Morgunblaðið - 07.09.1966, Page 2
NORGU N BLADIÐ
Miðvikudagur 7. sept. 1966
Per Borten, forsætis-
ráðherra Noregs, kem-
ur í heimsókn í kvöld
íjölbreytt dagskrá i tilefni
af komu hans
f KVÖLD kl. 22.30 er Per Borten,
forsætisráðherra Noregs væntan-
legur til íslands í opinbera heim-
sókn ásamt konu sinni. Kemur
hann með vél frá Fiugfélagi ís-
lands beint frá Danmörku. Hafði
ráðherrann ætlað að koma með
Færeyjaflugi F.1. og fara með
Jjyrlu til Þórshafnar meðan stað-
ið væri við í Færeyjum, en
vegna óveðurs þar verður ekki
af Færeyjafluginu. Er flugvélin
hefur lent í kvöld, verður ekið
með forsætisráðherrann norska í
« Ráðherrabústaðinn, þ a r s e m
snæddur verður kvöldverður.
| 10-20 tonn
| af kartöflum
á dag
BLAÐIÐ átti tal við frétta-
ritara sinn í Þykkvabæ í gær
og spurði um uppskeruhorfur
á kartöflum. Svo virðist sem
þær séu sæmilegar, en ekki
þó farið að taka upp að neínu
ráði, þótt send séu 10-20 tonn
daglega að austan á markað-
inn hér í Reykjavík. Einn
kartöflubóndinn hefir látið
setja upp hjá sér vatnsúðunar
kerfi til að verja kartöflu-
grösin, ef næturfrost skella
yfir. Ekki hefir þó enn þurft
að nota þessi tæki, þar sem
ekki hefir komið frost í
Þykkvabæ, enn á þessu sumri.
Þurrkar voru ekki svo í sum-
ar að þyrfti að nota þessi
tæki til vökvunar, en þau
eru einnig hentug í mikilli
þurrkatíð.
Á fimmtudag mun Per Borten
m. a. heimsækja forseta íslands,
Bjarna Benediktsson, forsætis-
ráðherra og Emil Jónsson utan-
ríkisráðherra. Stutt helgiathöfn
verður við grafreiti norskra sjó-
manna í Fossvogi, snæddur mið-
degisverður að Bessastöðum í
boði forseta Islands, farin kynn-
isferð um Reykjavík og að Mó-
gilsá, og um kvöldið situr norski
forsætisráðherrann kvöldverðar-
boð ríkisstjórnarinnar að Hótel
Sögu.
A föstudag fer Per Borten i
kynnisferð um S-Vesturland og
heimsækir hann þá m.a. hval-
stöðina í Hvalfirði, Varmahlíð í
Borgarfirði, Reykholt og Akra-
nes. Morguninn eftir flýgur hann
til Akureyrar, þar sem ekið
verður að Mývatni. Verður
s n æ d d u r miðdegisverður að
Reykjahlíð, en síðan verður farið
í kynnisferð um Mývatnssveit.
Að því loknu verður ekið aftur
til Akureyrar, en þar mun Bort-
en sitja kvÖldverðarboð bæjar-
stjórnarinnar að Hótel KEA, þar
sem hann mun gista um nóttina.
Á sunnudagsmorgun verður
svo farin kynnisför um Eyja-
fjörð, en síðari hluta dags held-
ur forsætisráðherrann aftur til
Reykjavikur með flugvél. Um
kvöldið verður móttaka í norska
sendiráðinu. Á mánudagsmorgun
fer forsætisráðherrann til Þing-
valla, snæddur hádegisverður að
Valhöll, en síðan ekið til Sogs og
Hveragerðis. Kl. 17 þann sama
dag verður fundur með blaða-
mönnum, en um kvöldið heldur
Borten kvöldverðarboð. Héðan
fer Per Borten, forsætisráðherra,
kl. 10.15 með flugvél frá Kefla-
vík 13. september.
