddust af og til við á frönsku. Á sunnudagskvöld birtust hjónaleysin í Tívolí, þar sem þau snæddu kvöldverð ásamt nokkr- um vinum. >ar var fyllsta virð- ing borin fyrir rétti konungsfjöl- skyldunnar til næðis. Gestir virt- ust enga sérstaka athygli veita borðinu, sem hafði verið pantað með margra daga fyrirvara. Fregnir herma að tvö dönsk bókaforlög hyggist egfa út sér- stak'ar bækur um greifann, og er m. a. vitað að fjórir starfs- menn annars forlagsins eru komnir til Frakklands þeirra er- inda að afla efnis um uppvaxtar- ár greifans. Talið er að bók þessa forlags verði allt að 250 blaðsíður, og hana eigi að gefa út í 10 þúsund eintökum. þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 34.068 lestir (233.340 upps. tn.) í frystingu 968 lestir í bræðslu 295.463 lestir. Auk þessa hafa erlend veiði- skip landað 4 258 lestum í bræðslu og 1.030 tunnum í salt. Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn sem hér segir: f salt 136.513 uppsaltaðar tn. (19.931 1.) — Rhódesia Framhald af bls. 1 forsætisráðherra muni hefja ráð- stefnuna með því að verja að- gerðir stjórnar sinnar í Rhódes- íumálinu. Því næst er við því bú izt að Lester Pearson, forsætis- ráðherra Kanda, muni stýra ráð- stefnunni á meðan Rhódesía er á dagskrá. Mun Wilson þá hafa frjálsari hendur í sjálfum um- ræðunum. Ýmsir afrískir þátttakendur á ráðstefnunni komu saman til fundar í dag til þess að ráðgast um hversu þeir skyldu haga um- ræðum um málið. Leiðtogi sendi nefndar Ghana, J. W. Harlley, sagði á blaðamannafundi í dag, að hann mundi fara fram á ótví- ræða yfirlýsingu af hálfu Breta að þeir myndu ekki viðurkenna minnihlutastjórn Ian Smiths í Rhódesíu. Vitað er að mörg lönd önnur mun taka undir þessa kröfu. Góðar heimildir í London telja, að Wilson 'muni á ráðstefnunni greina frá því, að brezka stjórn- in hafi í ráði að beita enn öfl- ugri efnahagsaðgerðum gegn Rhódesíu. Jafnframt er'talið, að hann muni og taka það skýrt fram, að hann muni ekki beygja sig fyrir kröfum um nauðungar aðgerðir gegn Rhódesíu, ellegar að Bretar beiti hervaldi til þess að koma stjórn Smiths frá völd- um. Talið er að Wilson óski ekki eftir því að viðskiptahömlurnar í Rhódesíu þróizt í hreina efna- hagsstyrjöld, sem einnig beind- ist gegn Portúgal og S-Afríku, á þeim forsendum, að það kynni að skaða efnahag Breta sjálfra illilegar — Ben Barka Framhald af bls. 1 salnum er réttarhöldin hófust í dag. Kviðdóminn skipa fjórar konur og fimm karlmenn. Bróð- ir Ben Barka, Abelkader, var viðstaddur sem fulltrúi fjöl- skyldunnar, en það er fjölskylda Ben Barka, sem að formi til hef- ur kært málið til dómstólanna. Lögfræðingur fjölskyldunnar upplýsti, að kona Ben Barka hefði ekki getað komið til rétt- arhaldsins sökum þess að ræðis- mannsskrifstofa Marokkó í Kaíró, þar sem hún er búsett, hafi ekki viljað framlengja gildi vegabréfs hennar. Mennirnir fimm, sem ákærðir eru, heita: Antoine Lopez, Louis Sochon, Roger Voitet, Philippe Bernier og E1 Ghali E1 Nmahi. Lopez, Souchon og Voitet eru sakaðý1 um að hafa tekið þátt í sjálfu mannráninu, en hinir tveir fyrir að hafa aðstoðað þá. í þessu fyrsta réttarhaldi fengu verjendurnir vitneskju um, að tvö vitni, sem þeir hugð- ust leiða í vörn sinni, myndu ekki mæta, en vitnin eru Georg- es Pompidou, forsætisráðherra Frakklands og Roger Frey, inn- anríkisráðherra. Kvað dómar- inn þetta hafa verið ákveðið á fundi í ríkisstjórninni 24. ágúst sl. — Bandarikin Framhald af bls. 1 af árásunum", sagði forsetinn. „Ef einhver getur sagt mér, hvenær þetta verður, og hvenær lið það frá N-Vietnam, sem laumað hefur verið inn í S- Vietnam, verður kvatt heim, mun ég geta lagt fram tímasetta áætl- un um heimkvaðningu banda- rísks liðs“, bætti forsetinn við. Varðandi varnir NATO sagði Johnson að ef á daginn kæmi að Sovétríkin fækkuðu í liði sínu í A-Evrópu, myndi slíkt leyfa fækkun í liði Bandaríkjanna í V-Evrópu. „En þetta er ákvörð- un, sem öll NATO-ríkin verða að vera sammála um“, bætti hann við. — Landgrunnið Framhald af bls. 32 um við skipi beint áfram eftir beinni línu og sprengjum dýna- mit á ákvéðnum stöðum á þess- ari línu. Við tökum á móti hverri bylgju fyrir sig á þessum ákveðna stað, og er unnið Ur