Morgunblaðið - 07.09.1966, Síða 31
Miðvikudagur 7. sepl. 1966
M0RGUN8LADIÐ
31
Tilfærsla á gufuút-
streymi á Þeista-
reykjasvæöinu
í SUMAH urðu menn varir við
nýja gufuhveri á Þeistareykja-
avæðinu í Þingeyjarsýslu og var
jafnvel imprað á því að þar gæti
verið um byrjun á gosi að ræða.
Guðmundur Sigvaldason, jarð-
fræðingur, var þá í Öskju við að
kortleggja og safna bergsýnis-
hornum og athugaði Þeista-
reykjasvæðið á heimleiðinni.
MbL spurði Guðmund hvað
hefði komið út úr þeirri athugun.
Sagði Guðmundur að svæðið
hefði verið skoðað, gert kort af
því og tekin sýnishorn af loft-
tegundum bæði í eldri hverum
og þeim nýrri. En í nýju hverun-
um væri mest vatnsgufa. Væri
ekki hægt annað að sjá en að
þarna hefði bara orðið tilfærsla
á gufuútstreymi gamla hvera-
svæðisins á Þeistareykjum, kom-
ið upp ný og heldur kraftalítil
gufuaugu. Þetta hefði ekki verið
neitt svipað og gufugosin, sem
voru undanfari Öskjugossins. Og
væri ekki hægt að draga þær
ályktanir af því sem þarna hef-
ur gerzt að gos væri í aðsigi.
Guðmundur var í Surtsey fyr-
ir helgina og tók þá sýnishorn
af gasi. Er áframhaldandi gos í
eynnL Úr einum gíg. Hefur hann
byggt sig fallega upp, en hraunið
'rennur frá rótum hans og mynd-
ar hraunelfi, sem síðan fer í
undirgöng og kvíslast.
Hasse! áfram
varnarmálaráðh.
V - þýzkalands
Bonn, 8. sept. — ?*TB:
LUDWIG ERHAHD kanzlari V-
Þýzkalands sagði í dag, að hann
myndi láta Kai Uwe von Hassel
vera áfram varnarmálaráðherra
landsins þrált fyrir kröfur, sem
fram hafa komið um, að hinn
síðarnefndi færi frá.
Kanzlarir.n lýsti þessu yfir á
fundi með leiðtogum Kristilega
demókrataflokksins. Samtímis
endurtók hann áskorun sína um
að von Hassel legði eins fljótt og
unnt væri fram tillögur um end
urskipulagr.ingu æðstu stjórnar
hersins í Vestui-Þýzkalandi.
Washington, 6. sept NTB
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bar
í gær fram áskorun til Bret-
.ands og Bandaríkjanna um að
koma í lag utanríkisviðskipta-
málum sínum. Segir þar, að viss
ar orsakir hafi haft í för með
sér greinilegan vöxt í kaupa
einkaðila af gulli og aukna spá-
kaupmennsku.
Alsír 6. september NTB
TVEIR Frakkar og einn Alsir-
búi voru í gær dæmdir til dauða
í Alsír af sérstökum dómstóli
fyrir fjármálaafbrot, eftir að
þeir höfðu verið sekir fundnir
um skjalafölsun. Hinir þrír
dauðadæmdu eru lögmaðurinn
Desire Drai frá París, veitinga-
húsarekandinn Jean Corti frá
Marseille og ávaxtaútflytjani-
inn Mohamed Bouharid frá Al-
*ír.
Tveir aðrir, sem ákærðir
höfðu veríð, voru einnig dæmd-
ir til dauða en í fjarveru þeirra,
því að sennilega munu þeir hafa
zloppið úr landi. Hinn sérstaki
dómstóll var settur á laggirnar
í júní s. L og var þáttur þeirrar
viðleitni að stemma stigu fyr-
ir spillingu í landinu. Þetta var
fyrsta málið, sem dómstóllinn
hafði til meðferðar.
IVienntaskólarnir í
Reykjavík skipta með
sér nemendum
ÞESSA dagana hafa Menntaskól
arnir í Reykjavík verið að senda
út bréf til nemenda, sem sæti
taka í skólunum í haust, en skól
arnir munu skipta nemendum
milli sín nokkuð eftir búsetu
nemendanna. Kinsvegar verður
tekið tillit til sérstakra óska ein
stakra nemenda, sem rök færa
íyrir því, að þeir vtrði frekar í
öðrum skólanum en hinum. Það
verða 15 bekk.iardeildir nýrra
nemenda, sem taka til starfa í
skólunum í haust, 6 í HamraÍNíð
arskóla og 9 l Lækjargötuskól-
anum. í rr.cginatriðum verður
fyrirkomulagið svo, að Hamra
hlíðarskóli tekur nemendur úr
austurhluta borgarinnar og Kópa
vogi og nágrenni borgarinnar.