Á bls. 12 er birt stutt grein
úm Per Borten, forsætisráðherra.
Verða kvöldfréttir
útvarpsins kl. 7?
UNDANFARIB mun hafa ver
ið rætt um það í útvarpsráði
að færa kvöldfréttir útvarpsins
* fram frá kl. 19.30 til kl. 19.00.
Er þá jafnframt gert ráð fyrir
að síðari kvöldfréttatími verði
kl. 21.00, en fréttaútdráttur
verði lesinn í dagskrárlok.
Þess má geta, að reiknað hef-
ir verið með því, að fréttir sjón-
varpsins hefjist kl. 20.00 að
kvöldi.
Gert mun ráð fyrir að 21.00-
fréttirnar í útvarpinu verði
miklu fyllri, en síðari fréttir út-
varpsins hafa undanfarin ár
verið.
UM MíÐJAN dag í gær var það. Gullfoss var staddur norð
NA-kaldi eða stinmngskaldi ur af Skotlandi um hádegi og
um allt land. Fyrir norðan og þar voru þá 9 vindstig, en 13
austan var svali og víða skýj stiga hiti eins og sést á kort-
að. Á suðurstróndinni var inu.
hitinn 10 stig eða rúmlega
— Verwoerd
Framh. af bls. 1
Hér lenti vörubílstjóri í slysi með bílinn slnn. Hann var að losa
farm af bilnum í nokkrum hliðarhalla. Farmurinn, sem var möl,
sat eftir efst á pallinum og varð yfirvigtin svo mikil að bíllinn
féll á hliðina. Engin slys urðu á mönnum. — Ljósm. Sv. Þorm.
Norskur síldarbátur
strandar við Gerpi
Mannbjörg varð
sviðum. Dauði hans væri áfall
fyrir sérhvern réttsýnan mann.
Greinlegt var, að forsætisráð-
herrann hafði haidið, að þing-
sveinninn hefði komið til sín, til
þess að færa sér skilaboð. Hann
beygði sig V3rlega fram til þess
að heyra bstur, hvei skilaboðin
væru. Skyndilega réðst þing-
sveinninn á hann með stórum
hníf. Verwoerd lyfti öðrum
handleggnum til þess að vernda
sig gegn árásarmanninum, en
það var of seint. Blóðið streymdi
niður brjóst Iians og niður á
grænt gólfteppið.
Skýrt hefur verið frá því, að
morðinginn héti Dimitri Staf-
endas og var talið, að hann væri
grískur og portúgalskur að ætt-
erni. Hann mur. vera á fimmtugs
aldri. Ekki er neitt vitað um
ástæðurnar fyrir morðinu enn.
Dimitri Stafendas byrjaði sem
starfsmaður þingsins fyrir
minna en mánuði og hafði ekki
náð að verða á nokkurn hátt
þekktur í þinghússbyggingunni.
Samstarfsmönnum sínum, á
hann að hafa sagt, að faðir sinn
væri grískur en móðirin portú-
gölsk. Vinnufélagar hans hafa
gizkað á, að aldur hans væri um
45 ár. Hann væri hávaxinn sterk
legur maður með gráspengt hár.
Starf hans átti eiginlega að fara
fram í blaðamannaherbergi þing
hússins og hann hefði að öllum
jafnaði ekkert erindi átt í fund
arsal þingfulltrúanna. Blaða-
mönnum á hann að hafa skýrt
frá því, að hann hefði búið um
nokkuð langt skeið í Frankfurt
í Vestur-Þýzkalandi.
