Morgunblaðið - 07.09.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 07.09.1966, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Hún tæmdi glasið og hélt því á loft til að fá meira. — Hvað var Donati að kalla þig? spurði hún og augun glóðu af forvitni. — Beo, sagði ég. — Það er stytting úr II Betao, hinn bless- aði. Hún glennti upp augun! En hrífandi! sagði hún. Svo band- aði hún höfði til dyranna og sagði. — Veit hin göfuga frú af þessu? — Af hverju? — Af þér og Donati. Nú hljóp fjandinn í mig. Mál- ið var komið á það stig, að mér var nákvæmlega sama um allt. — Já, já, sagði ég. Við komum alveg hreinskilninslega fram með það. En aðeins þó fyrir henni. — Þetta er furðulegt, sagði Carla Easpa. Hún varð svo upp- næm, að hún stóð upp og sletti úr glasinu. Ég þerraði það með vasaklútnum mínum. — Hún er alveg vitlaus í honum, eins og hvert barnið gæti séð. Það hróp- ar alveg í himininn. Er henni alveg sama um þetta. — Já, hví ekki það? — Svoleiðis kona? Sem sæk- ist eftir að vera sú eina og rétta! Nei, Armino minn góður. Nema því aðeins .... Hugur hennar var alveg fullur af öllum hugs- anlegum möguleikum, og alls- kyns myndir svifu fyrir sjónum hennar. Livia Butali, Donati og þú. Nei, það er óhugsandi....... Hún var ringluð. Ég tók glas- ið hennar og setti það á bakk- ann. — Jæja, viltu nú ekki fara? sagði ég biðjandi. — Nei, ekki eftir að hafa heyrt þetta. Donati verður að sparka mér út sjálfur. Hvert fóru þau? Inn í svefnherbergið hans? Ég leit á úrið mitt. — Varla það. Nú vantar hana tiu mínútur í tvö. Hann er þegar orðinn fimm mínútum ofseinn á fund- inn hjá rektor. — Þú segir mér víst næst, að rektorinn sé í þessu líka, sagði hún. — Það gæti hann vel verið, án þess að ég viti það, svaraði ég. Nú heyrðist mannamál úr for- stofunni. Svo eftir andartak kom Aldo inn í stofuna. — Hver er næstur? spurði hann. — Ég vil tala við skjól- stæðinga mína einn í einu. Ég svaraði áður en hún gat komizt að. — Lögreglan hefur verið á ferðinni í Mikjálsgötu 24, sagði ég. — Mér þótti ráð- legast að leita skjóls í íbúðinni hennar. Og ég sagði henni ástæð una. — Þeir hafa líka verið í bóka- safninu, sagði Aldo. — Fossi hringdi til mín. Það var það, sem tafði mig. Svo sneri hann sér að stúlkunni og sagði. — Þakka yður fyrir það, sem þér hafið gert. Þessi náungi gæti komizt í vandræði. Ég hef tafið fyrir þeim í bili, en hann á að vera öruggur hérna heima hjá mér. Ungfrúin, sem nú hafði náð því marki sínu að hitta bróður minn, var nú til í að láta þetta gott heita. — Það var mér ekki nema ánægja að geta hjálpað, sagði hún blátt áfram, — einkum þó þar sem það gaf mér loksins tækifæri til að koma heim til yðar. Svo oft er ég búin að reyna til þess. Ég er búin að koma hingað einum þrisvar sinnum. — Það var Ieiðinlegt, sagði Aldo. — Ég hlýt að hafa verið vant við látinn. —Já, það voruð þér .... með honum, sagði hún og leit á mig um leið. Hún tók upp töskuna sína og lét í það skína, að henni væri fullvel ljóst sambandið, sem milli okkar væri, og svo sagði hún með áheyrzlu: — Ég hafði enga hugmynd um það, prófess- or, að þið Armino væruð svona nánir vinir. Þetta lokaskot hitti langt framhjá. — Við ættum að vera það, sagði Aldo. — Hann er bróðir minn. Við töldum hvor annan dauðann og hittumst svo ekki í tuttugu og tvö ár fyrr *n á sunnudaginn var. Áhrifin af þessu voru furðu- leg. Carla Kaspa, sem hafði tek- ið því eins og hverjum hvers- dagslegum hlut, að ég kynni að vera morðingi, roðnaði nú upp í hársrætur. Aldo hefði eins vel getað hafa gefið henni löðrung. — Ég vissi það ekki, stamaði hún. — Ég