upplýsingunum á sama hátt og við rannsóknirnar á landi. — Það má segja að rannsókn- irnar í Faxaflóa séu byrjunar- rannsóknir á byggingu jarð- skorpunnar á landgrunninu kringum landið, en þær munu taka mörg ár. Það sem liggur að baki þessum rannsóknum er, að ísland er sérstaklega fróð- legur staður með tilliti til neðan sjávarhryggja, sem liggja hér um, og því forvitnilegt að vita eitthvað um það, hvers éðlis þeir eru. Auk þess hefur þetta að sjálfsögðu almenna þýðingu fyr- ir jarðfræði landsins að vita eitthvað um gerð jarðskorpunn- ar hér. — Við þetta verkefni sem við höfum unnið að í sumar hefur jarðhitadeildin notið styrks frá Vísindasjóði, og einnig hefur Landhelgisgæzlan verið okkur ákaflega velviljuð — lánað okk- ur varðskip endurgjaldslaust til rannsóknanna, og án þess stuðn- ings hefðu þessar rannsóknir ekki verið framkvæmanlegar, sagði Guðmundur að lokum. — 7 æki Framhald af bls. 32. Kvikmyndatiikumenn telja aft ur á móti þarna um umþrættar kröfur að ræða. Ar.nars vegar séu það reikningai frá aðilum, sem fengið höt'ðu skuldaviðurkenn- ingu hjá kvikmyndamönnum með greiðsludögum 1.—7 september, og þvi ekki fallnar í gjalddaga þegar málið var sett í innheimtu til lögfræðinga fvrir mánaðamót in síðustu. Eigi þoir því enga sök þar ennþá a.m.k. og greiði ekki innheimtuiaun. Hins vegar séu svo umdeildir rojkningar og kröf ur, sem eklri sé gerð nægileg grein fyrir. Fléttast þar m.a inn i deila um leigu fyrir hús.n.nði í Skúlagarði, sem forstöðumaður ASA hafði samið um til leigu við einn aðila fyrir 80 þús kr. í 6 vikur og taldi sig þar með semja um allt húsnæðið. En þrír aðilar telja sig eiga rctt á leigu fyrir hús- næði þarna. Mbl. spurðist fyrir hjá Guð- laugi Rósinkranz um hlut ís- lenzka félagsins Eddafilm í kvik myndinni og skuldbindingum kvikmyndamanna.jsagði hann að Eddafilm sé hlutbbfi í kvikmynd uninni og hafi átt að greiða 10% af áætluðum kostr.aði eða 1,2 millj. kr. og ætti þá 10%‘í film- unni. Var sú fjárhæð greidd fyrstu vikuna, sem kvikmynda- flokkurinn var hér. Bæri Edda- film ekki ábyrgð á neinu öðru og væri kvikmyndatakan og og st'jórn hennar ftlaginu óvið komandi. ASA kvikm.vndafólkið mun hafa ætlað tð fara i dag með öll sín tæki til k'ukmyndunar ann- ars staðar. ST AKSIEÍHAR Skólarnir og æsku- lýðsmáiin Reykjavík er að breytast, borg in þenur sig út yfir stöðugt stærra svæði, og margvísleg starf semi, sem fram fer í henni, mun í framtíðinni miðast við hin ein- stöku borgarhverfi. sem eru að byggjast upp. Vöxtur Reykja- víkur skapar margvísleg vanda- mál, ekki sízt á sviði æskulýðs- mála. En eftir því, sem borgin stækkar, er meiri hætta á því að æskan lendi á glapstigum. Þess vegna er nauðsynlegt að fram fari í borginni og hinum einstöku borgarhverfum víðtækt og fjöl- breytt tómstundarstarf, sem lað- að getur æskufólk til heilbrigðra starfa. í þessum efnum er þáttur skólanna mjög mikilvægur og samvinna þeirra og áhugamanna um æskulýðsmál nauðsynleg. Æ skulýðsheimili í skólunum Þannig virðist t.d. mjög eðli- legt að farið sé út á þá braut í vaxandi mæli, sem nokkrar til- raunir hafa verið gerðar með, að flytja æskulýðs- og tómstunda starf í vaxandi mæli í skólana sjálfa. Er þá eðlilegt og sjálí- sagt, þegar nýir skólar eru byggð ir, að tillit sé tekið til þess, að þeir gegni einnig því hlutverkí að vera eins konar æskulýðs- heimili fyrir það hverfi, sem þeir eru byggðir í. Mikilvægt samstarf Slíkt samstarf skóla og þeirra, sem að æskulýðsmálum starfa, er mjög þýðingarmikið. Það er fyrst og fremst fólkið, sem enn er á skólaaidri, sem sjá þarf fyrir eðlilegu tómstundastarfi og skemmtanalífi. Meðan þessi börn og unglingar eru i skóium, eru þau mjög nátengd þeim. Og vafalaust er í alla staði heppi- legast að skólarnir séu nýttir til æskulýðsstarfsemi á þeim tímum, sem þeir eru ekki notað- ir til kennslu. Skólar eru dýrar byggingar, sem standa auðar mikinn hluta ársins. Þess vegna er sjálfsagt og eðlilegt að byggja þá þannig í framtiðinni, að þeir komi að sem mestum notum, ekki aðeins í sambandi við kennslu, heldur og einnig i sam bandi við heilbrigt tómstundalíf barna og unglinga. w Kaupum íslenzkar iónaðarvörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.