Viðbrögð stjórmálamanna
Um allan heim að kalla sner-
ust stjórnmálamenn öndverðir
gegn morðinu á Verwoérd í
gær. Á meðal beirra voru ýms-
ir hörðust.u andstæðinga hans
varðandi aðskilnaðarstefnu S-
Afríkustjórnar. t höfuðborgum
margra landa kom fram ótti um,
að morðið myndi leiða til þess,
að Suður-Afríka muni nú taka
upp enn öfgakenndari stefnu og
þannig auka á spennuna milli
hvítra manna í Suður-Afríku og
þeldökkra manna þar og í öðr-
um löndum Afríku. í Lagos höf
uðborg Nigeriu var frá því skýrt,
að þar hetði fólk hrópað halle-
lúja og hoppað á götum úti, er
fréttin um dauða Verwoerds
barst þangað Formaður kyn-
þáttaaðskilnaðarnefndar Samein
uðu þjóðanna, Achkar Marof frá
Gíneu sagði, að heimurinn ætti
að vera þakklátur morðingjanum
ef verknaður hans leiddi til þess
að breyting yrði á kynþátta-
stefnu Suður-Afríku.
Flestir stjórnmálamenn tóku
þó í annan streng í ummælum sín
um um morðið. U Thant fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna harmaði morðið á Verwoerd
og sagði: Ofbeldi, hvaða tegund-
ar sem er ber að harma. Johnson
forseti Bandaríkjanna sagði, að
morðið væri hörmulegur atburð-
ur. Það væri ofbeldisverknaður,
sem hlyti að vekja óhug allra
þeirra, sem tryðu á lög og rétt.
Forsætisráðherra Bretlands, Har-
old Wilson sendi Eben Donges,
sem gegna mun forsætisráðherra-
embættinu í S-Afríku til bráða-
birgða, samúðarskeyti, þar sem
sagði m. a.: Vinsamlegast með-
takið innilegustu samúðaróskir
frá mér persónulega og fyrir
hönd brezku stjórnarinnar Ro-
bert Kennedy, sem verið hefur
einn eindregnasti andstæðingur
Apartheidstefnunnar svonefndu
sem heimsótti S-Afríku í júní sl.
sagði: Ofbeldisverk eru ekkert
svar við vandamálum, sem verð-
ur að leysa á þann hátt, að báðir
aðilar sýni samúð og skilning.
Ian Smith forsætisrá'ðherra
Rhodesiu var fölur og tekinn,
er hann síðdegis í dag skýrði
þingi lands síns frá morðinu á
Verwoerd.
Sagðist hann sannfærður um,
að allir meðlimir þingsins hefðu
orðið fyrir sama áfalli og hann
sjálfur við þennan atburð.
UM KL. 4,30 i fyrrinótt strand
aði norski vélbáturinn Gesina
frá Sævlandsvik í Sandvík
skammt fyrir norðan Gerpi. Á-
höfninni, 9 manns, var bjargað
af björgunarsveit S.V.F.f. á Nes-
kaupstað og kom hún með sjö
skipbrotsmanna til Neskaupstað-
ar um þrjúleytið í gærdag, en
tveir urðu eftir í skipbrotsmanna
skýli í Sandvík ásamt tveimur
björgunarmönnum.
Fréttaritari Mbl. á Neskaup-
stað Ásgeir Lárusson tjáði blað-
inu, að báturinn hafi ekki getað
gefið upp rétta staðarákvörðun,
eftir strandið og hafi hann talið
sig vera á Glettingi. Brátt kom
Sandvík og staðfesti hann að mið
að Gesina út, að hún var stödd
í Sandvík. Vélbáturinn Jón
Kjartansson var þá staddur út af
Sandvík og staðfesti hann að mið
unin væri rétt. Voru þá Goðinn,
varðskipið Þór og norska eftir-
litsskipið Nornen lögð af stað
áleiðis að strandstaðnum.
Skipverjar á Jóni Kjartans-
syni töldu útilokað að unnt yrði
að nálgast Gesinu frá sjó og
gerði þá Þór björgunarsveitinni
í Neskaupstað viðvart. Hún brá
skjótt við og fór með Goðanum
að Stuðlum, sem er eyðibýli við
sunnanverðan Norðfjarðarflóa,
þar sem hún mætti Þór. Fóru
sex menn úr björgunarsveitinni
og fimm af Þór áleiðis yfir Sand
víkurskarð og komust á strand-
staðinn um kl. 9.45.
