Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 4
4 MORCU NBLAÐID ÞriSjudagur 6. sept. 1966 BILALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SEN DUM IMAGIMUSAR s«ipholti21 símar21I90 ■ eftirlokun slmi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. f^BÍLALEICAN rALUR RAUÐARÁRSTfG 31 S f MI 22022 LITLA bíloleigon Ingólfsstræti II. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bifreiíaleigan Vegferí SÍMI - 23900 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Guiíjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 6. — Sími 18354. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Eigum við að taka upp ættarnöfn? „Eir»s og málin standa nú orðið í íslenzkum þjóðfé- lagsháttum, er gamla íslenzka nafnakerfið að ganga sér gjör- samlega til húðar. Megnið af þjóðinni býr nú við númerað- ar götur í stærri eða minni bæjarfelögum, og hefur end- anlega yfirgefið sveitarbýlin, sem íslendingar hafa löngum kennt sig ýið eða verið kennd- ir við af öilum almenningi. í t.d. stærri bæjarfélögum í landinu, hlýtur gamla kerfið með fornafni og föðumafni að leiða innan skamms til sívax- andi öngþveitis: Hver er hver? Hefur fjöldinn af íslenzKum bæjarbúum yfirleitt sérstakt kenninafn lengur, nema starfs heitið sé hnýtt aftan í viðkom- andi. Málið er afar viðkvæmt, þar sem mannanöfn verða alltaf talin mjög persónulegt einka- mál, hvers og eins. En sú við- kvæmni, sem við íslendingar sýnum annars í öllu viðvíkj- andi nafnakerfinu á sér samt sínar skringilegu hliðar: Svo mjög sem við viljum vernda hið gamla sérstaka nafnakerfi okkar með ráðum og lögum, er það þó meira en furðuleg framkoma íslenzka löggjafans, sem kemur við út- lendinga, sem fá íslenzkan rík- isborgararétt. f>etta alsaklausa fólk skal engu fyrr týna en gamla nafninu sínu, eigi það að fá heiðurinn af að mega kalla sig íslendinga. Þanmg er fjöldinn allur af mjög svo grunsamlegum útlendingum látinn ganga í þjóðlegt, ramm- íslenzkt þrifabað. — Þvílíkur skrípaleikur. Þegar íslendingar koma op- inberlega fram á vegum síns ágæta fósturlands erlendis, er hið valinkunna íslenzka nafna kerfi, miskunnarlaust fótum troðið og því misþyrmt á hinn herfilegasta hátt, jafnt af óís- lenzkulegum útlendingum og raunar af hinum íslenzku full- trúum sjálfum. Allt í einu skýt ur upp Mr Guðmundsson, Mon sieur Sigurðsson, Madame Thorsteinsdóttir (eða þá það, sem sífellt er að færast í vöxt þegar um hjón er að ræða: Madame Sigurðsson et cet.), Fröken Thorgilsdóttir, Herr Ásmundsson o.s.frv. Sama á við um ísl. ferðafólk erlendis. Við íslendingar ætlumst þó ekki til að útlendi umheimur- inn taki einhvern tíma að átta sig á fjölskylduheitunum okk- ar furðulegu eins og t.d.: Thor arinn Jóhannsson, (hans kona) Líney Sigfinnsdóttir (og börn in) Steinunn Thorarinsdóttir Þorvarður Thorarinsson. Kannske erum við að bíða eftir að augu umheimsins ljúk ist upp fyrir okkar ágæti og við verðum ávarpaðir Mister Thorarinn, Madame Líney, Fröken Steinunn, eða Herr Thorvarður. Öll önnur ávarps form hljóta að fara um of í hinar þjóðlegu, íslenzku taug- ar okkar. Það mætti annars skilja bannfæringu íslenzka löggjaf- ans á ættarnöfnum, ef um eitt hvert sérkennandi íslenzkt nafnakerfi (þ.e. son-(ur) og dóttir) væri raunverulega að ræða hér á landi, og kerfið væri einstakt í sinni röð, sem slíkt. En því er nú einu sínni ekki að fagna: Slafneskar þjöð ir, Tyrkir, margar Araoaþjóð- ir, ísraelskir Gyðingar og fleiri þjóðir hafa haft og haía að nokkru leyti enn sama hátt á og við, en nú á dögum ein- ungis í dreifbýli sveitanna. Ættarnöfn Norðmanna, Svía og Dana eru almennt fremur ung fyrirbæri. Þá má benda á, að svo mjög sem okkur íslendingum virð- ist hið „rammíslenzka“ bænda nafnakerfi í blóð borið, hafa íslenzkar konur um langan aldur haft þann sið, ef þær giftust erlendum eða íslenzk- um mönnum hér á landi, sem höfðu a.m.k. einhvern vísi að ættarnafni, að láta það verða sitt fyrsta verk eftir gifting- una að kasta sínu ágæta Jóns- dótturnafni á öskuhauginn. Þótt einkennilegt megi virðast hafa þessar konur verið engu óíslenzkari á eftir. Væri það annars ekki allt í senn tímabært, sknysamleg og einföld lausn á því öngþveiti í ónothæfu nafnakerfi okkar að hvetja íslendinga með nýrri hentugri náfnalöggjöf, fremur en letja, til að taka hið fyrsta almennt upp ættarnöfn, sem hefðu jafnan rétt á við for- nöfnin og yrðu notuð jöfnum höndum í ávarpi. Á þennan hátt bættust ætarnöfnin ein- faldlega við fornafn og föður- nafn þegar fulls nafns væri getið, og við fslendingar hefð- um þar með eignast nafnakerfi sem telja mætti raunverulega rammíslenzkt og þjóðlegt. Við losnuðum við þennan hvim- leiða, gagnlausa nafnahræri- graut, sem nú er og íslenzkum föðurnöfnum yrði ekki mis- þyrmt framvegis bæði innan- lands og utan. Kunnáttumenn Háskólans í íslenzkum fræðum (nefnd) mundu vafalítið rétta ísl. almenningi leiðandi hjálp- arhönd við að úrskurða, hvað teljast mætti gott og gilt ís- lenzkt ættarnafn. Á einum til tveimur áratugum gæti nýja nafnakerfið verið komið á hjá öllum þorra Islendinga, og horfin og gleymd öll þessi hræðsla við að verða álitinn óíslenzkur eða jafnvel hégóma legur snobbari vegna ættar- nafns. Ástandið eins og það er nú í öllum sínum glundroða nafna og föðurnafna plús .at- vinnuheita, auk annarra stór- skringilegheita, mundi hverfa fyrir fullt og allt. K. S. Þ.“. Velvakandi ætlar ekki að leggja neinn dóm á efni bréfs- ins. Skoðanir hafa ætíð verið skiptar um þetta efni. Hins vegar vil ég taka undir það, sem bréfritari segir inn nafna- breytingar sem fram fara, þeg ar erlent fólk fær íslenzkan ríkisborgarétt. Þegar fólk hef- ur slitið barnsskónum er nafn þess orðinn það mikill hluti af því, að undantekningarlítið tekur það flesta sárt að þurfa að skipta um nafn. Væri mikil hætta á ferðum, ef þessu íólki væri leyft að halda sínum nöín um? En auðvitað yrðu börn þeirra að bera íslenzk nöfn. Þetta væri ekki óeðlileg til- högun. 'A Séra Árelíus og James Bond Lesandi skrifar: „Mig langar að þakka séra Árelíusi Níelssyni fyrir erind- ið er hann flutti í útvarpið 1. þ.m. um James Bond drauma- prins æskunnar. Það var þörf hugvekja og fyndist mér æskilegt að út- varpið flytti við og við álíka alvarleg viðvörunarorð, þar sem reynt er að vekja athygli almennings á því tjóni, sem æsandi kvikmyndir geta vald- ið börnum og unglingum. Sumum foreldrum virðist alls ekki vera það ljóst hvað auðvelt er að hafa áhrif á æskufólk