Morgunblaðið - 07.09.1966, Síða 12

Morgunblaðið - 07.09.1966, Síða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 7. sept. 1966 i f I í Frumkvöðull og merkis- beri „apartheid" faflinn Hendrick Venvoerd, félagsfræðiprófessorinn, sem mesta ábyrgð hefur horið á málefn- um S-Afríku og kynþáftaaðskilnaðinum þar Er þingf S-Afríku var í leyfi sumarið 1965, notaði Verwoerd tímann til þess að vinna í búgarði sínum í Transvaal. NAFN Hendrick Frensch Verwoerd mun einkum verða minnst af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi fyr- ir að hafa byggt upp „apartheid“-kerfið — kyn þáttaaðskilnaðinn — í S- Afríku og í öðru lagi vegna þess, að hann lét um samveldisland Bret- lands varð lýðveldi, og yfirgaf brezka samveldið, Verwoerd var umdeildur stjórnmálamaðui, bæði heima fyrir og erlendis. Hann fyrirleit og skeytti engu gagnrýni annarra stjórnmálaflokka. og tók illa gagnrýni frá eigin flokksmönnum. Hann var mikill vinnuforkur, var þekktur fyrir mikið hug- rekki og lagði það í vana sinn að vitna í Biblíuna þegar hann réttlætti kyn- þáttamálastefnu sína. Verwoerd fæddist í Hollandi 1901. Er hann var eins árs að aldri fluttu foreldrar hans til S-Afríku. Verwoerd stund aði nám í sálfræði og heim- speki við Stellenbosch-há- skólann í S-Afríku, og síðar við þýzkan háskóla, og lauk hann doktorsprófi þaðan. 1928 varð hann prófessor í sál- fræði við Stellenbosch-há- skóla, og síðar einnig prófess- or í félagsfræði. Hann vakti fyrst á sér athygli almenn- ings 1936 er hann var helzti talsmaður hóps prófessora, sem mótmæltu því að Gyð- ingaflóttamönnum frá Þýzka landi skyldi veitt leyfi til þess að setjast að í S-Afriku. Nokkru síðar lét hann af pró- fessorsembættum sínum til þess að gerast aðalritstjóri hins nýstofnaða blaðs þjóð- ernissinna, „Die Transvaaler". Við blaðið starfaði hann í 11 ár. Er heimsstyrjöldinni síðari lauk, hóf Verwoerd afskipti af stjórnmálum og 1950 var hann skipaður ráðherra, sá, sem fer með málefni inn- fæddra manna í landinu. Þau átta ár, sem hann gegndi þessu ráðherraembætti, bar hann meiri ábyrgð á því að skapa apartheid-stefnuna en vernda réttindi hvítra manna og tækifæri á hvítum lands- svæðum, en tækifæri og rétt indi svertingja á öðrum svæðum. Þessum svæðum skyldi haldið aðskildum. Er Strijdom forsætisráðherra lézt 1958 var Verwoerd kjör- inn formaður Þjóðernissinna- flokksins, og varð síðan for- sætisráðherra. Hann lýsti því þegar yfir, að hann myndi gera Afríku að lýðveld', þvi það væri eina leiðin til þess að koma á samstöðu með enskumælandi Afríkumönn- um og fólki því, sem er af hollenzku bergi brotið og tal- ar Afrikaans. Sex mánuðum eftir að hann varð forsætis- ráðherra lagði Verwoerd fram frumvarpið að hinum svonefndu Bantutustan-lög- um, sem gerðu ráð fyrir því að innfæddum mönnum yrði veitt nokkur sjálfstjórn á eig_- in svæðum ættbálkanna. Á árunum 1963 til 1966 var fyrsta Bantustan Verwoerds stofnað á grundvelli hinna nýju laga, og var það Transk- ei. 1960 kom til alvarlegra at- burða í röðum innfæddra manna, sem voru andsnúnir ákvæðunum um að þeir skyldu bera á sér vegabréf. Hámarki sínu náði ólgan 21. marz það ár í bænum Sharps ville, er lögreglan skaut á hóp innfæddra, felldi 67 manns og særði 183. Mánuði síðar var gerð til- raun til þess að ráða Ver- woerd af dögum. Var for- sætisráðherrann að opna sýn- ingu í Jóhannesarborg í til- Þessi mynd var tekin nokkr- um sekúndum eftir að byssu- kúla hæfði andlit Verwoerds 1960. Tilraun var þá