gerði mér ekki ljóst .... hann Armino nefndi það ekki á nafn. Hún leit á okk- ur á víxl, alveg frú sér numin, en svo fór hún að gráta, mér til mestu skelfingar. — Ég missti báða bræður mína í stríðinu, sagði hún. — Þeir voru miklu eldri en ég, en mér þótti af- skaplega vænt um þá .... Mér þykir þetta svo leitt. Þið verðið að fyrirgefa mér. Hún reikaði fram að dyrum, en Aldo greip í handlegginn á henni, sveiflaði henni í kring og horfði beint framan í hana. — Hvað eruð þér mikið ein- mana? spurði hann. — Einmana? át hún eftir og augnsvertan flaut út í tárunum, og andlitið var orðið grátt und- ir málningunni, nú þegar roð- inn í því var horfinn. — Ég hef aldrei sagði, að ég væri neitt einmana. — Þér þurfið þess heldur ekki, svaraði hann harðneskju- lega. — Líkaminn á yður ber þess nægan vott, í hvert sinn, sem þér nuddið yður utan í nýj- an karlmann. Ég starði, steinhissa á þessum snögglega ofsa hjá bróður mín- um. Carla Kaspa hafði þegar hún féll saman, sýnt sig að vera álíka viðkvæma og frú Butali hafði verið fyrir sitt leyti. Hvers vegna gat Aldo ekki lofað henni að fara í friði? Hún starði á hann aftur og á einhvern undur- samlegan hátt, hrundi allt sam- an. Öll látalæti og mannalæti. — Hann er aleigan mín, sagði hún. — Ég á ekkert annað að gefa. Hann sleppti handleggnum á henni. Hún hélt áfram að stara á hann, nú var svertan komin í klessu í báðum augum. — Ég mundi glata honum fyr- ir yður, ef þér færuð fram á það, sagði hún. Áldo brosti og laut niður til að taka upp veskið hennar, sem hafði dottið á gólfið, úr skjálf- andi höndum hennar. — Jæja, er það þá allt, sem máli skiptir? sagði hann. Hann rétti henni veskið og klappaði henni á öxlina. Hann snerti kinnina á henni með fingr- inum og sýndi henni klessuna, sem kom á hann, og hló. Hún brosti á móti og þerraði með vasaklútnum sínum. — Ef ég skyldi heimta líf yð- ar á morgun, sagði hann, — þá munið þér, að þér hafið lofað mér því. Ég get þurft á yður að halda í hertogahöllinni. Þér fáið fyrirmæli um það einhverntíma í kvöld, símleiðis. — Ég skal gera, hvað sem þér □----------------□ 61 □----------------□ /heimtið af mér, nú og að eilífu, sagði hún. Hann ýtti henni að dyrunum. — Eitt er að minnsta kosti víst, sagði hann. — Ef þér þurfið að deyja, þá deyið þér ekki ein. Þegar hún gekk út í forstofuna og leit um öxl um leið, sagði hún: — Hitti ég þig aftur, Arm- ino? — Ég veit ekki, sagði ég, — en þakka þér að minnsta kosti fyrir að hafa skotið yfir mig skjóls- húsi. Hún leit spyrjandi á Aldo. Hann gaf henni enga bendingu um framtíð mína, og svo gekk hún út um dyrnar og út á göt- una. Gegnum opinn gluggann á stofunni þar sem við vorum, heyrðist klukkan á San Donato slá tvö. — Ég verð að þjóta, sagði Aldo. — Ég er þegar orðinn stundarfjórðungi of seinn. Ég var að hringja til hans Cesare og segja honum, að þú værir hérna. Hann og Giorgio hafa verið að leita að þér í allan morgun. Hann var snöggur í bragði og eins og fór undan í flæmingi. Hvort það var af þessum vand- ræðum, sem ég hafði komið hon- um í, eða af einhverri annarri ástæðu, sem mér var ókunn. Það var rétt eins og hann kærði sig ekki um að vera einn með mér. — Þegar Cesare kemur, vil ég, að þú gerir hvað sem hann segir þér. Skilurðu það? — Nei, sagði ég, — en ég geri það kannski þegar Cesare kemur. Svo bætti ég við, hikandi: — Ég veit ekki, hvort frúin hefur sagt þér það, en ég kom heim til hennar í morgun. — Nei, það sagði hún mér ekki. — Ég hitti manninn hennar, hélt ég áfram, — og þegar hún for frá, áttum við samtal í nokkr- ar mínútur. I því samtali minnt- ist hann á — ég fer ekki að rekja Horpusilki er áferðafallegt Hörpusilki ir endingargott Hörpusilki er létt að þvo Hörpusilki faest í mjög smekklegum lituia LITIR Bnmhvrtt • Ijómagult • Hörguft • ttunangsgult • Sefgrant • Dökkgrsnt - Sultokkur • Dökkgrátt Miðvikudagur 7. sept. 1966 — Þetta virðist auðveít við fyrstu sýn, en í rauninni er þetta mjög erfitt atriði. smáatriði — að hann hefði verið að fá nafnlausar símahringingar, meðan hann var í sjúkrahúsinu í Róm. Sá sem hringdi var kona, og þetta snerist um þig. — Þakka þér fyrir, sagði Aldo. Köddin var óbreytt. Og svipur- inn sömuleiðis. — Mér fannst réttara að vara þig við, sagði ég. — Þakka þér fyrir, sagði hann aftur og sneri til dyra. — Aldo, sagði ég. — Ég verð að biðja þig að fyrirgefa það, sem gerðist hér áðan — þennan leið- inlega árekstur milli þeirra kvennanna. — Hversvegna leiðinlegur ? sagði hann og stanzaði með hönd- ina á hurðalásnum. — Þær eru svo ólíkar. Eiga ekkert sameiginlegt. Hann leit á mig og augnaráðið var snöggt og hart. — Þar skjátl- ast þér einmitt. Þær langar ekki nema í einn hlut, hvora um sig. En Carla Kaspa var bara hrein- skilnari. Hann gekk út úr stofunni og ég heyrði útihurðina skella. Óvissan um það, sem verða ætti, greip mig fullum krafti, nú þeg- ar hann var ekki lengur hjá mér. 20. kafli. Ég vildi ekKi vera einn. Ég leit- aði að Jacopo, sem var í þann veginn að ganga til herbergja sinna. — Má ég koma með þér? spurði ég hikandi. Hann setti upp undrunar- og gleðisvip og benti mér að koma. — Já, þó það nú væri, herra Beo. Ég er að fægja silfrið. Komið þér og verið mér til skemmtunar. Við gengum inn í híbýli hans. Hann leiddi mig inn í eldhúsið sitt sem var í senn setustofa, með gluggum út að Drauma- götu. Þarna var viðkunnaniegt og vistlegt, kanarífugl söng í búri, undir tónlist frá transis- tortæki, sem Jacobo slökkti á, líkiega af tiilitssemi við mig. Veggirnir voru þaktir flugvéla- myndum, líklega rifnum út úr tímaritum og svo hefðu þær verið settar í umgerðir. Silfur- borðbúnaður, hnífar, gafflar og skeiðar, föt og skálar stóðu á eld húsborðinu, misjafnlega langt komnar í hreinsuninni, sumar smurðar í einhverju deigi en aðr ar gljáfægðar. Ég þekkti flestar þeirra aftur. Ég tók upp kringlótta litla graut arskeið og brostL — Þessa á ég, sagði ég, — hún var skírnargjöf. Marta vildi aldrei lofa mér að nota hana. Hún sagði, að hún væri alltof fín til þess. — Kafteinninn notar hana í sykurinn, sagði Jacobo. — Hann notar hana alltaf við morgun- kaffið. Hans eigin skeið er of stór. Hann sýndi mér svo stærri skál, sem hann var enn ekki bú- inn að hreinsa. — Ég man líka eftir þessari, sagði ég. Hún stóð í borðstof- unni og mamma fyllti hana allt- af af blómum. Skálar okkar Aldos beggja voru merktar fangamarkinu okkar: A. D. — Kafteinninn er mjög vand- látur með þessa ættargripi, sagði Jacopo. — Ef eitthvert postulín brotnar, verður hann vondur, og eins ef eitthvað týn- ist. Hann vill ekki fleygja neinu, sem hér er frá gamalli tíð eða faðir hans hefur átt. 2 herb. íbúð óskast til leigu frá 1. okt. helzt í Austurborginni, fyrir einn starfsmann okkar. Runtal ofnar h.f. Síðumúla 17 — Sími 35555. Jarðýtustörf Maður sem er vanur jarðýtustjórn getur fengið at- vinnu nú þegar. Meðeign í jarðýtu kemur til greina. Tilboð merkt: „Jarðýta — 4855“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 11. þ.m. Viljum ráða nokkra smiði eða laghenta menn t.il vinnu í verk- smiðjunni. Uppl. í verksmiðjunni milli kl. 10 og 12 daglega. Gluggaverksmiðjan RAMMI H.F. Hafnargötu 90, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.