Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þrlðjudagiir 6. sept. 1966 -* ■ ■ Úr stúku 301 (Ragnar Björnsson h.f.) Úr stúku 303 (Víðir h.f) Úr stúku 305 (Bólstrun Harðar Péturssonar) iðnIsýningin Leifur Sveinsson: Tré- og húsgagna- iönaðardeild FRÁ UPPHAFI landsbyggðar hafa tréhagir menn starfað í öllum fjórðungum og að lang- mestu leyti unnið úr innfluttu efni. í>ó er þess getið í fornum heimildum, að Ávangur skipa- smiður hinn írski, hafi byggt hér á landi haffært skip úr ís- lenzkum skógarviði, en því mið- ur mun þess fá dæmi, að inn- lendur viður hafi komið að veru legum notum við trésmíðar. Það er þó eigi fyrr en skömmu eftir síðustu aldamót, að stofn- uð eru hér á landi trésmíða- verkstæði, sem kalla mætti verksmiðjur. Mætti þar t.d. nefna Völund h.f., glugga- og • hurðaverk- smiðju, og Gamla Kompaníið, húsgagnaverksmiðju. Síðan eru stofnuð hvert fyrir- tækið af öðru í þessum iðngrein um, og má segja, að gengið hafi á ýmsu hjá þessum fyrirtækjum, það sem af er öldinni, en flest þeirra eru enn við lýði og dafna sæmilega. Lengi vel voru það innflutn- ingshöftin, sem mestum erfið- leikum ollu, en nú mun svo komið, að einungis þilplötur, spónaplötur og krossviður eru háð leyfum. Vonandi vérða þessar síðustu leifar haftaár- anna afnumdar fyrir lok þessa árs. Nýlega hefur verið leyfður innflutningur á erlendri fram- leiðslu í trésmíði og húsgagna- gerð. Eru það aðallega húsgögn og eldhúsinnréttingar, en einnig eitthvað af gluggum, hurðum og jafnvel tilbúnum húsum. Ottuðust nú margir, að inn- lendur iðnaður væri ekki við- Framhald á bls. 25 Ur stúku 367 (Dröfn h.f.) Úr stúku 321 (Sigurður Elíasson h.f.) KAUPIIM ÍSLENZKARIÐNAÐARVÖRUR Úr stúku 304 (Dúna h.f.) úr stúku 306 (Skeifan) Úr stúku 311 (Nýja Bólsturgerðin) )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.