með æsandi viðburð- um, og hvernig margs konar klækir og glæpir, sem sýndir eru á kvikmyndatjaldinu sljóvga ábyrgðartilfinninguna og veikja siðferðisþróttinn smátt og smátt. ‘ Nýlega fór ég að horfa á kvikmynd, sem leyfð var börn um frá 12 ára aldri. En áður en sýning hófst á umræddri mynd voru sýndar glefsur úr annarri mynd er sýna átti seinna. Hver myndin annarri við- bjóðslegri, svo að mig hryllti við. Er kvikmyndahúsunum leyfi legt að sýna slíkar myndir á sýningu sem böm mega sækja? Og hörmulegt finnst mér það að miklir listamenn skuli fást til að leika morð, sjálfs- morð, sifjaspell, rán og hvers- konar glæpi. Það finnst mér raunaleg mis notkun góðra hæfileika. Því slíkar myndir ýta undir lágar hvatir, ala á löstum og kenna klæki, og það því fremur sem myndin er meira listaverk. Mér hefur alltaf virst myndir hafa dýpri og varanlegri áhrif á börn og unglinga en hið tal- aða orð, ég held því að kvik- myndir gætu verið máttugt hjálpartæki við uppeldi barna og unglinga. Lyftistöng til meiri andlegs þroska, ef að- eins væri sýnt það bezta. Það sem er til fyrirmyndar og vert er að líkjast. Hersilía Sveinsdóttir.“ i* Því miður missti ég af er- indi þessu, en ég hef heyrt marga minnast á það. Vænt- anlega verður það endurtekið. VÍGATOUCR Hr. ritstjóri: Hinn 4. þ.m., var í blaði yð- ar birt kvörtun frá vegfaranda um Reykjanesbraut yfir því, að hann hafi ýmist verið lát- inn greiða 40 kr. eða 50 kr. í umferðagjald fyrir bifreið, sem sé 1100 kg. að eiginþunga og fari það eftir því, hvaða innheimtumaður sé á vakt hverju sinni. Samkvæmt gildandi gjald- skrá fyrir innheimtu umferða gjalds af bifreiðum, sem ekið er um Reykjanesbraut og tók gildi hinn 1. apr. sl., þá eiga bifreiðar sem eru „að og með 1100 kg að eiginþunga" að greiða gjald samkv. I. flokki sem er 40 kr. Bifreiðar sem eru yfir 1100 kg að eiginþunga eiga hins vegar að greiða gjald samkv. II. flokki eða kr. 50.- Þar sem innheimtumenn um ferðagjalds á Reykjanesbraut hafa flestir hverjir starfað við innheimtuna frá byrjun, þá þekkja þeir strax í hvaða gjald flokki allar algengustu bifreiða eru og þurfa því ekki að tefja vegfarendur á því að láta sýna skoðunarvottorð, nema þeir séu í vafa. Hins vegar hefur komið í ljós, að bifreiðar af sömu tegund og árgerð eru ekki allar skráðar með sama eiginþunga og af því geta starf að mistök, ef skoðunarvottorð er ekki sýnt. Ég vil ráðleggja bréfritara yðar, svo og öðrum bifreiða- stjórum sem aka um Reykja- nesbraut, að sýna skoðunar- vottorð bifreiðar sinnar strax ef þeir telja sér gert að greiða of hátt umferðargj ald, því að það tekur af allan vafa í þessu efni. Virðingarfyllst Sigurður Jóhannsson. Seyðisfjörður Bréf hefur borizt frá þremur seyðfirzkum húsmæðr um og vill Velvakandi þakka þe.im orðsendinguna. Ekki er ástæða til að birta bréfið i blaðinu vegna eðlis málsins, en það hefur verið sent viðkom- andi aðilum. Vön afgreiÖslustúlka öskast ekki yngri en 25 ára. — Upplýsingar á staðnum (ekki í síma) eftir hádegi í dag og næstu daga. Skiltagerðin, Skólavörðustíg 21. Greiðslu á afnota- gjaldi frystiklefa verður veitt móttaka frá, 1.—15. sept. 1966. Sœnsk-íslenzka frysfihúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.