Unnið er nú aí kappi við
Hamrahlíðarskólann og sagði
Guðmundur Arnlaugsson rektor
blaðinu í gær að skólinn myndi
verða í aðalatriðum tilbúinn fyr
ir setningu hinn 1. október nk.
Jafnframt er byrjað á öðrum
áfanga skólabvggingarinnar.
Komið i veg fyrir
uppreisnartilraun
í Sýrlandi
Fyrri Ieiðtogar Baathflokksins forsprakkar
tilraunarinnar
SÓSÍALISTASTJÓRNIN í Sýr-
landi skýrði frá því í dag, að
hún hefði orðið fyrri til og kom
|ð upp um uppreisnartilraun
fyrri leiðtoga Baathflokksins áð-
ur en nokkuð varð úr tilraun-
inni. Samtímis var tilkynnt, að
eftirleiðis væri öll miskunn og
eftirgefanleiki úr sögunni. Héð-
*n i frá yrði tekið harkalega á
öliuni. sem til uppreisnar æstu.
Tilkynningin var gefin út af
núverandi stjórn Baathsósíalista
flokksins, sem notaði þetta tæki
færi til heiftarlegra árása á
Bandaríkin, Saudi-Arabiu, Jór-
daníu og ísrael. Segir í tilkynn
ingunni, að foringjar uppreisn-
nrtilraunarinnar hefðu verið
Michel Aflaq, sem stofnaði flokk
inn fyrir 25 árum, Salaheddin
Bitar, sem einnig var einn af
upphafsmönnum flokksins og for
íætisráðherra í þeirri ríkisstjórn
sem steypt var af stóli i febrúar
á þessu ári svo og fyrrverandi
•ðalritari flokksins dr. Munif A1
Razzaz. Allir voru þeir þrír 1
hinni svokölluðu alþjóðlegu
•tjórn flokksins, sem steypt var
af stóli ásamt Amin Al-Hafez
hershöfðingja í febrúar s. L
Núverandi stjórn landsins und
Ir stjórn Noureddin Al-Atassi
forseta og Yousef Zeayen for-
■ætisráðherra tilheyrir vinstri
irmi Baathflokksins og kallar
*ig sjálf hina þjóðlegu stjórn.
í tilkynningu stjórnarinnar
segir, að samsærismennirnir
hefðu búið sig undir að steypa
ríkisstjórninni með valdbeitingu
og koma af s,tað flóðbylgju blóðs
úthellinga, ógna og eyðilegging
Fréttír úr
Axarfirði
Skógum, 31. ágúst: —
HÉR ER heyskap að mestu lokið
eftir úrfellasamt sumar. Háar-
spretta er engin Hey eru mikil
að vöxtum en nýting í lakara
lagi þar sem óþurrkar voru í
júlí á þriðju viku og hröktust
hey þá nokkuð. Berjaspretta er
mjög lítil. Kartófluspretta lítil
eða engin að segja má. Sl. sunnu
dag messaði í síðasta sinn hér
séra Páll Þorleifsson, þar sem
hann er að fara eftir 40 ára prest
skap. Var fjölmenni mikið við
kirkju og 4 börn skírð.
Á eftir var þeirn hjónum hald
ið kaffisamsæti að Lundi og
færðar þakkir fyrir langt og
giftudrjúgt starf.
Nú líður að göngum og vonazt
allir að fá allt sitt fé er á fjall
var sleppt i vor, vænt og feitt
— Sigurður.
ar í landinu. Þeir, sem ábyrgð
ina bæru, yrðu dregnir fyrir sér
stakan dómstól. Þeir hefðu eflt
tækifærissinna, ofstækismenn
og öfl fjandsamleg ríkisstjórn
inni og hinni augljósu bylting-
arstefnu hennar. En nú væri
öll eftirgjöf úr sögunni. Bylt-
ingin myndi hér eftir mola alla
afturhaldsmenn og andbylting-
arsinnuð öfl í landinu.