Foráttubrim var á strandstaðn
um, en skipið hafði kennt grunns
á háflóði og hafði fjarað út,
þannig að skipshöfnin var ekki
í bráðri hættu, enda hafði varð-
skipið Þór sagt skipbrotsmönnum
að halda sig í skipinu, þar til
hjálp bærist.
Skömmu eftir að björgunar-
sveitin kom á strandstað tókst
í FYRRADAG var Árni Johnsen
eftirlitsmaður í Surtsey að fylgja
þýzkum kvikmyrdatökumönnum
út í Surtsey og fóru þeir ásamt
dr. Sigurði Jónssyni og Árna
Waag fuglafræðingi til eyjarinn-
ar á Lóðsiniirn írá Vestmanna-
eyjum. Höfðu þeir tveggja stunda
viðdvöl í Surtsey, en þá tók að
hvessa. Ákvað Árni þá að flytja
mennina út í Lóðsinn aftur og
hélt af stað með fimm manns í
gúmmbát sínum, setn búinn er
tuanborðsmótor. Einn mannanna
varð þó ef'.ir, því hann féll í
sjóinn er haldið var frá Surtsey
en tókst að komast upp í eyjuna,
henni að bjarga skipshöfninni,
strekktu þeir vír í skipið og
komust skipbrotsmenn í land án
þess að blotna að ráði. Voru þeir
óhraktir með öllu. Þó mun stýri
maður og skipstjóri ekki hafa
treyst sér að ganga til Stuðia
yfir Sandvíkurskarð og uröa
þeir því eftir í skipbrotsmanna-
skýlinu ásamt tveimur björgun-
armönnum. Ekki lá ljóst fyrir i
gær, hvort sendir yrðu hestar
eftir mönnunum eða þyrla feng-
in til þess að sækja þá.
Gesina, sem er 168 tonn hafði
verið á síldveiðum og var á teið
inn til Seyðisfjarðar að sækja
vatn er óhappið varð. Var hun
með 1100 tunnur af saltsíld og
ætlaði að lokinni viðkomu á
Seyðisfirði til Noregs.
Ásgeir Lárusson hafði í gær
tal af skipverja á Gesinu og
tjáði hann honum að, er bátur-
inn hafi tekið niðri hefði sjór
tekið að ganga yfir hann og kom
izt í vélarhúsið. Er báturinn ó-
brotinn og liggur nú svo að segja
á þurru.
Er Mbl. hafði samband við
Reyni Zoéga formann björgunar-
sveitarinnar í Neskaupstað f.jáði
hann því að strandstaðurinn
væri við árós og hefði bæði brim
og áin borið að bátnum sand og
á háfjöru kvað hann unnt að
ganga út í bátinn þurrum fót-
um.
í gær voru norsku sjómennirn
ir, sem komnir voru til Neskaup
staðar um borð í norska eft.ir-
litsskipinu Nornen, en áður höfðu
þeir þegið kaffi og annað góð-
gæti hjá björgunarsveitinni. Guð
mundur Kjernested skipherra á
Þór lét þess getið við fréttaricara
Mbl., að björgunin hefði gengið
með ágætum og að góð samvinna
hefði verið með öllum sem þar
áttu hlut að máli.
en Arni komst með hina um borð
í Lóðsinn. IUa gekk honum síð-
an að stjórna bátnum, því komið
var hávaða rok. Er hann hafði
náð bátnum upp t ölduna feykti
vindkviða honum á hvolf um
kílómeter frá eyjunni. Lóðsinn
lá um 100 m frá slysstaðnum. —
Árna tókst að haid.a sér við gúmm
bátinn og b’arga því, er verið
hafði lauslegt í bátnum, og komst
hann síðan upp í Lóðsinn og var
bát hans bjargað þar um borð.
6 menn voru eftir í Surtsey og
var ekki viðlit að ná þeim og
voru þeir i eynni enn í gær.
I volki við Surtsey