Morgunblaðið - 07.09.1966, Page 4
4
MORGU HBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. sept. 1966
BÍLALEIGAH
FERÐ
Dagffjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SEHDUM
MAGMUSAR
skipholti21 símar 21190
eftir lokun simi 40381
14^ sí«' 1-44-44
mwm
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokuu 31160.
im—^ÍBiLALEIGAN
rALUR P
RAUÐARÁRSTfG 31
SÍMI 22022 .
LITLA
bíloleigun
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
Bifreiðaleigan Vegferi
S/M/ - 23900
BÍLALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
JÓN FINNSSON
hæstaréttarlögmaður
Sölvhólsg. 4 (Samb.hús, 3. h.)
Símar 23338 - 12343.
BOSCH
Þurrkumótaj'ar
24 volt
12 volt
6 volt
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Simi 38820.
^ Brúðkaup
Jæja, nú geta dönsku
blöðin hvílt sig á öllum mat-
aruppskriftunum, leikurunum
-----og öllum þessum dönsku
hetjum „í udlandet“. Nú er
það Henri Marie Jean André
de Laborde de Monpezat.
Þannig var nafnið skrifað í
Mbl. í gær, en ég er alls ekki
viss um að það sé rétt svona.
Enn sem komið er höfum við
ekki lært það utan bókar svo
að alltaf má búst við að eitt-
hvað skolist til.
Tíðindi um væntanlegt brúð
kaup í konungsgarði eru allt-
af ánægjuleg hvort það er
prins eða prinsessa, sem í filut
á. En þetta verður hálf dap-
urlegt, þegar vikublöðin og
ýmis dagblöð fara að „velta
sér upp úr fréttinni", eins og
við orðum það. Mesta sóma-
fólk verður á svipstundu fórn-
ardýr gráðugra blaðalesenda,
sem drekka í sig kílómetra af
innihaldslítilli þvælu.
Auðvitað er sjálfsagt að
segja frá slíkum atburðum í
fréttum, en þær fréttir á auð-
vitað að segja eins og aðrar
fréttir.
Henri Marie Jean André de
Laborde de Monpezat er mjög
geðslegur úngur maður að sjá
á myndum og vonum við, að
hvorki ríkisstjórnin né þingið
leggist gegn því að Mar-
grét ríkisarfi gangi að eiga
hann. Já, það er erfitt að vera
prinsessa. Fæstir spyrja nú
lengur foreldrana ráða, þegar
gifting er fyrirhuguð — og enn
síður er beðið um leyfi. Hér
horfir málið öðru vísi við.
Kæri Velvakandi.
Sl. föstudagskvöld flutti
fréttastofa útvarpsins frétt I
lengra máli en ég minnist að
hafa heyrt mjög lengi í útvarp
inu. Var það í tilefni þess, að
félag einkaflugmanna hafði
keypt tékkneska rellu eins
hreyfils — og var greinilegt, að
útvarpinu þótti þetta merkara
en fyrirhuguð þotukaup Flug-
félagsins, því ekki var jafnvel
sagt frá málunum þá.
Eitt og annað var í þessari
frétt, sem athugasemdir mætti
gera við. Lýsingarnar mjög há
stemmdar og engu líkara, en
að íslendingar hefðu verið að
eignast svo sem þrjátíu geim-
skip. M.a. var sagt, að hreyfill
vélarinnar væri helmingi afl-
meiri en hreyfill í venjulegri
eins hreyfils flugvél. Hvernig
er „venjuleg eins hreyfils flug-
vél?“ —ef ég má spyrja. Hvað
hreyflastærð varðar er ekkert
til, sem heitir venjulegt, því
eins hreyfils flugvélar eru t.d.
Þessar gömlu Piper Cub-rell-
ur, sem við sjáum oft yfir
bænum — og líka hraðfleygar
þotur — og allt þar á milli.
Ég læt nægja að benda á
þetta eina atriði. Eitt er ég
viss um — og það er, að ef
flugvélin hefði verið frá Dan-
mörku, Englandi eða Banda-
ríkjunum, hefði útvarpið ekki
talið hana svona óskaplega
merkilega, enda var lögð sér-
stök áherzla á vinsemd og greið
vikni tékkneska sendifulltrú-
ans hér í sambandi við við-
skipti þessi. — Hlustandi."
Velvakandi telur ekki óeðli-
legt að ýmsir fagni nýjum við-
skiptum okkar við Tékka á
þessu sviði. íslenzkir aðilar
hafa áður keypt flugvél frá
Tékkóslóvakíu og þá lögðu full
trúar télcknesku utanríkisþjón
ustunnar sig einnig í fram-
króka, eins og mönnum er enn
í fersku minni. Engum kemur
á óvart, að „lipurð“ þeirra hef
ur ekki minnkað.
-Á' Vöntun við-
gerðarþjónustu
Einn í skógræktinni skrif
ar:
„Reykjavík 6. sept.
Kæri Velvakandi.