gerð til þess að ráða hann af dögum. efni þess að 50 ár voru þá lið in frá stofnun ríkis í S-Afr- íku, er óðalsbóndi einn af brezkum ættum, dró upp skammbyssu og skaut að Verwoerd. Hæfðu tvö skot forsætisráðherrann, í háls og andlit. Var hann í sjúkrahúsi um hríð, og greri heill sára sinna. Tilræðismaðurinn, David Pratt, mun hafa verið geðveikur, og talið að Ver- woerd bæri ábyrgð á því, að kona hans væri í Hollandi og vildi ekki koma til S-Afríku. Um haustið var efnt til þjóð aratkvæðis um hvort S-Afr- íka skyldi gerast lýðveldi. Verwoerd lýsti því yfir, að lýðveldið myndi sækja um að fá að vera áfram í brezka samveldinu, eftir að stjórnar- skránni hefði verið breytt. En 1961 lýsti Verwoerd því yfir á samveldisráðstefnu í London, að S-Afríka segði sig úr samveldinu vegna and- stöðu ^ annarra samveldis- landa. Á daginn kom, að hvít- ir menn í S-Afríku studdu þessar aðgerðir Verwoerds, því Þjóðernissinnaflokkurimi bætti við sig mörgum atkvæð um í kosningum sama haust. En apartheid-stefna Ver- woerd varð brátt til þess að öldur risu erlendis. Dag Hammarskjöld, framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti S-Afríku í janúar 1961. Var það að undirlagi Öryggisráðsins að hann ræddi stefnu hans, en án nokkurs sýnilegs árangörs. 1962 sam- þykkti Allsherjarþing SÞ ályktun, þar sem apartheid- stefnan var fordæmd, og þess farið á leit við Öryggisráðið, að það beitti sér fyrir refsi- aðgerðum gegn S-Afríku. 1963 lýstu utanríkisráðherrar Norðurl,andanna því yfir, að þeir væru sammála um að SÞ skyldu rannsaka hvaða ráðstafanir kæmi til greina að gera til þess að tryggja öllum S-Afríkumönnum jafn rétti. Verwoerd svaraði með því að bjóða utanríkisráðherr um Norðurlanda að heim- sækja S-Afríku, svo þeir gætu kynnt sér ástandið þar af eig- in raun, en því boði var hafn- að. 1963 voru samþykkt 1 S- Afríku lög, sem heimiluðu lög reglunni að hafa grunaða menn í haldi í 90 daga án dómsúrskurðar. Lög þessi voru afnumin í janúar 1965 vegna mikillar gagnrýni og andúðar á þeim, en Verwoerd benti þá jafnframt á, að hægt væri að fullgilda lögin aftur, gerðist þess þörf. Stefna Verwoerds varð til þess, að landið einangraðist æ meira í alþjóðasamtökum á árunum eftir 1960. Þá litu önnur Afríkuríki á það sem vísbendingu um eðli stjórnar S-Afríku er Verwoerd gerði viðskiptalegan samstarfssátt- mála við nýlenduveldið Portúgal í október 1964. Hins vegar virtust hvítir menn í S-Afríku styðja stefnu Ver- woerds í gegnum þykkt og þunnt. Við bæja- og sveita- stjórnarkosningar í marz 1965 jók Þjóðernissinnaflokk- ur Verwoerds enn fylgi sitt Jlftir að Rhódesía lýsti ein- hliða yfir sjálfstæði sínu fyr- ir tæpu ári, tók Verwoerd og land hans að gegna lykil- stöðu í þessu stærsta vanda- máli Afríku í dag. Opinber- lega lét Verwoerd svo, sem S-Afríka væri hlutlaus, en hinsvegar dró hann aldrei dul á að hann styddi minni- hlutastjórn hvítra manna í Rhódesíu. Aðstoð S-Afríku hefur vafalaust reynst stjórn Ian Smiths hin mikilvægasta, en hinsvegar lét Verwoerd aldrei verða af því, að viður- kenna stjórn Smiths opinber- lega. Á þann hátt mun hann hafa ætlað að reyna að koma í veg fyrir, að Sameinuðu þjóðirnar tækju upp efnahags aðgerðir gegn landi hans. við Verwoerd um þessa S-Afríka hefur verið lögrcgluríki undir stjórn Verwoerds. Hér reka lögreglumenn flýjandi negra á undan sér. breyta stjórnarskrá lands- nokkur annar einn maður. Verwoerd meS eitt barnabarna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.