Morgunblaðið - 07.09.1966, Page 30

Morgunblaðið - 07.09.1966, Page 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Miðvlkudagur 7. sept. 1966 KR-ingar mæta bezta félagsliði Frakka í kvöld ! Franska liðið hefur ekki tapað leik í haust — Finnst kalt hér en móttökurnar þeim mun hlýrri f DAG KL. 7 síðdegis hefst leik ur KR og Frakklandsmeistaranna Nantes F. C. en það er fyrri leik- nr liðanna í 1. umferð keppn- innar um Evrópubikar meistara- liða. Eins og tekið hefur verið fram er lið Nantes eitt sterkasta félags lið Mið-Evrópu nú, vann Frakk- landsmeistaratitilinn tvö s.l. ár og nú síðasta með miklum yfir- burðum. Þrír þeirra er í kvóld leika i Laugardal, voru í liði Frakka á lokakeppni um heims- meistaratitil í Englandi í júlí og 2 aðrir með í sömu för, þó þeir ekki léku í úrvalsliði Frakka þá. * Hlýjar móttökur. Frakkarnir komu til landsins í fyrrinótt og tóku létta æfingu á velli KR í gærdag. Þó kalt væri og hráslagalegt og æfingin alls ekki til þess að sýna fulla getu leikmanna, mátti sjá knatttækni listir sem næsta sjaldséðar eru og yfirleitt byggðist öll þessi létta æfing liðsins á hraða. Með aðstoð Alberts Guðmunds sonar lögðum við nokkrar spurn ingar fyrir forseta félagsins, sem er aðalfararstjóri. Hann rómaði mjög móttökur hér og einnig hinn fullkomna að búnað á Loftleiðahótelinu. Hann kvað leikmönnum hafa brugðið nokkuð í brún við nepjuna nér, því þeir hefðu verið suður á Spáni í síðustu viku og þar hefoi verið allheitt. En liðsmenn væru hins vegar alls ekki óvanir kulda í leikjum sínum í Frakklandi vf- jr vetrarmánuðina. ■fc Hafa ekki tapað leik í haust. Hann sagði liðsmenn alla vera komna í fulla þjálfun. Sumarleyfum leikm. hefði lokið 20. júli og siðan hefði verið þjálfað af fullum krafti. Deildakeppnin í Frakklandi er hafin og hefur Nantes leik- ið 5 leiki. Hefur liðið unnið 4 þeirra en einn orðið jafntefli og er Nantes þegar orðið eitt sér í forystu í 1. deildinni frönsku með 9 stig. Þjálfarinn skipti leikmönnum í tvö lið sem reyna áttu samspil og að skora mörk á litlum hand- knattleiksvelli. Þannig þjálfá þeir liðsmenn sína í spili við þröngar aðstæður — því handknattleiks- völlur er ekki nema brot af knatt spyrnuvelli. ár Liðin. Báðir aðilar hafa valið lið sín sem mætast í kvöld. Lið KR er þannig skipað — og það byggir leik sinn á 4-2-4 kerfinu. Markvörður: Guðm. Pétursson. Vörn: Kristinn Jónsson, Ársæll Kjartansson, Þórðui; Jónsson og Óskar Sigurðsson. Miðjumenn: Eyleifur Hafsteins- son, Ellert Schram. Sóknarmenn: Baldvin Baldvins- son, Jón Sigurðsson, Gunnar Felixson og Hörður Markan. Varamenn eru Heimir Guð- jónsson, Einar ísfeld og Bjarni Felixson. Lið Frakklandsmeistaranna er þannig skipað: Markvörður: Castel. Bakverðir: Le Chenardec og De Michele. Framverðir: Röbin, Budzinski og Suaudeau. Framherjar: Blanchet, Kovacevic Gondet, Simon og Prou. Þeir Budzinski miðvörður, Gondet miðherji og Simon léku með franska landsliðinu í heims- meistarakeppninni í Englandi. Ef að líkum lætur sýnir þetta franska lið áhorfendum beztu tegund knattspyrnu. Er svo sjaldgæft að svo góð lið sem Nantes komi hingað, að enginn sem áhuga hefur á knatt- spyrnu ætti að láta slíkt tæki- færi, sem nú gefst til að sjá lið- ið, fram hjá sér fara. I nnanf élag smót KR í frjálsum INNANFÉLAGSMÓT hjá Frjáis íþróttadeild KR fer fram n.k. fimmtudag og föstudag. A fimmtudaginn verður keppt í fimmtarþraut kvenna fyrri hluta og 110 m. grindahl., há- stökki og kúluvarpi karla og hefst kl. 17.30. Á föstudaginn verður keppt í síðari hluta fimmtarþrautarinnar og 100 m. hl. karla og hefst kl. 17.00. Frönsku félagarnir í Nantes, sem léku í liöi Frakka á heims- meistarakeppninni í Englandi, voru á æfingu liðsins í gær á KR. svæðinu voru beðnir að „sitja fyrir“. Þeir stilltu sér þannig upp. Það er Gondet miðherji sem heldur á Budzinski miðverði og inn- herjinn Simon er til hægri. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson. Einn bezti kúluvarp- ari heims hingaö 1 DAG er væntanlegur hingað til lands einn bezti kúluvarpari heimsins, Bandaríkjamaðurinn Neal Steinhauer. Hann kemur hingað að aflokinni keppnisför um Norðurlönd. Dvelst hann hér í nokkra daga og veitir isL kösturum tilsögn. Steinhauer er sem fyrr segir einn af mestu afreksmönnum Gísli Halldórsson forseti I.S.l. setur íþróttaþingið í Góðtemplarahúsinu á Isafirði. Við lrá- borðið sitja frá v. Hermann Guðmundsson framkv. stjóri l.S.l. Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi, sem flutti erindi um æskulýðsstarf, Guðjón Einarsson varaforseti, Ben. G. Waage heiðurs forseti, Birgir Kjaran form. OL-nefndar og Björgvin Sighvatsson forseti bæjarstjórnar Isa- fjarðar. Einróma samþykkt iþróttaþings á ísafirði: fþrdttamiðstöð rísi að Laugarvatni ÍÞRÓTTAÞINGIÐ sem haldið var á Isaíirði um lieig.ua gevöi margar tillögur sem getið verð ur á næstunni. Ein hinna merk- ustu fjallaði um íþróttanuóstöð l.S.l. og er þannig: Iþróttaþing LS.Í 1966 lýsir yfir stuðningi sínum vió undir- búning þann, sem hafinn er, til að koma upp sumanþruuamiö- stöð á Suðurlandi. Heimilar þingið framkvæmda stjórn að halda þeim undirbún- ingi áfram og ráðast í bygging- ar og aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir við að koma upp sum- ariþróttamiðstöð að Laugar- vatni, náist viðunandi samning- ar við þá aðila, sem þar eiga hlut að máli.“ Fjölrituð greinargerð fylgdi tillögunni, sem og öllum öðrum tilögum er lágu fyrir þinginu frá framkvæmdastjórninni. Sá háttur, sem mun næsta sjald-- gæfur, gerði ásamt öðrum góð- um undirbúningi þingsins, sem Hermann Guðmundsson fram- , kv.stj. á mestan heiður af, flýtti i mjög fyrir þmginu og átti smn ■ þátt í að þetta mun starfsam- asta íþróttaþing að minnsta kosti um langt skeið. 1 greinar- gerðinm segir svo m.a. Eins og uam kemur í skýrslu framkvæmdastjórnar, er þegar búið að ákveða íþróttamiostóð fyrir vetraríþróttir á Akureyri. En það var einróma álit síðasta formannaíundar að stefna bæri að því að koma upp minnst tveimur íþróttamiðstöðvum, sem , væru styrktar eða reknar af ÍSÍ. Iþróttamiðstööin á Akureyri | verður rekin af ÍBA, en að ein- hverju leyti styrkt af' ÍSÍ, t.d. með því að kosta kennara á viss námskeið ,sem haldin yrðu fyrir Skíða- eða skautaíþróttina. Öðru máli gegnir um þá íþróttamiðstöð sem reisa á sunn- anlands. Þegar rætt hefur verið um hana, hefur ávallt verið talið rétt og nauðsynlegt að ÍSÍ kost- aði þá miðstöð að öllu leyti, enda Framhald á bls. 22 Nel Steinhauer varpar kúlunnL heims í kúluvarpi. Hann hefur lengst varpað 20.44 m. en heims met landa hans Randy Matson, er 21.51. Steinhauer sem er 22 ára, er einnig góður kringlukastari, kastar um 58 m. Sænskur þjálfari er hér hefur starlað hafði milligöngu um að Steinhauer hefði nokkra daga viðdvöl hér. Hann mun veiva frjálsíþróttamönnum tilsögn og einnig að likindum taka þótt í móti, sem enn er þó ekki ákveð- ið. SYNDIÐ 200 metrana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.