Mér brá í brún í gærkvöldi,
er ég opnaði fyrir útavrpið.
Varð mér fyrst að hefja leit
að nafni útvarpsvirkjans mins
í símaskránni. Á meðan ég
leitaði að því, flaug mér þó í
hug, hvort verið gæti, að út-
varpið hefði fylgt svo fast á
eftir vendilegum fréttaflutn-
ingi frá fundi hernámsand-
stæðinga að framsóknarmenn-
ingarvöggunni Bifröst, að hljóð
ritaður hefði verið ættjarðar-
söngurinn í Hvalfirði. Ekki var
síðari tilgátan fjarri lagi, því
þulurinn tilkynnti í miðjum
klíðum, að leikið hefði verið
tónsmíðin „Eintal fjöldamorð-
ingjans", ódauðlegt menningar
framlag Musica Nova. Að þess
um upplýsingum fengnum,
varð mér ljóst, að það var
ekki útvarpstækið, sem bilað
var ,heldur trúlega forráða-
menn tónlistardeildarinnar og
er líklegast að sólblettirnir
hafi truflað þá líkt og önnur
loftkennd fyrirbæri. Því mið-
ur tekur ekkert verkstæði að
sér þess konar lagfæringar, og
er það í rauninni merkilegt
rannsóknarefni, því hvergi virð
ist þörfin brýnni.
Með innbyggðri menningar-
virðingu og sjónvarpsótta.
Skógræktarfrömuður.“
'Á’ Útvarpsleikrit
„Á laugardagskvöldið 27.
ágúst, hlustaði ég á eitt ómerki
legasta leikrit, sem útvarpið
hefur flutt og nefnist það:
„Tedrykkja og liðin tíð“ Um
efni þess ætla ég ekki að ræða,
en málfarið á því braut mjög
í bág við íslenzkan málsmekk,
og ætla ég aðeins að nefna tvö
dæmi þess.
Önnur leikkonan er oft látin
segja á þessa leið: „Mig langar
í hattinn þinn*‘, í merkingunni
að langa til að eiga eða bera.
En þetta að langa í getur að-
eins átt við um mat, að réttu
lagi, þótt oft heyrist það nú
orðið misnotað í daglegu tali
og ætti útvarpið ekki að taka
upp slíka málskemmd.
Sama leikkona var einnig
látin margsegja: „konan við
hliðina á“ er hún minntist á
konu, sem heima átti í næsta
húsi eða í næstu íbúð.
Ég mundi vilja beina þeirri
ósk til útvarpsráðs, að allt
efni, sem útvarpið flytur, væri
athugað fyrirfram og málgall-
ar lagaðir, áður en flutningur
þess fer fram.
I. A. H.“
ÍE Hirðing
sveivakirkna
„Fyrir nokru var ég á
ferð um Snæfellsnes utanvert
í indælu veðri og meðal ann-
ars leit ég inn í nokkrar kirkj-
ur.
Á einum stað sunnan á nes-
inu var kirkjugarðurinn niður
fallinn, svo skepnur áttu greiða
leið um garðinn, enda mátti
heita nær ófært að komast í
kirkjuna, því steinþrep við
kirkjudyr voru útötuð óþverra
af þeirra völdum. Er inn var
komið var útlitið ekki öllu
betra. Allir gluggar Voru þar
fullir af dauðum maðkaflug-
um og sömuleiðis kaleikurinn
á altarinu.
Norðan á nesinu komum við
í aðra sveitakirkju. Kirkju-
garðurinn þar var heill, svo
að skepnur komust ekki I
hann. En allt útlit kirkjunnar
bar vott um mikla vanhirðu.
Að utan var málning dottin
af á stórum blettum og sama
má segja um útlit hennar að
innan. Væri ekki vanþörf á að
hressa upp á útlit hennar?
Ég vil eindregið leggja lil
að söfnuðir sveitakirkna (og
annara kirkna) sjái sóma sinn
í að hlynna að kirkjum sínum,
með því að hafa þær þrifaleg-
ar og umhverfi þeirra, og halda
þeim og kirkj ugörðunum um-
hverfis þær, vel við, svo að
ferðamenn og aðrir, sem unna
guðshúsum, gleðjist af að skoða
þær, en þurfi ekki að hryggj-
ast yfir vanhirðu þeirra.
S. S.‘
IL \\A\vyg
8KOR
KARLMAIMINiA-
ERU HEIMSÞEKKTIR
FYRIR GÆÐI
• Vestur-þýzk
úrv alsf ramleiðsla.
Handgerðir.
Valið leður.
ILIL#\T
Karimannaskór
FÁST AÐEINS
HJÁ . . .
H ERRADEI 1 L D
Austurstræti 14
Laugavegi 95
— Sími 12345.
— Sími 23862.
Miðiarðar- og
Svartahafsferð
Vegna veikindaforfalla er til sölu einn far-
miði í Miðjarðar- og Svartahafsferð Karla-
kórs Reykjavíkur 27.9 — 31.10 1966.
Upplýsingar í síma 15309.