Unnið að stofn*
un Sambands
sparisjóða
IPARISJÓÐSSTJÓRAR viðs ve
i að á iandinu komu saman ti
undar í Borgarnesi um helgim
>g gaf fundurinn út eftirfarand
f réttatilkynningu:
„Að tilhlutan vestfirzku spari
sjóðanna kcmu forráðamenn ur
30 sparisjcða saman til fundar
Borgarnesi laugardaginn 3. o
sunnudaginn 4 september. — 1
Houston, Texas 5. sept. AP
hjarta látið knýja hana áfram,
SYNDIÐ
200 metrana
— Kmverjar
Framhald af bls. 1
á þessi þrjú aðalatriði í yfirlýs-
ingum Chen Yi; 1. að hann
segðist ekki vera þeirrar skoð-
unar, að spennan milli Banda-
ríkjanna og Kína myndi standa
að eilífu, 2. að Kína væri ekki
alveg fráhverft samningavið-
ræðum um Vietnam og 3. að
hvorki Kína né Bandaríkin
væru þess fýsandi að lenda í
styrjöld hvort gegn öðru.
— Sjónvarp^sjyátfur
bagal, sern fa:.nst á Þingvöllum
fyrir nokkrum árum. Allt er
þetta skraut talið vera keltneskt.
Forstöðumaður sjónvarps-
myndatökunnar er Poul John-
stone, en Magnús Magnússon, ís-
lenzkur blaðamaður í Skotlandi,
sonur Sigursteins Magnússonar
ræðismanns. talar inn á mynd-
irnar og segir sögu Papanna.
Þetta verður 50 mínútna dagskrá
sem verður sjónvarpað í Bret-
landi um jólaleytið. Titill mynd
arinnar er (á íslenzku) „Hinir
heilögu sjómenn". Sjónvarps-
menn þessir gera dagskrár, sem
sýndar eru emu sinni í mánuði
og má geta þess að fyrsta dag-
skrá þeirra var um norræna vík
inga í Veslurheimi.
Ekki voru þeir félagar heppn
ir með veður hér. 1 dag var eitt
mesta rigningarveður sumarsins,
en á morgun hyggjast þeir fara
á ný á Papaós, ef veður verður
betra. Tii Reykjavíkur fljúga
þeir á mánudag og á þriðjudag
til Englands.
Magnús Magnússon biður þess
sérstaklega getið hve allir þeir
ferðafélagar hafi verið ánægðir
með mótxökur í gistihúsinu í
Höfn. — Gunnar.
— Árekstur
Framhald af bls. 32.
arnar tvær skullu saman af
miklu afli. Við áreksturinn sner
ist vörubifreiðin sem var á leið
norður yfir gatnamótum nær í
hring, og lenti yfir á eystri ak-
greininni Hin bifreiðin lenti
upp á litlu eyjunni, sem er í
Lönguhlíð norðan megin, og
braut þar niður bæði gótuvita
og ljósastaur. Skall efsti hluti
ljósastaursins á vélhlíf bifreið-
arinnar sem ekið hafði inn á
gatnamótin af Lönguhlíðinni.
Ökumaður þeirar bifreiðar
telur sig hafa rotazt við árekst-
urinn, og einnig fékk farþegi
sem í bifreiðinni var höfuð-
högg. Var ökumaðurinn fluttur
í Slysavarðstofuna þar sem gert
var að sárum hans. Ökumaður
hinnar vörubifreiðarinnar slapp
að mestu ómeiddur. Eins og
nærri má geta varð mikið tjón
í þessum árekstri, báðar bifreið-
arnar stórskemmdar og götuviti
og ljósastaur brotinn niður.
— Wilson
Framhald af bls. 1
undaginn. Gert er ráð fyrir því,
að afrísku leiðtogarnir muni
halda því fram, að þær refsiað-
gerðir sem gerðar hafa verið
gegn Rhodesiustjórn hafi ekki
náð viðunandi árangri og að
beita verði ákveðnari aðgerð-
um til þess að steypa henni.
Ýmsir þeirra eru þeirrar skoðun
ar, að valdbeiting ein komi að
gagni. Þeir munu ennfremur þess
fýsandi, að Wilson veiti þeim
beina tryggingu fyrir því, að
Bretland muni ekki viðurkenna
sjálfstæði Rhodesiu, fyrr en land
ið hafi fengið ríkisstjórn, sem
styðjist við meirihluta lands-
manna.
Blaðburðarfólk vantar í eftirtaJin hverfi:
Tjarnargötu Austurbrún
Laugaveg frá 1—32 Laufásveg 2—57
Barónsstígur Grettisgata II
Grettisgata I frá 36—98
Fálkagata Lynghagi
Laugavcg 33—80 Grettisgata 36—98
Grenimelur Túngata
Bergstaðastræti Laugarteigur
Aðalstræti Þingholtsstræti
Heiðargerði Stigahlið
Kleppsvegur I Fossvogsblett
Langagerði Hverfisgata I
Blesugcóf Sörlaskjól
Talið við afgreiðsluna simi 22480.