Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 7
Sufinudagur 11. sepl. 19W
MORGUNBLAÐIÐ
fíðeins íjorar ólofaðar
prinsessur í Evrópu
Margrét, Danmörk, trúlofuð.
Kristín Hollandi, ólofuð Irena, Grikklandi, ólofuð
...... _ _
Margrét, Hollandi, trúlofuð. Benedikta, Danmörku, ólofuð Kristín, Svíþjóð, ólofuð
Margaretha, Svíþjóð, gift. Anna-María, Danmörk, gift. Desirée, Svíþjóð, gift.
Iren, Hollandi, gift.
Astrid, Noregi, gift.
Það er sama hvar í 'ieimin-
um er, fátt vekur meira umtal
en trúlofun og gifting frægra
manna. Það eru ekki nema 1!)
ár síðan að það var vinsælt
umtalsefni í blöðum og tíma-
ritum víðs vegar um heim að
láta í ljós meðaumkun sína
með öllum þessum ungu og
sætu ólofuðu prinssessum í
Evrópu. f Danmörku voru þær
þrjár, — í Noregi ein, — í
Svíþjóð fjórar, — í Hollandi
f jórar — og í Grikklandi tvær
Þá var að jafnaði getið, að
skortur væri á prinsum,
svo óljóst væri um endalok
málsins.
Sú sem elzt var af prins-
essunum, — árið 1956, — var
26 ára en hún var líka sú ein-
asta sem var gift. Það var
norska prinsessan Ragnhild
Alexandra, sem árið 1953
giftist útgerðarmanninum
Erling Sven Lorentzen, og
Ragnhildur, Noregi, gift.
fluttist með honum, til Rio de
Janero.
En erfitt var að sjá fyrir
hamingjusöm endalok þessa
ævintýris því það, er nú einu
sinni þannig, að ævintýri og
prinsessur heyra saman. En
þessu hefur lyktað betur en
blöðin létu sig dreyma um. Nú
eru þær ekki nema fjórar
uhgu prinsessurnar í Evrópu
sem enn eru ólofaðar.
FRÉTTIR
Kristniboðssambandið. Sam-
komuvikan hefst í Betaníu 2.
kvöld kl. 8.30. Þar talar cand.
theol, Gunnar Sigurjónsson og
verður þetta n.k. framhald af
tjaldsamkomunum. Allir eru vel-
komnir.
Kvenfélagið Esja. Aðalfundur
þriðjudaginn 13. kl. 9 síðdegis.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn
Sunnudag kl. 11:00 talar kaft-
ein Sölvi Aasoldsen. Sunnudaga-
skólinn kl. 14:00. Brigader Henny
Driveklepp stjórna samkoma kl.
20:30. Allir velkomnir.
Reykvíkingafélagið
fer skemmtiferð í Heiðmörk
og Árbæjarsafn, ef veður leyfir
á sunnudag kl. 14 frá Strætis-
vagnastöðinni við Kalkofnsveg.
Kristileg samkoma verður í
samkomusalnum Mjóuhlíð 16
n.k. sunnudagskvöld kl. 8. Allt
íólk hjartanlega velkomið.
Kristileg samkoma á Bæna-
staðnum Fálkagötu 10. Sunnu-
daginn 11. sept. kl. 4. Bænastund
alla virka daga kl. 7 e.m. Allir
velkomnir.
Séra Felix Ólafsson, sóknar-
prestur í Grensásprestakalli, er
fluttur að Hvassaleiti 26.
Kvenfélag Óliáðasafnaðarins.
Kirkjudagurinn er n.k. sunnudag
Félagskonur eru góðfúslega
minntar á að tekið verður á móti
kökum í Kirkjubæ laugardag 1 —
7 og sunnudag 10 — 12.
Sýning á Kirkjuteikningum
þeim er verðlaun og viðurkenn-
ingu hlutu í hugmyndasam-
keppni, er Ásprestakall efndi tií
fyrir væntanlega kirkju, verður
í Langholtsskólanum, inngangur
frá Álfheimum opin dagana 6.
til 11. september frá kl. 19:30— |
22. nema laugardaga og sunnu- [
daga þá frá kl. 14.—22.
Hanzki. — Að tapa hönzkum
er fyrir tjóni: það er líka fyrir
bústaðaskiftum. Að missa eða
týna hægri handar hanzka er
giftum manni fyrir makamissi.
VÍSIJKORIM
UM DAGINN OG VEGINN
Nú er Magnús fallinn frá
fyrnist yfir sporin.
Gott er að bera áburð á
akrana á vorin.
Núlifandi Keflvíkingur
VEL M/ELT!
Á hverjum degi skaltu leiða hug þinn að dauða, útlegð og I
öllu því, er skelfilegt virðist, þó einkum dauðanum. Þá mun i
hugur þinn aldrei snúast um auðvirðilega hluti, né heldur ]
mettast hóflausum girndum. Handbók Epikets.
Húsbyggjendur —
Húsameistarar
Eigum til takmarkaðar birgðir af hinni
heimsþekktu amerísku
glerull - 2%“ -
Byggingavöruverzlunin
Hróberg si.
Ármúla 7 — Sími 30800.
Skrifstofustúlka
óskast hálfan daginn. Enskukunnátta Seskileg.
Tilbóð, merkt: „4679“ sendist fyrjr 15. þ.m.
Orösending fra
Félogi íslenzkra
bifreiðneigenda
Ljósastillingastöð félagsins hefur ílutt starfsemi
sína að Suðurlandsbraut 10 og opnar þar mánu-
daginn 12. sept.
LJÓSASTILLINGASTÖÐ
Félags íslcnzkra bifreiðaeigenda,
Suðurlandsbraut 10 — Sími 31100.
Afgreiðslustarf
Ung kona, vön afgreiðslustörfum óskar eftir vinnu
hálfan daginn. Tilboð, merkt: „Áhugasöm — 4933“
sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld.
Saumastúlkur
Stúlkur vanar karlmannafrakkasaum óskast. —
Ákvæðisvinna. — Einnig óskast stúlkur í frágang.
Upplýsingar á mánudag eftir kl. 5,30.
Veiksmiðjnn Elgur hl.
Grensásvegi 12.
Eftirleiðis verður sími okkar
2-30-79
Hitalagnir Hf.
Vatns-, hita- og eirlagnir.
Húsmæðinskóli
Reykjnvikur
verður settur fimmtudaginn 15. september kl. 2 e.h.
Heimavistarnemendur skili farangri sinum skólann
miðvikudaginn 14. sept. milli kl. 6 og 7 e. h.
Skólastjóri.